Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.1988, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.1988, Blaðsíða 34
34 FIMMTUDAGUR 27. OKTÓBER 1988. Fréttir Snæfell EA-740 við bryggju í Hrisey. DV-mynd Geir Glæsitogari Hríseyinga Geir Guösteinsson, DV, Dalvik: Hríseyingar hafa fengiö nýjan og glæsilegan frystitogara frá Noregi, Snæfell EA 740, en mikil aflaskip hafa ávallt boriö þetta nafn. Nýja Snæfellið er 390 tonn aö stærö, lengd 47,6 metrar og breidd 41 metri. Skipiö er búiö til flot- og botnvörpuveiða. Ganghraði á heimleiö var 14 mílur en skipið er búiö Deutz-vél. Öll helstu stjórntæki, sem prýða fiskiflotann í dag, eru um borö, Atlas-radar og dýptarmælir og Furund höfuöbnu- mælir. Þá eru vinnsluhnur á milliþil- fari, hausari, flokkunarvél og roö- flettivél og einnig hausarar fyrir grá- lúöu og karfa. Lestarrými er fyrir 200 tonn af frystum afurðum. Brúttóverö skipsins er um 470 milljónir króna en norska skipa- smíðastöðin tók gamla Snæfellið upp í kaupverð, auk þess sem norska rík- iö greiðir niður hluta smíöaverðsins, eöa 15%. Skipstjóri á Snæfelhnu er Árni Bjarnason frá Akureyri. í áhöfn verða 24-25 og þar af verða sjö Hrís- eyingar. Snæfehiö fer sennilega á karfaveiðar í fyrsta túr og verður karfmn hausskorinn og heilfrystur í öskjur. Skagaströnd: Oddvitamálið til úrskurðar ráðuneytis ÞóóaBur Asraunfteon, DV, Saiiöárkróki: Á fundi hreppsnefhdar Skaga- strandar nýlega komu til umræðu ný fundarsköp og starfsreglur hreppsnefndar sem hreppsnefndin sneiö að nýju sveitarstjórnarlögun- um í vor. Á fundinum kom upp ágreiningur um túlkun reglnanna og var ák veðið að fá úrskurð félags- málaráöuneytis á þeim. Ástæðan fyrir þessura ágreiningi er sú aö i vor var myndaður meiri- hluti í hreppsnefnd Skagastrandar af fulltrúum Alþýöubandalags, Al- þýðuflokks og Framsóknarflokks. Það þýddi að oddvitinn, Adolf J. Berndsen, sjálfstæðismaður, var kominn 1 minnihluta en undanfar- in kjörtímabil höfðu sjálfstæðis- menn og kratar staöið sameigin- lega að oddvitakjöri, þrátt fyrir að um formlegt meirihlutasamstarf hafi ekki veriö að ræöa. Adolf odd- viti hefur samt ekki séð ástæöu til aö segja af sér þrátt fyrir vilja meirihlutans aö koma nýjum odd- vita að. í hinum nýju starfsreglum hreppsnefiidarinnar segir að odd- viti og varaoddviti skuh kosnir á fyrsta hreppsnefiidarfundi aö lokn- um kosningum og siðan í upphafi hvers starfsárs. Það er um túlkun á þessu atriði sem deildar meining- ar eru innan hreppsnefndarinnar. „Það er ekki þar með sagt að ég æth aö sitja sem oddviti til eilífðar, en ég læt ekki vísa mér meö ólög- mætum hætti í burtu,“ sagöi Adolf J. Bemdsen. „Viö viijum leysa þessi mál á friösaman hátt og því er óskað eftir þessum úrskurði frá félagsmálaráðuneyti,“ sagði Magn- us B. Jónsson, framsóknarmaður í hreppsnefhdinni. Steinunn SF við bryggju á Höfn eftir breytingarnár. DV-mynd Ragnar Höfii: Aflaskip endurbætt JÚJia Imsland, DV, Höfn: Steinunn SF kom til Hafnar um sl. helgi eftir miklar endurbætur sem gerðar vom í Vélsmiðju Seyðisfjarð- ar. Settur var nýr skutur á skipiö og nótakassi stækkaður. Trohaðstaða var betrumbætt. Settar voru nýjar innréttingar í eldhús og borðsal, tek- inn bakborðsgangur inn í íbúðir og stjómborðsgangur innréttaður fyrir stakkageymslur. Einnig var ný ljósa- vél sett í skipið. Á síðasta ári var sett nýtt stýrishús og yfirbygging á Steinunni. Við þessar nýju endurbætur lengd- ist skipið um 1,25 metra og er öh vinnuaðstaöa orðin miklu betri. Eig- andi Steinunnar er Skinney hf. og skipstjóri er Ingólfur Ásgrímsson. Steinunn fer á síldveiðar næstu daga. ___________________________________DV Miklar haftiarframkvæmdir 1 Stykkishólmi: Sugandisey tengist landi Róbert Jörgensen, DV, Stykkishólmi: Síðasthðinn fimmtudag náðist sá mikUvægi áfangi í hafnarfram- kvæmdum í Stykkishólmshöfn að garður sá sem gerður er út frá landi tengdist Súgandisey. Þá er búið að loka höfninni að austanverðu og verður