Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.1988, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.1988, Blaðsíða 35
FIMMTUDAGUR 27. OKTÓBER 1988. 35 Helgi Þórsson Helgi Þórsson var skipaður for- stöðumaður Reiknistofnunar Há- skólans 16. október. Helgi er fæddur 23. apríl 1951 í Rvík og lauk BS-prófi í stærðfræði í HÍ1975. Hann lauk Maitrice prófi í stærðfræði í Stras- bourg 1976 og DEA prófi í tölfræði frá háskólanum í Montpellier í Frakklandi 1979. Helgi var kennari í MH1972-1975 og Tækniskóla ís- lands og Kennaraháskóla íslands 1976-1978. Hann varð doktor í töl- fræÓi í háskólnum í Montpellier 1981 og rekstrarráðgjafi hjá Rekstr- arstofunni 1981-1984. Helgi var sér- fræðingur á Reiknistofnun Háskól- ans 1984-1988, aðjúnkt í tölvunar- fræðum í HÍ frá 1985 og settur for- stöðumaður Reiknistofnunar HÍ1. mars 1988. Helgikvæntist24.júní 1972 Guðrúnu Svanfríði Eyjólfsdótt- ur, f. 30. október 1952, BA í frönsku, dagskrárgerðarmanni hjá Ríkisút- varpinu. Foreldrar hennar eru Ey- jólfur Guðmundsson, af Bergsætt- inni, verslunarmaður í Rvík, og kona hans, Svanfríður Þorkelsdótt- DV ir, frá Amórsstöðum á Jökuldal. Dætur Helga og Guðrúnar era Ragnhildur, f. 30. apríl 1972, og Svana, f. 17. maí 1977. Systur Helga era Inga, f. 25. desember 1955, hjúkr- unar- og næringarfræðingur við rannsóknarstörf í Gautaborg, gift Stefáni Einarssyni efnafræöingi; Kristín, f. 29. nóvember 1960, jarð- eðhsfræðingur, við nám í tölvunar- fræðum, gift Þóri Óskarssyni ís- lenskufræðingi, og Þórann, f. 21. janúar 1968, laganemi. Foreldrar Helga eru Þór Vil- hjálmsson hæstaréttardómari og kona hans, Ragnhildur Helgadóttir alþingismaður. Föðursystkini Helga era Ingibjörg Yrsa og Auður Eir, prestur í Hábæ. Þór er sonur Vii- hjálms Þ. Gíslasonar, fyrrv. út- varpsstjóra, bróður Gylfa, fyrrv. menntamálaráöherra. Vilhjálmur er sonur Þorsteins, ritstjóra og skálds, Gíslasonar, bróður Björns, föður Gunnlaugs Schevings hstmál- ara. Móðir Þorsteins var Ingunn Stefánsdóttir, umboðsmanns á Snartarstööum, Jónssonar, bróður Rannveigar, langömmu Jónasar Jónssonar frá Hriflu. Móðir Vil- hjálms var Þórann Pálsdóttir, tré- smiðs í Rvík, Halldórssonar og konu hans, Ingibjargar Þorvaldsdóttur, b. á Framnesi í Skagafirði, Jónsson- ar. Móðir Þorvalds var Rannveig Þorvaldsdóttir, systir Þuríðar, langömmu Vigdísar Finnbogadótt- ur. Móðir Þórs er Inga Árnadóttir, prófasts á Skútustöðum, Jónssonar, b. á Skútustöðum, Ámasonar, b. á Sveinsströnd, Arasonar, bróður Kristjönu, móður Jóns Sigurðsson- ar á Gautlöndum, fóður Rebekku, langömmu Jóns Sigurössonar við- skiptaráðherra. Móðir Áma var Þuríöur Helgadóttir, b. á Skútustöð- um, Ásmundssonar, ættfóöur Skútustaðaættarinnar. Móöir Ingu var Auöur Gísladóttir, systir Ás- mundar, afa Bergs Gíslasonar stór- kaupmanns. Móðurbræður Helga eru Tómas yfirlæknir, Bjarnijarðvegsfræðing- ur og Brynjólfur, aðstoðarbanka- stjóri Landsbankans. Ragnhildur er dóttir Helga, yfirlæknis Kleppsspít- ala, Tómassonar, læknis á Fossi í Mýrdal, Helgasonar, lektors og skálds Hálfdanarsonar, fóður Jóns biskups. Móðir Tómasar var Þór- hhdur Tómasdóttir, Fjölnismanns, prófasts á Breiðabólstað í Fljótshhð, Sæmundssonar, b. í Eyvindarholti, Ögmundarsonar. Móðir Sæmundar var Salvör Sigurðardóttir, systir Jóns, afa Jóns forseta. Móðir Helga var Sigríður Hagbarðsdóttir Thejhs, kaupmanns í Stykkishólmi, og