Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1988, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1988, Blaðsíða 19
MÁNUDAGUR 31. OKTÓBER 1988. 19 Lengi getur vont versnað Á íslandi er komin fram á sjónar- sviðiö ný ríkisstjóm undir verk- stjóm laxveiðimannsins Stein- gríms Hermannssonar sem allflest- ir, ef ekki allir, íslendingar virðast trúa og treysta hvað svo sem frá honum kemur. En ekki er Stein- grímur einn á skútunni. Hann hef- ur að venju með sér einvalalið, já, bæði Alþýðuflokkinn, að ekki nú minnst á Alþýðubandalagið. Nú hljóta allir íslendingar að líta björtum augum fram á veginn og eiga von á að geta lifað í vellysting- um praktuglega næstu mánuðina, enda heldur félagi Ólafur um spari- baukinn. Ólafs þáttur Ragnars Hvaö skyldu þessir blessaðir menn nú ætla að gera svo lífvæn- legt verði að búa á íslandi? Jú „lifrarprinsinn", formaður Alþýðubandalagsins, vinur fátæka fólksins, svo ég tali nú ekki um gamla fólksins, ætlar að bjarga hriplekum ríkiskassa með því að leggja þriggja milljarða aukaskatt á launafólk ásamt því að klípa tölu- verðan hluta af hinu óhóflega fjár- magni (að því er hann virðist halda) sem elstu borgarar þessa lands eiga rétt á að fá til sinna brýn- ustu nauðþurfta. - Já, nú skal þess gætt að enginn íslendingur fari yfir „móöuna miklu" með peninga tjár- málaráðherrans. Ég hef alltaf haldið að það teldist dyggð að geta sparað nokkrar krónur um ævidagana til að geta fleytt sér á síðustu ævikvöldin. Að KjaUaiinn Steindór. Karvelsson sölumaður sjálfsögðu eru eldri borgarar ís- lands búnir að borga sinn hlut til þjóðarbúsins, og kannski vel það, og ættu því að öllu eðlilegu að geta lifað að mestu áhyggjulaust síðustu ár ævinnar. Þetta hélt ég að jafn- sprenglæröur maður og „friöar- postulinn" ætti að vita. En því miður, „lengi getur vont versnað“, eins og máltækið segir. Ekki veit ég hvort ég er farinn að tapa minni en það er eins og mig rámi í að þetta sé hinn sami maður og notaði siði frumskógarmannsins Tarsans, barði sér á brjóst og hróp- aöi svo hátt að heyrðist um allt land: „Burt með matarskattinn hans Jóns Baldvins.“ Nú er Ólafur Ragnar nýr og betri maður, enda farinn að borða hollan „Það sem eftir stendur er að margir íslenskir stjórnmálamenn, svo og aðrir háttsettir embætismenn, virðast hafa ansi litla ábyrgðartilfinningu og þurfa ekki að taka ábyrgð á sínum gjörðum.“ „En af hverju skyldu námsmenn nú vera aó horfa til félaga Svavars?" spyr greinarhöfundur. íslenskan mat að hætti Bryndísar Schram. Og auðvitað er Ólafur kurteis að herramannasiö og þakk- ar Bryndísi máltíðina með þvi að ganga harðast manna fram í því að verja matarskattinn mannsins hennar, Jóns Baldvins. Svona eiga herramenn að vera! Ekki er ein báran stök En ekki er formaðurinn Ólafur einn í flokki þó að flokksmönnum hans fari nú sífellt fækkandi, sem ekki er að furða ef höfuðið hagar sér svona, því eftir höfðinu dansa limirnir. Nei, þarna er einnig inn- anbúðar höfðingi að nafni Svavar sem vafalaust allir námsmenn þekkja og líta nú bænaraugum til. En af hveiju skyldu námsmenn nú vera að horfa til félaga Svavars? Jú, ætli hann hafi ekki, þegar hann taldi Alþýðubandalagið vera að deyja út, lofað því að kæmist hann í aðstöðu til að ráða einhverju skyldi sko ekki standa á honum að námsmenn fengju full námslán. Koma tímar, koma ráð. Svavar kemst því miður í aöstöðuna um- ræddu (sem hann hefur sennilega aldrei reiknað með). Nú var úr vöndu að ráða. Hvað átti nú aö gera við stóru loforðin? Eins og allir vita er félagi Svavar greindur maður og var ekki í vand- ræðum með þetta. Hann beitti fyrir sig