Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.1988, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.1988, Blaðsíða 40
FRETT ASKOTIP Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 5.000 krón- þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt- ur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við ist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur. Fyrir fréttaskotum allan sólarhringinn. Ritstjórn - Auglýsingar - Áskrift - Dreifing: Sími 27022 Frjálst,óháð dagblað FIMMTUDAGUR 27. OKTÓBER 1988. í morgun: Lágt verð á fisk- mörkuðum eriendis Lágt verð er nú á fiskmörkuðum erlendis. Verð á þorski í Hollandi og Danmörku í morgun var á bilinu 55 til 63 krónur kílóið. Verð á þorskin- um í Grimsby og Hull lá ekki fyrir í morgun en í gær var verðiö afleitt eða á bilinu frá 50 til 60 krónur kíló- ið að jafnaði. Verðið í Aberdeen í Skotlandi var mun hærra eða í kring- urn 80 krónur að jafnaði. Undir venjulegum kringumstæðum má gera ráð fyrir að verðið á þorski í Evfópu sé í kringum 90 krónur. Verð á karfa í Bremerhaven í Þýskalandi í morgun var lágt eða aðeins 47 krónur kílóið. í gær var verðið hærra eða í kringum 60 krón- ur. Venjulega fást um 80 krónur fyr- ir kílóið af karfanum í Þýskalandi. -JGH Lausafjárstaða Hveragerðis er hrikaleg Skuldir Hótel Arkar k meiri en allt útsvarið „Það er alveg ljóst að Hveragerö- isbær fer ekki út í neinar fram- kvæmdir næstu árin. Fjárhags- staðan er svo hrikaleg vegna úti- standandi skulda aö við getum okk- ur ekki hreyft,“ sagði Hans Gúst- afsson, formaður bæjarráðs Hvera- gerðis, í samtali við DV. Hann sagði að hér væri bara um bæjarsjóð að ræða, veitustofnan- irnar hefðu sjálfstæðan fjárhag og gætu haldið áfram framkvæmdum. Hann sagði, aðspurður um hvort Hveragerði væri í raun gjaldþrota, að ef Hveragerði og raunar fleiri bæjarfélög væru tekin og gerð upp eins og venjuleg fyrirtæki væri það eflaust rétt. Hitt væri aftur spurn- ing hvenær bæjarfélag yrði gjald- þrota. Þaö kæmu inn tekjur árlega og með því að draga úr öllum fram- kvæmdum og spara sem frekast er unnt mætti að sjálfsögðu halda öllu gangandi. Því mætti heldur ekki gleyma að Hveragerðisbær ætti útistandandi sk.uidir og ef þær inn- heimtust myndi margt lagast. Hilmar Baldursson bæjarstjóri sagði að í ár væru allar tekjur • Hveragerðis samkvæmt fjárhags- áætlun um 90 milljónir króna. Þar af eru útsvör og aðstöðugjöld 67 milljónir króna. Bara Hótel Örk skuldar Hveragerði um 48 milljónir króna ef allt er tekið og er það hærri upphæð en öll útsvörin. Þá skuldar fyrirtækiö Entex um 5 milljónir, Hverá, sem er gjaldþrota, um 4 miEjónir króna. Tívolíið er stórskuldugt en vegna stöðugra eigendaskipta liggur það ekki ljóst fyrir hve sú upphæð er há. Hilmar sagði að það yrði stórgóð niður- staða ef Hveragerði fengi einhvern tíraann 20 milljónir króna af þeirri skuld. Þá má ekki gleyma því að grunn- skóli Hveragerðis var á götunni og því varö að hraða framkvæmdum við nýtt skólahús. Fyrir bragðið á Hveragerði inní hjá ríkissjóði um 15 milljónir króna. Ofan á þetta allt bætist svo að staögreiðslukerfi skatta hefur orð- iö til þess að ekkert sveitarfélag veit hvaöa tekjur það fær í ár og því er ekki hægt aö gera neinar áætlanir