Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.1988, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.1988, Blaðsíða 18
18 MÁNUDAGUR 26. SEPTEMBER 1988. HEIMILISIÐNAÐARSKÓLINN LAUFASVEGUR x - 101 REYKJAVÍK INNRITUN STENDUR YFIR Baldýring 3. okt. Þjóðbúningasaumur 7. okt. Getum einnig bætt við nokkrum nemendum í vefn- að, fatasaum, leðursmíði, tauþrykk, prjónatækni og knipl. Innritun fer fram á skrifstofu skólans, Laufásvegi 2, II. hæð, frá kl. 16.15-19.00 daglega. Nánari upplýs- ingar í síma 17800 á sama tíma. Utan skrifstofutíma tekur símsvari við skráningu. Einstaklingar - fyrirtæki Leitað er tilboða í vélar og tæki þrotabús Saumastofunnar Víólu hf. á Skagaströnd. Vélar sem seldar verða: Beinsaums- og overlocksaumavélar. Sníða- hnifar, ýmsar stærðir. Hillur og hjólakörfur. Kaffibúnaður. Lager: Nokkrir kassar af peysum, fóðurstrangar. Vélarnar eru nánar tiltekið: 1. stk. hálsmálavél UNION SPECIAL 34700 KAZ árg. 1983 1. stk. loksaumsvél UNION SPECIAL 6m árg. 1985 4. stk. loksaumsvélar UNION SPECIAL Mark 4 árg. 1979 1. stk. beinsaumsvél m/kl JUKI DLN 415-4 árg. 1980 3. stk. beinsaumsvél m/kl PFAFF 463-6/01 -900/57 BS árg. 1983 Ofangreindir munir eru til sýnis í húsnæði þrotabús Saumastofunn- ar Víólu hf. á Skagaströnd. Óskað er tilboða í einstaka muni eða safn muna. Skila ber skrifleg- um tilboðum fyrir kl. 12.00 þann 14. októþer nk. á skrifstofu emb- ættisins, Hnjúkabyggð 33, Blönduósi. Allar nánari upplýsingar verða veittar á skrifstofu sýslumanns, s. 95-4157. Skiptaráðandinn Húnavatnssýslu Nauðungaruppboð Að kröfu ýmissa lögmanna og sveitarfélaga verður haldið uppboð til sölu á eftirtöldu lausafé: Fólksbifreiðir og vörubifreiðir: H-516, R-15385, H-2873, H-2077, H-2359, H-1349, H-3405, H-817, H-2908, H-1607, H-2024, (Chevrolet Suburban 79), Y- 17807, Þ-8181. Dráttarvél: Hd-253 Grundig litsjónvarp, sófasett, skápasamstæða, JVC myndband, 2 Nordmende litsjónvörp, Nordmende video, Finlux litsjónvarp, Tom- son litsjónvarp, Yamaha hljómflutningstæki, samb. segulb., plötu- spilari, hátalarar. 18. stk. sumarhjólbarðar og loftræstikerfi með rana. Uppboðið fer fram föstudaginn 30. sept. nk. kl. 16.00 við lögreglu- stöðina á Hvammstanga. Uppboðsmunir verða til sýnis við lögreglu- stöðina. Uppboðsskilmálar eru til sýnis á sýsluskrifstofunni, Hnjúkabyggð 33, Blönduósi, S. 95-4157. Munir seljast I því ástandi sem þeir eru í við uppþoðið. Greiðsla við hamarshögg. Sýslumaðurinn í Húnavatnssýslu Nauðungaruppboð Að kröfu ýmissa lögmanna og sveitarfélaga verður haldið uppboð til sölu á eftirtöldu lausafé: Fólksbifreiðir og vörubifreiðir: H-1884, H-1709, H-3740, H-2042, H-2696, H-3736, M-1779, H-378, H-3654, H-1541, R-23350. Fjórhjól: Kawasaki 110 cub. Rennibekkur: TOZ SN55 (til sýnis hjá Mánavör hf. Skagaströnd). Plaststeypuvél: HF Cannon 26, Poly-uretan (til sýnis hjá Mánavör hf., Skagaströnd). Fisher VHS myndband, 2 Nordmende litsjónvörp, 2 Hitachi, 2 