Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.1988, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.1988, Blaðsíða 38
58 MÁNUDAGUR 26. SEPTEMBER 1988. Jarðarfarir Menning dv Guðlaug Sveinsdóttir, Sogavegi 135, er látin. Jarðarfórin hefur farið fram. Matthías Þ. Guðmundsson, fv. verk- stjóri, veröur jarðsunginn frá Foss- vogskirkju þriðjudaginn 27. septem- ber kl. 13.30. Utfór Jóhönnu Guðmundsdóttir, Hraunbæ 84, verður gerð frá Dóm- kirkjunni þriðjudaginn 27. septem- ber kl. 13.30 Sveinn Hallgrimsson, Hörgshlíð 8, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni miðvikudaginn 28. september kl. 13.30. Hlynur Ingi Búason, Vesturbergi 9, Reykjavík, spm lést af slysförum þann 16. september, verður jarð- sunginn frá Fossvogskirkju þriðju- daginn 27. september kl. 15. Elín Geira Óladóttir lést 17. septem- ber. Hún fæddist á Völlum í S-Múla- sýslu 5. ágúst 1905. Foreldrar hennar voru hjónin Herborg Guðmunds- dóttir og Óli Halldórsson. Elín giftist Sveini Sæmundssyni en hann lést árið 1979. Þeim hjónum varð þriggja barna auðiö. Útför Elínar verður gerð frá Dómkirkjunni í dag kl. 13.30. Guðrún F. Jónsdóttir lést 17. septem- ber. Hún fæddist á Suðureyri í Súg- andafirði 1. janúar 1919, dóttir Jóns Guðjónssonar og Salóme Kristjáns- dóttur. Guðrún lauk hjúkrunarnámi frá Hjúkrunarskóla íslands 1944 og hélt að svo búnu til náms og starfa í Sviþjóð þar sem hún dvaldist til 1948. Eftirlifandi eiginmaður hennar er Jón Halldórsson. Þau eignuðust þrjú börn. Útför Guðrúnar verður gerð frá Langholtskirkju í dag kl. 15. Andlát Sigriður Ebenesardóttir, Hjarðar- holti 13, Akranesi, lést í Sjúkrahúsi Akraness 21. september. Ráðstefnur Ráðstefna um fjarvinnslu og fjarkennslu í dreifbýli FILIN (Föreningen fór Informationa- teknologiska Lokalcentra í Norden) er samnorrænt félag sem vinnur að því að, miðla nýrri upplýsingatækni í dreifbýli á Norðurlöndum. Að þessu markmiði er unnið í litlum staðbvmdnum vinnustöðv- vim eða mistöðviun þar sem komið er fyrir nýtísku búnaði til gagnavinnslu og Qarskipta. Ráðstefna Filin verður haldin í Norræna húsinu þann 28. september nk. og hefst hún kl. 10. Þeir sem hafa áhuga á þátttöku eru beðnir að hafa sam- band við Upplýsingaþjónustu Háskólans, Jón Erlendsson forstöðum., í síma 629920, 629921 eða 694665. Glæpur og refsing Úr Marmara, Rúrik Haraldsson, Gisli Halldórsson og Helgi Skúlason ræða spurningar siðfræðilegs eðlis. Þjóðleikhusið: Marmari Höfundur: Guðmundur Kamban Leikgerð og leikstjórn: Heiga Bach- mann Leikmynd og búningar: Karl Aspelund Tónlist: Hjálmar H. Ragnarsson Lýsing: Sveinn Benediktsson Hvað sem mönnum kann að finnast um þá ákvörðun að velja leikritið Marmara fremur en eitt- hvert annað verk Guömundar Kamban til sýninga í Þjóðleikhús- inu til að minnast þess að 100 ár eru liðin frá fæðingu hans er hitt víst að í þessu verki gefst góðum leikara tækifæri til stórleiks í aðal- hlutverkinu þegar best tekst til. Sú varð raunin þegar verkið var frumflutt á íslandi en það var í Iðnó 1950 og minnast þeir sem sáu enn frammistöðu Þorsteins Ö. Stephen- sen í þeirri sýningu. Verkið er málsvöm fyrir þá skoð- un