Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1988, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1988, Blaðsíða 15
MÁNUDAGUR 31. OKTÓBER 1988. 15 Meiming Nýlistasafnið 10 ara: Leitandi, utangarðs og á götunni - Níels Hafstein, Halldór Ásgeirsson og Kristján Steingrímur í afinælisspjalli Nýlistasafniö heldur um þessar mundir upp á 10 ára afmæli sitt með veglegri sýningu í eigin sýningarsöl- um og einnig í nýju og glæsilegu húsnæði Listasafns íslands. Nýlista- safnið á því miður ekki sama láni að fagna og Listasafnið í húsnæðismál- um því allt stefnir í að það verði á götunni um áramót. Til að ræða stöðu Nýlistasafnsins, afmælissýn- inguna og framtíðaráformin fengum við í smá6pjall tvo núverandi stjóm- armenn, þá Kristján Steingrím og Halldór Asgeirsson, og Níels Haf- stein, fyrsta stjórnarformann safns- ins, en hann á jafnframt verk á af- mælissýningunni. Kristján Steingrímur: Það má segja að tilefnið að þessari sýningu sé tví- þætt; annars vegar er verið að minn- ast þessara tímamóta, tíu ára af- mælis safnsins, og hins vegar er ver- ið aö dusta rykið af safngripunum, m.a. til þess að fá einhverja umræðu um safnið og vekja máls á þeirri stað- reynd að það er að missa ofan af sér húsnæðið. Við erum að reyna að koma Nýlistasafninu af þessu „und- ergroundstigi". Sáum okkur reyndar til neydda að leita út fyrir safnið að húsnæði undir sýninguna vegna þess hve sýningin hlaut að verða viðamik- il. Við fómm þess vegna á stúfana til að athuga hvaða húsnæði gæti verið á lausu undir sýninguna og enduðum á Listasafni íslands. Það vakna nátt- úrlega ýmsar spumingar þegar tekin er upp samvinna við Listasafnið. Níels Hafstein: Það má kannski segja að sjónarmiðin hafi nálgast með kynslóðaskiptum; Listasafnið hefur yngst upp en við elst í leiðinni - elsti meðlimur Nýlistasafnsins er held ég um sjötugt... Halldór Ásgeirsson: Ég held að þetta sé nú dálítið orðum aukið, við erum a.m.k. ekkert að deyja út. Flest- ir núverandi stjórnarmenn em í kringum þrítugt svo það hefur í sjálfu sér ekkert elst nema sjálft safn- ið. Níels: Það er hins vegar miklu minna um það núna en fyrir 10 ámm að fólk, sem er að ljúka skóla, sýni Nýlistasafninu áhuga. Fólk er miídu meira upptekið af því nú en áður aö markaðssetja sjálft sig sem lista- menn. Það er óþolinmótt að bíða eft- ir að verða að þekktum nöfnum í listaheiminum og hefur lítinn áhuga á svona misskildum „underground- artistum" eins og okkur. - Nú er Nýlistasafnið þekkt fyrir að hafa verið samastaður gjöminga- listamanna. Hvers vegna em þeim ekki gerð ýtarlegri skil en raun ber vitni á yfirlitssýningu Islendinganna í Listasafninu? Halldór: Það er í raun bara spum- ing um það hvemig eigi að standa að hlutunum, hvort það eigi að hræra öllu saman. Við teljum að þarna hafi verið valin tiltölulega hlutlaus leið með því að sýna aðeins muni í eigu safnsins en sleppa því sem viðkemur aktívítetinu. Kristján: Það var reyndar meining- in að hafa myndbandadagskrá þar sem sýnt yrði eitthvað af þeim gjöm- ingum sem fram fóm í Nýlistasafn- inu eða annars staðar en þegar til kom reyndist erfitt að nálgast bita- stæðar upptökur. Svo er náttúrlega líka það að menn voru eiginlega ekki byrjaðir neitt að ráði að gera „per- formansa“ á þessum tíma. Það var ekki fyrr en ’80 eða ’81 sem gjörning- amir urður eitthvað áberandi. Það má segja að Níels sé endapunkturinn á þessari sýningu í Listasafninu. Níels: Menn voru auðvitað aö