Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.1988, Side 9
FIMMTUDAGUR 27. OKTÓBER 1988.
9
Útlönd
Geysilegar varúðarráðstafanir voru viðhafðar vegna sveitarstjórnarkosning-
anna í gær. Vopnaðir öryggisverðir voru við alla kjörstaði.
Simamynd Reuter
Suður-Afríku-
stjóm hrósar sigri
Þjóðarflokknum, sem er ráðandi í
Suður-Afríku, tókst að verjast
áhlaupi frá hægri í kosningunum
sem fram fóru í gær. Talsmenn
flokksins sögöu að nægilega margir
svartir kjósendur hefðu greitt at-
kvæði þrátt fyrir tilmæli um að snið-
ganga kosningarnar.
Fyrstu tölur í gær bentu til þess
að íhaldsflokkurinn, sem aðhyllist
þá kenningu að hvítir séu langt yfir
svarta hafnir, bætti við sig á mörgum
svæðum, sérstaklega þar sem hvítir
mega eingöngu búa. Aukning þeirra
var mest í borgum og iðnaðarbæjum.
Flokkur Botha forseta hélt sínu í
mörgum héruðum og líka í höfuð-
borginni Pretoríu. í Jóhannesarborg,
sem er ríkasta og stærsta borg lands-
ins, náði flokkurinn meirihluta.
Ríkisútvarpið sagði í morgun að
reiknað væri með að um þriðjungur
svartra kjósenda hefði tekið þátt í
kosningunum, sem er mun hærra
hlutfall en í síðustu sveitarstjórnar-
kosningum sem fram fóru árið 1983.
Þá tók aðeins um fimmtungur
svartra þátt.
Ríkisstjórnin sagöi í morgun að
nægur. fjöldi svartra kjósenda hefði
tekið þátt í kosningunum og snið-
gengið tilmæli frá kirkjuleiðtogum
og andstæðingum aöskilnaðarstefn-
unnar, að stuðningur hefði verið
sýndur við áætlun Botha forseta um
að auka smám saman takmörkuð
mannréttindi svarta meirihlutans.
Reuter
Kohl móðgar Rússa
Helmut Kohl, kanslari Vestur-
Þýskalands, virtist koma gestgjöfum
sínum á óvart þegar hann tilkynnti
í ræðu á lokadegi heimsóknar sinnar
til Sovétríkjanna að Sovétmenn
hefðu fallist á að láta alla pólitíska
fanga í landinu lausa.
Kohl sagði á fréttamannafundi eftir
þriggja daga viðræður í Moskvu aö
sovéskir leiðtogar heíðu fullvissaö
hann um að þeir væru tilbúnir að
láta laust allt þaö fólk sem á Vesturl-
öndum er álitiö pólitískir fangar.
Gennady Gerasimov, talsmaður
sovéska utanríkisráðuneytisins,
vildi hins vegar ekki staðfesta að
slíkt loforð hefði veriö gefið.
Hann sagði að málið heföi ekki
verið á efnisskránni í viðræðum
Kohls þótt „hugsanlega hafi veriö
minnst á það“. Hann sagði að þetta
væri vandamál fyrir viðræðunefnd-
irnar í Vín.
„Ég sagði ekki að neinn hefði rangt
fyrir sér,“ sagði Gerasimov þegar
hann var spurður að því hvort hann
væri að mótmæla yfirlýsingu Kohls.
„Ef Vestur-Þjóðveijar hafa fengið
upplýsingar um það hvað er aö ger-
ast í Vín ætla ég ekki að mótmæla
því.“
í Washington var þessari yfirlýs-
ingu fagnað en talsmaður utanríkis-
ráðuneytis Bandaríkjanna sagði að
Vesturlönd og austantjaldsblokkin
hefðu nokkuð mismunandi skoðanir
á því hvaö teldist vera pólitískur
fangi og því væri þetta ennþá vanda-
mál.
Kohl heldur aftur til síns heima í
dag. Reuter
Kohl og kona hans hittu Andrei Sakharov í Moskvuheimsókn sinni.
Símamynd Reuter
i LAUGAVEGI 66, SIMI 25980.
Mikið
úrval
af
tískukápum
frá
ýmsum
löndum
Subaru station 4x4 árg. 1987, ekinn
35.000 km.
EURO - KJÖR
I allt að 12 mánuði!
Nissan Micra árg. 1987, ekinn
35.000 km.
Toyota Tercel station 4x4 árg. 1987,
ekinn 20.000 km.
Bílarnir fást einnig
á skuldabréfi í allt
að 18 mánuði.
Opið
mánud. -
laugard.
kl. 10-19
Lada 1500 station árg. 1987, ekinn
18.000 km.