Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.1988, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.1988, Blaðsíða 17
FIMMTUDAGUR 27. OKTÓBER 1988. 17 Lesendur Frá Keflavíkurflugvelli. - „Þessi rekstur myndi verða okkur ofviða, ef ekki væri hér varnarliðið erlenda", segir hér m.a. Lausn fjárlagahaUans: Ekki aðstöðugjald heldur samningar Guðjón Gíslason hringdi: Ég var að lesa skrif Þórarins Björnssonar í lesendadálki DV í dag (25.10.) um það hvernig mætti hugsa sér að leysa fjárlagahalla íslendinga. Þar er lagt til að við fórum að dæmi Fihppseyinga og krefjumst gjalds, sennilega einhvers konar aðstöðu- gjalds, vegna dvalar vamarhðsins hér á landi. Þórarinn nefnir th sögimnar þjóð- aratkvæðagreiðslu, sem ætti að láta fara fram hið fyrsta, til þess að kanna hug fólks til málsins og segir ekki seinna vænna, þar sem við séum að sökkva í fen erlendra skulda og vaxtagreiöslna. Ég get verið sammála Þórami um þetta síðasta og eins það að þetta megi kanna strax, t.d. með þjóðarat- kvæðagreiðslu. Ég er þess nefnilega fullviss að ekki myndi fást jákvæð niðurstaða um að krefjast aðstöðu- gjalds. Einfaldlega vegna þess að all- ir vita sem er að Bandaríkjamenn greiða nú þegar stórar fjárfúlgur th Islendinga vegna veru varnarhðsins hér á landi. Þetta er ekki síst gert í formi við- gerða og viðhalds á Keflavíkurflug- velli, nhlhlandaflugvehinum sjálf- um, öhum brautum og tækjum sem honum fylgja, svo og eftirhti, og ör- yggisbúnaði, þ.m.t. slökkvhiði. - Þessi rekstur myndi verða okkur ís- lendingum algjörlega ofviða ef t.d. svo færi að hér væri ekki staösett hið erlenda vamarlið. Það sem við getum hins vegar gert og eigum að gera strax er aö hefja samningaumleitanir við Bandaríkja- menn um alhhða fríverslunarsamn- ing mihi þjóöanna líkt og þegar hefur verið- ýjaö að bæði af núverandi og fyrrverandi forsætisráðherra, og nú- verandi utanríkisráðherra. - Það hefur komið í ljós að forráöamenn þar vestra hafa tekið vel í þessa hug- mynd. Hana eigum við aö fullkanna, og það áður en nokkrar viðræður fara fram viö ráðamenn hinum meg- in hafsins, þ.e. aðildarþjóðir EB. Nagladekk ætti að banna Ragnheiður Sigurðardóttir hringdi: Þegar ég las klausuna „Vetrardekk og lélega spámennska" í gær eftir „1572-3203“ fannst mér ég verða að hripa niöur nokkur orð og hringja th ykkar. - Ég er alveg undrandi á því hve margir ökumenn virðast vera komnir með nagladekk undir bha sína nú í vorveðrinu. Það ætti öhum að vera orðið ljóst hvílikum skaða þessi nagladekk valda gatna- kerfinu. Þeim fjármunum, sem tapast vegna notkunar á nagladekkjum, væri bet- ur variö til annarra hluta, t.d. að leggja brýr yfir gatnamót, setja upp fleiri götuvita, fjölga umferðarskht- um o.s.frv. - Það ætti einnig öhum að vera ljóst að öryggið er síst minna á góðum snjódekkjum, með vissri varúð þó. Mér fmnst að banna ætti með lög- um notkun nagladekkja. Við erum bara hreinir skussar eða þá sérvitr- ingar að halda áfram að nota nagla- dekk sem auk þess eru bönnuð víð- ast hvar annars staðar. „Öryggið er sist minna á góðum snjódekkjum", segir hér m.a. RAKARASTOFAN KLAPPARSTÍG SÍMI 12725 OPNUNARTÍMAR: MÁNUDAGA-FIMMTUDAGA 9-17.55. FÖSTUDAGA 9-18.30. LAUGARDAGA 10-14. HARGREIÐSLUSTOFAN KLAPPARSTÍG SÍMI13010. FORD TAURUS Ford Taurus station 3000 árg. ’86, dökkbiár, sjálfskiptur, ekinn 60.000. Verð 1.250.000. Einn með öllu. ILAKJOR Húsi Framtíðar, sími 686611 Þú gefur okkur upp: Nafn þitt og heimilisfang, síma, nafnnúmer og gildistíma og númer greiðslukorts. • Hámark kortaúttektar í síma kr. 5.000,- SMÁAUGLÝSINGADEILD ÞVERHOLTI 11 SÍMI 27022 4 Margir eru spenntir að bíða eftir beinum útsendingum á knattspyrnuleikjum eins og tíðkast hefur hjá Sjónvarpinu. Nú er búið að leggja nokkurn veginn línurnar í þeim efnum hjá íþróttadeild Sjónvarps og verður fyrsta útsendingin frá leik í vestur-þýsku deildakeppninni þann 5. nóvember. Þýski boltinn verður meira á dagskrá fram að jólum en beinar útsendingar á enska boltanum verða einnig fjölmargar þegar á veturinn líður. Áforsíðu dagskrárkálfs má fræðast um þær beinu útsendingar í knatt- spyrnunni sem þegar liggja fyrir. Sýningartveggjafrumkvöðla í íslenskri mynd- list ber hátt um næstu helgi. Ein öld er liðin frá fæðingu Kristínar Jónsdóttur listmálara og verðursett upp í Listasafni íslands málverka- sýning í tilefni af þessum tímamótum. Kristín Jónsdóttirereinn frægasti blómamálari ís- lendinga og eru verk hennar öll olíumálverk. Sýningin fær heitið Fyrra líf. Á Holiday Inn verður sett upp sýning á verk- um Snorra Arinbjarnar en þessi verk hans hafa aldrei verið sýnd opinberlega áður. Verk Snorra Arinbjarnar eru vatnslita-, pastel- og túss- myndir. Allt um þessar sýningar á forsíðu helg- arkálfsins.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.