vinna í ýmsa miðla á þessum áram. Það var í rauninni ekki fyrr en upp úr 1970 sem „konseptið“ byrjaði, í enda SÚM-tímabilsins. En það var mjög upp og ofan hvort þessi verk, sem tengdust á einhvem hátt gjörn- ingum, varðveittust. - Eftir sýningunni í Listasafninu að dæma hefur Sigurður Guðmundsson a.m.k. munað eftir að taka meö sér myndavél. Níels: Já, en síðan em verk eins og blóðmörskeppirnir hans Kristjáns sem ég lít á margan hátt á sem tíma- mótaverk. Þeir voru ekki margir sem gátu fallist á að þetta hefði eitthvað með list að. gera. Ég tel mig heppinn að hafa tekist að bjarga tveimur keppum þar sem þeir lágu í rasli sem átti að henda úr gömlu SÚM-komp- unni. Þannig að ég held að efnistökin séu einfaldlega allt önnur nú. Kristján: Já, nú eru menn alltaf að taka upp myndavélarnar sínar. - Hvaö finnst ykkur um þau orð Guðbergs Bergssonar í inngangi sýn- ingarskrárinnar að Nýlistasafnið hafi orðið tfi á undan þeirri list sem það átti að hýsa, að það hafi virkað fremur sem orsök en afleiðing í lista- lífinu? Níels: Já, ég held að þetta sé hæpin ályktun. Þetta var einfaldlega þannig að þeir sem vom í SÚM á sínum tíma héldu áfram á sama staðnum með því að taka þátt í stofnun þessa safns. Verkin bámst safninu svo bara jafn- óðum og sýningar voru haldnar. Halldór: Ég held að það geti verið villandi að flokka stefnurnar á þess- um tíma eftir stöðum og segja t.d.: Hildur Hákonardóttir: Úr sögu manr Þetta er Suðurgötu 7-list, þetta er Nýlistasafnslist og þetxa SÚM. Með því er verið að setja undir sama hatt- inn listamenn sem eiga kannski fátt annað sameiginlegt en að vera leit- andi og utangarös í augum menning- arpólitíkusanna. En að vera aö leita að einhverri stefnu, það held ég að sé bara vitleysa. Þama er í mesta lagi um samkennd ungra og leitandi hstamanna að ræða. Níels: Ef ég skil þig rétt þá ertu að segja aö um leið og eitthvað nýtt Myndlist Ólafur Engilbertsson kemur fram þá hljóti það að birtast hérna. Halldór: Já. - Þannig að þið lítið ekki á Nýlista- safnið sem safn í hefðbundnum skilningi heldur frekar sem vettvang skapandi lista? Níels: Já, en það er náttúrlega ekki síður mikilvægt hlutverk sem Ný- listasafnið gegnir að bjarga menn- ingarverðmætum frá því að fara í ruslið. Það hefur svo oft sýnt sig að það þýðir ekkert að vera vitur eftir á þegar öll vísbending um skapandi hugsun er orðin að ösku. Það vom auðvitað ekki allir sammála um það hvort verkin ættu rétt á sér. Það var oft rifist um það hvort þau hefðu eitt- hvert söfnunargildi. Halldór: Þaö er hlálegt að það fólk, sem hefur haft með menningarmál að gera og haft hér áhrif á viðgang myndlistarinnar, að í mörgum tilvik- um er hægt að telja á fingrum ann- arrar handar þau skipti sem það hef- ur komið hingað. Og á sama tíma og stórir hlutir vom að gerast hér í nýsköpun vissi margt af þessu fólki ekki einu sinni að Nýlistasafnið væri til. Þaö getur verið pirrandi fyrir fólk, sem er búið að leggja á sig margra ára sjálfboðavinnu, að verða Dieter Roth: Lyktarorgei, 1965. enn og aftur fyrir barðinu á vanþekk- ingu þessara menningarpólitíkusa. Níels: Gott dæmi um þetta skiln- ingsleysi er einmitt afstaða Lista- safnsins í gegnum tíðina. Einhverju sinni kom einhver kona hingað á sýningu á þess vegum og það eina sem hún virtist hafa áhuga á var hvort ég notaði grautarlím eða Uhu til að líma saman verkin mín. - En hefur afstaða hins opinbera og Listasafnsins ekki breyst með þess- ari