Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.1988, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.1988, Blaðsíða 36
36 FIMMTUDAGUR 27. OKTÓBER 1988. Jarðarfarir Ólafur Hafsteinn Einarsson lést 16. október. Hann var fæddur í Reykja- vík 1. ágúst 1908, sonur Einars Þórö- arsonar og Guðríðar Eiríksdóttur. Ólafur lauk stúdentsprófi árið 1930 og stundaði nám í efnafræði í tvö ár í Þýskalandi. Árið 1946 gerðist hann kennari við Gagnfræðaskóla austur- bæjar hér í Reykjavík og kenndi í allmörg ár eða á meðan starfsaldur leyföi. Eftirlifandi eiginkona hans er Gréta Sigurborg Guðjónsdóttir. Þau hjónin eignuðust íjögur börn. Útfór Ólafs verður gerð frá Neskirkju í dag kl. 15. Þórður Guðmundsson lést 19. októb- er. Hann fæddist í Reykjavík 19. mai 1908, sonur hjónanna Guömundar Sæmundssonar og Kristínar Þórðar- dóttur. Eftir að Þórður útskrifaðist úr Samvinnuskólanum í Reykjavík 1926 hóf hann verslunarstörf í skó- verslun Hvannbergsbræðra og var þar síðar verslunarstjóri um áratuga skeið. Eftirlifandi eiginkona hans er Margrét Sigurðardóttir. Þau hjónin eignuðust þrjú börn. Útför Þórðar 1 verður gerö frá Dómkirkjunni í dag kl. 13.30. Sigursteinn Friðberg Guðlaugsson frá Hofsósi verður jarösettur aö Kot- strönd í Ölfusi fóstudaginn 28. októb- er kl. 14. Unnur Halldórsson, Gröf, Mikla- holtshreppi, verður jarðsungin frá Fáskrúðarbakkakirkju laugardag- inn 29. október kl. 14. Minningarat- höfn fer fram frá Neskirkju föstudag- inn 28. október kl. 13.30. Ferð verður frá BSÍ kl. 10 á laugardag. Útfór Jakobínu Jónsdóttur Waage, Ljósheimum 10, Reykjavík, verður gerð frá Fossvogskapellu föstudag- inn 28. október kl. 13.30, Sigríður G. Guðmundsdóttir, Hrafn- istu, Reykjavík, áður til heimilis á Öldugötu 2, Hafnarfirði, andaðist 22. október. Útför hennar fer fram frá Áskirkju í Reykjavík föstudaginn 28. október kl. 13.30. Jarðsett verður í Hafnarfjarðarkirkjugarði. Helga Laufey Hannesdóttir, Brekku- koti, Reykholtsdal, lést á heimili sínu 22. október. Jarðarförin fer fram frá Reykholtskirkju laugardaginn 29. október kl. 14. Sigurveig Guðbjartsdóttir, Sólvangi, áður til heimilis í Köldukinn 17, Hafnarfirði, sem andaðist 22. október sl„ verður jarðsungin frá Fríkirkj- unni í Hafnarfiröi föstudaginn 28. október kl. 15. Katrín Lúðvíksdóttir, áðurtil heimil- is á Seljavegi 15, sem andaðist á Elli- heimilinu Grund 22. október, verður jarðsett frá Fossvogskapellu fóstu- daginn 28. október kl. 10.30. Sigurlaugur Guðmundsson frá Flat- eyri verður jarðsunginn frá Foss- vogskirkju föstudaginn 28. október kl. 10.30. Andlát Ragnar Gísli Kjartansson, Hverfis- götu 102b, lést 25. október. Ágúst Indriðason, Álfaskeiði 121, Hafnarfirði, er látinn. Magnúsína Jónsdóttir, Njálsgötu 54, lést í Landakotsspítala 26. október. Haraldur Ágústsson smiður, Fram- nesvegi 16, Keílavík, lést 25. október í Sjúkrahúsi Keflavíkur. Tapað fundið Tommi er enn týndur Fresskötturinn Tommi hvarf að heiman frá sér fyrir þremur vikum. Hann er með áberandi ský á öðru auga. Hann var merktur þegar hann hvarf og haföi end- urskinsmerki um hálsinn. Hann er van- aöur, fremur styggur en kann að hafa lokast inni í skúr eða kjallara. Þeir sem hafa oröið hans varir eru beðnir að hringja í s. 12379 eða í Dýraspítalann í s. 674020. Tilkynningar Leiðrétting Þau mistök urðu í umfjöllun um sjötugsafmæli Rögnvalds Sigurjóns- sonar í Sviösljósi að rangt var fariö meö nafn eiginkonu Rögnvalds. Hún