Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.1988, Síða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.1988, Síða 10
10 FIMMTUDAGUR 27. OKTÓBER 1988. Útlönd Flugfélag ábyrgt fyrir srnygli Anna Bjamason, DV. Denver Enginn endir virðist vera á vand- ræðum bandaríska ílugfélagsins Eastem. Á mánudaginn fundu toll- verðir í Miami 25,3 kg af kókaíni í farþegavél félagsins sem var aö koma frá Bogota í Kólumbíu. Ef farið verður að ströngum lögum verður félagiö að greiða áttahundr- uð níutiu og sex þúsund dollara vegna þessa máis því eigandi far- Myrtu bæjarstjóra Vinstri sinnaðir skæruliöar i E1 Salvador réðu af dögum bæjar- stjóra fyrir framan bæjarbúa í Sociedad í héraðinu Morazon sem er í norðausturhluta landsins. Frá því að bæjar- og sveitar- stjórnarkosningar fóru fram í hér- aðinu í mars síðastliðnum hafa skæruliðar drepið þtjá bæjarstjóra. Héraðið er að nokkrum hluta undir yfirráöum skæruliða. Skæruliðar söfhuðu bæjarbúura saman til pólitísks fundar á þriðju- dagskvöld, sóttu bæjarstjórann á Frá þvf i mars hafa þrír bæjarstjór heimili hans og skutu hann fyrir ar verið drepnir i héraðinu Moraz- fraraan mannsöfnuðinn. on i El Salvador. Fleiri fómariömb finnast Fiskimenn tóku í gær þátt i leitinni að (órnarlömbum ferjuslyssins sem varð er feliibylurinn Ruby gekk yfir Filippseyjar á mánudag. Simamynd Reuter Björgunarmenn fundu í gær á lífi tugi fórnarlamba ferjuslyssins sem varð á mánudaginn við Filippseyjar. Þá sökk ferja með íjögur hundruö og sjötíu manns innanborðs af völdum fellibylsins Ruby. Leit fer enn fram á þeim slóðum sem ferjan sökk. Alls hafa hundrað sjötíu og fjórir fimdist á lífi. Tuttugu og sjö hafa fund- ist látnir. Ótti orsök vöggudauða? Axel Ammendiup, DV, Osló , Getur hávaöi og ótti orsakað ung- bamadauða? Athygiisveröar rann- sóknir á ungbörnum á héraös- sjúkrahúsinu í Tromsö 1 Noregi benda til þess. Læknar þar telja sig geta sannað að hávaði eða.ákveöin hljóð geti orsakað ótta hjá sofandi unghömum. Óttinn getur svo í vissum tilfellum orsakað lömun í hjarta og öndunarfærum. Norskir læknar telja sannað að súrefnis- skortur sé ástæða vöggudauða og rannsóknimar í Tromsö hafa beinst að því hvers vegna ung- börnin hafa skyndilega hætt að anda. Ástæðan fyrir því að læknarnir Búa sig undir aukin átök Varnarmálaráðherra ísraels, Yitzhak Rabin, sagði í gær að ísraelskir hermenn byggju sig undir auknar óeiröir á herteknu svæðunum um leið og þingkosningar fara fVam í ísrael þann 1. nóvember og forsetakosningar í Bandaríkjunum þann 8. nóvember. Einnig er búist við aukinni ókyrrð þegar ráögerður fundur ieiðtoga Paiestínumanna fer fram eriendis. í gær var efnt til verkfalls á Gazasvæðinu. Heimildarmenn Palestínu- manna segja að ísraelskir hermenn hafi lent í átökum við unglinga sem köstuöu gijóti. Skotið var á ungiingana og særðust að minnsta kosti fimm þeirra. Einn hinna særöu var tólf ára. Starfsfólk á sjúkrahúsi í Khan Yunis tjáði fréttamanni Reuterfréttastof- unnar aö þriggja ára gamalt stúlkubam hefði látist af völdum táragass sem hermenn beittu mótmælendur. Talsmaður hersins segir barn hafa látist á sjúkrahúsinu og séu ísraelsmenn að rannsaka líkið til að finna út dánarorsökina. Á þriðjudag skutu hennenn til bana fjórtán ára gamla stúlku með plastkúlu. í gær gerðu ísraelskar þotur tvisvar árás á búöir Palestinumanna í Líbanon. Svo virðist sem um hefndaraðgerðir hafi veriö að ræöa vegna tilraunar skæruliða til aö komast inn fyrir landamæri ísraels á mánudag- inn. Nítján biöu bana í loftárásunum og fjörutíu særðust. Reuter fóra að rannsaka samband hávaða og ótta og vöggudauöa er svokölluð rjúpukenning norska dýrafræð- ingsins Geirs Gabrieisen. Hann hefúr rannsakað viðbrögð hjartar- kálfa og rjúpna við miklum ótta og viðbrögöin geta meðal annars kom- ið fram sem alger lömun um stund- arsakir. Læknamir segja að um leiö og orsök vöggudauða sé ljós sé hægt að einbeita sér að því hvernig unnt sé aö koma í veg fyrir þessi hörmulegu dauðsfóll. Vöggudauði er algengur i Noregi. Mest er hættan sex fyrstu mánuð- ina eftir fæöingu, og drengjum er hættara við vöggudauða en stúlk- um. kosts er ábyrgur fyrir smygh ef aðrir sökudólgar finnast ekki. Kókaínið fannst í póstpoka. Á síöustu tveimur mánuðum hafa tollverðir fundið frá tveimur og upp í tuttugu og fjögur kíló í flugvélum Eastern fiugfélagsins. Flugfélagið hefur fariö fram á að vera sýknað og segja forráðamenn þess að öllum ráðum sé beitt til að koma í veg fyrir smygl í vélum fé- lagsins. Forsetinn