Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1988, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1988, Blaðsíða 18
18 MÁNUDAGUR 31. OKTÓBER 1988. Frjálst.óháð dagblaö Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JONSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF.. ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 800 kr. Verð i lausasölu virka daga 75 kr. - Helgarblað 90 kr. Slegizt í svínastíunni Hrakfarir okkar í hvalveiðimálum vegna djúpstæðrar hvalavináttu í Bandaríkjunum verða skiljanlegri, þegar við fylgjumst með forsetakosningunum þar í landi og sjáum, hve öflugan sess skipa margvíslegar tilfmning- ar, sem ekki verða studdar rökum eða staðreyndum. Baráttan í bandarísku forsetakosningunum er óhugn- anleg, ekki eingöngu vegna aðferðanna, sem beitt er, heldur einkum vegna þess, að þær bera mikinn árang- ur. Sérfræðingar í kjöri forseta leika sér með ómerkileg- ustu hvatir kjósenda eins og strengi í hljóðfæri. Fyrrverandi forseti, Richard Nixon, sem kallar ekki allt ömmu sína í pólitísku undirferli og slagsmálum, hefur lýst hneykslun sinni á kosningabaráttunni. Hann segir hana hafa snúizt um lítilfjörleg mál, íjalli aðeins um yfirborðið og sé í mótsögn við dómgreind manna. Stjórnendur kosningabaráttu Bush varaforseta hafa frá upphafi velt sér upp úr skítnum. Eiginkona Dukak- is ríkisstjóra hefur verið sökuð um að hafa brennt bandaríska fánann og hann sjálfur sakaður um stuðning við geðsjúka glæpamenn og um skort á þjóðrembingi. Það er ekki nema lítill hluti vandans, að sérfræðingar í innpökkun forsetaframbjóðenda velja sér vinnubrögð af þessu tagi. Miklu verra er, að lygin og rógurinn hafa svo mikil áhrif, að sérfræðingar andstæðingsins telja sig neydda til að hefja sama ómerkilega skítkastið. Bush hefur lagt sérstaka áherzlu á að velta Dukakis upp úr því, að hann sé félagi í valinkunnum samtökum um borgaralegt frelsi. Þegar kjósendur fást til að forð- ast frambjóðanda á shkum forsendum, má fullyrða, að lýðræði í Bandaríkjunum stendur á fallanda fæti. Svo virðist sem nógu margir kjósendur 1 Bandaríkj- unum séu reiðubúnir að trúa því, að samtök, sem eiga sér langa virðingar- og frægðarsögu, séu þjóðinni hættu- leg, og að maður, sem hefur staðið sig sómasamlega sem ríkisstjóri, sé næstum því með horn og hala. Með þessu er ekki verið að segja, að Dukakis mundi reynast betri forseti en Bush. Ástæða er til að hafa áhyggjur af ummælum Dukakis, sem benda til, að hann yrði haftasinnaður í viðskiptamálum og léti stuðnings- menn Ísraelsríkis stjórna utanríkismálum of mikið. Bandaríska þjóðin hefur í trúnni á skítkastið ekki sér til afsökunar að geta ekki vitað betur. Bandarísk dag- blöð og aðrir fíölmiðlar hafa nákvæmlega skýrt frá stað- reyndum, sem sýna, að rangt er farið með í skítkastinu. Þau hafa skoðað sérhvern áfelhsdóm ofan í kjöhnn. Bandarísk dagblöð og aðrir úölmiðlar hafa einnig nákvæmlega skýrt frá, hvernig ímyndarsérfræðingar taka forsetaframbjóðendur og veíja þeim inn í umbúðir, sem hæfa lægsta samnefnara bandarískra kjósenda. Þessar uppljóstranir hafa engin áhrif á gang mála. Sagt er, að bandaríská kjósendur dreymi um forseta- frambjóðanda, sem segi þeim sannleikann, neiti að klæða sig í umbúðir frá ímyndarfræðingum, hlusti ekki á skoðanakannanir og þrýstihópa, en geti kallað fram hið bezta hjá þjóðinni til sameiginlegra dáða. í rauninni virðist ráðandi meirihluti bandarískra kjósenda vilja láta segja sér ævintýri og furðusögur og vilja forðast aht, sem gæti verið ekta undir umbúðun- um. Með þessu hefur forsetaembættið verið smánað og Bandaríkin höfð að athlægi og spotti í umheiminum. Ef hinir nýju ósiðir stjórnmála breiðast út frá Banda- ríkjunum tíl annarra lýðræðisríkja, má fara að spá Ula fyrir framtíð þess viðkvæma þjóðskipulags í heiminum. Jónas Kristjánsson „Það er fólk sem kýs en ekki landshlutar," seglr greinarhöfundur m.a. Sumir eru jafn ari en aðrir Fyrir nokkru horfði ég á eftir- tektarverðan þátt á Stöð 2. Sett voru á svið réttarhöld, þar sem kviödómur var látinn skera úr hvort kosningaréttur fólks ætti að vera jafn eða ekki. Málflutningur þeirra sem deildu var með miklum ágætum svo og yfirbragð þáttarins í heild. Það sem mér þótti hvaö best við þennan þátt var aö sjá í fyrsta skipti rökrætt um þetta mik- ilvæga atriði án þess að þeim sem setti fram röksemdir fyrir jöfnum kosningarétti væri brigslað um að vera óvinur landsbyggðarinnar og vilja leggja meirihluta landsins í auðn. Jafn atkvæðisréttur Ég tel það ófrávíkjanlega lýðræð- isreglu aö allir kjósendur séu jafn- ir. Hér á árum og öldum áöur þótti eðliiegt aö miða við annað. Þannig fengu konur ekki að kjósa fyrr en á þessari öld. Þá var einnig miðað við að menn ættu ákveðnar eignir eða greiddu ákveðna upphæð í skatt. Þessi takmörkun á rétti fólks til að neyta kosningaréttar síns hefur verið afnumin. I dag er gaman aö velta því fyrir sér hvemig í ósköp- unum stóð á því að jafnerfiölega skyldi ganga fyrir konur að fá kosningarétt. Á þeim tíma, sem um .