heitir Helga Egilson en ekki Guðrún EgOsson. Hér með er beðist velvirð- ingar á þessum mistökum. Heyrn og tal rann sakað á Húsavík Móttaka verður á vegum Heyrnar og tal- meinastöðvar íslands á Húsavík 5. og 6. nóvember nk. Þar fer fram greining heymar- og talmeina og úthlutun heyrn- artækja. Sömu daga að lokinni móttöku Heymar- og talmeinastöðvarinnar verð- ur almenn lækningamóttaka sérfræöings í háls- nef- og eymalækningum. Tekið er á móti viðtalsbeiðnum hjá viðkomandi heilsugæslu. Röntgentæknar brautskráðir 7. október sl. vom í fyrsta sinn braut- vskráðir röntgentæknar frá Tækniskóla Islands. Námstími er 3 'A ár og lýkur með B.Sc. gráðu. Menntunin er veitt í sam- vinnu Tækniskóla íslands, Borgarspítala og Landspítala. í þessum fyrsta hópi B.Sc röntgentækna vom 8 nemendur. Fréttir Jon Geirsson flallgöngumaður um gönguna a Pumo Ri: Það hafði enginn farið upp þessa ísbrekku áður - útlitið eott við aðskilnaðinn „Það haföi enginn farið þessa ís- brekku upp á fjallið áður en við viss- um af því að það hafði verið klifrað þar niður áður. í fyrstu höfðum við ætlað að fara algengari leið á toppinn frá 1. búðum en þar var stór ástralsk- ur leiðangur á leið upp og hefði með- al annars kostað tafir að fylgja í fót- spor hans. Þegar við skildum 14. okt- óber leit allt vel út, - veðrið var gott og hafði verið þaö allan tímann," sagði Jón Geirsson fjallgöngugarpur í símtali við DV í morgun. Jón ætlaöi ásamt félögum sínum, þeim Þorsteini Guðjónssyni, Kristni Rúnarssyni og Skotanum Stephen Aistrophe, upp á topp fjallsins Pumo Ri í Nepal en varð aö yfirgefa leiðang- urinn þrem dögum áður en lagt var á toppinn. Hafði rif losnað og sært lungun þannig aö hann var ófær um að klífa leiðina á enda. Eins og sagt hefur verið frá í DV hefur ekkert sést til þeirra Kristins og Rúnars frá 18. október þegar þeir höfðu lagt af stað upp eftir ísbrekkunni. Skotinn Aistrophe fór ekki síðasta áfangann vegna veikinda. ísbrekkan brött „Við reistum aðalbúðir í 5300 metra hæð 1. október. Þetta er í töluveröri hæð og því þarf tíma til að aðlagast aðstæðum. Ef maður verður veikur í þessari hæð nær maður eiginlega ekki að jafna sig. Fyrstu dagarnir einkenndust af höfuðþyngslum við áreynslu og lystarleysi. Aðlögunin gekk samt nokkuð vel og eftir 7 daga vorum við farnir að kanna leiðirnar upp aö fjallinu. Leiöin, sem við höfö- um ákveðið að fara, haföi ekki verið farin upp áður en leit vel út. Viö reist- um 1. búðir neðan við brekkuna eftir viku. Þá var okkur orðið ljóst að ís- brekkan var svo brött að við gætum ekki sett upp búðir fyrr en eftir um 1000 metra, þegar ísbrekkan væri að baki. Fyrir ofan ísbrekkuna var nokkuð greið og auöveld leið á topp- inn og því ákváðum við að reisa ekki fleiri búðir á leiðinn á toppinn. Við ætluðum að hvíla okkur fyrir ofan ísbrekkuna, á stað þar sem við sáum ástralska leiðangurinn hvíla sig, bræða ís í drykkjarvatn og ganga síð- an á topp fjallsins. Þá var meiningin aö hvílast aftur á sama stað á leiö- inni niður. Við ætluðum ekki með tjöld heldur góða svefnpoka, hlífðar- poka og hlýjar dúnúlpur.11 Fann til í brjósti Jón segir að þeir félagar hafi náö að „fixa“ um 400 metra línu neðst í ísbrekkunni, upp í 6000 metra hæö, og þannig náö að stytta hana um 200 metra. „Það voru góðar aðstæður neðan til í ísbrekkunni. Þar gátum við kom- ið fyrir tryggingum, þannig að ef PósturogSími1988. Póst- og símamálastofnunin hefur gefið út ritling