samsýningu? Felst ekki í henni viðurkenning? Halldór: Ég veit það ekki. í raun og vem eru aðstæður alveg þær sömu núna og fyrir tíu árum. Við höfum álíka mikinn fiárstuðning frá hinu opinbera og þá, þ.e.a.s. lítinn sem engan. Ef eitthvað er þá hefur ástandiö versnaö. Við stöndum t.d. í þeim sporum núna að hafa e.t.v. ekk- ert þak yfir höfðinu á næsta ári. Það bætast alltaf ný verk í safnið og þetta litla pláss, sem við höfum hér undir geymslu, dugir hvergi til. Verk í eigu safnsins em úti um allan bæ, aðal- lega á vinnustofum listamanna. En eins og Níels nefndi áðan þá hafa kynslóðaskipti kannski breytt ein- hverju. Fólk þekkist sjálfsagt betur en ég held að afstaðan sé mestmegn- is sú sama. - Varðandi húsnæðismálin. Nú var t.d. haldin mikil og fiölbreytt sýning eöa „workshop” í JL-húsinu ’83 sem hét Gullströndin andar. Hefur komið til greina að færa rekstur Nýlista- safnsins í slíkan farveg þar sem fleira yrði á boðstólum en einungis mynd- listarsýningar? Kristján: Það má ekki gleyma því að Nýlistasafnið hefur verið leigt út, bæði til tónleikahalds og leiksýninga. Hér hafa t.d. Egg-leikhúsið og Al- þýðuleikhúsið verið meö sýningar og leigt húsnæðið. Gullströndin and- ar var hins vegar meira „spontant" fyrirbæri. Þarna vora vinnustofur - listamanna og þar af leiðandi allt aðrar forsendur. Hér var meira lagt upp úr því að leigja húsnæðið út til sýningahalds jafnframt því að koma upp góöu safni. Hitt er annað mál að húsnæði á borð við það sem þarna var til staðar í JL-húsinu myndi henta Nýlistasafninu mjög vel. Halldór: Við lítum svo á að borgin eigi að hafa frumkvæði í þessu máli. Hér erum við búnir að leggja á okkur sjálfboðavinnu í þágu menningarlífs- ins í borginni í tíu-fimmtán ár og okkur finnst við bara eiga þetta inni hjá borgaryfirvöldum. Níels: Nú hefur Alþýðubankinn veitt okkur gálgafrest í eitt og hálft ár svo það fara að verða síðustu for- vöð. E.t.v. kæmi það sterkast út fyrir okkur að taka höndum saman við aðra menningarhópa sem hefur ver- ið úthýst, eins og t.d. frjálsu leik- hópana. En menningarmálanefnd borgarinnar er aö vinna í málinu, eftir því sem við best vitum, og von- andi kemur eitthvað út úr því. Halldór: Það má alveg koma fram hér að fyrir 2-3 árum vorum við í stjórn safnsins orðnir það svartsýnir og leiðir á sinnuleysi hins opinbera að við vorum famir að hugleiða að gefa Listasafninu öll verk Nýlista- safnsins. En sem betur fer var hætt við þessi áform. Við erum þess líka fullvissir að tíminn vinni með okkur, og Nýlistasafnið mun lifa - það er klárt mál. - ÓE 405 GR OG SRI aar Við rýmum fyrir 1989 árgerðinni af Peuge- ot 405, lækkbm verðið og bjóðum einstak- lega góð greiðslukjör - 25% ÚTBORGUN OG EFTIRSTÖÐVAR TIL 18 MÁNAÐA Á ÓVERÐTRYGGÐU SKULDABRÉFI. Staðgr.verð Afborg.verð PEUGEOT 405 GR 1900’88 795.000,- 858.600,- VERÐ1989 ÁRGERÐAR 895.500,- 967.100,- Búnaður: 110 ha vél, 5 gíra skipting, vökvastýri, veltistýri, rafhitaðir útispeglar, rafhituð framsæti o.fl. Staðgr.verð Afborg.verð PEUGEOT 405 SR11900 ’88 895.000,- 966.600,- VERÐ1989 ÁRGERÐAR 1.014.700,- 1.095.900,- Búnaður: 125 ha vél með beinni innspýtingu eldsneytis á vél, 5 gíra skipting, vökvastýri, rafdrifnar rúður, fjarstýrðar miðlæsingar (central), litað gler, rafhitaðir útispeglar, rafhituð framsæti o.fl. JÖFUR - ÞEGAR ÞÚ KAUPIR BÍL JÖFUR HF Nýbýlavegi 2 • Sími 42600 OPIÐ 9-18 VIRKA DAGA OG 13-17 LAUGARDAGA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.