Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.1988, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.1988, Blaðsíða 6
6 MÁNUDAGUR 26. SEPTEMBER 1988. Sandkom Fréttir Andafundur sjálf- stæðismanna í Súlnasal Þaöerekki laustviöaö sumumhafi þóttnógumtil- vitnanirræðu- mannaíævi- sögurfallinna stjómmálafor- ingjaáfrægura fundisjálfstæð- ismannaáHót- elSöguifyrri viku. Þorsteinn Pálsson, forsætisráð- herra, las af kappi upp úr ævisögu Ólafs Thors þarsem Olafur fór hörð- um orðum um óheilindi Hermanns Jónassonar. Þorsteinn þóttist sjá margt sameiginlegt með þeim feðg- um, Hermanni og Steingrími. Mörg- um fundarmönnum þótti sera þeir væru komnir á andafund, sérstak- lega vegna þess að einn fundarmanna var Guðmundur Einarsson verk- fræðingur, kaffibauna-fer ilgreinari og sálarrannsóknamaður. IMáði í konu Hall- dórs Blöndals Áþessumsama fundi var Gunnar Bjarnason ráðunautur meðalfundar- manna. Gunn- arhófræðu sínaáyfirlýs- inguþessefnis aðhannhefði ekkihaftaf- skipti af stjómmálum i tíu ár. Gunn- ari þótti ástæða tilaðhefja afskipti af pólitík á ný þegar hann horföi og hlustaði á Jón Baldvin og Steingrím í frægri útsendingu á Stöð 2. Gunnar sagði að sín fyrstu viðbrögð hefðu verið að reyna að ná tali af Þorsteini formannL Gunnar náði ekki til for- mannsins þrátt fyrir ítrekaðar til- raunir. Hann reyndi einnig að ná tali af öðrum forystumönnum fiokksins en án árangurs. Gunnar endaði raunasögusinaáaðsegja: „Aðlokum náði ég i konu Halldórs Blöndals." Þá fengi Eiríkur of mikilvöld Þegarsámögu- leikikomuppí stjórnarmynd- unarviðrasðun- umaðMatthías Mathiesenyrði hugsanlega for- sætisráðherra sagöieinnaf heistu krötum þessalandsað sér þætti það óráð. Þegar hann var spuröur h vers vegna hann talaði s vo svaraði kratinn að þá fengi Eiríkur of raikil völd. Forvitnir voru engu nær og spurðu h ver þessi Eiríkur væri. Kratinn upplýsti viðstadda góð- fúslega og sagði Eirfk þennan vera einkabílsfjóra Matthíasar. Steingrímur og hundurinn íöllum hamagangin- umviðstjóm- armyndunart- ilraunimar komfyrirað stjómmála- mennfengusig fullsaddaaf forvitniog ágangiblaða- manna.Ljósmyndari DV elti Ólaf Ragnar eina nóttina heim tíl Stein- gríms. Steingrimur kom til dyra klæddurnáttsloppi. Þegarhannsá ijósmyndarann skellö hann aftur hurðinni ogblótaöi. Steingrímur virðist ekki langrækinn þvi næst er hann hitti þennan sama Ijósmyndara sagöi hann að réttast hefði verið aö siga á hann hundinum. Steingrimur bætti við að það hefði sennilega ekki verið öl neins þar sem hundurinn er s vo meinlaus að hann hefði i mesta lagi sleikt þósmyndarann. Umsjón: Sigurjón Egilsson Steingrímur Hermannsson skilaði umboðinu: Engir aðrir kostir en að ræða við Borgaraflokkinn - efdr að Alþýðubandalagsmermirnir heltust úr lestinni „Ég skilaði umboðinu vegna þess að með þeirri samþykkt, sem þing- flokkur Alþýðubandalagsins gerði, kom hann í veg fyrir að ég gæti myndað meirihlutastjóm. Ég verð að minna á að einn af þingmönnum Alþýðubandalagsins hefur lýst því yfir að hann styðji ekki þessa ríkis- stjórn. Þessi tilraun strandaði á því að Alþýðubandalagið hafnar öllu samstarfi við Borgaraflokkinn í þess- ari stjórnarmyndun. Þar með væri það ekki nema 31 þingmaður sem gæti hugsanlega stutt hana,“ sagði Steingrímur Hermannsson þegar hann gekk af fundi forseta íslands eftir að hafa skilað umboði sínu til myndunar ríkisstjórnar. „Viö hófum formlegar viðræður við Borgaraflokkinn í gærkvöldi. Það var gert að höfðu samráði við for- mann Alþýðubandalagsins og því með fullri vitund Alþýöubandalags- manna. Eftir yfirlýsingu Geirs Gunnarssonar tjáði ég formanni Al- þýðubandalagsins að ég ætti ekki annars kost en leita eftir stuðningi frá Borgaraflokki. Ég lýsti því yfir uppi í svokölluöu turnherbergi í Borgartúni í vitna viðurvist að ég ætti ekki annan