aðalpersónunnar, sakamála- dómarans Roberts Belford, að refs- ing fyrir glæp sé ósiðleg og geti í raun aldrei gert neitt nema illt verra. Höfundurinn segir í raun með verkinu að margt sé verra en sjálfur glæpurinn, hann sé ef til vill aðeins endir á löngu ferh. Það sé spilhngin. og óheiðarleikinn, yfirdrepsskapurinn og rotinn sið- ferðiskennd sem séu undirrót allra glæpa og gegn þeim þurfi aö snú- ast. Það þurfl að höggva að rótum meinsins. Belford er málpípa höfundar og rökræðir fram og aftur eðli glæps og refsingar. Verkið er fyrst og fremst byggt upp í kringum þessa einu persónu og löng samtöl ein- kenna verkiö sem Kamban lauk við að skrifa árið 1918. Dómarinn kemst ekki hjá því í starfi sínu að hugleiða feril afbrota- mannsins en þegar Belford fer að skyggna samfélagið í skrifum sín- um og dregur margt óvænt upp á yfirboröið fer ekki hjá því að góð- borgararnir, sem finnst sér ógnað, grípi til sinna ráöa og Belford er dæmdur til vistar á geðsjúkrahúsi, þaðan sem hann á ekki aftur- kvæmt. í sjálfu formi verksins er fólgið visst andóf gegn innihaldsrýrum leikritum sem fyrst og fremst er ætlað að skemmta fólki eina kvöld- stund. Efnið og framsetning þess er í þyngri kantinum, í upphaflegri Leiklist Auður Eydal gerð tekur flutningur verksins um flóra tíma og innihaldið eru spak- legar og oft langdregnar vangavelt- ur. Helga Bachmann, sem einnig er leikstjóri, hefur unnið leikgerðina og stytt leikritið til muna. Persónu- saga Belfords fær nokkuð aukið vægi en engu að síður eru orðræð- urnar þungamiðjan. Helga hefur að mörgu leyti unnið vel, hún er anda verksins trú og þaö gengur að flestu leyti ágætlega upp sem sviðsverk í þessari mynd. Þó fannst mér útfærslan á eftir- leiknum, sem á að gerast á okkar dögum, orka tvímælis og vera allt of yfirhlaðin. Ég efast um að röksemdafærsla Kambans í Marmara heilh eða hrífi marga nútímamenn og að því leyti hefur þetta verk elst verr en mörg önnur verk hans. Siðfræðin að baki hugsuninni um afnám refsinga er sígild en framsetning höfundar er bundin sínum stað og tíma og for- sendur Belfords fyrir andófinu eru líka mjög staðbundnar. Leikritið Marmari er byggt upp í kringum einn „afburðamann" og skýrir breytni hans og sögu en aðr- ar persónur eru heldur óljósar, jafnvel vandræðalegar. Nú þegar verkið er sett upp öðru sinni á Islandi, leikur Helgi Skúla- son aðalhlutverkið. Hann hefur fengið æði mörg tækifæri að und- anförnu til að túlka hina verstu skúrka og illmenni. í hlutverki sakamáladómarans Roberts Bel- ford er hann hins vegar boðberi mannúðar og mhdi og hvetur til umburðarlyndis gagnvart þeim sem hafa misstigiö sig eða minna mega sín. Helgi nær til fuhs öllum þeim blæbrigðum sem hlutverkið gefur tilefni til og vinnur eftirminnhega persónu úr þeim efniviði sem verk- ið leggur honum til. Leikur hans er fyrirhafnarlaus en sterkur, framsögnin skýr og hann sýnir okkur á sannfærandi hátt feril manns sem gengur glaður th leiks þó að hann berjist við öfl sem hljóta að verða hans bani áður en yfir lýkur. Þrátt fyrir allt reynist hann þeim þó yfirsterkari þegar upp er staðið. í túlkun Helga verður Rob- ert Belford sannur og heilsteypur persónuleiki, köhun