kunnri Álþýðubandalagsvörn. Því miður, krakkar mínir, vondu mennirnir í hinum flokkunum eyddu svo miklu úr peningakass- anum hans félaga Ólafs að það er ekkert eftir handa ykkur. Svona fór um sjóferð þá. Hver er ábyrgur? Hvemig á maður að skilja svona málflutning eins og að framan er rakinn? Hvað er það sem eftir stendur? Svari nú hver fyrir sig. Nú er ég ekki að segja að þessir herramenn séu einu íslensku stjórnmálamennirnir sem svona haga sér. Nei, því fer fjarri, þeir eru sko fleiri, en það bætir samt ekki þá sem að framan er getið. Það sem eftir stendur er að marg- ir íslenskir stjórnmálamenn, svo og aðrir háttsettir embættismenn, virðast hafa ansi litla ábyrgðartil- fmningu og þurfa ekki að taka ábyrgð á sínum gjörðum, sama hversu vitlausar þær kunna að vera. Er það tilfellið að aldrei sé ætlun- in að standa við það sem sagt er eða lofað? Slæmt er ef satt er. Steindór Karvelsson Og þjóðin sýpur hveljur Hvalveiðistefna íslendinga er í dauðateygjunum en forvígismenn hennar láta samt ekki deigan síga. Enn á ný skal erlendum ofbeldis- seggjúm og innlendum meðreiðar- sveinum þeirra kennt að sannir íslendingar láta ekki kúga sig. Þeir skutla sinn hval hvað sem tautar og raular. Fjölmiðlakórinn, sem stutt hefur við bakið á Halldóri Á. og félögum, er orðinn nokkuð hjá- róma en aöalpersónurnar láta sér ekki segjast. En það sem gleymst hefur í um- ræðunni um þessa farsakenndu framhaldssögu er að hún snýst um annað og meira en hval. Hér birtist nefnilega í óvenjuskýru ljósi í senn skopleg og ógnvænleg hlið á ís- lensku þjóðfélagi; þjóðremba, skammsýni og tilhneiging til þess að heyja stóru stríðin um hunda- þúfurnar (sbr. afnám z-unnar og hundahald). Það er heldur hjákátlegt að þjóð, sem böðuð er í erlendri sorp- menningu, spýti í lófana til þess að verja reisn sína og þjóömenningu í líki Hvals lif. Samsafn ótíndra? Sá sjóndapri sjálfbirgingsháttur, sem einkennt hefur framgöngu ráðamanna í þessu máli, er ef til vill góður og gildur í íþróttum. En það er eitt að vera fyrirliði Fram og annað að vera „forward" í KjaHaiinn Jakob Smári sálfræðingur „Það gengur ekki til lengdar að lýsa umhverfisverndarsamtökum ávallt sem samsafni ótindra bófa og misind- ismanna," segir hér meðal annars. „Fjölmiðlakórinn, sem stutt hefur við bakið á Halldóri Á. og félögum, er orð- inn nokkuð hjáróma en aðalpersón- urnar láta sér ekki segjast.“ Framsóknarflokknum. Það gengur ekki til lengdar aö lýsa umhverfis- verndarsamtökum ávallt sem sam- safni ótíndra bófa og misindis- manna. Það er mál til komið að skríöa upp úr sandkassanum og viðurkenna að hér er hugsjónafólk á ferð sem um margt berst fyrir okkar eigin hagsmunum. Slík afstaða er í senn sú eina sem er vænleg til árangurs og um leið okkur sæmandi sem lýðræðisþjóð. Okkur er líka lífsnauðsyn sem smáþjóð að sýna skoðunum ann- arra tilhlýðilega virðingu (hvort sem við erum þeim sammála eða ekki). Bjóðum því fulltrúum um- hverfissinna til viðræðna og jafn- vel samstarfs í stað þess að hlaupa á milli viðskiptaaðila okkar erlend- is sem fremur taka mið af þrýstingi en rökum. Gagnrýni hefur skort Á þessum tímamótum er mikil- vægast aö við lærum öll okkar lex- íu. Fyrst og fremst þurfa fjölmiðlar að skoða sinn nafla, þeir hafa alger- lega brugðist sínu hlutverki í hvalamálinu. Skort hefur gagnrýni á „vísindaáætlunina" og kröfur um skýra réttlætingu á henni. Samhliða hefur skort aðhald frá íjölmiölum þegar stjórnmálamenn hafa sumir hverjir vakiö upp drauga og lýst fijálsum skoðana- skiptum sem hættulegum hags- munum þjóðarinnar. Jakob Smári

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.