Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.1988, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.1988, Blaðsíða 16
16 FIMMTUDAGUR 27. OKTÓBER 1988. Spumingin Finnst þér aö íslendingar ættu að hætta hval- veiðum? Kristinn Jónsson smiður: Já, eins Og málin standa í dag megum við ekki hætta hagsmunum okkar. Svavar Sigurðsson fulltrúi: Já, tíma- bundið. Við verðum að láta undan svona þrýstingi. Andrés Bjarnason vélvirki: Nei, ég er alfarið á móti þvi að láta undan svona þrýstingi. Guðlaugur Jónsson verkamaður: Já, ég held aö viö veröum að láta undan þessum þrýstingi. Jóhannes Sigurðsson sjómaður: Nei, þaö kemur ekki til greina. Við verð- um að halda áfram að vera sjálfstæð- ir. Vilhjálmur Matthiasson verkamað- ur: Það fer eftir því hvort hagsmunir okkar eru í húfi. Ef við töpum á því þá eigum við að hætta. Lesendur_________________________________________________________dv Með nýrri ríkisstjóm: Leigjendur vænta breytinga Konráð Friðfinnsson skrifar: Ríkisstjórn félagshyggju og jafn- réttis gekk í það heilaga á dögunum. Brúðkaupið fór fram án teljandi átaka. Þó voru rekin upp nokkur sársaukavein í miðjum klíðum. Ein- hver gerðist víst fullharðhentur. - En að lokum komust þrír flokkar, plús huldumaður (eða menn) í eina skjólgóða hjónasæng. Eg tel mig mann félagshyggju og jafnréttis og ætti því að fagna komu núverandi valdhafa. Er samt ekki viss um eigin hug í þessu máli. Bræð- ingur, „happaþrennunnar" er of óljós og óskýr til að unnt sé að mynda sér fastmótaða skoðun um ágætið. Ég bind eigi að síður nokkrar vonir við hina nýju stjórn og kasta því fram þeim spumingum til ráðherra til hvaða aðgerða þeir hyggist grípa varðandi málefni skóla, dagvistunar, barna, sjúkrahúsa, elliheimila - og húsbyggjenda. Nefnda málaflokka tel ég að leggja beri meiri rækt við en hingað til hefur verið gert. Vandi húsbyggjenda er flestum kunnur, og rek ég hann því ekki frek- ar hér, en langar þess í stað til að minnast á annað vandamál sem mér er hugleiknara, en þaö er vandamál leigjenda. Að mínu áliti er nú lag tíi að bæta þeirra hag og gera líf þessa hóps fólks eðlilegra en í dag þekkist á þeim bæ. - Hér kemur til kasta stjómvalda. Þau hafa vald til að losa leigjendur við þann leiða bagga sem er þeysing- ur með húsgögn upp og niður stiga, kannski oft og mörgum sinnum á lífsleiðinni. Ríkisstjórnin getur líka, ef vilji er fyrir hendi, leyst hina sömu leigjendur undan oki húseigenda, sem stundum birtast í hlutverki okr- ara, t.d. þegar þeir leigja allslausar herbergiskompur, 7 til 10 fermetra að stærð, á bilinu 8 og upp í 14, 15 þúsund krónur á mánuði. - Er ekki full ástæða til að líta á slíka svívirðu? En til er bæði einföld og haldgóð lausn á margnefndu vandamáli, herrar mínir. Hún er sú að stórefla Búseta-fyrirkomulagið, sem ennþá stendur höllum fæti og er vandamál leigjenda. Og að endingu. Hvaða ráð- herrar era vænlegri til verksins en einmitt þeir er kenna sig viö síendur- tekna félagshyggju og jafnrétti? Unglinga- dagskrá æskileg Öðruvisi popp áRót „Rokkunnandi1* skrifar: Ég heyrði í þættinum Baulu hjá • Gunnari Hjálmarssyni (úr s-h draumum) á Rót að það væri síð- asti þátturinn hjá honum. Þetta þyKja mér verri frétir, því Baula