Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.1988, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.1988, Blaðsíða 33
FIMMTUDAGUR 27. OKTÓBER 1988. 33 Lífsstfll í sama skóla íslenskir fatahönnuðir hafa ekki verið sérlega áberandi í þjóðlífinu hér á landi, að minnsta kosti ekki miðað við kollega þeirra erlendis sem venjulega er hampað í fjölmiðl- um eins og konungbornu fólki. Ástæðurnar eru til að mynda að framleiðslukostnaður fatnaðar hér á landi er mjög hár, markaðurinn er lítill og hvert fyrirtækið af öðru hef- ur verið að fljúga á hausinn í fata- bransanum. Þeir halda þó ótrauðir áfram og hafa nýlega sett upp sýn- ingu á verkum í sínum í Hafnargall- eríi (fyrir ofan bókabúð Snæbjamar). Á sýningunni sýna 18 félagar FAT, sem alhr eru sérmenntaðir, fata- hönnun eða textO, skissur eða verk i römmum sem eru hugmyndir fyrir veturinn 1987-’88 og í tengslum við hana var hal/iin ráðstefna um hönn- unarmál á íslandi. FAT er félag 30 fata- og textO- hönnuða sem stofnað var 19. júní 1986. Hingað til hefur félagið staðið fyrir einni samsýningu félaga sinna í íslensku óperunni. og Armani Ein þeirra sem sýnir. verk sín í Hafnargalleríi er Vera Ósk Steinsen sem á fjögur ár að baki í fatahönnun frá listaskóla í Bandaríkjunum er nefnist Parsons School of Design. Hann er einn þekktasti skóli sinnar tegundar í Bandaríkjunum og þótt víðar væri leitað. Þaðan hafa úskrif- ast engu minni menn en Perry Ellis og Armani, konungur karlmanna- fatatískunnar. Á hverju ári koma svo fræg nöfn eins og Oscar de la Rente, Donna Karan og Calvin Klein tO að skoða og gagnrýna verk nemenda. Vera var ein í hópi örfárra nemenda sem komst með fót sín á lokatísku- sýningu hjá skólanum sem þýðir að hennar fatnaður fellur „konungun- um“ vel í geð. Margir nýta sér þá tækifærið og reyna að komast í sam- bönd við þessa aðila sem að sjálf- sögðu gengur misjafnlega. Hægt er að útskrifast úr skólanum með BA gráðu, sem Vera gerði, mast- ersgráðu og jafnvel sem doktor. í þessum skóla er meðal námsgreina fatahönnun, málaralist, umbúða- hönnum, auglýsingateiknun, um- hverfishönnun og margt fleira, raun- ar flest sem tengist listasviðinu. Erfiður skóli Nokkur verka islensku fatahönnuðanna sem sýnd eru í Hafnargallerii um þessar mundir. Þar er ýmislegt að sjá, meðal annars hugmyndir Islendinga um vetrartiskuna. DV-myndir BG Hugmyndir að fatnaði sem Vera teiknaði i skólanum. Vera segist vera smásmuguleg í sinni hönnun því henni finnist betra að kaupendur viti að hverju þeir gangi. Vera Ósk Steinsen lærði i þekktum skóla í Bandaríkjunum þar sem Perry Ellis og Armani útskrifuðust á sínum tima. Það má geta þess að Vera er í peysu sem hún hannaði sjálf. ímynd hinnar klassisku athafnakonu sem Vera segist mestan áhuga hafa á. Islenskir fatahönnuðir sýna verk sín: Asíumarkaðurinn spenn- andi fyrir íslendinga - segir Vera Ósk Steinsen fatahönnuður Aö sögn Veru er ekki hægt að taka doktorsgráðu í fatahönnun sem slíkri. En ef maður vill halda áfram, eftir að hafa lokið námi í fatahönn- un, er til dæmis hægt að verða sér úti um doktorsnafnbót, meðal annars í sögu fatanna eða jafnvel í listfræði eða listasögu. Fyrsta áriö í Parsons School of Design er almenns eðlis sem allir þurfa að taka en eftir það getur fólk valið um það sem boðið er upp á í skólanum. „Skólinn er mjög erflður. Maður er fyrst og fremst alsæll yfir því að hafa komist inn vegna þess að aöeins örlítiö brot þeirra sem sækja um kemst inn í skólann. Á fyrsta árinu er það hreinlega spurn- ing um að komast yfir námsefnið. Kennararnir eru þó mjög elskulegir hvað þetta snertir og reyndu aö stilla kröfunum í hóf við útlendingana. En eftir fyrsta árið varð námshraðinn eðlilegur," sagði Vera. Hvaða möguleikar? Hverjir eru möguleikarnir fyrir fatahönnuði hér heima? „Hér er óskaplega lítill markaður. Þegar ég kom heim virtist ástandið vera þannig að allt væri að fara til fjandans; allar prjónastofurnar voru að loka. Ég hafði veriö í ágætis sambandi við þá hjá Álafossi á meðan ég var í skólanum, hafði gert verkefni fyrir þá eitt sumarið. Þegar ég kom heim var ég einnig í nokkrum verkefnum fyrir þá. En það datt allt uppfyrir þegar að sameiningunni varð hjá Sambandinu og Álafossi. Þannig að það blés ekki byrlega fyrir fatahönn- uði hér á landi.