Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.1988, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.1988, Blaðsíða 7
FIMMTUDAGUR 27. OKTÓBER 1988. 7 Fréttir Skömmtun á lánum og rétti til búskapar og fiskveiöa: Skömmtunarkerfin gefa um 11 milljarða eign á ári - duldar tekjur í gegnum þessi kerfi jafngilda um 5 prósent af landsframleiðslu Ríkið skammtar rétt til kinda- kjötsframleiðslu, mjólkurfram- leiðslu, fiskveiða, erlendrar lán- töku með ríkisábyrgð og húsnæðis- lána. Alla þessa skömmtun má meta til fjár á einn eða annan veg Þannig er ríkið sjálft tilbúið til þess að kaupa rétt til kindakjötsfram- leiðslu af mönnum. Kvótar til fisk- veiða ganga kaupum og sölu. Með ríkisábyrgð á lánum fá fyrirtæki mun betri kjör en þau annars nytu. íbúðir, sem ný lán frá Húsnæðis- stofnun hvila á, eru seldar á hærra verði en sambærilegar íbúðir sem engin eða verri lán hvíla á. Með því aö reikna þessa skömmt- un til eignar þeim sem njóta henn- ar út frá markaðsverði á þessum hlunnindum lætur nærri að ríkið útdeili um 10,9 milljörðum á ári meö þessum hætti. Þessi upphæð samsvarar tæpum 5 prósentum af landsframleiðslu. 6,9 milljarðar eign bændastéttarinnar Miðað við tilboð Framleiðnisjóðs landbúnaðarins til bænda má verð- leggja heimild allra bænda til kindakjötsframleiðslu á um 6,9 milljarða króna. Fréttaljós Gunnar Smári Egilsson Þessi eign bændastéttarinnar er ný. Áður en búvörusamningur Stéttarsambands bænda og ríkisins var gerður var ekki hægt að meta rétt manna til að framleiöa kinda- kjöt til flár. Öllum mönnum var heimilt að stofna bú, rækta fé og leggja inn í sláturhús. Með tilkomu skömmtunar á heimildum til sauð- fjárræktar hefur þessi réttur orðið að eign þó að hún sé ekki enn talin fram til eignarskatts. í nýlegu tilboði Framleiönisjóðs býðst ríkið til að kaupa hvert ær- gildi af bændum á 9.440 til 12.500 krónur. Það fer eftir aldri bænd- anna og hvar á landinu þeir búa hversu hátt verð þeir fá fyrir ær- gildið. í ár hafa allir bændur rétt til þess að halda fé sem nemur um 629 þús- und ærgildum. Verð allra ærgilda er því um 5,9 til 7,9 milljarðar króna eftir því hvort miðað er við lægsta eða hæsta verð Framleiðnisjóðs. Miðað við meðalverð á ærgildinu hjá Framleiðnisjóði er matsverð sjóðsins á ærgildum landsmanna því um 6,9 milljarðar. 3,7 milljarða leiga fyrir bæði mjólk og kindur Sé reiknað með að sama verð gildi fyrir rétt til mjólkurframleiðslu bætast 608 þúsund ærgildi við eign bændastéttarinnar. Það jafngildir um 5,7 til 7,6 milljörðum. Heildareign bændastéttarinnar í fullvirðisrétti er því um 11,6 til 15,5 milljarðar króna eftir því hvar bændumir búa og hversu aldraðir þeir eru. Sé miðað við meðalverð Framleiðnisjóðs á ærgildi er eign stéttarinnar um 13,5 milljarðar. Framleiðnisjóður er jafnframt tilbúinn að leigja ærgildi af sauö- fjárbændum. Tilboð sjóðsins eru nokkuð margs konar en að meðal- tali fá bændur um 9.000 krónur fyr- ir aö leigja réttinn í þrjú ár. Tilboð sjóðsins til sauöfjárbænda hljóðar því upp á að leiga á rétti til sauð- fjárræktar á landinu sé metin á um 1,9 milljarða króna. Ef gert er ráð fyrir að sama verð- lag gildi um rétt til mjólkurfram- leiðslu jafngildir tilboð Framleiðni- sjóðs að réttur allrar bændastéttar- innar til að stunda hinar hefð- bundnu búgreinar sé metinn til um 3,7 milljarða ársleigu. 