Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.1988, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.1988, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 27. OKTÓBER .1988. Erlendir fréttaritarar Vaxandi andstaða gegn sköttum Björg Eva Erlendsdóttir, DV, Osló: Andstaða gegn sköttum fer vax- andi meðal Norðmanna. Fólk viE ekki iengur borga meiri skatta til þess að byggja bamaheimili, halda uppi almenningsfarartækjum eða til þess að styrkja byggðastefnu í landinu. Eina málefhið, sem allir vilja styðja með auknum skatt- greiðslum, er umönnun sjúkra og heilbrigðismál almennt. Þetta kemur fram í rannsókn sem norskur prófessor, Willy Martinu- sen, kynnir í bók sinni, Takmörk samstöðunnar. Niðurstööur pró- fessorsins sýna að miölungs Norö- maöurinn er alls ekkert pólitískur. Umræður um stjómmál í fjölmiðl- um og annars staðar fara fyrir ofan garö og neðan hjá almenningi. Það em fyrst og fremst stjórnmála- menn sem eru uppteknir af jafh- rétti og samábyrgð í velferöarþjóð- félaginu. Fóiki flestu finnst eðlileg- ast að hver sé sinnar gæfu smiöur og að samfélagið sé ekkert að skipta sér af því. Þessar skoðanir almennings tel- ur Martinusen að séu hluti af markaðshyggjunni seni blómstr- aði, sérstaklega frá 1980 fram til 1986. Það var þá haft að leiöarljósi að fólki hlotnaöist það sem það ætti skilið ef það nennti að vinna. Almenningur virðist hafa aörar hugmyndir en sérfræðingarnir um ástæðurnar fyrir þvi að sumir eru ríkir og aðrir fátækir. Sérfræðing- arnir halda því fram aö kerfis- bundin stéttaskipting sjái til þess að fólk geti ekki óhindrað gengið upp velferðarstigann, hversu efni- legt sem það sé. Almenningur telur aftur á móti að möguleikarnir til þess að ná toppnum séu fyrir hendi fyrir hvern og einn, bara ef viljinn er til staðar, segjr prófessorinn. Og flestir þeirra sem svöruðu spumingum prófessorsins um stöðu sína í þjóðfélaginu vildu leyna að þeir væru staddir þar sem þeir ættu skihð að vera. Rannsókn- ir prófessorsins benda einnig til þess aö pólitískar skoðanir al- mennings ráöist að miklu leyti af kunningjum og samstarfsfóM. Að vera með skemmtilegu fólki í góð- um hóp getur haft úrslitaþýðingu fyrir hvar í flokki menn lenda og haft miklu raeira að segja en þekk- ing á sljórnmálum og hugmynda- fneði flokkanna, segir í bók pró- fessorsins. Pólitískur boðskapur á góðum tíma Bjami Hmnksson, DV, Bordeaux: Samband eyjarinnar Korsíku viö franska meginlandið hefur ávaEt verið stirt og Korsíkubúar lengi krafist sjálfstæðis. Líkt og Baskar á Norður-Spáni hafa þeir barist vopnaðri baráttu fyrir kröfum sín- um þó sú barátta hafi aldrei verið almenn né vel skipulögð. Æ fleiri hafa krafist þess að vandamálin verði leyst á friðsaman hátt og staöa Korsíku innan franska ríkis- ins endurskoöuð án þess að um klofning sé að ræða. í ljósi þessa eru úrsht nýafstað- inna réttarhalda i Bordeaux yfir Korsíkubúum, grunuðum um aðild aö sjálfstæöishreyfingu eyjarinnar og þátttöku í árásum á hermenn, mjög merkileg því þau sýna að lög- regluyfirvöld hafa ekki aEtaf rétt fyrir sér. Og póEtískur boðskapur réttarhaldanna kemur á góðum tíma, hvort sem hann er meðvitað- ur eða óbeinn. Tveir af hinum ákæröu hafa ver- ið hreinsaðir af öEum grun varð- andi morð á hermanni fyrir nokkr- um árum. Annar þeirra er nú laus eftir fimm ára gæsluvaröhald en hinn situr enn þá inni vegna ann- arra ákæra. í réttarhöldunum kora greinilega i ljós að lögreglan á Kor- síku hafði búið tE mál úr engu og gert sér hryðjuverkamenn úr tveimur venjulegum baráttumönn- um í löglegum hreyfingum eyjar- skeggja. Á Korsíku er oft sagt að allt sem viðkemur kosningum, lögreglu- rannsóknum og réttarhöldum á eyjunni sé svindl og aEar niöur- stöður fyrirfram ákveðnar af yfir- völdum sem gangi á rétt íbúanna og tryggi algjör yfirráð stjórnar- innar í París. Máliö er vissulega flóknara en þetta en engu síöur er greinilegt að franska ríkisstjómin veit upp á sig einhverja skömm og