Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.1988, Blaðsíða 14
14
MÁNUDAGUR 26. SEPTEMBER 1988.
Frjálst.óháð dagblað
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift,
ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð:
PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11
Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 800 kr.
Verð í lausasölu virka daga 75 kr. - Helgarblað 90 kr.
Úrelt flokkaskipan
Þeir pólitísku atburðir, sem átt hafa sér stað að und-
anförnu, hljóta enn einu sinni að vekja menn til um-
hugsunar um stjórnskipan og kosningalög. Stjórnarslit-
in í síðustu viku eru ekki einsdæmi. Oftar heldur en
hitt hafa samsteypustjórnir tveggja eða fleiri flokka
hrökklast frá völdum áður en kjörtímabilinu lýkur.
Engin þriggja flokka stjórn hefur setið í fjögur ár. Að
vísu var líf ríkisstjórnar Þorsteins Pálssonar óvanalega
stutt. En hún bar feigðina með sér frá upphafi og lífslík-
ur hennar voru aldrei miklar út frá sögulegum sjónar-
hóli.
Nú er það ekki svo að málefnaágreiningur sé djúp-
stæður milli þeirra þriggja flokka sem að þeirri stjórn
stóðu. Þvert á móti má segja að flokkarnir hafi færst
nær hver öðrum á síðari árum og tilvera þeirra byggist
að mörgu leyti á gömlum hefðum eða hagsmunum.
Flokkaskipan á íslandi er tímaskekkja og stendur ís-
lenskum stjórnmálum fyrir þrifum. Upplausnin í póh-
tíkinni þessa dagana er ekki flokkum né foringjum til
framdráttar og ef þeim tækist að taka ofan flokkspóh-
tísk gleraugu sín myndu þeir eflaust viðurkenna að
vandinn er fólginn í því að flokkarnir eru of margir.
Flokkshagsmunir þvælast fyrir stjórnarmyndunum,
htlir hópar innan hvers flokks geta spillt fyrir stjórnar-
myndun og samstarfi og einstakar persónur geta ráðið
úrslitum um það hvort landinu er stjórnað eða ekki.
Menn hafa talað um að línur hafi skýrst milli vinstri
og hægri í núverandi stjórnarkreppu. Gott og vel. Sjálf-
stæðisflokknum hefur verið ýtt til hhðar en hverju erum
við nær? Stjórnarmyndun vinstri flokkanna hefur geng-
ið brösuglega svo að ekki sé meira sagt. Og er það ekki
eftirtektarvert að þegar Framsóknarflokkurinn starfar
með Sjálfstæðisflokknum er það kölluð hægri stjórn,
en þegar hann hefur forystu um samstarf við aðra flokka
er það köhuð vinstri stjórn. Ber það vott um skýrar lín-
ur? Eða ber það vott um skýrar línur að Sjálfstæðis-
flokkurinn telur samstarf við Alþýðuflokkinn hagstæð-
ast th að geta stjórnað til hægri? Borgaraflokkurinn
veit ekki í hvorn fótinn hann á að stíga og virðist geta
samið bæði til vinstri og hægri.
Flokkaskipanin er full af þverstæðum. Langsamlega
mestur meirihluti kjósenda vill fara hinn breiða milh-
veg í stjórnmálunum, hafnar öfgunum th hægri og
vinstri.
Til skamms tíma hefur þessi breiðfylking fundið sér
farveg í Sjálfstæðisflokknum en margt bendir til að sú
fylking hafi riðlast með varanlegum hætti. Sjálfstæðis-
flokkurinn í dag er ekki sá sami Sjálfstæðisflokkur og
hann var, hvorki í augum kjósenda né heldur inn á við.
Núverandi forysta hefur ekki þá ímynd frjálslyndis og
víðsýnis sem gerir flokknum kleift að höfða til ahra
átta. Ef þau örlög bíða Sjálfstæðisflokksins að sitja í
fjórðungsfylgi virðist það ástand festast í sessi að hér
þurfi að minnsta kosti þrjá flokka th að mynda ríkis-
stjórn. Ekki er það gæfuleg framtíð fyrir þjóðina.
í ljósi þessarar þróunar er það mikhvægasta verkefni
íslenskra stjórnmálamanna, hvar í flokki sem þeir
standa, að stuðla að breyttri flokkaskipan og nýrri kosn-
ingalöggjöf. Það verður að skapa skhyrði fyrir tveggja
flokka kerfi og um leið persónubundnara kjöri þing-
manna. íslenska þjóðin hefur ekki efni á árvissum
stjórnarkreppum og þófi hthla sérhagsmunahópa sem
hafa það í hendi sér hvort og hvemig landinu er stjómað.