á þónum til stuðnings Bush Skopteiknarinn Lurie telur að Bush hafi reynt að nýta sér góðærið í tíð Reagans forseta. Tölur, sem birtust í gær, sýna hins vegar að lítillega hef- ur dregið úr hagvexti á þriðja ársfjórðungi þessa árs. Steinunn Böðvaisdóttir, DV, Washington: Ronald Reagan Bandaríkjaforseti hefur verið óþreytandi i baráttunni fyrir áframhaldandi völdum repú- blikana í Hvíta húsinu. Hann hefur ferðast þvert og endilangt um öll Bandaríkin til stuðnings varaforseta sínum og forsetaframbjóðanda repú- blikana, George Bush. Vinsældir Reagans hafa veriö dá- góður ávinningur fyrir Bush. Sam- kvæmt niðurstöðum skoðanakann- ana eru á milli 57 og 61 prósent kjós- enda ánægðir með störf Reagans í Hvíta húsinu síðastliöin átta ár. Vin- sældir forsetans hafa aukist fremur en dvínað síðustu vikur nú þegar líð- ur að endalokum valdatímabils hans. Og forskot Bush yfir andstæðingi sínum, Michael Dukakis, frambjóð- anda demókrata, hefur aukist í réttu hlutfalli við auknar vinsældir forset- ans. Fylgi Bush er mest þar sem Reagan nýtur hvað mestra vinsælda, það er meðal íbúa suðurríkjanna, ungra kjósenda og þeirra sem telja að efna- hagslífið standi nú traustari fótum en fyrr. Samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar ABC sjónvarps- stöðvarinnar og Washington Post dagblaðsins kveðast 91 prósent þeirra sem eru ánægðir meö störf Reagans ætla aö kjósa Bush í forseta- kosningunum þann 8. nóvember næstkomandi. Reagan notar hvert tækifæri til aö hrósa varaforseta sínum og ráðast að ferli Dukakis. Forsetinn hefur hvað eftir annað minnst á frjáls- hyggju Dukakis án þess að nefna hann nokkurn tíma á nafn. Hann hefur lagt áherslu á störf Bush í rík- isstjórninni og segir hann rétta manninn til að halda starfi sínu áfram. Sá mikh stuðningur sem Reagan hefur veitt Bush í þessari kosninga- baráttu á sér enga hliöstæðu í sögu bandarískra stjórnmála, að sögn stjórnmálafræðinga. Enginn annar forseti hefur nokkurn tímann háð jafn harðvítuga baráttu til stuðnings varaforseta sínum í forsetakosning- um. Á næstu dögum mun Reagan ferö- ast til fimm fylkja Bandaríkjanna og mælast til stuðnings við Bush. Sam- kvæmt tölum sem viðskiptaráðu- neytið birti í gær dró lítillega úr hag- vexti í bandarísku efnahagslífi á þriðja ársfjórðungi þessa árs. Fréttin um minnkandi hagvöxt getur reynst ávinningur fyrir Michael Dukakis. Gengi Bush hefur mikið til byggst á batnandi efnahagslífi undir stjórn Reagans. Dukakis hefur haldið því fram í kosningabaráttu sinni að efna- hagslífið standi ekki eins traustum fótum og Bush láti í veðri vaka. Reagan fagnar frelsi hvala Bandarískir og sovéskir björgunar- menn björguðu í gær gráhvölunum tveimur sem hafa veriö fastir í ís við Alaska í þrjár vikur. Reagan Banda- ríkjaforseti lýsti því yfir að hann teldi þetta starf og árangur þess sér- lega gleðilegt. Reagan hefur haft miklar áhyggjur af velferð þessara hvala og þrisvar á dag hefur hann hringt í höfuðstöðvar björgunarmanna til að fylgjast meö gangi mála. Það verður að teljast nokkuð merkilegt aö forseti Banda- ríkjanna skuli ekkert merkilegra hafa að gera en að fylgjast með vel- ferð tveggja hvala vakinn og sofinn. Þetta er hins vegar mikið tilfinninga- mál og mjög líklegt að þessi óblandni áhugi forsetans komi bæði honum, George Bush og öðrum repúblikön- um til góða í kosningunum sem fram fara eftir tæpar tvær vikur. Hvalirnir sigldu út í Norður-íshafiö í gegnum skurð sem sovéskir ísbrjót- *ar höföu brotið í ísinn og einnig með aðstoð bandarískra björgunarmanna á ísnum. Ekki leið klukkustund frá því hval- irnir vom frelsaðir uns Reagan þakkaði sovésku björgunarmönnun- um og öðrum sem að björguninni stóðu. Sagði hann að mannleg þraut- seigja og ákveðni svo margra ein- staklinga í þágu þessara hvala sýndu umhyggju mannkyns fyrir umhverfi sínu. Umhverfisverndarmenn hafa hins vegar gagnrýnt björgunina og kallað hana hræsni. Finnst þeim óeðlilegt að verja um einni milljón dollara til björgunar á tveimur hvölum á meö- an hvalir séu enn drepnir kjötsins vegna. Reuter Bandarískir og sovéskir hvalabjörgunarmenn samankomnir i brúnni á ís- brjótnum Makarov aðmíráli er hann var að brjóta hvölunum leið út úr ísnum í gær. Talið frá vinstri; Sig Petersen, varaaðmíráll hjá NOAA, sem er haf- rannsðknastofnun Bandaríkjanna, Joseph McCleliand kapteinn i bandarísku strandgæslunni, óþekktur sovéskur sjómaður og Sergei Reshetov, skip- stjóri á Makarov. Simamynd Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.