Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.1988, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.1988, Blaðsíða 11
FIMMTUDAGUR 27. OKTÓBER 1988. 11 DV Larry Flynt klámritaútgefandi er sagður hafa reynt að ráða leigumorðingja fyrir eina milljón dollara til að myrða Frank Sinatra, Hugh Hefner, Bob Guccione og Walter Annenberg, fyrrum sendiherra Bandarikjanna í Bret- landi, fyrir fimm árum. Simamynd Reuter Frank Sinatra á dauðalista Lögregla í Los Angeles skýröi frá því í gær aö klámritaútgefandinn Larry Flynt heföi reynt aö ráða leigu- moröinga árið 1983 til að ráöa af dög- um fjóra menn. Þeir sem Flynt vildi feiga eru Frank Sinatra, Hugh Hefn- er, útgefandi Playboy, Bob Guccione, útgefandi Penthouse, og Walter Ann- enberg, fyrrum sendiherra Banda- ríkjanna í Bretlandi. Lögreglan skýrði frá því að hún hefði komist yfir ávisun upp á eina milljón dollara sem Flynt á aö hafa boðiö leigumoröingjanum, Mitchell Werbel. Annenberg er persónulegur vinur Reagans Bandaríkjaforseta. Guccione sagöi í sjónvarpsviðtali að Flynt væri bilaöur, þaö hlyti aö vera. Sagðist Guccione telja aö Flynt áliti sig og Hugh Hefner einhvers konar keppinauta en sagöist ekki skilja sambandið milli Franks Sin- atra, Annenbergs og sín. Sagöi hann aö Flynt, sem er bundinn við hjóla- stól, væri dauður fyrir neöan háls og bætti við að hið sama gilti fyrir ofan háls. Larry Flynt stofnaði árið 1976 klámtímaritin Chic og Hustler. Hann varö fyrir skotárás fyrir tiu árum og er bundinn viö hjólastól síðan. Reuter Morðtilgatu sjón- varps hafnað Bandarískir og franskir sérfræð- ingar hentu í gær gaman aö þeirri tilgátu sem fram kom í bresku sjón- varpi kvöldið áður um að þrír byssu- menn frá Marseilles hefðu myrt John F. Kennedy Bandaríkjaforseta og einn hinna ásökuðu segist hafa verið í herþjónustu um borð í frönskum tundurspilli þegar þetta gerðist. Breska sjónvarpið hélt fast við sögu sína um að mafíuforingjar í Banda- ríkjunum heföu viljað koma í veg fyrir að Kennedy réðist gegn eitur- lyijaiðnaði þeirra og þess vegna feng- ið þrjá Frakka til verksins þann 22. nóvember 1963 í Dallas. Einn af Frökkunum sem er sakað- ur um morðiö í þættinum, Sauveur Pironti, sem er dæmdur eiturlyfja- smyglari, sagðist aldrei hafa komið til Dallas og að hann hefði íjarvistar- sönnun, tundurspillinn. Talsmaður sjóhersins staðfesti að hann hefði gegnt herþjónustu á tundurspillin- um frá 1962-64. Sagðist Pironti hafa alla sína vitn- eskju um Dallas úr samnefndum þáttum. Að sögn hans voru hinir tveir mennirnir, sem sjónvarpsstöð- in nefndi til, í fangelsi þegar morðið á Kennedy var framið. Sagðist hann ætla að fara í mál við sjónvarpsstöð- ina vegna ásakananna. Samkvæmt sjónvarpsþáttunum áttu Frakkarnir að hafa verið klædd- ir sem lögreglumenn og verið innan um aðra lögreglumenn þennan ör- lagaríka dag í nóvember fyrir tutt- ugu og fimm árum. Telja margir að margt mæli gegn því að þrír Frakkar um tvítugt, með sterkan franskan hreim, hafi getað villt á sér heimildir sem lögreglumenn í Texas. Reuter Tuttugu ára fangelsi fyrir fíkniefnasmygl Björg Eva Erlendsdóttir, DV, Osló: Norskur fíkniefnasmyglari var í gær dæmdur til tuttugu ára fangels- isvistar fyrir að hafa smyglað sex og hálfu kílói af heróíni og hálfu kílói af kókaíni til Noregs og selt það síðan þar. Dómurinn er sá þyngsti sem nokkru sinni hefur fallið í málum norskra eiturlyfjasmyglara. Fíkniefnasmyglarinn er taiinn hafa grætt að minnsta kosti sex milljónir norskra króna á sölunni og var hon- um gert að greiða norska ríkinu tvö hundruð og fimmtíu þúsund krónur í sekt. Fíkniefnadeild norsku lögreglunn- ar og fleiri sem vinna gegn út- breiðslu fíkniefna í Noregi eru afar ánægðir með dóminn og telja að hann muni hafa áhrif til að forða fólki frá því að leiðast út í fikniefna- smygl til þess að græða á því. Sá dæmdi og verjandi hans hafa áfrýjað dómnum, bæði vegna þess hve mörg ár sakborningur