Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.1988, Síða 32
32
FIMMTUDAGUR 27. OKTÓBER 1988.
LífsstQI
Ábyrgdarskírteini:
Fást ekki enduraýjuð
Kona nokkur keypti talsvert magn
af ýmiss konar heimilistækjum fyrir
um þaö bil ári síðan. Um var aö ræða
flest algengustu heimilistæki og voru
þau keypt hjá tveimur verslunum í
Reykjavík.
Þegar kaupin voru gerö var ljóst
að tækin yröu ekki tekin í notkun
fyrr en að liðnum nokkrum tíma. í
báðum verslununum spurði konan
hvort það myndi hafa áhrif á ábyrgð
sem verslunin tekur á tækjum sem
seld eru. í báðum tilfellum var henni
tjáð að engar áhyggjur þyrfti að hafa,
verslunin myndi kanna málið þegar
notkun á tækjunum hæfist.
Nú í haust voru tækin öll tekin í
notkun. Konan sneri sér til verslan-
anna og vildi fá ný ábyrgðarskírteini
vegna þess að þau sem upphaílega
fylgdu voru runnin út. I annarri
versluninni voru gefin út ný skírteini
umyrðalaust en hin verslunin neit-
aði því og taldi slíkt alls ekki koma
til greina. Konunni var tjáð að
ábyrgð væri aldrei endurnýjuð og öll
loforð um slíkt, sem hún fékk þegar
kaupin voru gerð, væru ómerk.
Aö sögn starfsmanna Neytenda-
samtakanna átti konan í þessu til-
felli engan rétt á að fá ábyrgðarskír-
teini endurnýjuð. Skipti þá engu
máli hvort hægt væri að færa sönnur
á aö tækin hefðu ekki verið notuð
fyrr en tæpu ári eftir að þau voru
keypt. Það væri undir kaupmönnum
komið hverja þjónustu þeir veittu í
þessum efnum. Samkvæmt framan-
skráðu mætti álykta að kaupmenn
væru mismundandi sannfærðir um
gæði og endingu þeirra tækja sem
þeir hafa á boðstólum. -Pá
« es
Þó heimilistæki séu ekki tekin í notkun fyrr en ári eftir að þau eru keypt á neytandinn engan rétt á að fá ábyrgðarskírteini endurnýjað.
DV-mynd
Ekkert nýtt
- segja tannlæknar
„Ostur er hollur. Það er ekkert margar fæðutegundir eru síður tennurnar, með sérstökum stimpli.
vafamál,“ sagði Sigfús Elíasson óhollar tyrir tennurnar en aðrar. Af íslenskum fæðutegundum á
tanniæknir sem sæti á í tannvemd- Það er hins vegar ekki óyggjandi harðfiskur trúlega helst skilið slík-
arráði. „Tilraunirnar, sem vitnaö sannað að ostneysla beinlínis dragi an gæðastimpil fremur en popp-
er til, gefa varla rétta mynd af úr tannskemmdum." kom.
áhrifum ostneyslu í daglegu lifi. Víða erlendis tíðkast að merkja -Pá
Það hefur lengi verið vitað að fæðutegundir, sem eru holiar fyrir
12 manna brauðtertur:
86% verðmunur
X X
GRAFINN
. KARFt ,
Í?*oodc°;
1% ' -vi r — n ggf
II ’• jgf
k.:Q- „ I. A
llll
Brauðtertur eru Ijúffengar. Enginn efast um það en það getur borgað sig
að kanna verðið áður en keypt er inn. DV-mynd
Samkvæmt ábendingu gerði neyt-
endasíða DV lauslega könnun á verði
á smurbrauðsstofum. Kannað var
verð á 12 manna brauðtertum hjá 4
stofum. Ekki var farið út í að vigta
tertumar eða gera frekari könnun á
gæðum þeirra og tekur því könnunin
aðeins til verðs á þessari tilteknu
stærð.
Mestur verðmunur reyndist á 12
manna brauðtertu með reyktum laxi.
Hún kostar 2.430 í Brauðbæ en 4.519
í Nýja kökuhúsinu. Munurinn er
86%. Báðar þessar smurbrauðsstofur
eru aðeins með tvö verð á 12 manna
tertum. Annars vegar með reyktum
laxi og hins vegar án. Verð á 12
manna brauðtertu með salati, rækju
og skinku er 2.050 í Brauðbæ en 3.319
í Nýja kökuhúsinu. Munurinn er
62%.
í Studio-Brauð kosta aUar 12
manna brauðtertur 2.350 hvort sem
notaður er reyktur lax eða ekki. í
Biminum á Njálsgötu kostar 12
manna brauðterta með síld 2.050,
2.450 með reyktum laxi og 2.250 eða
2.350 eftir því hvernig salat er notað
í þær.
Margir kjósa að kaupa brauðtertur
og snittur fyrir veislur og mannfagn-
aði. Þótt ekki sé tekin afstaða til
gæða við þessa könnun er Ijóst að
þaö getur borgað sig fyrir neytand-
ann að kanna verðið áður en keypt
Ekkert samræmi virðist vera i verðlagningu á gröfnum karfa og reyktum
laxi. DV-mynd KAE
Grafinn karfl:
Rándýrt
góðgæti
Algengt verð á gröfnum karfa, nið-
ursneiddum í neytendapakkning-
um, frá íslenskum matvælum hf.
er 1.079 krónur kílóið. Að sögn Sig-
urbjarnar Guðmundssonar, verk-
stjóra hjá íslenskum matvælum,
kaupir fyrirtækið karfaflök af
frystihúsunum. Verðið er um 150
krónur á kíló. Munur á hráefnis-.
verði og verði úr verslun er 620%
Til samanburðar er fróðlegt að
skoða verð á reyktum laxi frá sama
fyrirtæki. Verðið úr verslun er al-
gengt 1,718 krónur kílóið. Laxinn
er keyptur í heilu lagi og verðið til
verksmiðjunnar er um það bil 400
krónur að sögn Sigurbjarnar Guð-
mundssonar. Um það bil 50% nýt-
ing er á laxinum þannig að raun-
verulegt hráefnisverð er því 800
Neytendur
krónur á kíló. Munurinn á því og
smásöluverði er hér um 115%.
Kostnaður við reykingu er 45-50
krónur á hvert kíló sem fyrirtækið
tekur að sér að reykja fyrir aðra.
Að grafa fisk er ólíkt reykingu en
tekur svipaðan tíma og kostnaður
við það trúlega lægri en við
reykingu.
Miðað við álagningu á reyktum
laxi ætti kílóið af gröfnum karfa
að kosta um 325 krónur í stað 1.079.
-Pá