sinni trúr. Fjöldi leikara kemur fram í sýn- ingunni og má þar nefna Rúrik Haraldsson og Gísla Halldórsson, fulltrúa hinna spihtu aha sem dóm- arinn tekst á við. Þeir eiga góðan samleik í upphafsatriðinu sem að öðru leyti var dálítið vandræða- legt. Bryndísi Pétursdóttur tókst þó að lyfta stemningunni aðeins í hlutverki greifafrúarinnar. í hlutverki Blanche, bróðurdótt- ur Belfords, er ung og óreynd leik- kona, Helga Vala Helgadóttir. Blanche er ímynd hreinleikans og fegurðarinnar í huga dómarans sem þykir mjög vænt um hana. Helga á margt ólært, sérstaklga var henni erfitt ákaflega viðkvæmt at- riði undir lok verksins, þegar þau kveðjast hinsta sinni, Blanche og frændi hennar. Þeir Arnór Benónýsson og Ehert Ingimundarson voru báðir heldur þvingaðir sem Henry Winslow, vinur dómarans, og mr. Murphy, fyrrum refsifangi. Atriðið í réttar- salnum var eitt af þeim betri en þar áttu góðan samleik þeir Helgi Skúlason, Erlingur Gíslason, sem lék ákæranda, óg Róbert Arnfinns- son í hlutverki dómarans, ásamt Brynju Benediktsdóttur, vitni ákærandans. Af öðrum leikendum má nefna Kristbjörgu Kjeld í hlutverki geð- læknisins og Helgu Jónsdóttur, frú Thursby. Pálmi Gestsson og Hall- dór Bjömsson léku sjúklinga á hælinu. Sviðsmynd Karls Aspelund og lýsing Sveins Benediktssonar mynda hreina og einfalda umgjörð um þessa uppsetningu sem Helga Bachmann leikstýrir á hófstilltan hátt. Marmari var sýndur tvisvar sinnum á síðustu Listahátíð á for- sýningum enda virtist verkið óvenjulega vel æft og fullunnið nú, þegar að hinni eiginlegu frumsýn- ingu kom. AE Utlaust „stefnuleysi“ Nú fara að verða síðustu forvöð að sjá úttekt Listasafns íslands á „list líðandi stundar". Sýningu á verkum þeirra Jóns Óskars, Huldu Hákon, Tuma Magnússonar, ívars Valgarðssonar og Georgs Guðna lýkur sunnudaginn 2. október. í aðfaraorðum sýningarskrár verð- ur Bem Nordal tíörætt um póstmóderníska hst og helsta ein- kenni hennar „stefnuleysið". Það má margt segja um blessaða eftir- mæðuna en sá sem þetta ritar hefur aldrei hugsað Iiana stefnulausa. Þvert á móti sér hann þar hverja stefnuna um aðra þvera. Lista- mennirnir freista þess að skáka kraðaki hinna stefnulausu mark- aða með því að tileinka sér fjöldann allan af fyrri tíma stefnum. Að sjálfsögðu taka stefnur alltaf mót síns tíma í meira eða minna mæh en póstmódernisminn er fyrst og síðast stefnumót hstamannsins við söguna og tímann sem efni. Þama er um hreina og klára mótsögn nýexpressjónismans að ræða. Á meðan tjástefnan er hamslaus og tryht heldur síðmóðurinn sönsum í gegnum þykkt og þunnt. Þar er leitað fanga í táknkerfum og siða- reglum þjóðanna og kafað í tengsl einstakhngs og þjóðfélagsins jafn- vel þótt harin hafi enga sérstaka trú á þvi og reýndar ekki heldur ein- staklingsfrelsinu. Póstmódernism- inn er þannig ragnarakalist hengi- flugsins þar sem enga trú er að finna heldur aðeins örvæntingar- fuht púst á rush, e.t.v. í von um vísbendingu um mögulega framtíð handan hauganna. Þannig verða verk hstamannanna skrautiegri eftir því sem púshð ágerist. Stefn- um og stílbrögðum ægir saman á einum og sáma fermetranum. Þá er gjarnan sagt að