Ehert B. Schram
„Að mínu mati má rekja vandræði Sjálfstæðisflokksins í dag allt aftur til áranna eftir 1963, þegar viðreisn
efnahagslífsins lauk,“ segir m.a. í greininni. - Bjarni Benediktsson, formaður þá - Þorsteinn Pálsson, formað-
ur nú.
Staða Sjálfstæð-
isflokksins
Staða Sjálfstæðisflokksins á
landsvísu er í meira lagi ótrygg um
þessar mundir og ég fæ ekki betur
séð en borgarstjórinn í Reykjavík
sé þeirrar skoðunar að flokkur
hans verði að hasla sér völl í stjórn-
arandstöðu fram yfir næstu borg-
arstjórnarkosningar:. Raunar sýn-
ist mér að þinglið Sjálfstæðis-
flokksins hafi eftir síðustu áramót
sýnt stöðugt minnkandi áhuga á
því að vera í þeirri ríkisstjórn sem
nýlega lagði upp laupana en það
þarf auðvitað ekki að jafngilda því
að þingmenn séu sama sinnis og
borgarstjóri virðist vera. Samt er
ekki einleikið hve Þorsteinn Páls-
son forsætisráðherra var fljótur út
af niðurfærsluleiðinni eftir neitun
ASÍ og ákveðinn í að láta sig engu
skipta óskir samstarfsflokkanna
um að endurskoða lokatillögur um
efnahagsmálin.
Án efa þarf Sjálfstæðisflokkurinn
að endurskoða stöðu sína í ljósi síð-
ustu alþingiskosninga og lélegrar
útkomu í skoðanakönnunum. Tals-
menn Sjálfstæðisflokksins hafa tal-
ið flokkinn á uppleið, hægt og bít-
andi en það verður ekki lesið út
úr þessum könnunum þótt menn
séu greinilega alhr af vilja gerðir
til að fá þess konar útkomu. Sann-
leikurinn er nefnilega sá að skoð-
anakannanir sýna að Sjálfstæðis-
flokkurinn gæti verið í sömu eða
jafnvel lakari stöðu og hann var í
í alþingiskosningunum 1987.
Reynslan er einfaldlega sú að
flokkurinn hefur yfirleitt fengið
lakari útkomu í kosningum en
skoðanakönnunum. Sé þaö haft í
huga og einnig það að óvissuat-
kvæðum fjölgar en fækkar ekki er
mjög líklegt að fylgi Sjálfstæðis-
flokksins sé jafnvel minna en í
kosningum 1987 þegar hann fékk
rúmlega 27% greiddra atkvæða á
landsvísu og ekki nema 29% í
Reykjavík en þar hefur fylgi hans
löngum verið við 40% í þingkosn-
ingum.
Það sem kannski er verst af öllu
fyrir Sjálfstæðisflokkinn er það
sem liggur í loftinu að hann muni
ekki auðveldlega endurheimta
fyrri stöðu sína en það gat hann
léttilega t.d. eftir ósigrana miklu
1978, bæði í Reykjavík og á lands-
vísu, ef Utiö er á úrslitin 1979 og
sérframboð talin með. Þetta stað-
festist síðan í kosningaúrslitum
1983 þegar flokkurinn fékk 38,7%
greiddra atkvæða sem er alls ekki
slæm útkoma fyrir Sjálfstæðis-
flokkinn.
Þá liggur beinast við að spyrja
hvort Sjálfstæðisflokkurinn geti
við núverandi skilyrði gengið í end-
umýjun lífdaganna? Davíð Odds-
son borgarstjóri sagði í ræðu í vor
að þaö væri „umhugsunarefni“ að
Sjálfstæðisflokkurinn væri ekki að
auka fylgi sitt á sama tíma og Borg-
araflokkurinn væri að tapa í könn-
unum. En á þessu er einfóld skýr-
ing. Sjálfstæðisflokkurinn er inni í
KjaUariim
Ásmundur Einarsson
útgáfustjóri
hnignunarskeiöi sem óvist er að
hann geti rifið sig út úr.
Um og upp úr 1970 áttu Sjálfstæð-
ismenn um tvær framtíðarleiðir að
velja. Önnur var sú að þeir semdu
sín í milli um framtíðina og stefndu
vísvitandi að meirihluta meöal
þjóðarinnar og veittu þannig
flokkaskipan og kjördæmaskipan
siðferðilegt náðarhögg. Hin leiðin
lá út í innanflokksátök og hnignun
og út á þá braut lagði Sjálfstæðis-
flokkurinn og hefur veriö í sam-
fellt tuttugu ár. Klaufasparkið í
Albert Guðmundsson, skömmu
fyrir síðustu alþingiskosningar,
innsiglaði þessa þróun, klofningur
varð staðreynd og hugsjónir lágu á
jörðinni.
