Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.1988, Side 13
FIMMTUDAGUR 27. OKTÓBÉR 1988.
13
Meiming
Hófstillt efahyggja
David Hume.
Rannsókn á skilningsgáfunni.
Hið íslenzka bókmenntafélag 1988.
Þaö er ávallt ánægjuefni að taka
sér í hönd nýja bók úr ritröö sem
nefnist Lærdómsrit Bókmenntafé-
lagsins, því ekki einungis eru þess-
ar bækur hinar snotrustu útlits og
meðfærilegustu í hendi, heldur
hafa þær jafnan að geyma meiri
vizku en títt er um þær bækur sem
nú kbma út hérlendis, enda eru hér
yfirleitt á ferðinni öndvegisrit
merkra hugsuða frá ýmsum tím-
um, allt frá Platoni til Einsteins,
og það í vönduðum og margyfir-
fömum þýðingum, með rækilegum
inngangsorðum og greinargóðum
skýringum. Hið nýútkomna verk
eftir David Hume er hér engin und-
antekning, en það er annað verk
þessa sama höfundar sem kemur
út í þessum bókaflokki. Næstu rit
á undan þessu voru Dýrabær
Georges Orwell (og þar með talinn
til lærdómsrita) og Ritgerð um rík-
isvald eftir John Locke, sem sýnir
það að brezk heimspeki verður
engan veginn homreka hjá þeim
bókmenntafélagsmönnum, þótt
svonefndir meginlandsheimspek-
ingar eigi fremur á brattann að
sækja og nái yfirleitt ekki landi á
eyju vorri fremur en selurinn sem
bar Sæmund fróða frá Svartaskóla
forðum.
„No matter, never mind“
Um það má að sjálfsögðu deila
hvort þær tvær bækur Humes sem
komnar em út í ritröðinni séu hans
merkustu og forvitnilegustu. Þýð-
andann, Atli Harðarson, færir þau
rök fyrir valinu að Rannsókn á
skilningsgáfunni sé heppilegur
inngangur að fræðum Humes, og
má þaö vel til sanns vegar færa,
enda ætlað af höfundi að vera eins
konar aðgengilegri útgáfa af áður
útkomnu riti sem þótti tyrfið og
„andvana lík“ að hans sögn, Til-
rauninni (Treatise) um manneðlið.
Fagmönnum hefur hins vegar þótt
meiri slægur í því riti en þessu, og
Edmund Husserl tekur t:d. svo
djúpt í árinni að kalla Rannsóknina
„örgustu útþynningu" á fyrra rit-
inu. Samt var það hún sem vakti
Immanuel Kant af því sem hann
kallaði „dogmatískan blund" sinn
Bókmenntir
Kristján Árnason
og mætti því teljast merk, þótt ekki
væri fyrir annað en það.
En hér verður Hume eitthvaö
minna úr þeirri róttæku efahyggju
sem hann er frægastur fyrir og þar
sem hann lætur 'sér ekki nægja að
benda á hve öll okkar þekking á
umheiminum á sér ótrygga undir-
stöðu heldur sýnir fram á botnleysi
sjálfsveru okkar, sem verður eins
og leiksvið skuggamynda, þannig
að einhver gárungi taldi sig geta
dregið heimspeki Humes saman í
fjögur orð: „No matter, never
mind.“ í þessu riti siglir efinn frem-
ur undir fána hófstilhngar og stað-
næmist við eitthvað sem nefnist
„hið náttúrlega" og hlýtur því á
endanum að hafna í vari makráðr-
ar veraldarhyggju meö vísindatrú-
arlegu ívafi, þar sem öllum storm-
um heimspekilegrar vizkuþrár
slotar.
Þríhöfða þurs
í inngangsorðum sínum greinir
þýðandinn, Ath Harðarson, heim-
speki Humes í þrjá meginþætti,
sem eru raunhyggja, efahyggja og
veraldarhyggju, og sýnir skarplega
fram á takmarkanir hverrar um
sig, þannig að hún verður eitthvað
í hkingu við þríhöfða þurs sem að
ósekju mætti gera höfðunum
styttri. Hér er vasklega að verki
staðið, en það má vera að fullnærri
Hume sé gengið, og sú stæðhæfing
t.d. að hann eigi sér fáa sem enga
fylgismenn lætur nokkuð annar-
lega í eyrum þess sem sat Hume-
ráðstefnu eina mikla hér í Reykja-
vík fyrir nokkrum árum. Broddur
efahyggju Humes hefur vissulega
rótað við fleirum en Kant, svo sem
áöumefndum Husserl og hði hans,
og kenningar hans um sjálfsveruna
hafa markað spor í skáldsagnarit-
un þessarar aldar, auk þess sem
viöhorf hans hafa að sumu leyti
orðið vatn á mylnu rómantískrar
tilfinningahyggju. Sé það réttnefni
sem Edínaborgarar hafa valið borg
sinni, að hún sé „Aþena norðurs-
ins“, væri það einkum að þakka
þessum syni hennar sem var fálega
tekið sem höfundi og tvívegis synj-
að um háskólaembætti. Og af hinni
ágætu ævisögu hans, sem hér fylg-
ir með góðu heilli, má sjá að verald-
arhyggja hans hefur verið innan
hóflegra marka og hann ekki sízt
kunnað að meta sparsemina eins
og góðum Skota sæmir: „Ég ákvað
að mæta fátækt minni með ýtrustu
sparsemi, halda sjálfstæði mínu
óskertu, sækjast eftir því einu að
þroska rithöfundarhæfileika mína
og láta mér þykja allt annað au-
virðilegt."