nú mun rólegra í henni. Þessar framkvæmdir, sem eru hk- lega með stærri hafnarframkvæmd- um á landinu, urðu fyrst og fremst að veruleika vegna bættrar aðstöðu fyrir nýja Baldur en feijan verður líklega afhent í mars á næsta ári. Verkið er unnið af heimamönnum og verkstjóri er Högni Bæringsson. Framkvæmdafé á þessu ári er 26 milljónir króna og verður 35 mihjón- ir króna á næsta ári. Útgerðarmenn í Stykkishólmi eru aftur á móti dálítið uggandi yfir því að í þessum miklu hafnarfram- kvæmdum verði aðstaða fyrir fiski- flotann skert á kostnað ferjuaðstöðu. ÖUum hér er mjög annt um Súg- andisey því hún er hin mesta nátt- úruprýði. Því hefur verið rekinn áróður í bænum, m.a. í grunnskóla Stykkishólms, fyrir því að sýna nátt- úru þessarar eyju, sem nú er land- geng, hina mestu nærgætni. Mikið er eftir að gera í höfninni og vonandi fylgir þessari þörfu fram- kvæmd sama gifta og fram að þessu. Bæjarstjórinn i Stykkishólmi, Sturla Böðvarsson, og verkstjóri hafnarframkvæmdanna, Högni Bæringsson, standa á nýja garðinum fast við Súgandisey. í baksýn sést inn í höfnina. DV-mynd Róbert „Netín hafa reynst vel í Auðbjargarstaðabrekku" - segir Sigurður Oddsson um snjóflóðavamamet sem sett vom upp í Kelduhverfi Richard Hannesson (annar frá vinstri) ásamt fulltrúum franska fyrirtækisins er höfðu viðdvöl á Akureyrarflugvelli á dögunum. DV-mynd gk Gyifi Kristjánssan, DV, Akureyri: „Við settum upp snjóflóðavarnar- net í Auðbjargarstaðabrekku í Kelduhverfi fyrir nokkrum árum og þau hafa reynst mjög vel. Þótt snjó- flóð hafi fallið báðum megin við net- ið hefur netið stöðvað snjóflóðin sem á það hafa fallið," segir Sigurður Oddsson, tæknifræðingur hjá Vega- gerö ríkisins á Akureyri. Hér á landi eru nú staddir sérfræð- ihgar frá franska fyrirtækinu L’Entreprise Industrielle og hafa þeir ferðast um landið og kynnt spjóflóöa- og grjóthrunsvamarnet sem fyrir- tækið R. Hannesson hf. flytur inn hingað til lands. Tvö snjóflóðavarn- amet hafa þegar verið sett upp hér á landi, í Auðbjargarstaðabrekku í Kelduhverfi og í Ólafsvík, og eitt grjóthrunsvamamet á Óshlíðarvegi. ÖÚ þessi net hafa reynst mjög vel. „Við emm búnir að ferðast víða um landið og kynna þessi net, emm t.d. búnir að fara víða um Vestfirði og Norðurland en eigum eftir að fara á Austfirðina," segir Richard Hann- esson, umboðsmaður franska fyrir- tækisins á íslandi. Frönsku vamametin em meðal þeirra vamarmannvirkja sem Al- mannavamir og ofanflóðanefnd við- urkenna sem möguleika til fyrir- byggjandi aögerða. Viö kaup og upp- setningu á netunum greiöir ofan- flóðasjóður 80% af kostnaðarverði þannig að þau bæjarfélög, sem kaupa þessi varnarvirki, þurfa einungis að greiða 20% kostnaðarins. Franska fyrirtækið hefur sett upp snjóflóðavamamet víða í frönsku Ölpunum, svo sem á skíðasvæðum sem íslenskir skíðamenn þekkja vel, t.d. í Avoriaz og Chamonix við Mont Blanc. Varnametin em viðurkennd af Cemagref stofnuninni frönsku, sem er verkfræði- og tæknistofnun landbúnaðar, vegamála og skórækt- ar, og einnig af CETE sem er tækni- og rannsóknarstofnun fyrir mann- virkjagerð. Netin eru seld í léttum meðfærileg- um einingum sem auðvelt er aö setja upp á ýmsa vegu svo þær falli vel inn í landslagið. Þær em úr galvaniser- uðu stáli. Snjóflóðanetin eru þrí- hymingslaga, 3,5 metrar á breidd og ýmist 3 eða 4 metrar á hæð og geta stöðvað allt að 5 metra há snjóflóð. Snjóflóðavarnametin eru einnig í einingum sem era 5 metrar á breidd og 3 eða 4 metrar á hæö. Varnargirð- ing í halla getur stöðvað grjóthmn að 1 tonni að þyngd í frjálsu falli úr 100 metra hæð eða 13 tonna bjarg sem veltur niður halla með 45 km hraða á klukkustund. Klæðning á bergvegg stenst álag allt að 40 tonnum. Richard Hannesson segist vonast til þess að þessi frönsku net eigi eftir að verða sett upp hér víöa um land. „Þetta em viðurkennd vamartæki og hafa sannað gildi sitt sem slík,“ segir hann.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.