Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.1988, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.1988, Blaðsíða 31
FIMMTUDAGUR 27. OKTÓBER 1988. 31 LífsstOl Loðber og lárperur - um nafngiftir á ávöxtum Bjúgaldin, glóaldin, eiraldin og vín- þrúgur - hver kannast við þessi heiti? Jú, þetta áttu að verða íslensk heiti á banönum, appelsínum, aprí- kósum og vínberjum þegar þau fóru aö flytjast til landsins fyrr á þessari öld. Sítróna hét gulaldin, tómatur hét rauðaldin og grapefruit tröllaldin. En örlög þessara nýyrða urðu þau sömu og orðsins sjálfrennireið. Þau urðu fólki ekki tungutöm og duttu fljótlega úr málinu. Svipaðrar tilhneigingar gætir oft þegar ný fyrirbæri skjóta upp kollin- um í íslensku samfélagi. íslensku- fræðingar og nýyrðasmiðir gera heiðarlegar tilraunir til þess áð gefa ókunnum hlutum nöfn sem falla vel að beygingarkerfi og málvitund landsmanna. Það er hins vegar al- gjörlega undir hæhnn lagt hvort nafngiftir þessar festast í málinu eða ekki. Á síðustu árum hefur úrval ávaxta og grænmetis aukist mjög í verslun- um og hafa kaupmenn gengið á und- an með góðu fordæmi og reynt eftir megni að íslenska nöfn nýrra ávaxta og grænmetistegunda. Þá er og starf- andi orðanefnd um mat og matargerð á vegum Orðabókar Háskólans. Að sögn Guðrúnar Kvaran, sem sæti á í nefndinni, hefur starf þeirra eink- um beinst að ávöxtum, grænmeti og kryddi. Stefnt er að því að starfi nemdarinnar ljúki með útgáfu af ein- hverju tagi. Guðrún sagði að oft kost- aði langa leit að komast á snoðir um uppruna nafngifta hinna ýmsu teg- unda. Sem dæmi má nefna passionávöxt- inn sem víða er á boðstólum. Sumir hafa kallað hann ástar- eða ástríðu- ávöxt og vísað þar með í holdlegar langanir. Sannleikurinn er að nafn- giftin á sér trúarlegar forsendur. Fjöldi blóma á plöntunni og ýmsar sagnir tengdar henni vísa í pínu og dauða frelsarans. Píslarína eða post- ulaber væru því meira réttnefni. Avocado hefur verið kallað lárpera enda mun ávöxturinn vaxa á lárviði. Eggaldin er að ná fótfestu í íslensku máU sem heiti á eggplant eða auberg- ine. Kiwi, sem að uppruna mun vera kínverskur ávöxtur, sækir sína nafn- gift til Nýja-Sjálands þar sem hann náði fyrst vinsældum. Kiwi gæti á íslensku heitið loðber með tilvísun til fremur óaölaðandi útlits. Verslunin Hagkaup hefur flutt inn talsvert af nýjum ávaxtategundum. Að sögn Kolbeins Ágústssonar inn- kaupastjóra hefur verslunin leitast við að gefa nýjum tegundum íslensk nöfn. Þannig heitir carabola stiörnu- ávöxtur. Ávöxtur, hkur fíkju en al- settur nálum eða þyrnum, heitir Passion fruit hefur ranglega verið kallaður ástriðuávöxtur. Hann dregur nafn sitt af píslum og þjáningum en ekki holdlegum nautnum. Stöðugt fjölgar nýjum ávaxtategundum á boðstólum á Islandi. Því er nauð- synlegt að finna peim íslensk nöfn og samræma notkun þeirra. kaktusfikja og tamarillos eru kallaö- ir trétómatar. • Ljótur heitir sítrusávöxtur sem ber nafn með rentu, gulur og grænn, nokkuð stærri en appelsína. Ljótur heitir ugly á ensku. Loðinn heitir á erlendum málum rambutan og minnir helst á loðna plómu. Hagkaup selur eplabanana sem eru hthr, grænir bananar. Þeir eru bestir ef þeir eru geymdir þar til þeir eru gul- ir og mjúkir. Rauðir bananar eru hins vegar aðallega notaðir í bakstur. Kiwano er ávöxtur af gúrkuætt sem nefndur hefur verið gaddaldin enda alsettur hvössum göddum. Zucchini er grænmeci sem Hag- kaupsmenn hafa nefnt kúrbít. Einnig má nefna strengjabaunir, belgbaunir og hvítbaunir sem eru kærkomin viðbót við gömlu, góðu grænu baun- írnar. „Það er nauðsynlegt bæði fyrir kaupmenn og viðskiptavini að sam- ræma og finna upp íslensk heiti yfir nýjar tegundir," sagði Kolbeinn að lokum. -Pá Tartalettur með fiskfyllingu Heppilegt er að nota fiskmeti sem fyllingu með hrísgrjónum og grænmeti. tartalettur og bera fram Þessi réttur hentar vel sem for- réttur en má gjarna hafa sem aðal- rétt. Tilvahð er að hita fiskmetið upp aftur daginn eftir ef ekki klár- ast. Sem fyllingu er tilvalið að nota afgang af fiski. í þessari uppskrift eru reyndar rækjur og reyktur lax. Með tartalettunum eru höfð hrís grjón og grænmeti eftir smekk. I réttinum er eftirfarandi: ca 250 g rækjur reyktur lax eða síld soðin ýsa eða silungur 'A dós sveppir mjólk smjörkhpa timian oregano salt og pipar rjómi Vi sveppasúpupakki grænmeti eftir smekk hrísgrjón Setjið fyrst hálfan sveppasúpu- pakka út í vatn og soðið af sveppun- um. Þetta á að vera svipað á þykkt og jafningur. Síðan er þetta mýkt upp með smjörklípu og mjólk. Takið svo til við að krydda og notið timian og oregano eftir smekk auk salts og pipars. Ekki sakar að setja örlítið af sítrónusafa út í ef hann er til á bænum. Þegar kryddblandan er orðin hæfileg eru rækjurnar settar ýt í og fiskmetið í smábitum. Látið þetta sjóða upp eins og sósu og bætið að síðustu dálitlu af rjóma saman við. Tartaletturnar eru hit- aðar í ofni og soðin hrísgrjón borin fram meö grænmeti, t.d. grænni eða rauðri papriku, tómötum og agúrku. -ÓTT

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.