fékk en einnig vegna galla á málsmeðferð. Útlönd Breska stjómin hvikar ekki ftá stefnu sinni Valgeröur A. Jóhannsdóttir, DV, London: Géngið verður ekki fellt og vextir verða áfram eins háir og nauðsynlegt þykir, eins lengi og nauðsynlegt þyk- ir, voru skilaboð íjármálaráðherrans Nigel Lawson í umræðum á breska þinginu í gær. Þetta er í fyrsta sinn sem þingið ræðir efnahagsmál síðan það kom saman að loknum sumarleyfum síð- astliðinn mánudag og eins og búist var viö gerði stjórnarandstaðan harða hríð að efnahagsstefnu ríkis- stjórnarinnar. Það sem einkum veldur áhyggjum er 6% verðbólga, háir vextir og mik- ill viðskiptahalli. Verðbólga í sept- ember var 5,9% sem er með því hæsta sem gerist í löndum Evrópu- bandalagsins. í íjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar, sem lagt var fram í aprfi, er gert ráö fyrir 4% verðbólgu á árinu. Stjórnarandstaðan stað- hæfir hins vegar að 7% verði nær lagi. Ólíklegt er talið að verðbólga fari minnkandi á næstu mánuðum. Framundan eru samningar á vinnu- markaðinum og viðbúið að laun- þegasamtök sæki það hart að fá verð- bólguna bætta í launum. Launa- Nigel Lawson, (jármálaráðherra Bretlands. hækkanir, sem samið hefur verið um þaö sem af er árinu, hafa verið um 9% aö meðaltali og hafa ekki verið hærri í sex ár. Veröbólga og hátt gengi pundsins hafa valdið breskum útflutnings- greinum erfiðleikum og háir vextir verið mörgum smáum fyrirtækjum þungur baggi. Brian Gould, talsmað- ur Verkamannaflokksins í efnahags- málum, sagði efnahagsstefnu ríkis- stjórnarinnar einkennast af stjórn- leysi með þeim afleiðingum meðal annars að viðskiptahalli á árinu yröi yfir þrettán milljarðar sterlings- punda. Pundið féll nokkuð í gær þar sem vangaveltur voru um það innan fjár- málaheimsins að stjórnin væri ef til vill að guggna á gengis- og vaxta- stefnu sinni. Fjármálaráöherrann fullvissaði hins vegar þingið um að ekkert slíkt væri á döfinni. Sterk staða pundsins væri merki um sterka stöðu bresks efnahagslifs og ekki kæmi til greina að fella gengið. Lawson benti meðal annars á að framleiðni hefði ekki verið meiri í áratugi. Það segði meira um ástandið í bresku efnahagslífi en mikil verð- bólga og viðskiptahalli tímabundið. Lawson sagði aö vextir yrðu áfram eins háir og nauðsynlegt þætti til að ná niður verðbólgu. Það tæki hins vegar tíma og búast mætti við að verðbólga færi ekki minnkandi fyrr en á næsta ári. Thatcher heldur áfram Valgerður A. Jöhaivnsdóttir, DV, London: Margaret Thatcher hyggst leiða íhaldsflokkinn í næstu kosningum og hún ætlar sér aö verða forsætis- ráðherra fjórða kjörtímabilið í röð. Þetta kom fram í viðtali sem dag- blaðið The Times átti við forsætis- ráðherrann í gær. Thatcher hefur gefið í skyn við ýmis tækifæri að hún væri ekkert á þeim buxunura aö hætta í pólitík- inni en þetta er í fyrsta skipti sem hún lýsir því yfir fullum fetura að hún hyggist halda áfram sem leið- togi íhaldsflokksins að yíirstand- andi kjörtímabili loknu. Þingkosningar verða í síðasta lagi eftir fjögur ár en forsætisráð- herrann getur boðaö til kosninga fyrr kjósi hún að gera þaö. Thatcher hefur gegnt störfum forsætisráðherra í tíu ár og hefur enginn vermt valdastólinn lengur samfleytt en hún. Thatcher varð 63 ára fyrr í þessum mánuði en á henni er engin þreytumerki að sjá, allra síst í pólitíkinni. Á flokksþingi íhaldsraanna, sera lauk um miðjan þeiraan mánuð, kom greinilega fram að Thatcher er óskoraður leiðtogi flokksins. Engar óánægjuraddir heyrðust, ekki var tahn þörf á nýju blóði inn- an forystunnar og að lokinni ræðu forsætisráðherrans síöasta dag þingsins var hún hyllt ákaflega af flokksmönnum sem hrópuöu á tíu ár til viðbótar. rrr 21.-29. okjóber ms WJÍFÍNNSKVÍKA LUHTA VETURINN 88/89 Sendum í póstkröfu »hufflfflél IU SPORTBÚÐIN Ármúla 40, Reykjavík, sími 83555 Eiðistorgi 11, Seltj., 2. hæð, sími 611055

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.