David Hume: „Eg var opinskár, fé-
lagslyndur og glaðvær."
VITALITET
‘Jlja
ROGOTF
Hvitlok
tabletter
k Æ
'W
HVÍTLAUKUR
Þýskl llja Rogofl hvitlaukurinn ar sá besti á
markaðnum, enda orðinn mest setdi hvitlauk-
urlnn i Evrópu. Hvers vegna? Jú, hann inni-
heldur meira magn al alllcinl en nokkur önnur
hvitlauksframlelðsla. Alliclnið er mikilvæg-
asta efnlð i góðum hvitlauki, Inniheldur fjölda
vitamina, steinefna og efnahvata sem bæta
heilsu þina. Það er alllcinið í llja Rogoff hvit-
lauknum sem stuðlar að betra blóðrennsli,
eðlilegri meltingu og góðum svefni auk þess
að vera bakteriudrepandi. Hvitlaukurinn er
algjörlega Iffrænt ræktaður og hvorki er notuð
upphitun né margra mánaöa kæligerjun við
framlelðsluna sem þýskar rannsóknir sýna
að eyöa allicinefnlnu úr lauknum. Ilja Rogoff
hvitlaukurlnn er lyktar- og bragðlaus og fram-
lelddur eftir ströngustu framleiðslukröfum.
SÖLUSTAÐIR: HEILSUBUÐIR, MARKAÐIR
OG MARGAR LYFJAVERSLANIR.
DREIFING: BIO-SELEN UMBOÐIÐ, SÍMI
76610.
Einn smiðjubelgur í
öllum Svarfaðardal
Nýlega kom í verslanir 2. prentun
af ritverki séra Arnljóts Ólafssonar,
Auðfræði, en ritið birtist upphaflega
árið 1880 og er fyrsta bókin á íslensku
um fræðilega hagfræði. Það sem nú
kallast hagnýt hagfræði nefnir Arn-
ljótur félagsfræði. Enda þótt rit Arn-
ljóts fjalli fyrst og fremst um fræði-
lega hagfræði eða auðfræði (sbr. rit-
dóm minn í DV 24. okt.) er þar að
finna fjölmörg fróðleg og athyglis-
verð ummæli um íslensk efnahags-
mál. Ég hef tekið saman nokkrar til-
vitnanir í Auðfræði Amljóts, sem
vöktu athygli mína, en þar ræðir
höfundur landsins gagn og nauðsynj-
ar.
Er Arnljótur ritar bók sína á síðari
hluta 19du aldar höfðu orðið nokkrar
tækniframfarir í atvinnulífi lands-
manna þá á öldinni. Hann lítur til
baka og bendir lesandanum á að „á
öndverðri þessari öld var eigi til
nema einn hefilbekkur í Vaðla-
þingi... Þá voru og smiðjubelgir fá-
ir, t.d. var þá eigi nema einn smiðju-
belgur í öllum Svarfaðardal... “
(170) Höfundur getur þess einnig að
fram að 1776 var engin kvörn á ís-
landi. En margt hafði breyst til batn-
aðar á undanförnum áratugum: „Þá
hefir og slættinum farið mjög fram,
einkum síðan skozku ljáirnir komu,
og þaö er ýkjulaust, að menn geta
nú slegið þriðjúngi stærri blett en
fyrir öld síðan og það með miklu
minni erfiðismunum en þá.“ (95)
Arnljóti verður tíðrætt um það
hversu vér getum handsamað nátt-
úruöflin með kunnáttu og nokkrum
krónum en færir rök fyrir því að
óskynsamleg löggjöf sé þrándur í
götu framfara. Hann rekur hvernig
lögin draga úr mönnum löngunina
til að fjárfesta í jarðarbótum heldur
láti þeir jarðirnar drabbast niður því
að landslögin ræni menn jarðarbót-
um. En hik manna við að festa fé sitt
í þilskipum á sér aðra skýringu:
„Menn geta hér eigi kennt um lands-
lögxmum, þau ræna engan þilskipum
sem jarðarbótum. En þá er aftur
ábyrgðarleysi skipanna, er fælir
menn þar er ábyrgðarfélögin eru eigi
á komin.“ (190)
Séra Arnljótur er bjartsýnn á fram-
tíð landsins og telur auð íslands eink-
um vera fólginn í ýmsum náttúru-
auðlindum: „Vér ættum vel að gæta
þess að hinn mikli og ótæmandi auð-
ur lands vors liggur mestur fólginn
Bókmenntir
Þráinn Eggertsson