var einn besti útvarpsþátturinn. - Þar voru spiluö svo mörg lög sem heyrast aldrei annars staöar en era I framlegum útsetningum. Ég tók þáttinn ailtaf upp og spil- aði hann svo oft og mörgum sinn- ura á vinnustað, vinnfélögunum til ánægju, þvi útvarpsstöðvam- ar leika ekkert annaö en troðu- popp sem allt er likt hvert öðra, leiðinlegt og þreytandi. Þess vegna þótti mér líka leiðin- legt þegar hætt var að endurtaka poppþættina á Rót því þeir vora þó öðravísi og með góöri tónlist. I staðinn fer svo Rás 2 batnandi, með Skúla Helgasyni, einnig þátt- urinn Tengja með Kristjáni Sig- uijónssyni. - Zeppelin rokkþátt- urinn á Rótinni lofar einnig góðu. Kolla, Addi, Siggi, Abba, Gréta o.fl. skrifa: Við erum hér hópur af krökkum á Norðurlandi. Okkur langar til að láta í ljós óánægju okkar á sjónvarps- dagskránni. Þar er nánast ekkert sem horfandi er á lengur. - Lélegar myndir, endursýnt efni hvað eftir annað og oft hundleiðinlegar svart/hvítar myndir. Okkur flnnst vera komið nóg af þessu og skorum á sjónvarpiö að fara að bæta úr. Við eram sá aldurshópur sem lendir einhvers staðar „á milli“ eða veröur utanveltu hvað snertir dagskrána sem sýnd er í sjónvarp- inu. Þar er bara efni fyrir yngra og svo eldra fólkið. Hvemig væri að sjónvarpið bætti við annarri rás með öðru sjónvarps- efni en nú er og þar gæti verið efni fyrir krakka sem hanga ekki alltaf í bíó, yfir Stöð 2 eða viedoi. Gæti þá þetta leiðinlega efni verið á gömlu rásinni en hin nýja fyrir okkur. Og þar mættu vera poppþættir, góöar myndir, íþróttaþættir og ýmsir ungl- ingaþættir. Skorum viö hér með á Sjónvarpið að taka þetta til athugun- ar. Þá er það jólasjónvarpið sem er alltaf hundleiðinlegt. Þegar öll íjöl- skyldan er saman komin og ætlar að fara að horfa á góða jóladagskrá er alltaf eitthvað sem flokkast undir endurtekiö efni eða þá óperar. Við óskum hér meö eftir verulega góðri jóladagskrá í ár, dagskrá sem allir hafa gaman af. Við hvetjum krakka og aðra til að láta álit sitt í ljós á þessu. Viö teljum að við eigum að fá betri dagskrá fyr- ir afnotagjaldið sem foreldrar okkar greiða, takk fyrir! 6ðcL skrifið Bílastæði í gamla miðbænum Aðdáandi gamla miðbæjarins skrifar: í lesendabréfi í DV hinn 21. þ.m. segir framkvæmdastjóri samtak- anna Gamh miðbærinn að innan skamms veröi birtar tillögur af hálfu borgarinnar og samtakanna þess efnis að fjölga bílastæðum í miö- borginni. Þetta þykja mér góðar fréttir þar sem þetta er orðið mikið vandamál. Ef það væri nú svo einfalt að mað- ‘ur þyrfti bara aö borga fyrir bila- stæöið, þá væri þetta htið mál. En það þarf nú í fyrsta lagi að vera fyrir hendi. - Kolaportið og Faxaskála- svæðiö eru ágætar lausnir, en þær henta kannski ekki öllum alltaf. Að lokum vil ég taka fram að þrátt fyrir skort á bílastæðum (sem stund- um er þó nóg af), get ég ekki látið hjá líða að víkja að því fullfríska fólki sem vegna leti eða í hugsunarleysi leggst svo lágt að misnota stæði sem eingöngu eru ætluð hreyfihömi- uðum. - Þakkið guði fyrir að þið þurfið raunverulega ekki á þessum stæöum að halda. I von um úrbætur og batnandi umferð. Enginn skyldi misnota bílastæði sem sérmerkt eru fyrir hreyfihamlaða.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.