kost í stöðunni. A þeim fundi óskaði formaöur Alþýðu- bandalagsins eftir að það yrði ekki gert fyrr en við værum búnir að fara yfir stjórnarsáttmálann. Við því varð ég að sjálfsögðu," sagði Steingrímur. Eftir þessi lok á tilraunum Stein- gríms til stjórnarmyndunar virðast líkurnar til þess að mynduð verði minnihlutastjórn aukast. „Ég skýrði forseta frá því að Fram- sóknarflokkur og Alþýðuflokkur væru tilbúnir að framkvæma að- gerðir sem eru mjög vel undirbúnar og koma í veg fyrir að hjólin stöðvist frekar en orðið er,“ sagði Steingrím- ur um möguleikana á minnihluta- stjórn Framsóknar og Alþýðuflokks. -gse Viöræður við Borgaraflokk komu í veg fyrir vinstri stjóm: „Ég er höfuðandstæðingur kommúnisma á íslandi“ - segir Albert Guðmundsson, „Ólafur Ragnar Grímsson leggur réttan skilning í málið ef hann lítur svo á að Borgaraflokkurinn hafi komið í veg fyrir róttæka vinstri stjórn. Þetta tal hans um að nú væri lag fyrir langvarandi vinstri stjóm leit ég á sem hálfgerðan kommún- isma. Hann talaði um það af slíku stærilæti að það leit út fyrir að hann hefði þegar tekið völdin. Ég er á móti þessu og þaö hefur farið í taug- arnar á honum enda er ég orðinn höfuðandstæðingur kommúnisma á íslandi," sagði Albert Guömundsson, formaður Borgaraflokksins. Deila stendur um það á milli Stein- gríms Hermannssonar og Ólafs Ragnars Grímssonar hvenær Borg- araflokkurinn kom inn í viöræöurn- ar. Borgaraflokksmenn sjálfir eru hins vegar ekki í neinum vafa. Á laugardaginn sendu þeir eftirfarandi ályktun til Steingríms Hermanns- sonar: „Á fundi þingflokks og trúnaðar- mannaráðs Borgaraflokksins í dag, þar sem hugsanleg þátttaka Borgara- flokksins í væntanlegri ríkisstjórn var rædd, voru eftirfarandi skilyrði fyrir þátttöku flokksins í stjórnar- samstarfi einróma samþykkt: 1. Lækkun eöa niöurfelling matar- skattsins. 2. Afnám lánskjaravísitölunnar. 3. Skattar verði ekki lagðir á sparifé sem ávaxtaö er í bönkum eða sparisjóðum á venjulegum spari- sjóösbókum. Steingrimur Hermannsson fór á fund forseta stuttu eftir aó Ólafur Ragnar Grímsson færði honum samþykkt þingflokks Alþýðubandalagsins þar sem hafnað var öllu samstarfi við Borgaraflokkinn. DV-mynd GVA formaöur Borgaraflokksins 4. Önnur stefnumál flokksins á lista, sem yöur hefur verið afhentur, verði rædd og afgreidd við gerð málefnasamnings. 5. Borgaraflokkurinn fái minnst tvö ráðherraembætti í hinni nýju stjórn, þ. á m. utanríkisráðuneytið. 6. Borgaraflokkurinn fái embætti forseta sameinaðs Alþingis. í framhaldi af þessum viðræðum boðaði Steingrímur til fundar við fulltrúa Borgaraflokksins með full- trúum Framsóknar og Alþýðuflokks klukkan níu á laugardagskvöld. Sá fundur stóð til klukkan fjögur um nóttina og töldu fulltrúar Borgara- flokksins hann árangursríkan að því leyti aö möguleiki virtist fyrir flokk- ana að komast að samkomulagi um málefnasamning. Sögðu þeir að: ....munnlegar undirtektir hefðu veriö góöar við nokkra liði bréfsins." Upp úr klukkan tvö á sunnudaginn kom síðan Hreggviður Jónsson, þingmaður Borgaraflokksins, í sjáv- arútvegsráðuneytið með þau skila- boð að flokkurinn krefðist svara fyr- ir klukkan fjögur. „Að öðrum kosti teljum við of lítinn tíma til frekari viöræðna um þátt- töku Borgaraflokksins í væntanlegri ríkisstjórn." Þessu var aldrei svaraö. Hins vegar sagöi Albert að Stein- grímur hefði haft samband við sig bæði fyrir og eftir fund hans með forseta íslands í gær þar sem hann afhenti umboðið. -SMJ Miðstjómarfundur Alþýðubandalagsins: Borgaraflokkur og álverið skiptu sköpum Tvennt virðist hafa snúið mið- stíórnarmönnum Alþýðubanda- lagsins gegn fyrirhugaðri aðild að ríkisstjórn Steingríms Hermanns- sonar á fundi miðstjómarinnar í gær, í fyrsta lagi fréttir af fundi Framsóknar og Alþýðuflokks með Borgaraflokki nóttina áður og i öðru lagi