Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.1988, Blaðsíða 37
MÁNUDAGUR 26. SEPTEMBER 1988.
57
Burt og Loni ættleiða
Burt Reynolds og konan hans, Loni
Anderson, eru nú haröákveöin í að
ættleiða barn. Þau eru búin að reyna
að eignast barn sjálf, en ekkert geng-
ur, Loni er tvívegis búin að missa
fóstur. Síðara skiptið var aðeins
nokkrum dögum eftir brúðkaupið
þeirra í apríl.
Eftir það sagði Burt við Loni: „Ég
vil eignast barn, en ég vil ekki eiga
það á hættu að missa þig. Við skulum
ættleiða barn, svo að við getum eign:
ast fjöískylduna okkar áður en við
verðum eldri.“ Þar meö var það
ákveðið.
Þau fóru í gang með að ættleiða,
en þeim fannst alveg ómögulegt að
nota venjulega umboðsskrifstofu,
sem sér um ættleiðingar, því að það
tekur svo langan tíma. í stað þess
fengu þau .lögfræöinginn sinn til að
sjá um hlutina.
Þaö var fundinn hópur af barns-
hafandi unglingsstúlkum, og valdar
úr tvær sem stóðust kröfur Burt og
Loni. Móðirin þurfti aö vera vel gefin
og líkamlega sterk og hiö sama gilti
um fóöurinn.
Nú bíða þau spennt enda er von á
barninu á hverri stundu. í samn-
ingnum sem þau gerðu er klausa sem
kveður á um það að þau mega skila
Loni og Burt halda upp á brúðkaupsdaginn, 29. april í vor. Nokkrum dögum
seinna missti Loni fóstur.
barninu ef í ljós kemur að eitthvað
er að því andlega eöa líkamlega. Það
mun þó mjög fátítt að fólk nýti sér
slíkar klausur. Ef hins vegar eitthvað
verður að í þetta skiptið eiga þau
kost á öðru barni sem á að fæðast í
desember.
Að sögn vina þeirra hjóna eru þau
hamingjusamasta fólk í heimi um
þessar mundir, og gætu hreinlega
ekki verið hamingjusamari þótt það
væri Loni sjálf sem nú gengi með
stóra kúlu á maganum.
Burt Reynolds, sem er 52 ára, og Loni Anderson, sem er 42 ára, eru alveg
i skýjunum, enda barn væntanlegt á næstu dögum.
Hrossahlátur
Hann hlær að lífinu og tilverunniþessi klár. Eldklár í slaginn og lífið bros-
ir við honum. Eða ef til vill er hann aöeins að lýsa áliti sínu á stjórnmála-
ástandinu og forystumönnum þjóðarinnar.
Viltu vita leyndó?
„Ljáðu mér eyra, ég þarf að eiga við þig orð," gæti annar verið að segja
við hinn. Sá virðist „fíla það í botn“.
Farrah Fawcett í Hasarleik?
Cybill Shepherd þykir vera alger
gribba í samskiptum viö annað fólk.
Cybill Shepherd er nú alveg ösku-
reið yfir þeim áformum framleið-
enda Hasarleiks að láta Farrah Faw-
cett fá hlutverk í þáttunum til að róa
Cybill aðeins niður.
Farrah, sem myndi annað hvort
leika systur Cybill eða 'tilvonandi
kærustu Bruce Willis, eða hvort
tveggja, gæti síðan fengið aðalhlut-
verkið í þáttunum, ef Cybill fer ekki
að hegða sér eins og manneskja.
Framleiðendurnir hafa nú boðið
Farrah þrjár og hálfa milljón fyrir
hvern þátt, sem er sama upphæö og
Bruce og Cybill fá, að sögn kunn-
ugra. Farrah, sem horfir alltaf á Has-
arleik, er meira en til í aö slá til, ef
hægt er að fmna pláss á hennar dag-
skrá fyrir þaö.
Einmitt á sama tíma hafa framleiö-
endurnir varað Cybill viö því að ef
hún ætlar að fara aö hegða sér eins
og einhver „prímadonna" þá verði
hún rekin hið snarasta. Sagt er að
Bruce Willis sé stórhrifmn af þeirri
hugmynd að fá Farrah.
Cybill, sem á mjög erfitt með aö
umgangast Willis, og reyndar annað
fólk, sakar hann um að vera, ásamt
framleiðendum þáttanna, með sam-
særi um að koma sér út úr þáttunum.
Sagt er að draumastaðan að mati
framleiðendanna sé aö Cybill, Bruce
og Farrah verði saman í aöalhlut-
verkum, því að það hlyti að laða
áhorfendurna að.
Framleiðendurnir vilja fá Farrah
Fawcett inn i þættina.
Sviðsljós
Ólyginn
sagói . . .
Peter DeLuise
- sonur Dom DeLuise - boðar nú
hringingu brúðarklukkna. Peter,
sem er ein aðalstjarnan í fram-
haldsmyndaflokki vestra, 21
Jump Street, ætlar að giftast
Ginu Nemo sem leikur kær-
ustuna hans í þáttunum. Hann
var svo höfðinglegur að gefa
stúlkunni demantshring þegar
hann bað hennar og hver fær
staðist slíkt? Þau ætla að drifa sig
upp að altarinu í desember.
Cher
á i mestu vandræðum með nýja,
unga kærastann sinn, Rob Camil-
letti. Fyrir nokkru varð hann var
við ljósmyndara, sem var á hött-
unum eftir stóra tækifærinu, að
ná mynd af Cher, og varð þetta
líka öskuillur. Rob, sem var á
bíl, gaf allt í botn og reyndi að
keyra á vesalings ljósmyndar-
ann. Það tókst ekki betur en svo
að hann missti af manninum en
lenti á bílnum hans. Nú verður
Cher að borga fyrir viðgerðina
því að Rob á ekki bót fyrir rassinn
á sér og hætt er við að Rob geti
lent i fangelsi.
Jill Ireland
- kona Charles Bronson - á nú
aftur í höggi við krabbamein.
Fyrir fjórum árum var tekið af
henni annað brjóstið eftir að
greinst hafði illkynja æxli í því.
Nú í sumar greindist aftur
krabbamein í henni og nú í kirtl-
um í hálsi. Læknarnir hennar
segja að það þurfi ekki að skera,
aðeins geisla, og aö með góðri
hjálp .Bronsons eigi hún góða
möguleika á að ná sér af veikind-
unum. Eins og í fyrra skiptið
stendur Bronson eins og klettur
við hlið konu sinnar.