síðustu mánuði hafa verið teknar ýmsar ákvarðanir sem miðast við að koma til móts viö Korsíkubúa. Meðal annars með breyttum kosn- ingalögum og viðurkenningu á menningu og þjóðemi eyjarbúa. Réttarhöldin í Bordeaux eru í augum Korsíkubúa merki þess að réttlætinu sé hægt að fuEnægja og ekki siður að pólitískur vUji sé fyr- ir frekari breytingum. Franska rik- isstjórnin gat ekki stjómað niður- stöðum réttarhaldanna, aö minnsta kosti ekki nema á mjög óbeinan hátt. En hún hlýtur að vera ánægð með þetta skref í átt til friðar á Korsíku. Pottþétt landamæri Gizur Helgasan, DV, Reersnæs: Vestur-þýska landamæralögregl- an er nú að taka í notkun nýja raf- eindatækni sem á næstu tveimur árum mun smám saman sjá um og annast athugun sérhvers einstakl- ings sem fer um landamærin, svo og þau farartæki sem aka yfir v- þýsku landamærin. Nú sem stendur fer fram til- raunakeyrsla tækjanna á tveimur stöövum við landamæri V-Þýska- lands og Sviss. í framtíöinni er reiknað með að aUir borgarar Evrópubandalags- ríkjanna gangi meö ákveðna teg- und vegabréfa sem auðvelt er að stinga í þar fil gerða tölvu og streyma þá fram upplýsingar um einstakhnginn. í athugun er að samræma þessa gerð vegabréfa í stórum heimshlutum. Þegar slíku vegabréfi er stungiö í tölvuna fara upplýsingamar rak- leiðis tU skráningarstöðvar hjá v- þýsku rannsóknarlögreglunni í Wiesbaden og til umferðarupplýs- ingamiðstöðvar í Flensburg og tU útlendingaeftirUtsins í Köln. Á ör- fáum sekúndura berast svo svörin sem afhjúpa hvort landamæra- ferðalangurinn er einn þeirra sex- tiu þúsunda vestur-þýskra rikis- borgara sem eru eftirlýstir af lög- reglunni eða hvort um er aö ræða einhvern af sextíu þúsundunum með óskráð heimilisfang. í ljós mun koma hvort farartækið er eitt af þeim tvö hundruð og fjörutíu þúsund sem hefur veriö stoEð eða hvort farþeginn er meðal þeirra hundrað þúsunda sem V-Þýska- land hefur visaö úr landinu. Auðvitað getur lögreglumaður- inn Eka séð hvort þau skjöl, sem framvísað er, eru meöal hálfrar milljónar skilrikja sem tilkynntur hefur veriö stuldur á í V-Þýska- landi. V-þýska innanrikismálaráðu- neytiö segir að þetta nýja kerfi muni auka mjög öryggjð á landa- mærunum og þar meö auka örygg- iö í hefld í landinu en um leiö vera tímasparnaöur við landaraærin. Ættu því ökumenn aö fá fljótari afgreiðslu. Ráöuneytið undirstrik- ar að hér verði ekki um að ræða rannsókn á feröavenjum almenn- ings og að hvergi verði skráð nöfn- in á þeim sem um landamærin fara nema um ólöglegt athæfl sé að ræða. DV Stjórnun efnahagsmála á Grænlandi gagmýnd Jonathan Motzfeldt, formaður grænlensku heimastjórnarinnar, tekur undir þá gagnrýni Efnahags- og framfarastofnunarinnar að stjórnun efnahags- mála á Grænlandi hafi verið gölluð. Sumarliöi ísleifsson, DV, Árósum: Heimastjórnin á Grænlandi hefur fengið aðstoð frá Efnahags- og fram- farastofnuninni, OECD, til þess að gera úttekt á efnahag landsins og efnahagsstjórn og Eggja nú niður- stöður fyrir í rúmlega hundrað síðna skýrslu. Er höfundur skýrslunnar hagfræð- ingurinn N.H. Westerlund og eru nokkur atriöi hennar birt í Græn- landspóstinum fyrr í þessum mán- uði. Hvetur skýrsluhöfundur stjórn landsins tU þess að taka sér tak og stöðva þá miklu neyslu sem verið hefur í Grænlandi á undanfórnum árum, bæði af háEu einkaaðUa og landsstjómarinnar. Vill minnka niðurgreiðslur Ekki aðhylEst höfundur skýrsl- unnar þá skoðun að hækka beri skatta til þess að draga úr neyslu. Telur hann að vænlegra sé að draga úr þeim niðurgreiðslum sem nú tíðk- ast. TU dæmis hvetur hann tU þess að dregið verði úr niðurgreiöslum á oEu. Landsstjórnin og embættismenn eru einnig hvött til þess að ganga á undan með góðu fordæmi. Bendir skýrsluhöfundur á að þessir aðUar hafi leyft sér of mikið í efnalegu til- Eti og beri bílar, ferðalög og húsnæði vitni um það. Er þetta tahn vera óheppUeg fyrirmynd fyrir almenning í landinu. Keppt viðDani En það er ekki aðeins almenningur sem þarf