Sanyo, Philips, Nesco, Finlux, Sony. Goodyear hjólbarðar, ýmsar stærðir, 2 toghlerar, norskir (rimla). Fjórhjól: Kawasaki Mojave KZF 110 árg. '87. Uppboðið fer fram föstudaginn 30. sept. nk. kl. 11.00 við lögreglu- stöðina á Blönduósi. Uppboðsmunir verða til sýnis við lögreglustöð- ina. Uppboðsskilmálar eru til sýnis á sýsluskrifstofunni, Hnjúkabyggð 33, s. 95-4157. Munir seljast í því ástandi sem þeir eru í við uppboð. Greiðsla við hamarshögg. Sýslumaðurinn í Húnavatnssýslu Fréttir________________________________________________dv Lyflaneysla á Litla-Hraimi: 80 prósent fanga háðir lyfjum - girðing kemur ekki í veg fyrir strok úr fangelsinu „Þetta er oft blásið upp og alhæft út frá því. Um 80 prósent þeirra manna sem þarna dvelja eru háðir lyflum. Það eru því alltof oft ólögleg lyf á Litla-Hrauni. Ég held þó að þarna sé tiltölulega lítið magn í einu. Ég geri greinarmun á lyfjum sem fangelsislæknar gefa föngunum eða hvort þeir eru með lögleg lyf sem smyglað er inn á Litla-Hraun,“ sagði Þorsteinn A. Jónsson, deildarstjóri í dómsmálaráðuneytinu. Þorsteinn, eins og flestir sem rætt hefur verið við, kannast við aö lyfja- neysla sé vandamál á Litla-Hrauni. Hann taldi vandamálið ekki eins mikið og margir hafa haldið fram. - Er mikið um lyíjanotkun meðal fanganna samkvæmt ráði fangelsis- lækna? „Þaö er umdeilt atriði en staðreynd að læknar hafa mismunandi skoðun á því hversu mikið á að gefa af lyfj- um. Þeir gefa mismikið af lyfium en hver hefur rétt fyrir sér í þeim efnum get ég ekki dæmt um. Þetta er eilíft ágreiningsefni, bæði okkar og lækn- anna og eins þeirra lækna sem sinna þessum mönnum. Það er ekkert nýtt mál.“ Forstöðumaðurinn á Litla-Hrauni sagði í samtali við DV að fangar gætu gengiö frá Litla-Hrauni þegar þeim sýndist. Er fangelsið ekki mannhelt? „Maður, sem ætlar að strjúka og undirbýr flótta, getur strokið. Þetta kemur fyrir nokkrum sinnum á ári, þó merkilega sjaldan miðað við hvaö þetta er auðvelt. Þetta er spurning um hvort við viljum verja tugum milljóna í girðingu til að koma í veg fyrir aö þrír til fjórir fangar strjúki á ári. Það er líka spurning um hvað fangarnir hafa upp úr því að strjúka. Flestir þeirra gera sér grein fyrir aö ávinningurinn er enginn. Þó svo girðing yrði sett upp væri hægt að finna leiðir til að strjúka. Það er líka tækifæri til að strjúka þegar verið er að flytja menn á milli. Girðing kemur ekki í veg fyrir strok. Því er spurningin hvort þetta er fram- kvæmd sem þörf er á,“ sagði Þor- steinn A. Jónsson. -sme Ólympíuleíkur DV: Vinningur- inn til Akraness Dregið var úr innsendum fjörk- um með nafni Helga Ólafssonar í beinni útsendingu á Bylgjunni á laugardaginn. Upp úr hrúgunni kom íjarki með nafni Ragnheiðar Ólafsdóttur, Sóleyjargötu 15 á Akranesi. Næst verður dregið í þessum leik DV, Fjarkans, Bylgjunnar og Flugleiða í beinni útsendingu í dag á milli klukkan þrjú og frnim í þætti Þorsteins Ásgeirssonar á Bylgjunni. í dag er dregiö úr fjörkum með nafni