Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.1988, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.1988, Blaðsíða 29
FIMMTUDAGUR 27. OKTÓBER 1988. 29 LífsstOl Litil og nett kartafla er nýjasta tiskubólan i París og þar keppast allir sem vettlingi geta valdið um að bera hana á borð. DV-mynd GVA Snobb hjá fína fólkinu í París: Af kartöflunni skul- uð þér þekkja það París er að ganga af göflunum. Þar eru allir löngu búnir að gefa blöðrupilsin upp á bátinn, svo og viðbjóöslegu bláu hanastélin með allt of miklum curacao. Nú er „la ratte" nýjasta tískubólan og fína fólkið talar ekki um annaö. La ratte? Hvað í ósköpunum er það? Kartafla. Og hvar nema í Frakklandi getur ein kartöfluteg- und verið tískuvarningur og meira að segja átt sinn kynningarfull- trúa? En það er ekki lúð sama kart- afla og kartafla. Halda ekki vatni „Við kynnum hana alltaf sem drottningu kartaflnanna, la pomme de terre snob (snobbkart- öfluna),“ segir kynningarfulltrú- inn, kona nokkur að nafni Cather- ine Dufay. La ratte er nýkomin í verslanir í París og hún heldur gæðum sínum alveg fram í miöjan marsmánuð á næsta ári. Eftir það hefur enginn minnsta áhuga á kartöflum hvort eð er. „Ég gef blaðamönnum oft að smakka á la ratte og þeir halda ekki vatni af hrifningu," segir kynningarfulltrúinn. Fyrsti blaöamaðurinn sem fékk að kynnast herlegheitunum var frá franska vikuritinu L’Express: „La ratte,“ sagði hún, „er aðeins borin fram á allra bestu borðum.“ í öðru tímariti var því lýst yfir að la ratte væri hreint og beint guðdómleg. Matarsérfræðingur hins virta dag- blaðs Le Monde lýsti yfir ánægju sinni yfir því að la ratte væri aftur komin á markaðinn og sagði að hún væri svo sannarlega drottning kartaflnanna. Sérfræðingurinn harmaði þó allt snobbið í kringum hana. Meira snobb íslendingar halda kannski að þeir séu lausir við allt kartöflusnobb. Svo er þó ekki. Að minnsta kosti ekki alveg. „Snobbið í kringum þær er aðallega hjá áhugaræktendum sem hver er með sitt afbrigði," seg- ir Sigurgeir Ólafsson plöntusjúk- dómafræöingur og helsti kartöflus- érfræðingur Rannsóknarstofnunar landbúnaðarins. Og hann bætir við: „En snobbið mætti vera meira í matreiðslunni." Sigurgeir er nefnilega þeirrar skoðunar að kartaflan sé bráð- nauðsynlegur þáttur hverrar mál- tíðar og alveg ótækt sé að bera fram lélegár kartöflur með fyrsta flokks mat. „Það er ekki nema hálf máltíð ef kartöflurnar eru ekki góðar,“ segir hann. I þeim efnum á Sigurgeir sér skoöanabróður meðal eins þeirra frönsku bænda sem rækta la ratte. Sá segir: „Þegar gest ber að garði dregur gestgjafinn fram bestu vín- flöskuna sína til að hafa með matn- um. Kartöflurnar ættu líka að vera framúrskarandi.“ Pikkles í Lyon Svo mörg voru þau orð. En eins og svo margt annað í heimi tís- kunnar er þetta ekki í fyrsta sinn sem la ratte stingur upp kollinum. Hún var áður ræktuð í litlu magni, aðallega í nágrenni Lyon, matar- listarmiðstöðvar Frakklands, og þar var hún þekkt undir nöfnum eins og „quenelle de Lyon“ og „snemmbæri pikklesinn". Núver- andi nafn hennar kom fyrst fram í Vilmorin-Andrieu skránni yfir úts- æði árið 1880. Kartaflan mun þó hafa komið á markaðinn nokkrum árum fyrr, eða 1872. Foreldrar hennar eru ókunnir. Eftir fyrri heimsstyrjöldina hvarf la ratte af sjónarsviðinu. Hún er meira að segja ekki í „La Pomme de Terre dans Votre Assiette,” (Kartaflan á diski yðar), traustu heimildariti eftir Nestor de la Bou- teillere sem hefur skrifað fimm aðrar bækur um efnið. Þeirra á meðal er bók sem hann skrifaði í heimsstyrjöldinni síðari og kallaöi Kartaflan sem orkugjafi. De la Bouteillere segir að bestu frönsku kartöflurnar séu Belle de Fontenay, BF-15, Bintje, Esterling, Ker Pondy, Saucisse og Rosa. Og þó að til séu 1200 kartöfluafbrigöi segir hann að aöeins séu 43 þekkt í Frakklandi. í hnappagati kóngsins Kartaflan kom ekki til Frakk- lands fyrr en seint og um síðir. En þegar hún loksins kom varð tískan og áróðurinn henni til framdráttar. Helsti talsmaöur hennar var Anto- ine Auguste Parmentier, apótekari í hernum, sem hvatti til kartöfluáts í hungursneyðinni 1770. Parmenti- er gerði kartöfluna jafnframt að tískuvarningi með því að gefa Loð- víki kóngi 16. kartöflublóm sem hann bar í