Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.1988, Page 12

Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.1988, Page 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 25. OKTÓBER 1988. Frjálst.óháð dagblaö Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaóur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÖNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÖNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, SiMI 27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 800 kr. Verð í lausasölu virka daga 75 kt. - Helgarblað 90 kr. Markaðsverð á skömmtun Ef námslán ganga ekki kaupum og sölum eins og önnur gæði, sem skömmtuð eru af hinu opinbera, hafa þau sérstöðu. Fréttir hafa birzt af kaupum og sölu á flest- um öðrum forréttindum af því tagi. í mörgum tilvikum er til ákveðið markaðsverð eða gengi skammtaðra gæða. Ef grannt væri skoðað, kæmi sjálfsagt í ljós, að dæmi séu um kaup og sölu á námslánum. Sumir námsmenn þurfa ekki öll lánin, sem þeim ber samkvæmt reglum. Þeir geta því selt þau og haft vextina í hagnað. Þetta væri svipað viðskiptum á öðrum sviðum skömmtunar. Námslán eru ekki verri fyrir, að unnt er að nota þau á þennan hátt. Vaxtaleysi þeirra er herkostnaður þjóð- 'félagsins við að auka menntun okkar og jafna námsað- stöðu okkar. Allir, sem fullnægja ákveðnum, tiltölulega hlutlausum, skilyrðum, geta fengið shk lán. Ríkið hefði lítið nema kostnað upp úr tilraunum til að meta einstök tilvik og reyna að þrengja hópinn, sem fær þessi forréttindalán. Hið sama er að segja um hús- næðislánin, sem eru annað gott dæmi um tiltölulega hlutlausa skömmtun á markaðshæfum forréttindum. Um húsnæðislánin vitum við, að þau ganga kaupum og sölum. íbúðir hækka í verði um 150-300 þúsund krón- ur, ef á þeim hvhir húsnæðislán. Það er hagnaður þess, sem fær húsnæðislán og selur síðan strax íbúðina, er lánið fékkst út á. Það er söluverð forréttindanna. Með því að kaupa húsnæðislán, beint eða óbeint, fá menn tvennt í senn, aðgang að eftirsóttu lánsfé og niður- greiddum vöxtum. Fyrir þetta borga þeir hiklaust 150-300 þúsund krónur eftir stærð íbúðar. Þetta er eðh- leg afleiðing skömmtunar á ódýru og miklu lánsfé. Flestir eru sammála um, að vaxtalaus námslán og húsnæðislán á niðurgreiddum vöxtum séu brýnir þætt- ir nútímalegs velferðarþjóðfélags. Ennfremur, að hið sjálfvirka form á afgreiðslu þeirra sé skárra en mis- brúkanlegt mat embættismanna á þörfum hvers og eins. Almennt má segja, að munur á almennum vöxtum og vöxtum, sem sumir hafa aðgang að, en ekki aðrir, sé seljanleg vara. Þannig verður einnig um ódýru lánin, sem skömmtuð verða úr hinum nýja sjóði Stefáns Val- geirssonar og ríkisstjórnar félagshyggjuflokkanna. Sjóðurinn er gott dæmi um verstu mynd-þess, er sölu- hæf forréttindi eru búin til á grundvelli skömmtunar. í stað sjálfvirkninnar í veitingu námslána og húsnæðis- lána, sitja nokkrir aflóga stjórnmálamenn saman við borð og ákveða, hverjir komist gegnum nálaraugað. Ríkisábyrgð er eitt algengasta formið á framleiðslu hagnaðar með forgangi að skömmtun. Hún er dálítið lúmsk og þess vegna vinsæl. Erlendis er talið, að ríkis- ábyrgð gefi þeim, sem hana fær, um 3% í gróða af vaxta- mun. Þessi mismunur gengur þar kaupum og sölum. Ríkisábyrgðir eru stundum kahaðar loftfimleikar með neti undir. Þær gera mönnum kleift að splundra verðmætum í margs konar ævintýramennsku, af því að Stóri bróðir borgar. Þær framleiða mistök, sukk og vaxtamun. Hið sama má segja um ábyrgðir ríkisbanka. Kvóti, aflamark, búmark