Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.1988, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.1988, Blaðsíða 5
MÁNUDAGUR 26. SEPTEMBER 1988. 5 DV Fréttir Tíu blaðsíður um stefnuna í þrettán málaflokkum: Stefnuyfírlýsing stjómarinnar var tilbúin þegar hún sprakk „Ríkisstjórn Framsóknarflokks, Al- þýðuflokks, Alþýðubandalags og Samtaka jafnréttis og félagshyggju er mynduð til aö leysa bráðan efna- hagsvanda sem steðjar að þjóðinni og til að treysta grundvöll áfram- haldandi uppbyggingar atvinnulífs, stöðu landsbyg'göarinnar og velferð- arkerfis á íslandi. Rikisstjórnin mun byggja jöfnum höndum á rétti ein- staklingsins til heilbrigðra fram- kvæmda og á samvinnu og samstarfi á félagslegum grundvelh.“ Þannig byrjar stefnuyfirlýsing þeirrar stjórnar sem átti að taka við stjórnartaumunum í gær. Á eftir fylgja helstu stefnumið í þrettán málaflokkum. En fyrst er fjallað um bráðaaðgerðirnar: „Aðgerðir ríkisstjórnarinnar til lausnar aösteðjandi vanda miða aö því að treysta atvinnuöryggi í landinu, færa niður verðbólgu og vexti, verja lífskjör hinna tekju- lægstu, bæta afkomu atvinnugrein- anna og draga úr viðskiptahalla. í þvi skyni er nauðsynlegt að grípa til tímabundinna aðgerða í verðlags- og launamálum, lækkun ijármagns- kostnaðar og ráðstafana til að bæta afkomu fyrirtækja í útflutnings- og samkeppnisgreinum og til að tryggja kjör tekjulágra einstaklinga og f]öl- skyldna." Stefna þessarar ríkisstjórnar, sem ekki var mynduð, í efnahagsmálum var sú að halda stöðugleika í gengis- málum og halda aðhaldi í ríkisfjár- málum og peningamálum til að koma á og viðhalda jafnvægi í efnahags- málum. Stefnt skyldi að þvi aö slá á þá þenslu sem verið hefur undanfar- in misseri. Fjárlög næsta árs skyldu afgreidd með 1 prósent tekjuafgangi. Til þess aö ná því markmiði skyldu útgjöld ríkisins ekki hækkuð að raungildi. Tekjum yrði aflað með aukinni skattheimtu, meðal annars með skattlagningu íjármagnstekna. Þá skyldi aðhaldi beitt í erlendum lántökum, lántökuskattur fram- lengdur og ríkisábyrgð á lánum banka og ijárfestingasjóða takmörk- uö. Þeir flokkar, sem stefndu að því að standa að þessari ríkisstjórn, höföu einnig komið sér saman um stefnu- miö í Qölmörgum þáttum öðrum. Þeir vildu marka sérstaka fisk- vinnslustefnu. Þeir vildu setja lög um mörk milli almannaeignar og einka- eignar á náttúrugæðum. Þeir vildu láta byggingu nýs álvers verða háða samþykki allra stjórnarflokkanna. Þeir vildu setja löggjöf um aukna hlutdeild starfsfólks í rekstri og stjórnun fyrirtækja. Þeir vildu stefna aö samruna og stækkun banka, meö- al annars með endurskipulagningu á viðskiptabönkum í eigu ríkisins. Þeir vildu varðveita fé sjóða í auknum mæh í heimabyggðum. Þeir vildu efla sveitarfélögin og jafna aðstöðu þeirra til að leggja á aðstöðugjöld og fasteignaskatt. Þeir vildu gera ráð- stafanir til að jafna flutningskostnað og kostnað við síma, húshitun og skólagöngu. Þeir vhdu auövelda flutning stofnana út í héruð. Þeir vildu efla Byggðasjóð. Þeir vildu vinna að því að bæta aöstöðu versl- unarfyrirfækja í dreifbýli. Þeir vildu koma á samræmdu lífeyrissjóðskerfi fyrir alla landsmenn. Þeir vildu at- huga hvort heimha ætti bönkum að kaupa lánsloforð Húsnæðisstofnun- ar. Þeir vildu auka framlög til menn- ingarmála. Margt af þessu sem hér er talið ásamt ijölmörgu öðru í stefnuyfirlýs- ingunni hefur birst í stefnuyfirlýs- ingum fyrri ríkisstjórnar. Þannig vildi þessi ríkisstjórn, sem aldrei varö, endurskoða stjórnarskrána eins og flestar aðrar. -gse N TQLUJ- HEIIHJH í S K Ö P U N Byggður á traustum grunni. Samsettur úr nýjasta völdum efniviði í tölvutækni. 27. September að Grensásvegi 16. NÝRBÍUA KR.157.100 Viö rýmum til fyrir '89 árgeröinni og seljum sem til er af Skoda 105 L og 120 L'88 á sérstöku útsöluveröi. Cóö greiöslukjör: 25% útborgun og afgangurinn á 12 mánuðum. JÖFUR -ÞECAR ÞÚ KAUPIR BÍL

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.