Kristjáns Ara- sonar. Togarinn Snorri Sturluson kom til Reykjavíkur eftir endurbætur i lok síð- ustu viku. Búið er að breyta skipinu í frystitogara. Af því tilefni var starfs- fólki Granda boðið aö skoða breytingarnar. Á myndinni eru starfsstúlkur að stíga á skipsfjöl. Þær eiga kannski eftir að fara til sjós? DV-mynd S Ný reglugerð um atvlnnuleyfi leigubflstjóra: Frammistaða í prófi ræður forgangsröð Matthías Á. Mathiesen samgöngu- ráðherra hefur gefið út nýja reglu- gerð um tilhögun leigubifreiðaakst- urs í Reykjavík og nágrenni. Helstu nýmæli reglugerðarinnar felast í því að haldin verða námskeið fyrir þá bifreiðastjóra sem óska þess að fá atvinnuleyfi sem leigubifreiðastjór- ar. Gefin veröur einkunn og ræður frammistaða viðkomandi í prófl því forgangsröð um úthlutun atvinnu- leyfis. Ingólfur Ingólfsson, formaöur Frama, segir þessa reglugerö vera til bóta miðað við núverandi tilhögun. „Þarna er sett í vald sjálfs próftak- anda hvernig hann stendur sig í stað þess sem áður var að einhverjir aðr- ir aðilar réðu því hvort hann fékk atvinnuleyfi eða ekki. Námskeiðin miða einnig að því að bílstjórum veröi t.d. gerð grein fyrir mikilvægi mannlegra samskipta og fleiri þátta sem koma starfmu viö. Þessar reglur eru því til bóta,“ segir Ingólfur. Á námskeiðunum verður lögð áhersla á lög og reglur um leigubif- reiðar, bókhald, rekstur bílanna, gatnakerfi, hjálp í viölögum og und- irstöðuatriði í ensku. Að námskeið- unum loknum verða þreytt próf sem úthlufun ræðst af. í tilkynningu frá samgönguráöu- neytinu segir að tilgangur breyting- anna sé öðru fremur að auka jafn- rétti umsækjenda um atvinnuleyfi. Úthlutun byggist nú á hæfni um- sækjanda en ekki frjálsu mati stjórn- valdahverjusinni. -ÓTT Fyrir utan að vera keppnisíþrótt er golf vinsæl tóm- stundaiðja þúsunda manna sem ekki stefna að verðlaun- um á kappmótum. Fjórmenningarnir Hjalti Þórarinsson læknir, Magnús Þ. Torfason hæstaréttardómari, Guðjón Ingvi Sigurðsson hæstaréttarlögmaðurog Guðjón Ey- jólfsson endurskoðandi hafa leikið saman golf í 20 ár. Þeir eru og stundum kallaðir „kunnasta golfholl''landsins. Þegar DV hitti þá félaga að máli voru þeir að fagna því að Hjalti hafði farið holu í höggi íannaðsinn á ævinni. Frá þessu og ýmsu öðru, sem hent hefur þá félaga, verður skýrt í DV á morgun. Það þótti aðalsmerki hverrar manneskju hér fyrrum aðfara vel með, eins og það var kallað. Þetta virðist vera breytt hjá öllum þorra fólks ef marka má þá miklu fjár- muni sem kastað er á glæ í formi sorps og rusls. Endur- vinnsla margs konar úrgangs er allmikið stunduð víða erlendis. Hér á landi er það í litlum mæli en virðist þó fara vax- andi. Á (slandi fellur til ótrúlega mikið af úrgangi sem hægt er að endurvinna. Má þartil nefna öl- og gos- drykkjadósir, pappír og ýmislegt fleira sem hægt væri að endurvinna og gera að verðmætum. Um þetta mál verður fjallað í DV á morgun.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.