sem nefnist Póstiu: og sími 1988. í ritlingnum er sagt frá helstu fram- kvæmdum stofnunarinnar og markmiö- um. Fjallað er um póst- og símamál í sér- stökum köflum og skýringarmyndir sýna fjölda póstsendinga og símtala auk þesi sem þær leiða í ljós starfsmannafjölda 1980-1987. Birt er rekstraryfirlit og fjár- festingatölur 1987 og margar aðrar upp- lýsingar er að fmna í ritlingnum, m.a. um nýjungar í póst- og símamálum. Póst- ur og simi 1988 fæst án endurgjalds á póst- og símstöðvum um allt land og hjá söludeildum stofnunarinnar. maður hrapaði þá var það ekki nema hluta af línunni. Það hefur kannski verið erfiðara að tryggja ofar í brattri brekkunni. Hún er með um 50 gráðu halla. Þegar við vorum að vinna þarna neðst í brekkunni var Stephen orðinn óvinnufær og ég farinn að finna til í brjósti og fá blóðbragð í munninn. Ég man ekki eftir að hafa fengið neitt högg en maður hóstar þurrum hósta þarna uppi og við kröftugan hósta geta ribeinin í versta falli losnað. Ég fór niöur að spítala í fiailaþorpi en hann er rekinn af sjálf- boðaliðum. Þar var ég skoðaður og sagt að fara niður. Ég fór reyndar aftur að aðalbúðunum og var þar í 4 daga. Þá voru þeir félagar aö und- irbúa lokatilraunina. Þeir fylgdu mér niður eina dagleið þann 14. október þar sem þeir vildu hvíla sig og kom- ast frá fiallinu fyrir síðasta áfangann. Það leit allt vel út. Við höfðum ekki séð nein snjóflóð í fiallshlíðinni en smásteinhrun neðan til. Steinhruniö orsakaðist af sólbráð sem hófst um klukkan níu á morgnana og var um að gera að vera kominn upp fyrir Námskeiö í jóga og hugrækt Ananda Marga heldur tvö námskeið í Tantra jóga helgamar 29.-30. okt. og 7.-8. nóv. kl. 10-17 öll skiptin. í hvoru nám- .skeiðinu fyrir sig eru innifaldar tvær fjöl- breyttar og ijúfíengar heilsumáltíðir (ásamt uppskrift), slökunarsnælda, stjörnukort og lesefni. Kennt verður al- hhða jóga til heildræns þroska, þ.e. und- irstöðuæfmgar úr Hatha yoga kerfinu (asanas) sem viðhalda heilbrigði líkam- ans og stuðla einnig aö því að róa og stilla hugann sem er forsenda Raja Yoga, þ.e. hugræktarirmar. Leiöbeinendur verða Hartmann Bragason, B.A. sálfr., þetta svæði áður en sólin náði það hátt á loft.“ Niðurbrotinn maður Jón getur ekki frekar en aðrir nefnt neina eina ástæðu öðrum fremur sem hefur orsakað að félagar hans hröpuðu um 250-300 metra frá þeim stað þar sem þeir höfðu ætlað aö hvíla sig ofan við ísbrekkuna. „Það hefur eitthvað getað hrunið á þá eða eitthvað annaö gerst. Það er ómögulegt að segja.“ - Ætlar þú að halda áfram fiall- göngum? „Eins og er þá er ég niöurbrotinn maður og get ekki hugsað mér að fara að klífa fyrst um sinn. Við höfö- um allir klifið víða og öðlast tölu- verða reynslu en þessi leiðangur átti aö verða sá síðasti af þessari stærð- argráðu hjá okkur öllum í langan tíma. Að fara í leiðangur sem þennan tekur mikinn tíma í undirbúning og bið og kostar óhemju fé. Þegar svona atburðir eiga sér stað hugsar maður sig vel um hvaö framhaldið varðar.“ -hlh Álfdís Axelsdóttir sérkennari og Barry Green frá Englandi sem hefur 15 ára reynslu í Tantra og búddiskum fræðum. Innritun og upplýsingar i síma 622305, 23022 Og 20139. Tórúeikar Tónlistarhátíð ungra norræna einleikara Tónleikar í Listasafni íslands í kvöld, 27. október, kl. 20.30. Dan Laurion blokk- fiautuleikari leikur verk eftir van Eyck, Ishii, Marais, Hirose og fleiri.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.