hnappagatinu. Marie- Antoinette, drottning. hans, vafði sínu hins vegar í hárið. Tuttugu árum eftir aö Nestor de la Bouteillere gleymdi að minnast á la ratte lýsti Martine Jolly henni sern „afburðakartöflu, dyggðum prýddri drottningu" í bók sinni Takk, herra Permentier. Bókin kom út um sama leyti og mat- reiðslumaðurinn Joel Robuchon fékk tungur Parísarbúa til að dilla yfir endurskoðaðri gerð sinni af kartöflustöppu. Blaðafulltrúi kartöflunnar segir aö Robuchon hafi krýnt hana meistara allra kartaflna og að í matarsmökkun nýlega hafi hann gefið henni hæstu einkunn, fjórar stjörnur. Sagan hermir að hann noti eingöngu la ratte í himnesku purée de pommes de terre (kartöfl- ustöppuna) sína þó svo að í mat- reiðslubók hans frá 1986 sé talað um eitt kíló af BF-15. En þar skilur á milli feigs og ófeigs aö BF-15 á sér ekki kynningarfulltrúa. Ekki í Þykkvabænum La ratte tók að endurheimta 'forna frægð sína árið 1962 þegar bóndi nokkur í námunda viö borg- ina Le Touquet í noröurhluta Frakklands komst að því að ákjós- anleg vaxtarskilyrði voru fyrir hana í sendnum jarðveginum á landareign hans. Bóndi hóf tilraun- ir með ræktun hennar og loks fékk hann eintak sem var svo gott að stórt kornvörufyrirtæki ákvað aö styrkja framleiðsluna árið 1977. Nú hafa sex kartöflubændur undir for- ystu manns sem heitir Dominique Dequidt stofnað með sér félagsskap sem helgar sig þessari einu kartö- flutegund. Bændurnir hittast íjórða eða flmmta hvern dag til að smakka á dásemdinni og skiptast á leyndarmálum um allar ógnirnar sem að henni steðja.. Nú kynnu einhveijir aö spyrja hvort ekki væri tilvalið að fá úts- æði af þessari stórkostlegu kartö- flutegund og planta því í sendinn jarðveginn austur í Þykkvabæ úr því slíkur jarðvegur gefur þetta góða raun í Frakklandi. En málið er ekki svona einfalt. Veðurfar skiptir nefnilega miklu máli viö kartöfluræktina. Sigurgeir Ólafs- son minnist þess að hér var eitt sinn ræktað franskt afbrigði sém á heimaslóðum var hin fínasta vara. Hér heima var hún gjörsamlega vonlaus, svo mjög að gert var átak til að útrýma henni. La ratte veröur því að bíða næstu Parísarferðar. Eins og hjá Dior La ratte er engin venjuleg kart- afla. Hún er fallega fíngerð og lítil og helst á að taka hana upp með höndunum en ekki nýmóðins vél- um eins og tíðkast hjá kartöflu- bændum í Þykkvabænum og víðar um heimsbyggðina. Ræktendur hennar vita hvaö þeir hafa á milli handanna enda viðhafa þeir mjög strangt eftirlit með framleiðslu sinni, bæði hvað varðar gæði og stærð einstakra kartaflna. „Fólk sem kaupir la ratte ætlast til að fá vöru í hæsta gæðaflokki. Þetta er eins og að galla sig upp í tískuhúsunum," segir kynningar- fulltrúinn. La ratte er seld í litlum sætum netpoka og í honum er eitt kíló. Hver poki kostar milli 76 og 100 krónur sem er þrisvar sinnum hærra verð en menn borga fyrir sumar kartöflur. Þess ber þó aö geta að þaö er ekki eins og snobb- kartaflan komi beint úr garðinum hans afa. La ratte du Touquet má sjóða án þess að skræla hana fyrst og sagt er að það votti aðeins fyrir hesli- hnetubragði af henni, auk þess sem hún er sögð búa yfir öllum hugsan- legum og óhugsanlegum dyggðum. Bestu matreiöslumeistarar Frakk- lands keppast við að búa til upp- skriftir sem þeir selja á tvö hundr- uö þúsund krónur stykkið til að hjálpa til við söluherferðina. Þessa dagana er aðaláherslan lögö á notk- un hennar í eftirréttum. Óhæf í franskar En einn er sá eldunarmáti sem ekki hæfir þessari eðlu frönsku kartöflu: það er ekki hægt aö nota hana í franskar. Kartöflubændurnir sex rækta 1500 tonn af litlu dýrðarjurtinni sinni á ári. Þeir vita það hins vegar mætavel að tískan er fallvölt með afbrigðum og hafa þegar búið sig undir þann dag er eftirspurnin eft- ir kartöflunni þeirra minnkar eða stendur í stað. Þeir eru því með nýja tegund í pokahorninu, hana charlotte. Sú er ódýrari, stinnari og ekki eins góð og því tilvalin handa öllum jónunum. La ratte er aftur á móti bara fyrir sérann. Munurinn á charlotte og la ratte er því sá hinn sami og er á fjölda- framleiddum fótum og skraddara- saumuöum. Eða hvað? „Einmitt,” segir herra Dequidt kartöflubóndi. -gb (Heimild: International Herald Tribune)

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.