Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1988, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1988, Blaðsíða 20
20 MÁNUDAGUR 31. OKTÓBER 1988. Þjálfaranámskeið haustið 1988 Eftirtalin námskeið verða í þjálfaraskóla KSÍ í haust: 1. A-stig 4.-6. nóvember í Reykjavík 2. Almennt stig 11.-13. nóvember í Reykjavík 3. B-stig 25.-27. nóvember í Reykjavík Þátttaka tilkynnist skrifstofu KSI, sími 84444, i síð- asta lagi 4 dögum fyrir hvert námskeið. Knattspyrnusamband íslands Bókasafnsfræðingur Bókasafnsfræðingur óskast við bókasafn Sjómannaskóians Á rishæð Sjómannaskólans hefur verið komið upp aðstöðu fyrir nýtt bókasafn. Ætlunin er að byggja upp safn bóka fyrir sjávarútveg, siglingar, tæki og vélar. Safnið er ætlað eldri og yngri nemendum Stýri- mannaskólans og Vélskóla íslands. Mjög áhugavert starf fyrir bókasafnsfræðing. Uppl. í Stýrimannaskól- anum, sími 13046, og Vélskóla Islands, sími 23766. Mandeville czdf=- i_czjr^iczDCZirvj FRAMLEIÐENDUR HEIMSINS FÍNUSTU DÖMU- OG HERRA- HÁRKOLLA OG HÁRT OPPA HAFA SÉRFRÆÐING ÞESSA VIKU Á RAKARAST OFUNNI KLAPPARSTÍG, sími 12725; hjá HÁRSNYRTINGU REYNIS, Strandgötu 6, Akureyri, simi 24408 og í KLIPPÓTEKI, Hafnargötu 34, Keflavík, sími 13428. Fréttir Stofnun lagmetisiðju undirbúin á Egilsstöðum: Þrjátíu manns í vinnu hjá Eglu eftir eitt ár? Sigiún Björgvinsdóttir, DV, Egilsstöðum: Á Egilsstöðum var laugardaginn 15. október stofnað félag um lag- metisverksmiðju sem hefur á stefnuskrá sinni að athuga rekstr- argrundvöll slíkrar verksmiðju á Egilsstöðum og koma henni á fót ef hagkvæmnikönnun verður já- kvæð. í frumkönnun veröur mark- aöur skoðaður, athugað hvað hag- kvæmast væri að framleiða með tilliti til framboðs á hráefni og í hvaða formi framleiðslan yrði. Félagið er i samstarfi við Iðn- tæknistofnun og mun einnig hafa samráð við Rannsóknarstofnun fiskiðnaðarins, Sölustofnun lag- metisiðnaðar og Hafrannsóknar- stofnun vegna möguleika á veiðum nýrra tegunda. Leitað hefur verið til Iðnþróunarsjóðs og fékkst já- kvætt svar um áhættulán til undir- búnings- og könnunarverkefna en gert er ráð fyrir að frumathugun kosti um hálfa milljón króna. Síöan mun þurfa allt aö eina og hálfa milljón til að hanna verksmiðjuna. Stjórn verksmiðjunnar telur raunhæft aö áætla að lagmetisiðjan geti tekið til starfa eftir um það bil eitt ár og veitt allt að 30 manns at- vinnu. í stjórn voru kosnir Einar Rafn Haraldsson, Sveinn Jónsson, Ragn- ar Jóhannsson, Valur Ingvarsson, allir á Egilsstöðum, og Sigurður Þórðarson á Seyðisfirði. Mjöghráð- lega koma fulltrúar frá þeim opin- beru aðilum sem áður voru nefndir til skrafs og ráðagerða með stjóm- inni. Fyrirtækið hefur hlotið nafnið Egla hf. Höfrungur GK 27 við bryggju. Fyrsta síldin til Akraness Sigurgeir Sveinsson, DV, Akranesi: Síldveiöiskipið Höfrungur GK 27 kom með fyrsta síldarfarminn hing- að til Akraness í fyrrakvöld. Höfr- ungur var með 130 tonn af blandaðri síld sem verður söltuð hjá Haraldi Böðvarssyni & Co. Margir hafa beöið eftir síldinni því hún hefur reynst mörgum dágóö kjarabót og ekki veit- ir af hér. Slátrun á Selfossi: Meðalþyngd með betra móti Regina Thorarensen, DV, Selfossi: Halldór Guðmundsson, sláturhús- stjóri hjá Sláturfélagi Suöurlands á Selfossi, bauö mér í kaffi nýlega í matstofu starfsfólksins. Þar var vel borið á borð og ágætis framsóknar- kaffi. 170 manns vinna í sláturhúsinu meðan slátmn stendur yfir en 70 manns allan ársins hring. Að sögn Halldórs er búið að slátra 26 þúsund fjár á þessu hausti og er það fjögur þúsund fleira en haustiö 1987. Meðalþyngd 14,61 kg og er það með betra móti. Þyngsta dilkinn, 27 kíló, átti Gísli Haildórsson, Króki í Gaulverjabæjarhreppi. Umdæmi Halldórs sláturhússtjóra er frá Botnsá í Hvalfirði og austur að Þjórsá. Öll kjötvinnsla, sem fer fram í slát- urhúsi SS á Selfossi, er undir stjórn Sævars Larsen kjötvinnslumanns. Breytingar á ferð- um Akraborgar Sigurgeir Sveinsson, DV, Akranesi: Breytingar veröa á ferðum Akra- borgarinnar milli Akraness og Reykjavíkur frá og með miðjum nóv- ember. Skipið fer þá í fyrstu ferö á morgnana frá Akranesi kl. 8. Þetta er gert til þess aö koma til móts viö óskir þeirra mörgu sem aö staöaldri ferðast með Akraborginni. Ferðir skipsins verða eftir miðjan nóvember þannig: Frá Akranesi kl. 8, kl. 11, kl. 14 og kl. 17. Frá Reykjavík kl. 9.30 kl. 12.30, kl. 15.30 og kl. 18.30. Akraborgin við bryggju á Akranesi. DV-mynd Sigurgeir íslendingar hafa ávallt haft gaman af því að bera þjóðfélag sitt saman við önnur lönd einkum ef samanburðurinn er okkur í hag, miðað við höfðatölu. Neytendasíða DV gerði, með aðstoð fréttaritara blaðsins í fjórum löndum, könnun á verði nokkurra vörutegunda og algengra lífs- nauðsynja. Litið var á verð á hlutum eins og mjólk, brauði, kjöti og bensínlítra. Könnunin var gerð í Reykjavík, Denver, Amsterdam, Miinchen og Barcelona. Niðurstöðurnar eru um margt óvæntar og ekki sérlega hag- stæðar fyrir velferðarríkið ísland. Verðlag virðist vera hér almennt marg- falt hærra en annars staðar þekkist. Það á þó ekki við um alla hluti sem teknir voru með í könnun þessari. Þannig borðum við íslendingar ódýr- ari sykur en aðrar þjóðir virðast eiga kost á. Enda borðum við meira magn af sykri en aðrir jarðarbúar, miðað við höfðatölu. Könnunin verður birt í heild á neytendasíðu DV á morgun, þriðjudag.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.