Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1988, Blaðsíða 41

Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1988, Blaðsíða 41
MÁNUDAGUR 31. OKTÓBER 1988. 41 hefur ákveöiö að sækja um skiln- að frá henni Renötu sinni. Hjúin hafa veriö gift í fjögur ár, en síð- ustu sex mánuðina hafa þau ekki búið saman. Skilnaðurinn gæti kostað poppstjörnuna tugi millj- óna króna, því hann vildi ekki að gerður yrði kaupmáli þegar til hjónabandsins var stofnað. Elton John hefur áhuga bæði á strák- um og stelpum, og nú er hann floginn úr hreiðrinu með kærasta sínum. Renata er aftur á móti komin heim til mömmu í Munchen. Vinir stjörnunnar eru ekkert hissa á að svona skuh hafa farið, en segja jafnframt að Elton hafi einlæglega viljað að hjónabandið gengi upp. Sérstak- lega langaði pilt til aö eignast börn. En þaö verður bara að bíða betri tíma. Vanna White er ein vinsælasta kona Banda- ríkjanna fyrir starf sitt í sjón- varpsspurningaleiknum Lukku- hjólinu. Margan sveininn hefur eflaust dreymt um að eiga hana, en hvort núverandi kærasti hennar, fasteignajöfurinn Ric- hard Cohen, var einn þeirra skal ósagt látið. Hitt er víst að sam- dráttur Vönnu og Richards hefur gert leikkonuna Lindu Evans bál- reiða. Linda ætlaði sér nefnilega að ganga að eiga kappann og öll húsin hans. Og það sem gerir þetta enn skemmtilegra er að Vanna hefur áður verið með fyrr- verandi kærasta Lindu. Sá var George Santo Pietro. Elton John Billjarður í Himnaríki Kristján Einarsson, DV, Selfossi Nýlega var opnuð á Selfossi bill- jarðstofa sem er til húsa á efri hæð ÁTVR-hússins. Hæð þessi, sem hýst hefur ýmsa starfsemi, hefur vegna stöðu gagnvart vínbúðinni verið nefnd Himnaríki manna á meðal. Billjarðstofan, sem nú hefur verið opnuð, er með fjórum tólf feta borð- um og fjórum tíu feta borðum. Á þessum borðum er hægt að leika svokallaðan snóker og pool. Þegar pool er leikið eru notaðar kúlur með tölustöfum. Hvert borð kostar 500 kr. á klukku- stund og eru leikmenn tveir til fjórir við hvert borð. Þessa afþreyingu er hægt að iðka frá kl. 15-22 virka daga og 13-22.30 um helgar. Eigendur Biljardstofu Selfoss eru Bjarni Ó. Birkisson, Þórða Berg Óskarsdóttir og Birkir Baldursson. Mikill áhugi er fyrir því að leika billjarð á Selfossi. Hér eru ungir menn í vigahug á öllum borðum. AUKIN BlLAÞJÓNUSTA ESSO . SJÁLFVIRKAR R11AÞV0TTAST10ÐVAR f REYKJAVÍK, HAFNARFIRÐI, KEFLAVÍK, AKRANESI OG AKUREYRI Við bjóðum nú fullkominn bílaþvott og bón í sjálfvirku bílaþvottastöðvum á fimm stöðum á landinu: Skógarseli, Breiðholti Lækjargötu, Hafnarfirði Aðalstöðinni, Keflavík Þjóðbraut 9, Akranesi Veganesti, Akureyri Tjöruþvottur og bón kr. 475,-. Olíufélagið hf Sviösljós Ólyginn sagði. . . Elisabeth Taylor er á hraðri leið í hundana. Að minnsta kosti óttast vinir hennar það. Þeir segja að hún sé að gef- ast upp á líflnu vegna þess að henni takist ekki að losa sig úr viðjum áfengisins og verkjataf- lanna sem hún er sögð neyta í ríkum mæli. Ekki bætti úr skák þegar kærastinn