Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.1988, Blaðsíða 44
F R
T T A S K O T I
Hafir s þú ábendingu eða vitneskju um frétt,
hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert frétta-
skot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 2.000
krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hveri viku greið-
ast 5.000 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við
tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn.
Ritstjöm - Auglýslngar - Áskrift - Dreifing: Simi 27022
MÁNUDAGUFS 26. SEPTEMBER 1988.
Skákmótiö 1 Tilburg:
Jóhann á
siguribraut
Jóhann Hjartarson stórmeistari
hefur heldur betur komist í stuö á
skákmótinu í Tilburg í Hollandi. í
gær vann hann sína þriðju skák á
mótinu og hefur nú fengið 314 vinn-
ing út úr síðustu fjórum umferðum.
I gær var næstsíðasta umferð móts-
ins og þá vann hann Nigel Short frá
Englandi í 41 leik. Jóhann hafði hvítt
og var spænski leikurinn á dagskrá.
Jóhann reyndist hafa betur eftir að
Short lék af sér í 25. leik og staðfesti
það tak sem hann hefur á Englend-
ingnum unga. Önnur úrslit voru
þannig að Karpov vann Nikolic,
Timman vann Hubner og Van der
Wiel vann Portisch. Athyglisvert er
hve fá jafntefli hafa orðið á mótinu
en þetta mun vera baráttuglaðasta
Tilburgmót frá upphafi. Eru móts-
haldarar að sjálfsögðu himinlifandi
yfir frammistöðu keppenda.
Staðan er nú þannig að Karpov er
með yfirburðaforystu, hefur 10 v„
Short er með 8 v„ Timman hefur 7
v. og Jóhann er nú í 4. sæti með 614
v. Nikolic er með 6 v. Hubner og
Portisch eru með 5 v. og Van der
Wiel er með 414 v. í síðustu umferð
teflir Jóhann við Hubner og hefur
svart. -SMJ
Ríkisstj ómarmyndun:
einn sólarhring
- fékk umboð til að mynda meiriMutastjóm
„Ég tók að mér að kanna mögu- hefði tekist. Hann ítrekaöi að ekki - En telur Þorsteinn möguleika Um hugsanlega minnihlutastjóm
leika á myndun meirihlutaríkis- væru margir kostir og staðan væri veraáaðmyndameirihlutastjóm? undir sínu forsæti vildi Þorsteinn
stjórnar og ég hef í mesta lagi einn þröng. „Það liggur í augum uppi að það ekkert segja.
sólarhring til þess,“ sagði Þor- Þorsteinn vildi ekki tiltaka neinn verður erfitt og mená þurfa ekki Talið er líklegast aö Þorsteinn
steinn Pálsson, formaður Sjálf- möguleika þegar hann kom út af að varpa þeirri spurningu fram. leiti til fulltrúa Borgaraflokks og
stæöisflokksins, sem fékk stjómar- fundinum en sagðist hafa sínar Það var erfitt eftir kosningamar í Alþýðuflokks og reyni aö mynda
myndunarumboðið hjá forseta ís- hugmyndir. Hann sagðist ræða aft- fyrra og þaö hlýtur að vera enn meirihlutastjórn meö þeirra full-
lands í morgun. ur við forsetann i síöasta lagi í erfiðara eftir að sú stjóm biðst tingi, Það stjórnarmynstur hefur
FundurÞorsteinsogVigdísartók fyrramáliö. Hann sagöist setja sér lausnar. Önnur tilraun til að 35 þingmenn á bak við sig. Þor-
einn klukkutíma en að honum sjálfur þessi tímamörk. myndavinstristjómhefurlikafar- steinn vildi.reyndar ekkert segja í
loknum viidi Þorsteinn ekkert Þorsteinn sagöi að sér væri skylt ið út um þúfur. Þá hlýtur að vera morgun þegar liann var spurður
segja um viö hverja hann ætlaði að gera þessa tilraun en nú þegar orðiö mjög þröngt um möguleika um þennan möguleika.