og fuhvinnsluréttur eru enn annað dæmi um, að skömmtun er jafnan söluhæf mark- aðsvara. Þessa dagana nemur gengi á einu khói af þorskkvóta 8 krónum. AUur þorskkvótinn hefur því skömmtunarverð upp á tæpa þrjá miUjarða króna á ári. Stjórnmál á íslandi felast að umtalsverðu leyti í að útvega gæludýrum forgang að skömmtun. Þessa fyrir- greiðslu getur markaðurinn yfirleitt metið tU fjár. Jónas Kristjánsson Iðnaður á undanhaldi Staöa almenns iðnaöar í landinu veldur áhyggjum. Þróunin hefur um árabil verið óhagstæö sam- keppnisiönaði okkar, sem keppir viö innfluttar vörur. SvoköUuð fastgengisstefna fyrri ríkisstjóma hefur leikiö innlendu framleiðsl- una grátt. Innfluttar vörur hafa verið á útsöluverði á meðan fyrir- tæki innanlands hafa þurft að taka á sig margfaldar kostnaðarhækk- anir á við það sem gerist hjá keppi- nautunum ytra. Útflutningsiðnaðurinn hefur líka þurft aö sækja móti straumnum og hrakist undan. Efnahagsstefnan hefur um árabU verið fjandsamleg útflutningsgreinunum. Iðnrekend- ur hafa hins vegar látið mun minna tU sín heyra en fiskverkendur. Stundum hefur manni dottiö í hug aö flokkshollusta og hrifning af frjálshyggjustefnunni lækkaði í þeim róminn. Til viðbótar við mótdræga efna- hagsstefnu hefur bæst sinnuleysi stjómvalda í íönaöarmálum. Áhugi iðnaðarráðherra Sjálfstæðisflokks- ins, hvort sem þeir hétu Sverrir, Albert eða Friðrik, beindist eink- um að því aö losa iðnaðarráðuneyt- ið sem mest við afskipti af iðnaðar- málum. Helsta áhugamál þeirra var að draga niður í opinberum rekstri, hvort sem um var að ræða rannsóknar- og þjónustustofnanir eða ríkisfyrirtætó. Ullariðnaður í erfiðleikum UUariðnaður hefur verið í farar- broddi í útflutningi iðnaðarvara um langt skeið. Þar voru Álafoss og iönaðardeild Sambandsins hinir stóru, en nokkur önnur fyrirtæki náðu góðri fótfestu í útflutningi. Ekki skipti minna máli að þessum fyrirtækjum tengdust prjóna- og saumastofur víöa um land, sem bættu úr fábreytni í starfsvaU, fyrst og fremst fyrir konur. Umskipti hafa orðið til hins verra í ullariðnaðinum og kemur þar margt til. Tískubreytingar. á mörk- uðum hafa dregið úr sölu og virðist sem útflytjendum hafi ekki tekist sem skyldi í vöruþróun og aðlögun. Á árinu 1987 var gripið til þess að hækka verð á uUarvörum erlendis. um 20-40% í von um að girða fyrir taprekstur stærstu fyrirtækjanna í uUariðnaði. Þá voru Álafoss og uUariöanaöardeild Sambandsins sameinuð í eitt fyrirtætó á síöasta ári og gripið tU endurskipulagning- ar. Hafði þaö í for með sér að starfs- mönnum var fækkað um nær 200 manns, úr 750 í 550. Þrátt fyrir þetta hefur hinn nýi Álafoss verið rekinn með tapi þaö sem af er árinu og samdráttur orðið í magni seldra afuröa. KjaUarinn Hjörleifur Guttormsson alþingismaður Um 20 fyrirtæki hafa lokað Undanfarin þrjú ár hafa nær 20 fyrirtæki í ullariðnaöi hætt starf- semi og orðið gjaldþrota. Þetta eru prjóna- og saumastofur sem störf- uðu flestar úti um land. TaUð er að starfsmönnum í ullariönaði hafi fækkað um a.m.k. 50% á sama tímabih og munar um minna. Hluti af þessu fólki, þar sem konur eru í miklum meirihluta, hefur ekki átt kost á öðrum störfum og verður þannig atvinnulaust. Þar er m.a. að finna rostóö fólk, sem ektó á aðgang að öðrum störfum og skrimtir síðan á lélegum bótum, svo og húsmæður sem hverfa hljóðlaust inn á heimilin. Það hefur verið furðulítil umræða um þessa kreppu í ullariönaðinum og kjör þeirra sem hafa orðið fyrir barðinu á henni. Flestar greinar á undanhaldi Vissulega hefur verið sókn