5,2 til 6,5 milljaröar fyrir allan sjávarafla Útgerðarmenn hafa einnig fengið ákveðna eign með ákvörðun stjóm- valda eins og bændur. Með kvóta- kerfmu hefur rétti til þess að veiða fisk verið skipt á miíli útgerðar- manna. Þessi kvóti gengur káupum og sölum eins og hver önnur mark- aösvara. Eins og fram hefur komið í DV hafa verið borgaðar um 8 til 10 krónur í leigu fyrir hvert óveitt þorskígfidi. Með leigu er hér átt viö þegar einn útgerðarmaður selur öðmm rétt til að veiða hluta af þeim kvóta sem honum var úthlut- aður það árið. Samkvæmt upplýsingum úr sjáv- arútvegsráðuneytinu er allur kvóti á bolfiski metinn sem 487 þúsund tonn af þorskígildum. í þessum út- reikningi er ekki tekið tillit til þess að margir bátar og togarar hafa valið sér sóknarmark. Reiknað er með þeim kvóta sem þessi skip fengju ef þau væru á aflamarki. Samkvæmt þessu eiga útgerðar- menn því rétt til veiða á bolfiski í ár sem metinn er á um 3,9 til 4,9 milljarða samkvæmt markaðs- verði. Bolfiskur er um 75 prósent af andvirði þeirra sjávarafuröa sem fluttar eru út. Sé gert ráð fyrir að sama verð fáist fyrir rétt til veiða á öörum sjávarafurðum en bol- fiski, svo sem síld, loðnu og skel- dýrum, má meta eign útgerðar- manna á veiðirétti á um 5,2 til 6,5 milljarða eða um 5,9 milljarða aö meðaltali. Milljarður á ári í gegnum ríkisábyrgö En það má meta ýmsa skömmtun ríkisins til fjár. Um langan aldur hefur fyrirtækjum verið skömmt- uð heimild til erlendrar lántöku með ríkisábyrgð, bæði beint og eins í gegnum rikisbanka og opinbera fjárfestingarlánasjóði. í skýrslu hagfræðideildar Seðla- bankans um samanburð á raun- vöxtum hérlendis og í helstu við- skiptalöndum íslands frá í sumar kom fram að þau vaxtakjör, sem miðlungsstór fyrirtæki geta fengið erlendis, séu um 2 til 3 prósent hærri en svokallaöir kjörvextir. Sá sem hefur fengið rétt til lántöku með rikisábyrgð getur hins vegar fengið lán á kjörvöxtum. Samkvæmt upplýsingum úr rík- isreikningi fyrir árið 1986 má reikna með að endurlánað erlent lánsfé ríkisbankanna og fjárfest- ingarlánasjóðanna og ábyrgð í gegnum ríkisábyrgðasjóð sé nú að andvirði um 34 milljarðar króna. Ef þau fyrirtæki, sem fengið hafa ríkisábyrgð með þessum hætti, hefðu þurft sjálf að leggja fram tryggingar í erlendum bönkum fyr- ir lánum að þessari upphæð má gera ráð fyrir að þau þyrftu í ár að greiöa um 680 til 1.020 milljónum meira í vexti. Það má því líta á þessa fjárhæð sem styrkveitingu sem veitt er í gegnum skömmtun- arkerfi á lánum. Húsnæðislán hækka verðgildi íbúöa Ríkið skammtar einnig lán til húsbygginga einstaklinga. Þá Miðað við tilboð Framleiðnisjóðs landbúnaðarins tii bænda má ætla að allur réttur