Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1988, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1988, Blaðsíða 6
6 MÁNUDAGUR 31. OKTÓBER 1988. Sandkom Æsandi hreðjapaté Piparsveinar áAkm-eyrl ætlaaðsletta úrklaufunumí Sjallanumum nœstuhelgi.og „takaafskar- ið“ eins og segjr í auglýsingu frá þeim er standa fyrir uppákomunni. Vegleg veislumáltið bíöur þeirra í Mánasal og matseðilhnn þar virðist vera for- vitnilegur. Á honum er m.a. „ristaður kvenskelflskur“, „æsandihreðja- pate“, „frygðarseiði a la spanish fly“, „kælandi krapis hins fullkomna elsk- hugá' og „innbakaöar sveppafylltar graðhestalundir með sósu pipar- sveinsins". Vonandi smakkastþessir réttir vel hjá piparsveinunum, en ekki þarf að koma á óvart þótt þeir veröi djarftekir til kverma í Sjallan- um efir að hafa innbyrt slíkar krásir. Skjaldbakan féll Þaðbefuroft komiðframað Akureyringar látaekkisegja scrfyrirverk- ummeðþað hvaðaleikrit þeirfaraaðsjá í leikhúsinu sínu. i>að sem hefúr gert mesta lúkku þar undanfarin ár er „!éttir“ söngleikir og hafa Akur- eyringar flykkst í leikhúsið þegar þeir hafa veriö á dagskrá. En efboðiö er upp á eitthvað „þyngra" þá sitja þeir bara heima og horfa á sjón- varpið. Þetta kom vel í ijós á sýning- um LAá „Skjaldbakan kemst þangað líka“ eftir Árna Ibsen sero hefúr ver- iö á fiölunum að undanfömu. Leikrit- ið fékk rajög góöa dóma gagnrýnenda sem hvöttu fólk til að fara í leikhús, án árangurs. Sýningar uröu aðeins 7 talsins, uppselt var á frumsýninguna en síðan vom sárafáir á þeim sýning- um sem komu á eför og „Skjald- bakan“ kolféll. Hún mun þó rísa á fæturþví Þjóðieikhúsiðhefttrboðið LA að sýna hana á Iitla sviðinu. Næsta verke&ti er svo sjálfur „Emil í Kattholti" sem verðurjólaverkefhi IAogvonandi tekst Emii það sem „skjaldbokunni" tókst ekki, aö fá Akureyringa í leikhúsið. Enginn rígurþar Hinarfótluðu íþróttaiietjur Islendingaera komnarheim úrsiguríöraf heimsleikun- umsemfram fóraíKóreuog að sjálfsögðu var tekið á móti þeim á viðeigandi hátt á Kefla víkurtlugveili. Aðaifararstjóri hópsins sagði m.a. við það tilefni aö samheldni hópsins heföi verið geysilega mikil og íþrótta- menn sem kepptu í hinum ýmsu greinum hafi þotiö á railli keppnis- staða til aö hvetja félaga sina þegar þeir áttu sjálfir frí. Þarna hefúr ann- að verið uppi á teningnum en hjá ólyrapíuliðinu okkar i Kóreu á dög- unum. Þar ríkti mikill rígur á milli manna úr hinum ýmsu keppnisgrein- um, hann fór e.t.v. ekki mjög hátt, en blaðamenn urðu áþreifanlega var- ir við hann í samtölum sínum við fólkiö. Þá vekur það raikla athygli að fatlaöa íþróttafólkið segist ekki hafa verið taugaóstyrkt á leikum sínum, en á ólympíuleikunum voru allir titr- andiogskjálfandi þegarþeir gengu tilkeppni. RC-cola og ■ ■#-■ Ranghenntvar ISandkornU síöustuvíku.að ÖlgerðinEgÚl Skallagrírasson hafistoliðupp- skriftinnisem notuðervið lögun RC-cola. Þetta er alls ekki rétt Uppskriftin ereaki einu sinni ís- lensk. Hún er fengin frá fööurlandi coladrykkjanna -Bandaríkjunura. Sandkom sagði að sögur hermdu að um væri að ræða somu uppskrift og notuð var við lögun Sól-cola. Enn eins og kunnugt er þótti sá drykkur held- ur betur misheppnaöur og hefur