“ Verá vinnur nú hálfan daginn hjá Sævari Karli og segir þá vinnu mjög skemmtilega og ijölbreytta. Hún er nú meðal annars aö fara að vinna að kynningarbæklingi sem Sævar Karl er að fara að gefa út. Vera hefur mikinn áhuga á tónlist og spilar á fiðlu. 'En hana langaði einnig að fara út í eitthvað sjónræns eðlis, þess yegna valdi hún sér fata- hönnun. „Ástæðan fyrir því að ég valdi að læra í Bandaríkjunum var sú að þar lærir maður markaðssetn- ingu til jafns viö fatahönnun.“ Er smásmuguleg í skólanum sagðist Vera hafa lært alhliða fatahönnun en í dag hefði hún mest gaman af því að teikna og hanna peysur því þar fengi hún aö vera með í öllu ferlinu, velja garn, liti, munstur og annað. Teikningar eru einnig eitt af því sem Vera hefur verulega gaman af. „Ég reyni að gera teikningarnar sem skýrastar og vandaðastar svo að kaupendur viti nokkurn veginn að hverju þeir ganga. En sumir hafa teikningarnar sýnar opnari, eða meira flug í þeim eins og sagt er. Ég er bara svo smá- smuguleg. í skólanum er lögð mikil áhersla á til hvaða markaðshópa við erum að reyna að höfða, til tvítugrar skóla- stúlku eða fertugrar háttsettrar konu.“ Sjálf segist Vera Ósk vera mjög klassísk og hefðbundin í sinni hönn- un enda sýndi það sig í Bandaríkjun- um aö þegar námsmönnunum var skipt niður á hönnunarfyrirtæki - þar sem fariö var eftir hönnunarstíl hvers og eins - var Vera send til Jon- es New York sem er fyrirtæki sem hannar fót hinnar hefðbundnu bis- nesskonu. Vera segist ekki sauma mikið sjálf vegna þess að henni fmnist vera það mikið af góðum saumakonum í kring um sig sem farist það betur úr hendi en sér. Auk þess flnnst henni það taka of langan tíma og þar fái hún ekki eins miklu að ráða vegna þess að fólk sé venjulega þegar búið aö gera sér ákveðnar hugmyndir fyrir- fram. íslenskar vörur á röngum markaði „Markaðurinn fyrir fót er mjög erfiður. Maður þarf að vera mjög lunkinn til að geta spilað á hann. Það er til dæmis mjög mikið af íslenskum vörum sem hreinlega fara á rangan markað erlendis, eða rangan staö í búðum, vegna þess að íslendingar þekkja ekki nógu vel til frumskógar- ins þarna úti. Ég held að það sé frem- ur spurning fyrir okkur íslendinga að reyna að kynna okkur markaðina erlendis út frá því hvar við getum látið sauma fatnaðinn. Asíumarkað- urinn er mjög spennandi þó áfram veröi fatnaðurinn íslenskur. Þá kost- ar fatnaðurinn einungis brot af því sem hann myndi annars kosta. Með því að hafa lágan framleiðslukostnaö er hægt að láta ótrúlegustu ævintýri rætast. Þá er maður kominn hrein- lega út í viðskipti með fatahönnun- inni. Mér sýnist svo að við íslending- ar eigum nóg af ungu og upprenn- andi fólki sem gæti tekið að sér að markaðssetja okkar vörur erlendis.“ Er að koma hreyfing á hönnunina? „Ég hef einmitt tekið eftir því að góðir hönnuðir, sem voru með mér i skólanum úti, gátu margir hveijir ekki komið sér á framfæri vegna þess að þeir höfðu ekki viðskiptavit. En aftur á móti voru aðrir sem voru að mínum dómi ekkert sérstakir hönnuðir sem komu sér á framfæri af því þeir kunnu á markaðinn. Er hægt aö lifa af því að vera fata- hönnuður hér á landi? „Ég geri það ekki eins og er og veit ekki hvað verður. Ég er búin að gefa mér tíma frá því ég var í skóla og Tískan mér sýnist að ég geti ekki lifað á hönnuninni einni saman. Hins vegar geri ég mér vonir um það ef teikning- arnar bætast við, jafnvel í kortagerð eða einhverju slíku. En það virðist eins og það sé aö komast meiri hreyf- ing á hönnun hér heima núna. Til að mynda eru þeir í Textil að fara að reyna fyrir sér á innanlandsmark- aði með íslenska hönnun á fatnaði. Ef við förum rétt aö er ég mjög bjart- sýn á að við íslendingar getum náð langt í framtíðinni." -GKr.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.