Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1988, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1988, Blaðsíða 12
12 MÁNUDAGUR 31. OKTÓBER 1988. Utlönd Cfaadli Benjedid, forseti Aisír, sem hefiir átt mjög í vök að verjast aö undanfómu vegna óeirða í landinu, reyndi um helgina að styrkja stöðu sína með því að reka tvo háttsetta ráðherra úr ríkis- stjóm sinnL í stað beggja komu nánir aöstoö- armenn forsetans sem lofaði um- fangsmiklum pólitiskum umbótum til að lægja ófiiöaröldumar í landinu. í yfirlýsingu frá hinni opinberu fTéttastofu landsins sagði að þeir tveir ráðherrar sem reknir vom heföu verið kallaöir tii annarra starfa. Hinir nýju ráðherrar eru trúnaö- arvinir forsetans og þykir það sýna hve mikið hann leggur upp úr per- sónulegum tengslum viö val á valdamestu mönnum þjóðarinnar. Chadli Benjedid, forseti Alsfr, með augum Luries. Waldheim fær orðu i Kurt Waldheim tekur hér víð æðstu orðu Sýrlands úr hendi Assads Sýrlandsforseta i Damaskus á laugardag. Sfmamynd Reuter Kurt Waidheim, forseti Austurríkis, var um heigina sæmdur æðstu orðu Sýrlands. Tók hann við henni viö hátiölega athöfii í Damaskus. Waldheira hefur undanfarna daga verið á feröalagi um nokkur Miðaust- urlönd. Bandarfska sendiráðsbyggingin I Moskvu sem nú veldur dellum milli Bandaríkjanna og Sovétrikjanna. Sfmamynd Reuter Gagnsóknin ber árangur Steinunn Böövaisdóttir, DV, Washingtan: Michael Dukakis, forsetaframbjóð- andi demókrata í Bandaríkjunum, hefur enn minnkað forskot George Bush, frambjóðanda repúblikana, samkvæmt niðurstöðum skoðana- könnunar tímaritsins Time sem birt- ar voru í morgun. Skoðanakönnunin sýnir að Bush hlýtur 50 prósent fylgi kjósenda en Dukakis 40 prósent. Fyrir tveimur vikum hafði Bush allt að 17 prósent forskot á andstæðing sinn. Gagnsókn sú sem Dukakis hóf fyrir nokkrum dögum viröist nú vera að bera árangur. Hann er harðskeyttari í ræðum sínum og svaraöi loks í gær ásökunum sem hann hefur látið fram hjá sér fara síðan í sumar. Bush hef- ur margoft lýst Dukakis sem frjáls- lyndum demókrata sem muni hækka skatta og allt að leiða þjóðina í glöt- un. í gær sagði Dukakis: Já, ég er frjálslyndur í anda Harrys Truman og Johns F. Kennedy. Þetta er í fyrsta sinn síðan á flokksþingi demókrata sem Dukakis lýsir sjálfum sér sem frjálslyndum. Dukakis notaði einnig tækifærið í gær og skoraði á Bush í kappræður. Frambjóðendurnir hafa þegar háö tvær kappræður og Bush hefur neit- að að mæta andstæðingi sínum aug- liti til auglitis í þriðja sinn. Dukakis stakk upp á að þeir ræddu saman kvöldið 7. nóvember en daginn eftir ganga Bandaríkjamenn til kosninga. Lokasprettur þessarar kosninga- baráttu er nú hafinn og mikil harka er hlaupin í stuðningsmenn beggja. Barátta þessi hefur einkennst af lág- kúru og ódrengilegum brögðum beggja herbúða. Sjálfstæð samtök repúblikana og demókrata, sem ekki eru í tengslum við sjálfar herbúðir frambjóðendanna, hafa einnig kost- að auglýsingar, kosningafundi og ræðuhöld víðs vegar um land. Ein slík samtök, samtök repúblik- ana í Marylandfylki, stóðu fyrir bréfasendingum til stuðningsmanna Bush í fylkinu til að safna fjárfram- lögum. í bréfinu, sem samtökin sendu út, er nafn Willie Horton enn á ný dregið fram í sviðsljósið. Horton er blökkumaöur sem nauðgaði hvítri konu eftir að hann strauk úr fangelsi í Massachusettsfylld þar sem Dukak- is er fylkisstjóri. í upphafi bréfsins birtast myndir af Dukakis og Horton og spurt er hvort kjósendur vilji sjá þá tvo sigra í þessum kosningum. Þótt bréfið hafi ekki verið á vegum Georges Bush, og James Baker, kosningastjóri hans, var fljótur að benda á það, sýnir þetta hversu mik- il harka er tílaupin í kosningabarátt- una. ■ Michael Dukakis er nú harðskeyttari í ræðum sínum og svarar ásökunum sem hann hefur látið framhjá sér tara siðan í sumar. Simamynd Reuter George Bush hefur neitað að hitta andstæðing sinn í kappræðum I þriöja sjnn Simamynd Reuter tíl aö reyna aö leysa þær deilur sem komnar eru upp vegna sendiráðs- byggingar Bandaríkjanna í Moskvu. * pawMWiHumtu wvchivui, ciiHi uauuaxi&R.- ur og einn sænskur. í kosningunum sem verða á næst- unni Bhutto, sem er þtjátíu og fimm ára, eignaöist sitt fýrsta bam í sept- ember síðastliönum. Hun lagði af Inings- mönnum sfnum. Slmamynd Routar um Reuter Frjálslyndir sækja a Agúst Hjörtur, DV, Ottawa: Sjónvarpskappræöur leiðtoga flokkanna þriggja, sem sæti eiga á Kanadaþingi, virðast heldur betur hafa snúið við spilimum fyrir Frjáls- lynda flokkinn og leiðtoga hans, John Tumer. Stjómmálaskýrendur og fiölmiðla- fólk vora síður en svo á einu máli um hver leiðtoganna hefði komið best út úr kappræðunum. Skoðana- kannanir dagana á eftir sýna hins vegar að flestum þótti Tumer koma best út úr þeim. Fyrir kappræðumar naut Tumer minnsts trausts leiðtoganna þriggja og Frjálslyndi flokkurinn átti í harðri baráttu við Nýja demókrataflokkinn um annaö sætið. Fyrstu kannanir sem birst hafa um fylgi flokkanna eftir kappræðumar benda til að þær hafi haft umtalsverð áhrif. Þær sýna að Fijálslyndi flokkurinn er með jafnmikið fylgi eða meira en Ihalds- flokkurinn sem fram til þessa hefur haft talsvert forskot. Aðaldeiluefnið í kappræðunum var fríverslunarsamningurinn við Bandaríkin sem taka á gildi nú um áramótin. Efasemdir almennings um ágæti samningsins virðast fara vax- andi og kemur það stjómarandstöðu- flokkunum til góða þar sem þeir era mjög andvígir honum. Þetta á sér- staklega við um Tumer sem hefur gert það að aðalmáli kosningabar- áttu sinnar að koma í veg fyrir að samningurinn taki gildi. Af sveiflum almenningsálitsins síð- ustu viku má ráða að kanadískir kjósendur era fremur óráðnir. Það má því búast við að mun meiri kraft- ur og harka færist í kosningabarátt- una þær þrjár vikur sem enn em eftir fram að kosningum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.