hennar, millj- arðamæringurinn, blaðaútgef- andinn og mótorhjólatöffarinn Malcolm Forbes, skipti á henni og öðru glæsikvendi, Föru Dibu, ekkju íranskeisara. Nákominn vinur stjörnunnar segir að hún sé mjög einangruð. Stevie Wonder: Ef ég gæti séð í tíu mínútur „Ef ég bara gæti séð í tíu mínútur væri líf mitt fullkomiö," segir Stevie Wonder. „Mér finnst yfirleitt ekkert óþægilegt að vera blindur. Ég hef ekkert séð frá fæðingu svo ég veit - hvort sem er ekkert hvernig það er að hafa sjón. Þegar ég snerti á hlut- um renna þeir upp fyrir mér. En ég vildi geta séð börnin mín þrjú - bara einu sinni. Þegar tvö barna minna fæddust var ég viðstaddur, ég fann þau fæðast. Þetta var mín mesta lífsreynsla. Börnin hafa hreytt mér meira en allt annað og ég reyni að vera meö þeim eins mikið og mögulegt er. Stevie giftist aldrei barnsmæörum sínum sem eru tvær. Hann býr held- ur ekki með þeim. Stevie segir að börnin hafi kennt honum þá tilfinn- ingu að eiga einhvem að - hvað ástin og væntumþykja í rauninni er. „Þeg- ar ég sem mína tónlist hugsa ég um börnin. Reyndar er tónlistin tjáning- armáti fyrir hvernig mér líður hverju sinni,“ segir hann. Vill ekki sjón til frambúðar Þótt þennan fræga tónlistarmann langi meira en allt annað til að sjá börnin sín, þá hefur hann litla löng- un til að fá sjónina til frambúöar. Einnig dregur hann í efa að honum hefði áskotnast sama frægð ef hann væri ekki blindur. „Að vissu marki hef ég náö mínum tilgangi," segir Stevie. „Ef ég gæti séð núna myndi ég upplifa hluti sem ég vil ekki sjá. T.d. langar mig ekkert aö sjá hvernig maðurinn hefur skemmt fegurð jarðarinnar og órétt- lætið sem víða ríkir. Það er eins og þegar maðurinn tekur eitt stórt skref fram á við, er eins og hann taki önn- ur tvö aftur á bak. Stevie var fyrirburi og fæddist 13. maí 1950. Hann var hafður í súrefnis- kassa til að bjarga lífi hans. En of miklu súrefni var dælt inn í kassann sem orsakaði að hann missti sjónina. Þegar ég var barn reyndi ég að láta ekki sjónleysið virka sem fötlun því ég þekkti ekkert annað. Ég tók þátt í leikjum, hjólaði á reiðhjóli og klifr- aði í trjánum meö vinum mínum. En fólk hefur rangar hugmyndir um blint fólk. Við erum ekki hjálparlaus. Og ég leik tennis - það eru til tennis- boltar sem gefa hljóðmerki." Þótt söngvarinn sé mjög sjálfbjarga finnst honum synd að geta ekki keyrt bíl. Tímaskynið er heldur ekki hans sérgrein því honum er illmögulegt að greina á milli dags og nætur. En hann skortir ekki aðstoðarmenn. En nú stendur Stevie Wonder í stórræðum. Um þessar mundir vinn- ur hann að því að veröa útnefndur sem frambjóðandi til borgarstjóra Detroit - kosningarnar fara fram 1992. „Við verðum öll að reyna að gera heiminn betri. Það er svo mikiö óréttlæti til. Mér er alvara meö því að fara út í stjórnmál. Ég mun aldrei hætta við tónlistina og held að það sé möguleiki á að sameina þetta tvennt.“ „Lif mitt væri næsta fullkomið ef ég gæti séð börnin mín aðeins einu sinni,“ segir Stevie Wonder.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.