aö ræöa. Hann sagði að staðan heföi mikill tími farið til spillis. I til myndunar ríkisstjórnar en það -SMJ
væri þröng og aö fyrir ári heföi morgun byrjaði hann síðan að erréttogskyltaðgeraþærtilraun-
verið reynt aö mynda rflösstjóm ræöa viö nokkra þingmenn Sjálf- ir sem möguleiki er á til aö mynda
án Sjálfstæðiílokksins sem ekki stæöisflokksins. starfhæfa ríkisstjórn.“
Snæfellsnes:
Tvær bflveltur
og slagsmál
Tveir bílar ultu á Snæfellsnesi um
helgina. Annar þeirra valt við Reyk-
hólastaði á Ólafsvíkurvegi. í þeim bíl
voru fimm manns. Engan þeirra sak-
aði. Síðari veltan var á Heydalsvegi
við Heggstaðamela. Þrennt var í bíln-
um og sluppu öll án meiðsla. Bílam-
ir eru báðir mikiö skemmdir.
Dansleikir voru haldnir á laugar-
dagskvöld á Lýsuhóli í Staðarsveit
og í Röst á Heflissandi. Til nokkurra
Í'V' slagsmála kom á dansleiknum á
Lýsuhóli. Vont veður var á meðan
dansleikirnir fóm fram. Lögreglan
hafði áhyggjur af heimferðum ball-
gesta. Mikil hálka var á Fróðárheiði.
Þrátt fyrir hálku og vonskuveður
urðu ekki óhöpp þess vegna.
-sme
Sigurjón Kristjánsson úr Val fékk í gærkvöldi afhentan gullskó Adidas en hann er jafnan veittur
markahæsta leikmanni 1. deildarinnar í knattspyrnu ár hvert. Sigurjón er í miðjunni en til vinstri
er Guðmundur Steinsson úr Fram sem fékk silfurskóinn og til hægri Þorvaldur Örlygsson úr KA
sem fékk bronsskóinn. Sigurjón var jafnframt útnefndur knattspyrnumaður ársins af félögum sínum
í 1.deildinniígærkvöldi. ,, , , __
- sja bls. 42
DV-mynd Brynjar Gauti
Slasaðist á
skemmtistað
Maöur slasaðist á veitingastaðnum
Abracadabra á fóstudagskvöld. Mað-
urinn féll niður stiga. Skemmtistað-
urinn er á tveimur hæðum og var
maðurinn að fara á milli hæða er
hann féll. Maöurinn, sem er talsvert
slasaður, var fluttur á slysadeild
Borgarspítalans.
-sme
Unglingspiltar í Kópavogi:
Unnu skemmd-
arverk á tólf
bifreiðum
Unglingspiltar unnu skemmdir á
tólf kyrrstæðum bifreiðum í Kópa-
vogi um helgina. Piltamir skemmdu
spegla, rúðuþurrkur, loftnet og
spörkuðu í bifreiðamar. Bifreiðarn-
ar voru flestar við Víghólastíg. Ekki
er farið að yfirheyra pfltana en það
verður gert í dag.
Ekki er búið að reikna út hversu
mikið tjón hefur orðið vegna þessa
framferöis piltana þó er ljóst aö þaö
er umtalsvert.
-sme
Þorsteinn byrjar nú á því
að fá sér lifur
Veðrið á morgun:
Snjókoma
norðaustan-
lands
Á morgun verður norðan- og
norðaustanátt um allt land, víð-
ast kaldi eða stinningskaldi. Snjó-
koma eða slydda á Norðaustur-
landi og norðantfl á Austfjörðum,
en él á annesjum norðvestan-
lands. Á Suður- og Vesturlandi
verður víða léttskýjað. Hiti verð-
ur 1-6 stig að déginum, en 0-3
stiga frost að næturlagi.
Húsavík:
Árekstur
vegna móðu
á rúðum
Árekstm- varð á mótum Héðins-
brautar, Löngubrekku og Auð-
brekku á Húsavík í gær. Tveir fólks-
bílar skullu saman af töluverðu afli.
Engin slys urðu á fólki en bflamir
skemmdust mikið.
Orsök árekstursins má reKja til
þess að mikfl móða var á rúðum ann-
ars bílsins og átti ökumaðurinn í hin-
um mestu vandræðum með að sjá
út úr bíl sínum.
-sme