að þrengja beltið. Það þurfa stjómvöld Eka að gera. Útgjöld hins opinbera hafa vaxið hratt á undan- fómum ámm. Er í skýrslunni bent á ýmsar ástæður fyrir þeirri aukn- ingu. Stjómvöld eru taEn hafa verið of upptekin af því að bera sig saman við Danmörku og keppt hafi verið að því að standa í sömu sporam og Danir á sem flestum sviðum. Því hafi verið ráðist í fyrirtæki sem tæp- lega hafi átt rétt á sér og hafi ekki verið í samræmi við efnahagslega getu heimastjórnarinnar. Enn fremur er bent á að Grænlend- ingum hafi reynst dýrt að taka yfir svið sem áður hafi verið stjómað frá Danmörku, meðal annars vegna þess að embættismannakerfið í landinu hafi ekki verið undir það búið. Stjórnkerfið illa skipulagt Auk þess er því haldið fram að stjómkerfiö sé Ula skipulagt og landsstjórninni hafi ekki að fullu verið ljóst hvaða verkefni ættu heima á hennar borði og hver hjá lægra settum embættismönnum. Opinber rekstur hefur verið áber- andi í grænlensku efnahagslífi. Til dæmis sér eitt ríkisrekiö fyrirtæki um stóran hluta af veiðum, vinnslu og útflutningi fiskafurða frá landinu. En rekstur fyrirtækisins hefur ekki gengið sem skyldi og hefur verið gagnrýnt að hagnaðarsjónarmið hafi ekki verið látin ráða ferðinni. Til dæmis hafi of hátt verð verið greitt til sjómanna fyrir fiskinn, hærra en heimsmarkaðsverð hefur gefið tíl- efni til. Mikil yfirbygging Einnig hefur yfirbygging fyrirtæk- isins verið mikil og rekin hafa verið útibú í Danmörku, bæði í Kaup- mannahöfn og Álaborg. Er nú verið að leggja Kaupmannahafnardeildina niður þessa dagana í sparnaðarskyni og er það merki um að nú sé verið að reyna að snúa við blaðinu. En vegna taps á fyrirtækinu á undan- fómum árum hefur heimastjómin oröið að greiða mikið fé meö rekstri þess. Er þetta gagnrýnt í OECD- skýrslunni. Erlendar lántökur Á undanfórnum árum hafa Græn- lendingar orðið að taka aUmikiö af erlendum lánum tU að standa undir öllum útgjöldum. í OECD-skýrslunni era Grænlendingar hvattir til þess að varast að afla fjár á þann hátt vegna þess að erlend lán dragi úr möguleikum landsstjórnarinnar tíl þess að reka sjáEstæða efnahags- stefnu. Ekki virðast Grænlendingar þó ætla að fara eftir þeim ráðleggingum að þessu sinni. Stefnir allt í að á þessu ári verði tekin lán að upphæð 1400 mUljónir danskra króna tU þess að tryggja greiöslustöðu ríkissjóðs landsins og tryggja fé til þeirra fram- kvæmda sem þegar hafa verið ákveðnar. í þessu sambandi má nefna að árleg velta heimastjómar- innar er 8 mUljarðar danskra króna. Þrátt fyrir erlenda lántöku verður samt að skera niöur áætlaðar fram- kvæmdir um tæpar 400 miUjónir danskra króna á næsta ári. Er það taEð nauðsynlegt til þess að unnt verði að greiða afborganir og vexti af lánum og fjármagna hallann á fyr- irtæki heimastjómarinnar. Motzfeldt sammála Formaður grænlensku heima- stjórnarinnar, Jonathan Motzfeldt, hélt opnunarræðu sína í grænlenska landsþinginu um síðustu mánaða- mót og voru efnahagsmálin í brenni- depli. Tók hann þar undir þá gagn- rýni sem kom fram í OECD-skýrsl- unni að stjórn efnahagsmála heföi verið göUuð. Enn fremur benti hann á nauðsyn þess að Grænlendingar færa að haga efnahag sínum eftir kringumstæöum á heimsmarkaði. Engar líkur væru tíl þess að heims- markaðurinn færi að taka tUlit til þarfa Grænlendinga. Sagði hann að ekki væri um neitt annaö aö ræða fyrir Grænlendinga en aö taka þátt í hinni hörðu samkeppni. Þar yrði hver að leggja sitt af mörkum og fólk yrði að hætta að hugsa þannig að ríkið og sveitarfélög sæju um öll vandamál. Taldi hann að á það hefðu Grænlendingar vanist í margar kyn- slóðir. Enn fremur talaöi hann um nauð- syn þess að Grænlendingar gerðu heildaráætlun um þróun samfélags- ins á ýmsum sviðum. Áleit Motzfeldt að OECD-skýrslan væri mjög já- kvætt framlag og nauðsynlegt að fá óhlutdræga athugun á efnahag landsins. Hvatti hann til áframhald- andi samvinnu við OECD.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.