Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1988, Blaðsíða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1988, Blaðsíða 44
44 MÁNUDAGUR 31. OKTÓBER 1988. > Jardarfarir Helgi Björgvinsson er látinn. Hann var fæddur 25. desember 1934 í ReyKjavík. Sonur hjónanna Björg- vins Magnússonar og Ingibjargar Helgadóttur. Helgi útskrifaðist sem hárskurðarmeistari árið 1956 og starfaði nær óslitið alla ævina við iðn sína. Eftirlifandi eiginkona hans er Unnur Gunnarsdóttir. Þau hjónin eignuðust fjögur börn. Útför Helga verður gerð frá Laugarneskirkju í dag kl. 13.30. Hjalti Á. Bjömsson læknir lést 21. október. Hann fæddist í Reykjavík 8. október 1944, sonur hjónanna Bjöms Helgasonar og Jóhönnu Hjaltadóttur. Hann lauk stúdents- prófi frá MR 1965, varð cand. med. frá Háskóla ísland 1974 og hlaut al- mennt lækningaleyfi á íslandi 1976, í Svíþjóð 1980. Hann stundaði sér- fræðingsnám í bæklunarsjúkdómum í Vásterás og Lundi, starfaði sem sérfræöingur í þeirri grein, fyrst í Svíðþjóð, síðar eftir heimkomuna 1985 við Landspítalann, auk þess sem hann rak eigin stofu. Eftirlifandi eig- inkona hans er Hrafnhildur Stefáns- dóttir. Þau hjónin eignuðust tvö börn. Útför Hjalta veröur gerð frá Dómkirkjunni í dag kl. 13.30. Ágúst B. Björnsson, sem lést 24. okt. sL, verður jarðsunginn frá Háteigs- kirkju þriöjudaginn 1. nóvember kl. 15. Ásta Vigfússon, sem andaðist þann 22. þ.m. í Fallbrook í Kalifomíu, verður jarðsett frá kapellunni í Foss- vogi þriðjudaginn 1. nóvember kl. 13.30. Jón Friðrik Matthiasson, loftskeyta- maður, Flókagötu 61, er lést á heim- ili sínu laugardaginn 22. október sl. verður jarðsunginn frá Langholts- kirkju þriðjudaginn 1. nóvember kl. 15. Unnur Ingibjörg Sigfúsdóttir frá Hólmlátri, Mildubraut 76, Reykjavík, sem andaðist 20. október sl., verður jarðsungin frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 1. nóvember kl. 13.30. Fundir Kvenfélag Háteigssóknar heldur fund þriðjudaginn 1. nóvember kl. 20.30 í Sjómannaskólanum. Að lokn- um fundarstörfum verður tískusýning og kaffiveitingar. Sr. Rögnvaldur talar hjá Grikklandsvinafélaginu Á fundi hjá Grikklandsvinafélaginu Hell- as í Geirsbúð við Vesturgötu, fimmtu- dagskvöldið 3. nóvember kl. 20.30, mun sr. Rögnvaldur Finnbogason á Staðastað tala um grisk-orþódoxu kirkjuna. Hún er um margt frábrugðin hinni vestrænu, jafnt í kennisetningum, helgisiðum og skipulagi. Eitt af því sem setur svip á hana eru helgimyndir þær sem nefnast íkonar og eru oft skomar af mikilli list. Sr. Rögnvaldur mun sýna litskyggnur af nokkrum slikum, útskýra þær og svara fyrirspumum. Þá verður einnig rætt um Grikklandsferðir á vegum félagsins, ný- afstaðnar sem væntanlegar, og er öllum heimill aðgangur að fundinum. Safnaðarfélag Ásprestakalls Þriðjudaginn 1. nóvember verður fundur og spiluð félagsvist í safnaðarheimilinu kl. 20.30. Allir velkomnir. Kvenfélag Fríkirkjunnar í Reykjavík heldur fund fimmtudaginn 3. nóvember kl. 20.30 í Betaniu, Laufásvegi 13. Gestur fundarins verður séra Cecil Haraldsson og rætt verður mn fyrirhugaða Færeyja- ferð. Skyndihappdrættiogkaffiveitingar. Basarar Kvenfélag Kópavogs - Líknarsjóður Áslaugar Maack Basar og kaffisala verður í félagsheimili Kópavogs sunnudaginn 6. nóvember. Þar verða á boðstólum nýbakaðar kökur, pijónavörur, fatnaður og ýmsir munir. Einnig verður selt kaffi með rjómavöffl- um. Vinnufundir félagskvenna em á mánudögum frá kl. 17. Alltaf heitt á könnunni. Tilkyimingar Nýskipaðir sendiherrar Þrír nýskipaðir sendiherrar afhentu í dag fbrseta íslands trúnaðarbréf sín að við- stöddum Jóni Baldvin Hannibalssyni ut- anrikisráðherra. Þeir em: hr. Murillo Gurgel Valente, sendiherra Brasilíu, dr. Cyrus Taohitu, sendiherra Indónesíu og hr. Karol Nowakowski, sendiherra Pól- lands. Sendiherramir hafa allir aðsetur í Osló. Sendiherramir þáðu síðan boð forseta fslands að Bessastöðum ásamt fleiri gestum. Herlúðrasveit í Kringlunni Lúðrasveit Konunglega breska