í sjónum umhverfis landið, í varp-
hólmum, varpeyum og útskerjum, í
veiðivötnum, veiðiám og árósum.“
(47) Lykillinn að auðlindunum telur
Amljótur vera fólginn í löggjöf er
verndar eignarrétt einstaklinga,
hvetur þá til hagkvæmni og ýtir und-
ir athafnasemina. Hann telur mikil-
vægt að þjóðfélagið „rétti lög sín svo
að þau séu réttiát og hagfeld, og fé
landsins sé varið í sannar lands-
þarfir en eigi til alveldislegra og
skriffinskulegra hégómamála." (192)
„Landslögunum getum vér og eigum
vér að breyta, svo þau standi oss eigi
fyrir þjóðþrifum." (194) Þessi viðhorf
Arnljóts Ólafssonar njóta vaxandi
hylli meðal sérfræöinga í hagþróun,
eins og lesa má í síðustu ársskýrslum
Alþjóðabankans í Washington. Loks
vil ég geta þess að höfundi Auðfræði
verður tíðrætt um það hvers vegna
íslendingar virðist oft vera andsnún-
ir viðskiptafrelsi. Þessi viðhorf eru
reyndar enn við lýði, eins og sjá má
af því að nýlegar tilraunir til að færa
íslensk banka- og peningamál á þann
veg, sem lengi hefur tíökast á Norð-
urlöndum, mætti mikilli tortryggni.
Amljótur skýrir andúð landsmanna
á fijálsri verðmyndun, samkeppni
og gróðasókn með tilvísun til sögu
þjóðarinnar. í fyrsta lagi telur hann
það vera nýjung á íslandi að framboð
og fólun ráði verði hluta. „Vér höfum
margt enn eftir gömlu lagi, af því vér
vorum svo lengi vanir við... fastsett
verð á hverjum hlut og enda hverju
verki frá því fomöld og fram að
1787.“ (196) Og fjárleigan: „Hún hefir
einlægt verið lögbundin sem flest
annað á landi vom, fyrst í fornlögum
vorum, síðan í lögbókinni og svo
seinast í ýmsum tilskipunum, en er
nú orðin að nokkru leyti frjáls eftir
tilskipun27. maí 1859“ (197).
í ööru lagi skellir Arnljótur skuld-
inni á einokunarverslun Dana og
segir að skelfingum einokunarinnar
megi kenna um aö eigi em full-
sprottnar hjá þjóðinni „hinar hrein-
ustu og fógrustu hugmyndir um fjár-
gróðann.“ Klerkur sparar ekki stóm
orðin er hann ræðir um einokunar-
verslunina „með öllum skelfingum
hennar: einokunarverði á öllum
kaupeyri, fjárplógi, okri, fédrætti,
féflettíngum; harðýðgi, yfirgangi,
ásælni; höggum, pústmm, hrakning-
um; heimsku, stærilæti, hroka, of-
drambi, ofstopa; eyðslusemi, svalli,
ósiðsemi; óvirðingu, fyrirlitníngu,
hæðni, skapraunum, spéhlátrum og
als konar ánauð og réttleysi við
minni máttar og alla þá er undir
okið vom seldir, en undirhyggju og
hræsni, fjárbrögðum og prettvísi við
yfirmenn sína..." (205)
Loks veltir Amljótur vöngum yfir
því aö lögvenjur íslendinga séu
frumstæðar sökum þess að þeir hafi
löngum búið við dönsk lög er rituð
voru á dönsku: „Engin þjóð getur
heldur borið virðingu fyrir landslög-
um þeim, er eigi eru sett og út gefin
á máli landsmanna, heldur hafa í
margar aldir verið gefin á útlendu
máli, og mörg þeirra eigi svo mikið
sem auglýst aö nafninu til... “ (203)
Enda þótt margt hafi breyst á
rúmri öld, mundi séra Arnljóti vænt-
anlega þykja íslendingar enn vera
bemskir í efnahagsmálum.
VETRAR
DEKKIN
Nú er veturinn framundan og tímabært að
búa bílinn til vetraraksturs.
Athugaðu vel kosti þess að aka á
ónegldum vetrarh jól bö rðu m.
Þeim fækkar stöðugt sem aka á negldum.
Farðu varlega!
Gatnamálastjórinn