framleiðslu hans löngu verið hætt Það réttaerað uppsluiftin. sem Öl- gerðin styöst við, er tU muna eldri og verið notuð í áratugi. Sandkom drekkurísigfýrrisöguumupþksrift- aratuldinn. Fréttir Kostnaður við nýtt Alþingishús er kominn upp í 32 milljónir - óvíst að af byggingu hússins verði Kostnaður vegna hönnunar og undirbúnings fyrir nýtt Alþingishús er nú kominn upp í 32 milljónir króna en enn hólar ekki á húsinu og hefur reyndar ekki verið tekin nein ákvörðun um byggingu hússins. í tilefni hundrað ára afmælis Al- þingishússins samþykkti Alþingi að efna til samkeppni um gerð og skipu- lag nýbyggingar fyrir starfsemi þess. Samkeppnin miöaðist viö að heim- kynni Alþingis verði áfram í núver- andi þinghúsi svo og í byggingum í næsta nágrenni þess. Tekið var fram í samkeppninni að fyrri hluti ný- byggingarinnar yrði við Kirkjustræti eða vestanvert við Alþingishúsið. Síðari áfanginn átti að vera við Tjarnargötu. Á Alþingi 1986 var ákveðið að efna til samkeppni og var verölaunafé samtals 2.750.000 kr. Það var Sigurö- ur Einarsson arkitekt sem sigraði í samkeppninni. 1987 voru 12 milljónir til Alþingis- hússins á fjárlögum en 1988 voru 6 milljónir. I bæði skiptin var það Al- þingi sem samþykkti að bæta þessu inn í fjárlagafrumvarpiö. Heildar- upphæðin er hins vegar 32 milljónir eins og áður sagði þannig að við þess- ar tölur hefur bæst ýmis kostnaður í meðforum húsameistara ríkisins. Aö sögn Garöars Halldórssonar húsameistara þarf enn verulegar upphæðir til aö ljúka hönnunarþátt- um verksins, enn sé mikiö verk eftir áður en hægt sé aö fara að byggja. Það er víst að ekki verður gert ráð fyrir frekara framhaldi í fjárlaga- frumvarpinu sem nú er verið að ijúka vinnu við. Fyrrverandi forseti sameinaðs þings, Þorvaldur Garðar Kristjánsson, hefur verið mikill bar- áttumaður málsins og hefur mælt fyrir því að fjárveitingar fyrir þessu komist inn á íjárlög. Núverandi for- seti, Guðrún Helgadóttir, er hins veg- ar ekki eins áíjáö í það og hefur reyndar lýst því yflr í DV aö hún sjái öll tormerki á byggingu hússins. -SMJ Samansett afstöðumynd. Kirkjan séð frá höfninni. Ljósmynd Hrafn Snorra- Likanið af nýju kirkjunni, séð frá nýja sjúkrahúsinu. son. ísafjörður: Teikningar að nýni kirkju Arkitektinn Gylfi Guðjónsson'hef- ur nú lokið viö frumteikningar að nýrri krikju fyrir ísaflarðarsöfnuð. Nýlega kynnti Gylfi teikningar sínar í sal Menntaskólans á ísafirði og sýndar voru skyggnur af þeim. Gunnlaugur Jónsson, formaður sóknamefndar, fór þar nokkrum orðum um teikningamar og lýsti al- mennri ánægju nefndarinnar með þær. Séra Jakob Hjálmarsson, sókn- arprestm- á ísafirði, kvaðst einnig mjög ánægður með árangurinn. Sem kúnnugt er hefur kirkjunni veriö valinn staöur á uppfyllingu sunnan Hafnarstrætís framan við nýja sjúkrahúsiö. „Ég var sóknar- nefnd til ráðgjafar við lóðarvalið og samdi greinargerð um þá staði sem vora hér til umræðu. Það var sam- þykkt á safnaðarfundi að velja þessa lóð því kirkja af þessari stærð rúm- ast eiginlega ekki á öðmm stöðum sem til greina komu,“ sagði Gylfi Guðjónsson í samtali við DV. Kirkjan veröur um 5500 rúmmetr- ar og grunnflöturinn 870 fermetrar. Aö sögn Gunnlaugs Jónssonar er enn beöið