bændastéttarinnar til sauðfjár- og nautgriparæktar sé metinn á um 13,2 milljarða króna. Tilboð Framleiönisjóðs um leigu á ærgildum í sauðfjárrækt jafngildir því að bændastéttin gæti leigt rétt sinn til búskapar á um 3,7 milljarða á ári. Á þessari skýringarmynd má sjá stærðarhlutföll þeirrar eignar sem myndast við skömmtun rfkislns á ýmsum gæðum. Lengst til vinstri má sjá hversu miklð ný húsnæðlsstjórnarlán auka verðglldi ibúða á ári hverju ef miðað er viö að þau góðu kjör, sem þau eru á, auki verö- mæti hverrar ibúðar um 250 þúsund krónur. Næst má sjá þá eign sem ríkisábyrgð á lánum gefur þeim sem hana hreppir á ári miðað við þau kjör sem þessir lántakendur hefðu annars þurft að sæta. Þá má sjá verð á árslelgu á öllum kvóta útgerðarmanna miðað við 8 til 10 króna mark- aðsverð á þorskígildinu. Siðast er svo verð á ársleigu á öllum ærgildum á bak við kindakjöts- og mjólkurframleiðslu bændastéttarinnar, miöað við uppgefið verð hjá Framleiðnisjóði. Þau fyrirtæki, sem fá ríkisábyrgð á erlend lán, fá f sinn hlut hátt í einn milljarð króna á ári hverju. Sé miöað við lán til átján ára eru þessum fyrirtækjum þvi veittir um 18 milljarðar með starfsemi rikisábyrgöasjóðs i Seðlabankahúsinu. skömmtun er einnig hægt að meta til fjár. Það hefur komið fram í DV að íbúðir, sem eru með nýjum lán- um frá Húsnæðisstofnun, er hægt aö selja á um 150 til 300 þúsund króna hærra veröi en sambærileg- ar íbúðir sem bera engin lán eða lán með slæmum kjörum. Samkvæmt hagtölum mánaðar- ins hefur útistandandi eign Bygg- ingarsjóðs ríkisins hækkað um 9 milljarða á núvirði frá því nýja húsnæðislánakerfið tók við haustið 1986. Sú fjárhæð jafngildir því rúm- lega 2.600 hámarkslánum. Ef 2.600 íbúðir hafa hækkað um 150 til 300 þúsund hefur Húsnæðis- stofnun því fært þeim sem tóku þessi lán þjá stofnuninni um 400 til 800 milljón króna nýja eign í gegn- um skömmtunarkerfi sitt. Það jafn- gildir um 200 til 400 milljónum á ári. Heildarverðmæti skömmtimar ríkisins á kvótum til sauðfjár- og nautgriparæktunar, fiskveiða, rík- isábyrgöar og húsnæðislána er því samkvæmt þessu nálægt 11 mill- jörðum króna á ári. Þar sem kaup og sala á þessum hlunnindum hef- ur þróast misjafnlega er verðlagn- ing þeirra ef til vill ekki sambæri- leg. Hins vegar gefur þessi talna- leikur vísbendingu um hversu stórt hlutverk ýmiss konar skömmtun hins opinbera leikur í þjóðfélaginu. Kilóið af þorskigildi af óveiddum fiski gengur nú kaupum og sölu á um 8 til 10 krónur. Allur sá botn- fiskafli, sem útgerðarmönnum hef- ur verið veittur réttur til að veiða, kostar því um 3,9 til 4,9 milljarða króna. Rétturinn til velða á öllum sjávaraflanum gæti þvi kostað um 5,2 til 6,5 milljarða. íbúðir, sem ný lán frá Húsnæðls- stjórn fylgja, eru seldar um 150 til 300 þúsund krónum dýrar en aðrar sambærilegar ibúðir. Þeir sem fengið hafa þessi lán hafa þvf feng- ið um 600 mllljónlr i sinn hlut. Á hverju ári fá lántakendur þvi um 300 mllljónlr I sinn hlut.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.