konu hans, Sigríðar Pétursdóttur, versl- unarstjóra á Búðum, Guðmunds- sonar, verslunarstjóra á Búðum, Guðmundssonar, Þorvarðarsonar, bróður Ragnhildar, langömmu Guðnýjar, ömmu Halldórs Laxness. Móðir Guömundar Guðmundssonar var Steinunn Sveinsdóttir, systir Jóns, langafa Ólafs Thors. Móðir Sigríöar var Sigríður Óladóttir Sandholt, kaupmanns í Rvík, fóður Ásu, ömmu Oscars Clausens rithöf- undar. Móðir Óla var Anike Ola- Fólk í fréttum Helgi Þórsson. dóttir sænska og Carinu græn- lensku. Móðir Sigríðar Óladóttur var Guðrún Árnadóttir, kaupmanns í Rvík, Jónssonar og konu hans, Hólmfríðar Halldórsdóttur Vídalín, systur Benedikts, langafa Einars Benediktssonar og langafa Bjargar, móður Sigurðar Nordals. Móðir Ragnhildar var Kristín Bjarndóttir, b. í Engey, Magnússonar og konu hans, Ragnhildar Ólafsdóttur, móð- ur Guörúnar, móður Bjarna Bene- diktssonar og ömmu Halldórs Blön- dals.alþingismanns. Afmæli Ingólfur Ingólfur Jónsson, rithöfundur og fyrrverandi kennari, Seljabraut 74 í Reykjavík, verður sjötugur á morg- un, fóstudag. Ingólfur er fæddur á Kvenna- brekku í Dalasýslu, ólst þar upp og á Prestbakka í Hrútafirði frá 1928. Ingólfur lauk kennaraprófi 1940 og kenndi næsta árið í Hvamms- sveit í Dalasýslu. Sumarið 1941 vann hann verkamannavinnu í Reykja- vík og um haustið tók hann við af- greiðslustarfi hjá Bifreiðastöðinni Geysi, var þar í tvö ár, en réð sig þá sem póstafgreiðslumann í Reykjavík. Árin 1945-1946 var Ing- ólfur kaupfélagsstjóri á Borðeyri, kom aftur til Reykjavikur og var kennari í Laugamesskóla 1946-1958. Hann var skrifstofumaður í Reykja- vík 1959-1966 og kenndi á Vopnafirði 1967-1970 og við Réttarholtsskóla í Reykjavík 1970-1985. Síðan stundar Ingólfurritstörf. Hann hefur skrifað ljóðabækur, skáldsögu, bækur um þjóðleg fræði, bamabækur, samið söngtexta, þýtt skáldsögur og samið leikrit. Ingólfur var í stjórn Byggingar- samvinnufélags póstmanna 1949- 1952, í stjórn Rithöfundafélags ís- lands 1971-1976 pg í stjóm Rithöf- undasambands íslands 1976-1978. Hann var ritari í báöum félögunum. Ingólfur er kvæntur Margréti Jónsson Fjólu Guðmundsdóttur skólaritara, f. 3.12.1923, dóttur Guðmundar Ara Gíslasonar, bónda og kennara, og konu hans, Sigríðar Helgu Gísla- dóttur. Börn Ingólfs og Margrétar eru Ómar, f. 27.11.1945, kennari og kerf- isfræðingur, forstöðumaður hugvís- indadeildar SKÝRR, var kvæntur Önnu Margréti Björnsdóttur, hún er látin, átti með henni eitt barn, er í sambýh með Jennýju Davíðsdóttur kerfisfræöingi; Jón Guðni, f. 6.8. 1947, d. 31.7.1966, bankagjaldkeri, ókvæntur en átti barn með Elínu Gestsdóttur; Auður, f. 3.12.1952, fóstra og kennari, gift Þóri Dan Jónssyni fiskifræðingi, eiga þrjú böm. Barn Ingólfs fyrir hjónaband með Guðrúnu Sigurðardóttur er Sigurður, f. 4.2.1945, framkvæmda- stjóri, kvæntist Nínu Þórðardóttur, átti með henni tvö börn, skildu, er í sambýh með Evelyn, hún er frönsk, á með henni eitt barn. Systkini Ingólfs eru Guðrún, f. 18.7.1916, rithöfundur, fyrrv. kenn- ari og ritari í jarðvísindadeild Há- skóla ísland, gift Guömundi Einars- syni sem er látinn, áttu tvö börn; Torfi, f. 3.10.1919, rithöfundur og fyrrv. lögregluvarðstjóri, kvæntur Ragnhhdi Magnúsdóttur, eiga íjög- urbörn; Eiríkur, f. 19.12.1920, fyrrv. kennari, kvæntur Guðbjörgu Krist- Ingólfur Jónsson. jánsdóttur kennara, eiga tvö börn; Leifur, f. 