á ýmsum sviðum í iðnaöi, bæði í tækni og vöruþróun í starfandi fyr- irtækjum og í nýrri framleiðslu. Þar hefur hvaö mesta athygli vakið ýmis iðnaður tengdur sjávarútvegi, sem selt hefur framleiðslu sína hér á heimamarkaði, en er einnig byrj- aður aö hasla sér völl erlendis. Dæmi um þetta er framleiðsla á fiskkössum og ýmsum sérhæfðum tækjum og vélum fyrir fiskvinnslu. Vegna versnandi stöðu í sjávar- útvegi og lélegrar fyrirgreiðslu lánastofnana hefur einnig þessi framleiðsla átt í vaxandi erfiðleik- um. Eins og í öðrum framleiðslu- greinum hefur óeðlilega hár fjár- magnskostnaður lagst mjög þungt á þessi fyrirtætó, sem hafa verið að byggja sig upp sumpart frá grunni. í húsgagnaiðnaði hefur enn sigið á ógæfuhlið. Reiknað í magni jókst innflutningur húsgagna og innrétt- inga úr 5450 tonnum árið 1986 í 7934 tonn árið 1987! Stópaiðnaður hefur dregist veru- lega saman. Nýsmíðar hafa verið sáralitlar innanlands og viðhaíds- verkefni og breytingar á stópum flust í vaxandi mæli til útlanda. Vinna í skipaiönaði er fjölþætt og snertir ektó aðeins málmiðnað heldur einnig rafiðnað og sérhæf- ingu á fleiri sviðum. Þaö reynir á samþættar aðgerðir fyrirtækja, lánastofnana og stjómvalda að halda þessum störfum sem mest í landinu og tryggja samfellu í verk- efnum. Iðnþróun er ræktunarstarf Þaö vill gleymast í meðferð iðnað- armála, að þróun og vöxtur iðnaðar byggir á ræktun og þektóngu. Al- menn efnahagsleg stólyröi þurfa aö vera hagstæð og hvetjandi og fræðsla og endurmenntun eru ómissandi þættir. Það er m.a. í þessum efnum sem reynir á skiln- ing og aðgerðir af hálfu stjórn- valda. Voriö 1982 samþykkti Alþingi ályktun um iðnaðarstefnu. Undan- fari hennar var stefnumarkandi vinna á vegum iönaðarráðuneytis i samvinnu við samtök starfs- manna og atvinnurekenda. Sérstök framkvæmdanefnd var sett á lagg- irnar til að fylgja þessari stefnu- mótun eftir og tryggja tengsl stjórnvalda og iðnaðarins. Svo brá við skömmu eftir stjórnarskipti 1983 að þessi tengsl voru rofin og framkvæmdanefndin lögð niður af þáverandi ráðherra iðnaðarmála. Siðan hafa málstök af hálfu stjórn- valda verið handahófskennd til mikils tjóns fyrir atvinnuþróun í landinu. Áhugi ráðherra hefur einkum beinst að erlendri stóriðju í stað þessa að hlúa að eigin garði. Iðnaöarmálin úr öskustó Ný ríkisstjórn tekur við fram- leiösluatvinnuvegum landsmanna í strandi. Þaö á jafnt viö um sjávar- útveg og iðnað. Athyglin að und- anförnu hefur beinst meira að stööu fiskvinnslunnar en hins al- menna iðnaðar. Hvorugt má liggja í þagnargildi. Ekki starfa færri í almennum iðnaði en fiskvinnslu. Þegar þrengir aö á vinnumarkaöi er hvert starf dýrmætt. Við megum ekki hugsunarlaust flytja verkefn- in til útlanda, m.a. með því aö snið- ganga innlendar framleiðsluvörur og senda verkefni utan sem unnt er að leysa vel heima fyrir. Stjórnvöld ættu ekki að draga aö taka stöðu iðnaöarins til gagn- gerðrar endurskoðunar. Það á ektó að gera með forsjárhyggju eöa valdboði heldur með því að bæta jarðveginn fyrir iðnþróun. Hvernig væri að dusta nú rykið af þeirri iönaðarstefnu sem Alþingi lagði samhljóða blessun yflr fyrir 5 árum?- Hjörleifur Guttormsson „Undanfarin þrjú ár hafa nær 20 fyrirtæki í ullariðnaði hætt starfsemi og orðið gjaldþrota," segir m.a. i greininni. „Ahugi iðnaöarráðherra Sjálfstæðiá- flokksins, hvort sem þeir hétu Sverrir, Albert eða Friðrik, beindist einkum að því að losa iðnaðarráðuneytið sem mest við afskipti af iðnaðarmálum.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.