land- gönguliðsins, undir stjóm Peter Rutter- ford liðsforingja, mun spila í Kringlunni kl. 17-18 þriðjudaginn 1. nóvember. Sveit- in hefur aðsetur sitt í Rosyth í Skot- landi, en hún er eina lúðrasveit land- gönguliðsins sem er aö staðaldri norðan Lundúnaborgar. Sem sérsveit yfirflota- foringjans í Skotlandi og Norður-írlandi ferðast hún mikið um þessi hémð, svo og um Norður-England. Hún hefur komið til íslands árlega um langt skeið en aldr- ei áður spilað fyrir íslendinga. Flóamarkaður Hjálparstofnun Ananda Marga á íslandi hyggst halda flóamarkað í nóv. nk. Til- efnið er að safna fé til einstæðrar þróun- araðstoðar á Indlandi. Hjálparstofnunin auglýsir hér með eftir munum, s.s. heil- um og hreinum fótum, hvers konar heim- ilistækjum og húsgögnum, sjónvörpum og öðrum nýtilegum munum. Tekið verð- ur við munum í Kommarkaðinum við Skólavörðustig frá kl. 13-17 og Leikskól- anum Sælukoti laugardaga kl. 13-18 og sunnudaga kl. 11-17. Einnig er hægt að hringja og biðja um að fyrirferðamiklir hlutir verði sóttir í s. 20139 og 23032 . Einnig er tekið við beinum fjárframlög- um á reikningi nr. 180 í Búnaðarbanka íslands. Gjöf til fæðingar- deildar Landspítalans Myndin hér að ofan er tekin við afhend- ingu og móttöku á Ultra Sound Monitor, sem gefin var fæðingardeild Landspítal- ans af Soroptomistaklúbbi nr. 4 í Reykjavík. Á myndinni eru læknir og Ijósmæður frá kvennadeild auk stjómar- manna í Soroptomistaklúbbnum. Tæki þetta er sérstaklega hannað og notað til að hlusta eftir hjartslætti fósturs. Var þetta kærkomin gjöf þar sem fæðingar- deildin átti ekkert tæki af þessari gerð. Menning Flauta og semball Tónleikar Áshildar Haraldsdóttur 1 Listasafni íslands Tónlist Leifur Þórarinsson hafi verið í rómantískari kantin- um, sem er yndislegt. Anna M. Magnúsdóttir fylgdi stöllunni fast í tjáningunni og í samvinnu þeirra var e moll sónata Bachs hápunktur tónleikanna. Sólóverkið Sequenza eftír Berio er eitt af mest fluttu flautuverkum dagsins, og hefur fyrir löngu unnið sér sess sem „ nútímaklassík". En það er líka löngu útþvælt, hefur með árunum tapað nýstárleikanum og áhrifa- mætti og bætti góður flutningur Áshildar engu þar um. Það var tónverk Hauks Tómas- sonar sem átti samt daginn, nýtt af nálinni á Ítalíu sl. sumar. Eco del Passato heitir það, samið fyrir flautu og sembal, bæöi vel og vand- lega. Þetta er fijálslegt verk á til- tölulega tónvísum grunni, samt á köflum býsna þungt á bárunni. Þær Áshildur og Anna gerðu því aö því er virtist góð skil og var að þessu mikil og óblandin ánægja. L.Þ. Flautuleikarinn Áshildur Haralds- dóttir, sem vakti mikla athygh fyr- ir góðan leik í Nielsenkonseitinum um daginn, lék í Listasafni íslands á föstudaginn. Með henni var Anna M. Magnúsdóttir semballeikari og léku þær stöllur verk eftir Hándel og Bach, Berio og Hauk Tómasson. Þetta voru fimmtu tónleikar á tví- æringnum norræna, sem stóð hér í bænum alla síðustu viku. Áshildur hóf leikinn með Sónötu í C dúr eftir Hándel og sýndi þá þegar mjög tilfinningaríkt og fágað spil, fullt af ekta-músíkalskri tján- ingu. Tónn hennar er furðu breiður og þroskaður og eiginlega má segja að leikur hennar í Hándel og Bach Ashildur Haraldsdóttir ásamt meðleikara á hádegistónleikum í Listasafn- inu. DV-mynd Brynjar Gauti Manuela Wiesler í Kristskirkju Tónlistarfélag Kristskirkju verður með sína fyrstu tónleika í vetur í kvöld, þriðjudagskvöld, kl. 20.30. Manuela Wiesler mun leika í Kirkju Krists konungs, Landakoti, þrjú stór einleiksverk fyrir flautu, Les Fohes d’Espagne (36 tilbrigði) eftir Marin Marais, Sónötu eftir sænska nútí- matónskáldið Ingvar Lidholm og eig- ið verk, Storm. Manuela hefur leikið Storm víða um lönd á undanförnum fjórum árum við mikla hrifningu en þetta er í fyrsta sinn sem verkið heyrist hér á landi. Eins og flestir tónlistarunnendur vita, bjó Manuela Wiesler í mörg ár á íslandi og tók mjög virkan þátt í tónhstarlífi lands- Góður rómur Sjöttu tónleikar norræna