fyrir síöustu mánuði árs- ins. „En hvernig sem við lítum á þetta er staðan hjá okkur hrikaleg," sagði Hans Gústafsson, formaður bæjarráös. -S.dór i Metafli á Vestflaröamiöum: Fékk 240 tonn af þorski á sjö dögum - en söluhorfumar slæmar vegna offramboðs ÞR0STUR 68-50-60 Reynir Traustason, DV, Flateyri: Sléttanes ÍS 808, annar tveggja tog- arar Þingeyringa, fékk metafla í þorskhrotunni á Vestfjarðamiðum. Þeir á Sléttanesinu innbyrtu 240 tonn á sjö dögum og héldu af stað til Eng- lands síðdegis á þriðjudag, þar sem aflinn verður seldur. Vilhelm Annasson skipstjóri sagði í viðtali viö DV aö söluhorfur væru slæmar vegna offramboðs af óstjórn. „Greinilegt er að til þarf að koma einhver stjórnun á ferskfiskútflutn- inginn en slíkt er vandmeðfarið," sagði Vilhelm. BlLASr0i Sléttanes er fimm ára gamalt skip og hefur Vilhelm veriö þar skipstjóri frá upphafi og aflað vel. Hann lætur af störfum nú um áramótin og hverf- ur til nýrra starfa. VANIR MENN Vilhelm skipstjóri í brúnni eftir mettúrinn á Sléttanesinu, sem sést á siglingu inn til Þingeyrar á innfelldu myndinni. DV-mynd Reynir LOKI Ekki má nú einu sinni gefa smyglurum smygl! Veörið á morgun: Hlýnandi veður Á morgun veröur vestlæg eða suðvestlæg átt og heldur hlýn- andi veður, þó verður líklega frost um norðaustanvert landið fram eftir degi. Dálítil slydda eða rigning vestanlands, en bjart veö- ur aö mestu austanlands. Svar við áminningu: Krafist rannsóknar á gerðum Jóns ísberg Lögmaður Landssambands lög- reglumanna hefur óskað eftir því við ríkissaksóknara aö fram fari opinber rannsókn á þeirri ákvörðun Jóns ís- berg, sýslumanns í Húnavatnssýsl- um, þegar hann lét rjúfa innsigli og afhenda upptækt áfengi og bjór. Jón ísberg sagði, í samtali við DV, að hann teldi þetta ekki blaðamat þar sem um lögbrot væri að ræða. Vegna frétta af afhendingu áfengisins hefur einn lögreglumanna í liði Jóns verið áminntur fyrir lausmælgi. Lands- samband lögreglumanna vill að fram fari rannsókn á athæfinu öllu til aö fram komi hvort áminningin er á rökum reist eða ekki. Og hvort lög- reglumanninum hafi ekki verið skylt að segja frá þessari ákvörðun sýslu- manns - þar sem um lögbrot virðist vera að ræða. Innsiglið var rofið þegar haldin var veisla um borð í Þóri Jóhannssyni GK, sem síðar komst í fréttir þegar eigandi bátsins sigldi burt frá Skaga- strönd gegn vilja forráðamanna Skipasmíðastöðvarinnar Mánavar- ar. Áfengið og bjórinn var gert upp- tækt þegar báturinn kom til landsins fyrir um einu ári síðan. Það var geymt í innsiglaðri geymslu sýslu- mannsembættisins. Jón ísberg sagði í samtali við DV í fyrri viku að það væri venja að leyfa eigendum nýrra skipa aö veita ólög- lega innflutt áfengi þegar ný skip koma til landsins. Þar sem ekki var haldin veisla fyrr en ári eftir að Þór- ir Jóhannsson GK kom til landsins hafi honum þótt sjálfsagt að afhenda smyglað áfengi til veislunnar. .sme Bráðabirgöalögin: Flestirtalaímálinu Ekjíi tókst að ljúka umræðu um bráðabirgöalög ríkisstjórnarinnar í efri deild Alþingis í gær. Aö sögn Jóns Helgasonar deildarforseta er vonast til aö umræðunni ljúki á þriðjudag. Meirihluti þingmanna deildarinnar er búinn að tala í mál- inu. -SMJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.