listamennirnir séu stefnulausir og vihuráfandi. Hvað sem svo má segja um fimm- menningana, sem nú sýna í boði Listasafns íslands, þá er stefnu- leysi ekki rétta orðið yfir hst þeirra. Hvert og eitt þeirra er einmitt ákaf- lega staðfast í sinni stefnu. E.t.v. um of, því ekkert þeirra ætti enn að vera svo rútínufjötrað að það kunni ekki að taka áhættu. Sé sýn- ingin hins vegar skoðuð í samhengi Myndlist Ólafur Engilbertsson sem yfirlit ákveðins tímabils þá kemur í ijós aö hún er næsta sam- hengislaus og eins ópóstmódemísk og hægt er að hugsa sér vegna þess hve listamennirnir virðast feimnir Kvistur, ívar Valgarðsson. við að leita nýrra leiða. Jón Óskar hefur málað svarthvítt og drýldið fólk á vaxborinn striga um nokkurra ára skeið. Hann held- ur uppeknum hætti á þessari sýn- ingu. Mynd nr. 15, Án titils, nær að mörgu leyti best þeirri dauðu kaldranaleikatilfinningu sem virð- ist markmið Jóns. Þar vinnur hin glampandi og hfræna vaxáferð vel með myndefninu. Tvær persónur bíða af sér syndaflóð undir vax- bjargi sem er í þann veginn að bráðna. Aðrar myndir Jóns Óskars em mun síðri og ekki til annars fallnar en að deyfa áhrifin af þeirri sem hér er nefnd. Hulda Hákon fer óvenjulega leið í myndgerð sinni. Myndir hennar eru brúðuleikhúslegar lágmyndir, dálítið í anda þess sem ameríski þúsundþjalasmiðurinn Red Gro- oms hefur verið að gera. Huldu tekst best upp í þjóðsagnalegu myndunum „Korpúlfsstöðum“ og „Sjálfsmynd með sjö draugum". í báðum þessum myndum er bygg- ingin tiltölulega einföld og ber hina ríkulegu áferð ekki ofurliði en sú er einmitt heista hættan í svo skrautlegri tækni. Tumi Magnússon málar fótspor, tannbursta, innstungur og gler- augu eins og honum einum er lag- ið. Ég er þó ekki frá því að hann hefði mátt grisja úrvalið á sama hátt og Jón Óskar. Mörg smærri verkanna eins og númer 16, 17, 22 og 25 skemma einfaldlega fyrir. Mynd númer 18 af fótsporum og númer 19 af tannbursta eru hins vegar fyrsta flokks hversdagsleika- straumbreytar. Georg Guðni er enn uppi á fjöll- um. Eitthvað viröist honum samt vera farið að leiðast þar ef marka má þessar fjórar myndir sem hann hefur sett á þessa sýningu. Þarna er einfaldlega um dauðyflislega rútínuhönnun að ræða. Það er afar hæpin ráðstöfun að setja slíka fjöldaframleiðslu á yfirlitssýningu á borð við þessa. Minimalismi Ge- orgs Guðna hefur þrætt einstigi síðustu árin og virðist nú einfald- lega kominn í ógöngur. Það er helst að myndin „Ernir“ minni á fyrri tíma meiri fyrirheita. ívar Valgarðsson kórónar síðan ógöngur sýningarinnar með þrem- ur óbjörgulegum skúlptúrum. Vafalaust er það ætlun Ivars að sýna hversdagslega áferð og form í nýju ljósi en það er eins og lista- maðurinn hafi hætt í miðju kafi. Það er helst að áttstrendi stálhring- urinn skilji eitthvað eftir. Það er altént spennandi áferð. Steypu- stöpulhnn og húsgagnið eru hins- vegar allt annað en féleg fyrirbæri. Þessa sýningu hefði vissulega mátt vanda betur. Velja fleiri sýn- endur og hafa þá færri verk eftir hvern og einn í staðinn. Það virð- ast einfaldlega fáir standast kröfur þessara „stefnulausu" tíma.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.