eftir lokasvari um lóðarúthlut- un og niðurstöðum rannsókna um hvort þurfi aö undirbúa lóðina áður en hafist er handa þar sem hún er á uppfyllingu. „Viö vonum að teikni- vinna fari fram í vetur og gangi þaö skjótt að útboö geti fariö fram snemma næsta sumar. Áætlanir um byggingarhraða em ekki tilbúnar en uppbygging hússins er hugsuö í einni lotu,“ sagði Gunnlaugur. Ekki hefur verið lokið við kostnað- aráætlanir en gróflega reiknað er gert ráð fyri.r að byggingin kosti um 75 milljónir. 'iu viðmiðunar má geta þess að stjórnsýsluhúsiö kostaði um 310 milljónir. Söfnuðurinn kostar sjálfur bygginguna án ríkisframlags en hægt er að fá styrk frá kirkjusjóði. „Þessi kirkja rúmar álíka marga í sæti og þegar gamla kirkjan var byggð fyrir 125 árum þegar íbúaíjöldi var aðeins brot af því sem hann er núna,“ sagði Gunnlaugur. „Þaö er einnig verið að byggja utan um aðra þá starfsemi sem fylgir safnaöar- starfinu. Það verður boðið upp á víð- tækari þjónustu en áöur hefur verið unnt. Safnaðarstarf býður upp á fjöl- breytt starf fyrir alla aldurshópa. í þessari byggingu verður góö aðstaða fyrir ferminganmdirbúning og Gylfi Guöjónsson, arkitekt nýju kirkj- unnar á ísafirði. Hann hefur einnig teiknað kirkju fyrir Hóla- og Fella- sókn í Reykjavfk. æskulýösstarf og einnig verður unnt að bjóða ýmsum félögum og kómm afnot af húnæöinu. Kaupin á Feröaskrifstofu ríkisins: Ráðuneytið taldi starfsfólkið hafa keypt fyrirtækið - segir Matthías Á. Mathiesen „Samgönguráðuneytið vissi aldrei annaö en aö þaö væri bara starfs- fólkiö sem hefði keypt Ferðaskrif- stofu ríkisins enda átti þaö forkaups- rétt að fyrirtækinu," sagði Matthías Á. Mathiesen, fyrrverandi sam- gönguráöherra, VIÐ DV. Dráttur hefur oröiö á að ferðaskrif- stofan fái starfsleyfi undir nafni Feröaskrifstofa íslands. Er það með- al annars rakiö til þess að Eimskipa- félag íslands er sagt vera á leiðinni inn í reksturinn. Matthías sagðist ekki hafa haft neina hugmynd um þaö þegar salan var staðfest. „Ég get ekki annað sagt en aö við erum að skoða þetta mál i samgöngu- ráöuneytinu,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon samgönguráöherra. Hann sagöist ekkert geta sagt til um máhö fyrr en það yrði rætt í fyrirspumar- tíma á Alþingi enda heföi hann tak- markaöar upplýsingar um þaö. -SMJ Fékkað kjósa borgarstjóm en ekki hunda „Þaö hafa komið hingaö nokkrir Norðurlandabúar og ætlaö að fá aö kjósa en viö orðið að visa þeira frá vegna þess að þeir vom ekki á kjör- skrá,“ sagöi Gunnar Eydal, form- aður kjörstjórnar í hundakosning- unum DV hafa borist spumir af danskri konu sem ætlaði aö kjósa í hunda- kosningum en var vísaö frá vegna þess aö hún var ekki á kjörskrá. Það þótti henni skrítiö því hún fékk að kjósa hér síðast þegar kosið var til borgarstjómar. Að sögn Gunn- ars þá er kjörskráin fyrir sveita- stjómarkosningar opnari en kjör- skjráin fyrir forsetakosningar en það er einmitt sú kíörskrá sem notuð er nú. Því hefði orðið að visa Norðurlandabúum frá sem hins vegar fá aö kjósa í sveitarstjórnar- kosningum. Sagði Gunnar aö allt of dýrt hefði veriö aö útbúa nýja kjörskrá vegna þessara kosninga. -SMJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.