28.11.1922, lögregluþjónn, látinn, var kvæntur Ingibjörgu Ey- þórsdóttur, áttu þrjú börn; Soffía, f. 11.12.1924, símavörður, látin, var gift Jóhanni Hahvarðssyni, sím- virkja og kennara, áttu tvö börn; Anna, f. 7.3.1926, húsmóðir, gift Sveinbirni Markússyni, yfirkenn- ara.eigasexböm. Faðir Ingólfs var Jón, prestur og síðast þjóðskjalavörður í Reykjavík, f. 12.7.1889, d. 11.5.1979, Guðnason, bónda á Óspaksstöðum, Einarsson- ar, bónda á Valdasteinsstööum í Hrútafirði, Guðnasonar. Móðir Ingólfs var Guðlaug Bjartmarsdóttir, bónda á Neðri- Brunná í Saurbæ, Kristjánssonar. Ingólfur og Margrét kona hans taka á móti gestum milli kl. 17 og 20 á morgun, fóstudag, í Skagfirð- ingaheimhinu, Síðumúla35. Guðrún Sigurbjörg Kristjánsdóttir Guðrún Sigurbjörg Kristjánsdóttir húsmóöir, Háaleiti 24 í Keflavík, er sextugídag. Guðrún er fædd í Flatey á Skjálf- anda, dóttir Kristjáns Rafnssonar og Sigríðar Sigtryggsdóttur, og á sjö systkini. Hún er gift Páli Sveinssyni versl- unarmanni og eiga þau bömin Sig- ríði, gifta Guðjóni Sveinssyni, eiga tvö böm; Alexander, kvæntan Rann- veigu Vemharðsdóttur, eiga þrjú böm, og Valgerði sem áfjögur böm. Guörún verður að heiman í dag. .. .______________________ Ragnar Jónsson, ------------ 85 ára Hiíðarvegi 27, sigiufirði. 50 ára Hólmfríður Einarsdóttir, Hafnargötu 13, Stykkishólmi. 80 ára Oddur Sigurðsson, Kolviöarnesi, Eyjahreppi. 75 ára Marta Vilbergsdóttir, Túngötu 7, Stöövarfiröi. 70 ára Þórlaug Bjarnadóttir, Laugateigi 4, Reykjavík. Björg S. Rikharðsdóttir, Búöarbraut 12, Búðardal. 60 ára Gísli Þorleifsson, Hofsá, Svarfaöardalshreppi. Svava Auðunsdóttir, Kleppjámsreykjum, Reykholtsdal. Halla Gisladóttir, Heiöarbrún 15, Keflavík. Bergur örn Eyjólfsson, Sunnubraut 13, Vík í Mýrdal. 40 ára____________________ Hjörtur Gunnarsson, Vesturvangi 10, Hafharfiröi. Póll Rcynisson, Surinuhhö 6, Akureyri. Þór Steinsson Steinarsson, Hverafold 136, Reykjavík. Sigurleif B. Þorsteinsdóttir, Suöurgötu 86, Siglufirði. Sigfús Jónsson Sigfús Jónsson, bóndi á Einarsstöð- um í Reykdælahreppi í Suöur-Þin- geyjarsýslu, er sjötíu og fimm ára í dag. Sigfús er fæddur og alinn upp á Einarsstöðum og þar í nágrenni. Hann hlaut venjulega barnaskóla- menntun og var einn vetur í héraðs- skólanum á Laugum í Suður-Þing- eyjarsýslu. Tvo vetur og eitt sumar var Sigfús við nám í bændaskól- anum á Hvanneyri og útskrifaðist þaðan með fyrstu einkunn árið 1940. Eftir nám sneri Sigfús heim í Ein- arsstaði og var þar vinnumaður í nokkur ár en síðasthðin 40 ár hefur Sigfús verið bóndi á Einarsstöðum. Sigfús var beitarhúsamaöur í rúm 20 ár, sennhega sá síðasti í Suður- Þingeyjarsýslu. Sigfús hefur alla tíð verið mjög fyrir hesta og þegar hestamannafé- lagið Þjálfi var stofnað áriö 1959 var Sigfús kosinn formaöur, gegndi því embætti í 12 ár og var þá geröur að Sigfús Jónsson. heiöursfélaga. Hestamannafélagið Þjálfi var stofnaö um stóðhestinn Þjálfa frá Kirkjubæ og var hann notaður á vegum félagsins í nokkur ár. Síðar eignaðist Sigfús hestinn. Námskeið í ættfrœði eru að hefjast hjá Ættfræðiskólanum. Námskeiðin eru jafnt sniðin fyrir byrjendur og þá sem lengra eru komnir. Aðgangur að einu stærsta heimildasafni landsins í œttfrœði. Leiðbeinandi: Þorsteinn Jónsson. Innritun og upplýsingar virka daga kl. 14-16 í síma 641710 og á kvöldin í 46831. ÆTTFRÆÐISKÓLINN

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.