Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.1988, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.1988, Blaðsíða 18
18 FIMMTUDAGUR 27. OKTÓBER 1988. Sviðsljós Ólyginn sagði... Florence - Grifflth Joyner stjarnan frá ólympíuleikunum í Seoul, sem ekki tók hormónalyf, mun væntanlega á næstunni fá hlutverk í þáttum Bill Cosbys um fyrirmyndarfóðurinn. Bill vill al- veg ólmur fá hana og er tilbúinn að borga nær tvo og hálfan millj- arð króna fyrir aö fá hana í þætt- ina sína. Það er greinilegt að það getur borgað sig að vera áhuga- manneskja í íþróttum þegar upp er staðið. Elizabeth Taylor veldur nú mörgum vinum sínum miklum áhyggjum. Hún þjáist orðið af þunglyndi vegna bak- verkja og annars ófagnaðar og er farin að halla sér æ meira að pill- um og flöskunni. Þeir sem til þekkja hafa miklar áhyggjur af því að hún muni fyrirfara sér fyrr eða síðar. Þaö sem gerði út- slagið er að sögn það að henni finnst hún vera orðin gömul og ljót og ekki víst að hún hafi nokk- urn áhuga á lífinu þegar fegurðin er farin að fölna. Shari Belafonte Harper dóttir Harry, er sem kunnugt er skilinn við manninn sinn Robert. Nú er hún aftur orðin brosmild vegna þess að hún er búin að finn þann eina rétta. Sá heitir Sam Behrens og leikur í einni spítal- asápunni vestra. Vinir hennar segja að hún hreinlega geish af hamingju og hlakki mikið til að geta breytt nafninu sínu í Be- hrens. Síðastliðinn sunnudag var opið hús í Smjörlíki/Sól hf. Gestum var kynnt starfsemi fyrirtækjanna sem er mjög margvísleg. Það var blíðskaparveður á sunnu- daginn og hefur það sennilega haft góð áhrif á aösóknina en forráða- menn fyrirtækisins telja að á milli tvö þúsund og fimm hundruð og þrjú þúsund manns hafi komið aö skoða og smakka á framleiðslunni. Fólk gekk um húsakynni fyrirtæk- isins og fékk að sjá framleiðsluvél- arnar í fullum gangi. Einnig var fólki gefið að smakka á afurðum fyrirtæk- isins en á því sviði er af nógu að taka. Ferðin í gegn tók hálftíma og það sem mesta lukku vakti var vélmennið Golíat sem sér algerlega um að raða inn og út af lager, án þess að manns- höndin komi þar nálægt. Gestir voru síðan leystir út með gosi frá fyrirtækinu og var ekki að sjá að nokkur maður færi óánægöur út. Gestum á opnu húsi gafst meðal annars kostur á að smakka nýjar tegundir af grautum sem ekki eru enn komnir á markaðinn. Það var vélmennið Golíat sem vakti mesta athygli. Eins og sjá má þá fylgd- ist fóik vel-með hverri hreyfingu hans. Gosverksmiðjan vakti mikla tukku hjá yngri kynslóðinni. Fólk var leyst út með gosdrykkjum frá fyrirtækinu. Davið Sch. Thorsteinsson, forstjóri fyrirtækisins, er hér ásamt ungum sjálf- boðaliða sem aðstoðaði hann við að taka á móti gestum á opnu húsi. Kanntu brauð að baka? Róbert Jörgensen, DV, Stykkishólmi: Nýlega var haldið í hinu nýja og glæsilega Brauðgerðarhúsi Stykkis- hólms aldeilis frábært brauðgerð- amámskeið fyrir bakara á Vestur- landi. Þátttakendur voru sjö talsins en vegna veðurs komust ekki fleiri. Að sögn Guðmundar Teitssonar, eiganda Brauðgerðarhúss Stykkis- hólms, var námskeiðið haldið að til- stuðlan Bakaramiðstöðvarinnar í Reykjavík og var fenginn bakari frá fyrirtækinu Frederik Kristiansen. Þessi hressi bakari heitir Heinz G. Matthes. Hann kenndi námsfúsum bökurum aö baka hin gimilegustu brauð og ekki bar á öðm en að við- skiptavinir í bænum kynnu vel að meta nýjungarnar. Eigandi Brauðgerðarhúss Stykkishólms, Guðmundur Teitsson, ásamt bak- ara sínum, Ásgeiri Þór Tómassyni, i hinu glæsilega bakaríi í Stykkishólmi. DV-mynd Róbert

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.