samþykkt flokksráðs Al- þýðuflokksins um að flokkurinn myndi ekki samþykkja aö staöið yrði í vegi fyrir byggingu nýs ál- vers. Aöfaranótt sunnudagsins hafði komið fram tillaga frá félögum í Fylkingunni um aö Alþýðubanda- lagiö setti þaö sem skiiyrði fýrir stjórnarþátttöku að samningarnir yröu settir strax í gildi. Sú tiliaga fékk þó ekki mikinn hljómgrunn. Málin horfðu hins vegar öðruvísi við um morguninn þegar fréttir af hugsanlegri inngöngu Borgara- flokksins inn í viðræðumar og af- stöðu Alþýðuflokksins til álversins höfðu borist inn á fundinn. Afstaða þeirra fundarmaxma, sem áður vildu slá af kröfum flokksins í launamálum tU aö freista þess að ná árangri í ríkisstjóm, breyttist. Það virtist ekki lengur liggja fyrir í hvers konar ríkisstjórn flokkur- inn var að ganga. Kröfur Alþýðubandalagsins í launamálum, sem þingflokkurinn gerði aö úrslitakostum, voru þær sömu og flokkurinn hafði sett fram í upphafi viöræðnanna. Þær hljóö- uðu upp á að samningsrétturinn kæmi strax til framkvæmda. -gse Samþykkt þingflokks Alþýðubandalagsins: Settu fram úrslitakosti vegna viðræðna við Boigaraflokkinn Hreggviður Jónsson kom í sjávarútvegsráðuneytið i gær með bréf til Stein- grims Hermannssonar. Þar sagði aö Borgaraflokkurinn hefði gefið Stein- grimi frest til kl. 16 i gær til að svara tillögum hans. DV-mynd GVA Þegar Ólafur Ragnar Grímsson og Steingrímur J. Sigfússon komu með samþykkt þingflokksfundar Alþýðu- bandalagsins til Steingríms Her- mannssonar í sjávarútvegsráðuneyt- ið eftir hádegið í gær varð ljóst að tilraunir Steingríms til myndunar meirihlutastjórnar voru runnar út í sandinn. Samþykkt þingflokksins var eftir- farandi: „Þingflokkur Alþýðubandalagsins lýsir yfir undrun sinni á þeim vinnu- brögðum sem viðhöfð hafa verið og koma óvænt í ljós á lokastigi stjórn- armyndunartilraunar Steingríms Hermannssonar. Eftir mikla vinnu, sem lögö hefur verið í gerð stjórnar- sáttmála milli væntanlegra sam- starfsaðila, Framsóknarflokks, Al- þýðubandalags, Alþýðuflokks og Samtaka um jafnrétti og félags- hyggju, kom fram í fjölmiðlum í morgun að síðustu hótt hefur for- maður Framsóknarflokksins átt formlegar viðræður um inngöngu Borgaraflokksins í þessa ríkisstjórn án vitundar og þvert gegn yflrlýstum vilja þingflokks Alþýöubandalags- ins. Sú tillaga um málefnagrundvöll nýrrar ríkisstjómar, sem formenn Framsóknarflokks, Alþýðuflokks og Alþýðubandalags gengu frá í gær ásamt Stefáni Valgeirssyni, var um málefnagrundvöll vinstri stjórnar. Innganga Borgaraflokksins heföi því breytt eðli þessa samstarfs. Auk þessa viröist nú heldur ekki ljóst hvort aUir viðræöuflokkarnir eru reiðubúnir að samþykkja það ákvæði í málefnasamningnum sem hindrar byggingu nýs álvers. Þetta tvennt vekur miklar efa- semdir um að nauðsynlegt trúnaðar- traust sé fyrir hendi milli flokkanna til að ný ríkisstjórn geti náð árangri. Þar við bætist að fyrir tveimur dög- um töldu forystumenn Alþýðu- bandalagsins að þeir hefðu gert sam- komulag við forystumenn Fram- sóknarflokks og Alþýðuflokks um ákvæði stjórnarsáttmálans er snertu samningsrétt og kjarasamninga. Það samkomulag hélt hins vegar ekki og mjög erfið staða var í allan gærdag í viðræðum flokkanna vegna þessar- ar atburðarásar. Eigi ríkisstjórn Framsóknarflokks, Alþýðuflokks og Alþýðubandalags að vera byggð á traustum grunni og ná árangri í verkum sínum er nauð- synlegt að trúnaður ríki milli sam- starfsaöila. Þingflokkur Alþýðubandalagsins telur því óhjákvæmilegt að fá úr því skorið í ljósi allra þessara atburða hvort væntanlegir samstarfsaðilar í nýrri ríkisstjórn vilji sýna vilja sinn til samstarfs í verki með því að koma nú til móts við þær tillögur um samn- ingsrétt og kjör sem Alþýðubanda- lagið hefur sett fram í viðræðunum." -gse

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.