Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.1988, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.1988, Blaðsíða 17
MÁNUDAGUR 26. SEPTEMBER 1988. 17 Lesendur Hver er hann þessi Eiríkur FJalar? Þórunn Eyfjörð hringdi: Mér leikur forvitni á að vita hver hann er, þessi Eiríkur Fjalar, sem er tíður gestur í Sjónvarpinu við ýmis taekifæri. Fyrst sá ég hann í barnatíma Sjónvarpsins og þá lék hann á gítar, söng og sagði frá sjálf- um sér. Mér kom hann kunnuglega fyrir sjónir en gat ekki komið nafn- inu eða manninum almennilega fyrir mig. Nú skýtur Eiríki þessum aftur upp á skermi sjónvarpsins og er þá farinn að auglýsa skafmiðana frá Happ- drætti Háskólans. Hann notar við þetta ýmsar aðferðir, sem mér myndi aldrei detta í hug að nota, svo sem að hefla af miðunum og nú síðast að skafa af þeim með einhverju raf- magnstæki. Mér finnst þessi Eiríkur ekki til þess fallinn að koma fram í auglýs- ingum í sjónvarpi, einkum vegna úthtsins, hann er t.d. ekki nógu smekklega klæddur, eins og títt er um unga menn nú til dags, með hár- lubba og of stórar tennur. En mér þætti gaman að fá upplýsingar um hvaðan Eiríkur er eða hverra manna. Þetta ættarnafn er nefnilega ekki mjög algengt hér á landi. Lesendasíða DV hefur ekki, þrátt fyrir eftirgrennslan, getað komist aö því hverra manna Eiríkur Fjalar er. - Það gæti hins vegar komið í ljós ef hann ætti stórafmæli í náinni framtíð og ætt hans rakin af slíku tilefni eins og títt er um afmæhsbörn nú til dags. Ekki nógu smekklegur i útliti? Eirikur Fjaiar á tali við fréttamann. KEA-lifur hjá Jóni? Guðrún hringdi: Á einstaklega skemmtilegri mynd, sem birtist í DV í gær (19. sept.), mátti sjá þá Jón Baldvin Hannibals- son og Ólaf Ragnar Grímsson sitja að snæðingi heima hjá hinum fyrr- nefnda. Rétturinn var sagöur lifur matreidd af húsmóðurinni, Bryndísi. Á myndinni sýndist mér-ég sjá á borði í bakgrunni niðursuðudós frá KEA. Það skyldi þó ekki vera að þarna hafi þeir snætt KEA-lifur. Eða var kannsld bara rauðkál í dósinni? - Ég vildi rétt geta um þetta þar sem eiginkona íjármálaráðherra flíkar því mjög hve ódýrt hún kaupi í mat- inn o.s.frv. - Svolítiö skondið, ekki satt? Kvennalistakonur: Hvenær tilbúnar í ríkisstjóm? Sigríður Eymunds skrifar: Mig langar til að varpa fram þeirri spurningu til kvennalistakvenna hvenær þær verði tilbúnar í ríkis- stjórn. Ég hélt því miður að innihald- ið væri í einhverju samræmi við það sem þær hafa sagt. Nú gátu þær einmitt sýnt mátt sinn og reynt að bæta þann óstjórnar- graut er búið var að sjóða. Mitt at- kvæði fer örugglega ekki til þeirra ef þær halda áfram á sömu braut og gera ekki annað en „bara tala“. Hollráð til BSRB og ASÍ Launþegi skrifar: Ég vona að þegar talsmenn BSRB og ASÍ verða kallaðir á fund stjóm- valda næst þá geri þeir sameiginlega kröfu til þess aö hinn illræmdi mat- arskattur verði felldur niður. Annað er sem þeir mættu líka gera kröfu um. Það er að persónuafsláttur hjá einstakhngum verði hækkaður því það er óhagganleg staðreynd að einstaklingar eru þeir sem mest eru skattpíndir. - Ekki fá þeir einar eða aðrar bætur sem fjölskyldufólk er sífellt að fá, fyrir utan að hafa skatt- fríðindi, barnabætur, íjölskyldubæt- ur og ýmislegt annað. Éinstaklingur- inn er illilega skattpíndur og ég skora á launþegasamtökin að krefjast úr- bóta í þeim málum. Annað mál, sem launþegasamtökin eiga að taka upp í samningum, er það að launþegi geti hætt að vinna 65 ára gamall og fái elhlífeyri frá þeim tima, í stað 67 ára eins og nú er. Víða er- lendis geta menn hætt að vinna við 60 ára aldursmarkið, svo við erum langt á eftir í þessum málum. Að lokum legg ég til að fólk geti tekið helminginn af sínu fríi að vetri ta. BREIÐHOLTSBÚAR KEMUR TIL YKKAR Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis hefur uni áratuga skei'ð verið umsvifamikill bakhjarl einstaklinga sem fyrirtækja á sviði fjár- mála.Ætíö hefur vcrið kostað kapps um að veita fjölþætta og jafn- framt persónulega þjónustu. Nýja útibúið í Brciðholti er sérstaklega ætlað íbúum hverfisins og fyrirtækjum, stórum sem smáum, ungum sem öldnum. Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis samgleðst ykkur yfir uppbyggingu eins stærsta og vistlegasta borgarkjarna Reykjavík- ur. Verið velkomin í viðskipti við sparisjóðinn í ykkar eigin hverfi. SPARISJÓÐUR REYKJAVÍKUR OG NÁGRENNIS - í BREIÐHOLTI ÁLFABAKKA 14 • SÍMI 670500

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.