bienn- alsins, Tvíæringsins, voru sl. föstu- dagskvöld í íslensku óperunni. Þar voru mættir tveir sóhstar, sem maö- ur heyrði með sinfóníunni á mið- vikudaginn, IMichaela Fukacova Christensen, sehóleikari, sem er reyndar tékknesk en búsett í Dan- mörku, og sænski barítonsöngvarinn OUe Persson. Fyrst lék Michaela með píanistan- um Bohumha Jedickova sónötuna op. 36 eftír Grieg. Maður haföi auð- vitaö orðið var viö miklar ástríöur í leik selhstans í konsert Dvorák, og hraðabreytingar sem gengu næstum út í öfgar. En í Grieg keyrði hvoru- tveggja um þverbak og verður að segjast eins og er að það er langt síð- an maður hefur heyrt annan eins óhemjugang. Grófari leik en þetta er Tónlist Leifur Þórarinsson ins. Hún tengist landi og þjóð enn sterkum böndum þó að hún hafi nú allan heiminn að tónleikasviði, og kom hún hingað sérstaklega nú til að hljóðrita íslensk flaututónverk sem á undanfömum árum hafa verið samin fyrir hana. Verður gefinn út diskur með þeirri tónhst á vegum BIS hljómplötuútgáfunnar í Svíþjóö í samvinnu við Tónhstarfélag Krists- kirkju. Tónhstarfélag Kristskirkju mun verða með nokkra tónleika í vetur og em þeir næstu fyrirhugaöir á nýársdag. Verður þá fiutt eingöngu tónlist eftír Þorkel Sigurbjömsson. Einnig vérða tónleikar með orgel- verkum eftír franska tónskáldið Ohvier Messiaen. Félagiö hyggur einnig á útgáfu fleiri geisladiska og er í bígerð diskur með íslenskum sembalverkum sem Helga Ingólfs- dóttir mun leika og einnig diskur með íslenskri kammertónhst. Þá mun Manuela Wiesler hugsanlega koma á vegum félagsins næsta sum- ar og sjá um flutning á íslenskri og erlendri nútímatónhst. Michaela Fukacova Christensen sellóleikari. sjaldgæft að heyra á tónleikum nú til dags, og er þó ekki ahtaf aht með fehdu á þessu sviði. Barítonsöngvarinn Olle Persson hefur hlotið góða þjálfun í Ijóða- og ópemsöng og komið fram í ópemm bæði í Stokkhólmi og Gautaborg. Hann hefur ekki síst lagt stund á nýja tónhst og meðal annars sungið stórt hlutverk í nýrri ópem eftir Sven-David Sandström. Að þessu sinni söng Persson Dichterhebe eftír Schumann, við undirleik landa síns, Mats Jansons. Þó Persson hafi hvorki mikla né þroskaða rödd, maö- ur er í vafa hvort hann ætti ekki að hækka sig upp í lýrískan tenór, þá er söngur hans agaður og „músík- alskur“. Dichterhebe varð að vísu ekki að þeim tregafuha ástaróði sem „hrærir hjörtun“, en þetta hijómaði eins og geðugasta kammermúsík og Tónlist Leifur Þórarinsson lét alls engum leiðast. Önnur verk á þessum tónleikum vom eftir David Blake, Martinu, Sigurd von Koch og Ginastera og var gerður góður rómur að þeim öhum. Beint í mark Stjama norræna tvíæringsins var tvímælalaust Leif Ove Andsnes, sautján ára gamah norskur píanisti, sem vakti feikna hrifningu á sinfó- níutónleikum þegar hann lék 3ja píanókonsert Prokofievs. Andsnes var með einleikstónleika í hádeginu á laugardaginn í íslensku óperunni og lék þá verk eftir Haydn, Nielsen, Debussy og Janacek. Það var ótrúlegt hvað pilturinn lék só- nötu eftir Haydn, í c moh, af mikilli formfestu, um leið og hann haföi lag á að laða fram ahs konar blæbrigði Tónlist Leifur Þórarinsson tilfinninga sem hittu beint í mark. Þetta var einhver yndislegasti Haydn sem maður haföi heyrt langa lengi. Chacconna eftir Carl Nielsen er magnað stykki á sinn hátt og fuht af lifandi kontrapunkti. Andsnes flutti það af miklum kraftí og fuh- komnu valdi. Það var helst að finna veikan punkt á leik þessa hæfileika- ríka píanista í Estampes eftir De- bussy. Þar vantaði kannski nokkuð á ghtrandi blæbrigði, karakterinn var frekar í Noröursjávarstíl en Mið- jarðarhafs og eins og ghtti í Grieg í gegn. En svo kom sterkstíluð Sónata frá 1905, eftir tékkneska snillinginn Leos Janacek, og þar var Andsnes aftur einsog heima hjá sér, hvaö sem veldur. Og í heild voru þetta tónleik- ar á mjög háu plani, tónleikar sem munað verður eftir um langa hríð. L.Þ.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.