Áðurnefndir tveir kostir Sjálf-
stæðisflokksins voru mikið ræddir
um 1970 og sér í lagi eftir fráfall
Bjama Benediktssonar svo að aug-
ljóslega má tala um að flokkurinn
hafi valið en ekki hrakist. Það sem
síðan gerðist er almennt þekkt.
Stærsti flokkur þjóðarinnar reynd-
ist ekki hafa tæki til að leysa úr
forystuvandamálum. Hvorki Geir
Hallgrímsson né Gunnar Thor-
oddsen höíðu styrk til að sameina
flokkinn. Albert studdi ekki ríkis-
stjórn Geirs 1974-1978 vegna þess
að hana skorti frjálshyggju aö því
er hann sagði í ræðu. Þingflokkur-
inn var ekki sameinaður um leift-
ursóknina 1979 sem þó var tiltölu-
lega einfold leið til að ná verðbólgu
niður án atvinnuleysis með sam-
drætti í ríkisútgjöldum og auknum
lántökum. Og þannig mætti lengi
rekja raunir sem hafa orðið að bók-
menntagrein í landi voru, aö ekki
sé minnst á upplausn og ráðleysi
sem blasað hefur við öllum á síð-
ustu dögum, vikum og mánuðum.
Afleiðingin er sú að óákveðnir
kjósendur eru nú langstærsti
flokkur þjóðarinnar. Að mínu mati
má rekja vandræði Sjálfstæðis-
flokksins í dag allt aftur til áranna
eftir 1963 þegar viðreisn efnahags-
lífsins lauk. Hnignun þess afls sem
löngum hefur búið í Sjálfstæðis-
flokknum verða ekki gerð skil í
blaðagrein af þessu tagi. En ein-
hvers staðar verður að byrja og það
er ekki sjálfgefið upphaf að upp-
reisnarmenn frjálshyggjunnar lýsi
því nú yfir hver eftir annan að póli-
tík þeirra hafi mistekist. Vissulega
var pólitíska framkvæmdin mein-
gölluð og sumir voru bara uppreisn-
armenn í atvinnuskyni og aðrir
hreinlega andvígir, þegar á reyndi.
Það er opinbert leyndarmál að
borgarstjórinn í Reykjavík frábað
sér frjálshyggjupólitík vissrar teg-
undar fyrir síðustu borgarstjómar-
kosningar og í vor sagði hann í
ræðu að þeim uppreisnarmönnum
frjálshyggjunnar heföi mistekist
það sem skyldum flokkum í öðrum
löndum hafði tekist, að hrekja
vinstri öflin á málefnalegt undan-
hald og halda þeim þar. Morgun-
blaðið hefur talið frjálshyggjuna of
„útlenda" og Friðrik Sophusson,
varaformaður flokksins og ráð-
herra, vill að vikið verði af braut
„harörar" hugmyndabaráttu. Um
þessi viöhorf er það eitt að segja
að ef þau leiða til skynsamlegrar
endurskoðunar, sem hefði mátt
koma fyrir löngu, þá er það af hinu
góða. Annars erum við einfaldlega
að tala um enn eina uppgjöfina.
Sjálfstæðismenn segja að ástand-
ið sé ekki betra hjá hinum gömlu
flokkunum, í það minnsta sósíal-
ísku flokkunum, sem nú ámálga
sameiningu rétt eina ferðina, og
vissulega er nokkuð til í því en
bætir stöðu Sjálfstæðisflokksins í
engu. Sameining við Borgaraflokk-
inn mundi styrkja stöðu hægri
kantsins á Alþingi og eflaust eitt-
hvað í þingkosningum. En það er
innbyggt í hnignunina eins og sak-
ir standa að Sjálfstæðisflokkurinn
nái alls ekki sinni fyrri stöðu nema
miklar breytingar eigi sér stað í
flokknum sjálfum. Hann hefur ver-
ið að hverfa inn í sjálfan sig og það
er eklji auðvelt mál að styrkja liðs-
kostinn eins og völdum í flokknum
er háttað.
Ásmundur Einarsson.
„Það sem kannski er verst af öllu fyrir
Sjálfstæðisflokkinn er það sem liggur
1 loftinu, að hann muni ekki auðveld-
lega endurheimta fyrri stöðu sína.“