þaö var deilt, voru sett fram marg- vísleg með- og mótrök um kosn- ingarétt kvenna, en svo fór þó að lokum að hætt var að líta á konur sem annars flokks verur í sam- félaginu. í dag miðum við kosn- ingarétt við einstaklinga og höfum mjög fijálslegar reglur. Nánast allir sem náð hafa ákveönum aldri fá að kjósa. Við höfum fyrir löngu hafnað því aö kosningaréttur skuli bundinn við kyn, eignir eða tekjur. Viö mis- munum kjósendum hins vegar enn vegna búsetu. Þannig vega atkvæði greidd á Akranesi þyngra en at- kvæði greidd á Akureyri, atkvæði greidd í Bolungarvík vega margfalt á við atkvæöi greidd í Bessastaöa- hreppi og þannig gæti ég áfram talið. Annarsflokks kjósendur Þeir kjósendur á íslandi, sem hafa minni rétt en aðrir, eru aðal- lega kjósendur Reykjaneskjör- dæmis og Reykjavíkur. Raunar vega atkvæði kjósenda Norður- landskjördæmis eystra einnig minna en kjósenda í fámennari kjördæmum. Meginatriðið er þó það að atkvæöamunurinn er al- gjörlega óheyrilegur milli þeirra sem búa í Reykjavík og Reykjanesi og annarra landsmanna. Þannig búa um 62% kjósenda í þessum tveim kjördæmum en kjósa minni- hluta þingmanna. í hinum kjör- dæmunum búa 38% kjósenda og kjósa meirihluta þingmanna. Ég get ekki skilið þaö sem raun- verulegt lýöræði aö minnihluti kjósenda skuli þannig alfariö geta ráðið þvi hveijir stjóma í þessu Kjallariim Jón Magnússon lögmaður séu merkilegri en önnur skulum við skoða manninn sem býr til sem- ent og sparar með því gjaldeyri og manninn sem býr til húsgögn sem em flutt til útlanda gegn greiðslu í gjaldeyri. Hvor leggur meira í þjóðarbúið? Óvinir landsbyggðarinnar Mönnum hefur haldist nokkuö lengi uppi í opinberum umræðum að kalla alla þá sem hafa krafist jafnréttis óvini landsbyggðarinnar. Þetta er að sjálfsögðu tómt mgl. Mikill meirihluti íslendinga, hvort sem þeir búa í Reykjavík, Reykja- nesi eða annars staðar, vill við- halda byggð á lífvænlegum stöðum á landinu en það kemur máhnu ekki við þegar talað er um jafnan kosningarétt fólks. Það sem þar „Við höfum fyrir löngu hafnað því að kosningaréttur skuli bundinn við kyn, eignir eða tekjur. Við mismunum kjós- endum hins vegar enn vegna búsetu.“ landi. Mér finnst líka mjög alvar- legt ef þorri fólks skynjar ekki mik- ilvægi og nauösyn jafns kosninga- réttar í lýöræðisríki. Það er ekki úr vegi að benda á það í þessu sam- bandi að um þrír af hveijum fjór- um íslendingum búa í eða em í næsta nágrenni við Reykjavík og Reykjanes. Þannig em 75% þjóöarinnar ekki lengri tíma en rétta eða rúma klukkustund að fara frá sínum heima niður á Lækjartorg í Reykja- vík. í Bandaríkjunum tekur ferð á milli borgarhluta í stórborg lengri tíma. Þeir sem vinna merkileg störf Oft heyrir maður þá réttlætingu misvægis atkvæða aö sumir vinni merkilegri störf en aðrir. Þannig er talað um gjaldeyrisskapandi störf sem mun merkilegri en önn- ur. Sé á slíka röksemd fallist má þá gagnálykta og ætla að þeir sem vinna við innflutning séu ómerki- legar afætur sem engin lýöréttindi ættu að hafa. í raun em engin störf í þjóöfélag- inu öðrum merkilegri. Þannig er ekkert merkilegra að vera læknir eða vinna í frystihúsi eða öfugt. Öll þau störf, sem þörf er á, em merkileg sem slík. Ef við ætluöum að greina á milii hvaöa störf væru gjaldeyrisskapandi og hver ekki gæti þá kennarinn ekki velt fyrir sér tilveru sinni? Hvaða gjaldeyri skapar hann? Ég hygg þó aö sjó- maðurinn og útgerðarmaðurinn yrðu ekki ánægðir ef barniö þeirra fengi engan kennara. Til aö sýna fram á fáránleikann í því aö halda því fram að einhver svokölluð gjaldeyrisskapandi störf skiptir máli er að við lítum á ein- stakhnga en ekki landshluta eða efnahagslega hagsmuni. Það er einstakhngurinn sem hef- ur atkvæðisrétt en ekki frystitogar- inn. Það er fólk sem kýs en ekki landshlutar. Ég sem íbúi í Selás- hverfi í Reykjavík get átt meira sameiginlegt með manninum á Reyðarfirði en manninum í næsta húsi. Fólk, sem krefst jafnra lýð- réttinda fyrir alla, er því ekki aö vega að einum eða neinum eða móti einum eða neinum. Afleiöingar ójafnréttis Afleiöingar ójafns kosningaréttar eru margar. Ein er sú aö kosninga- kerfið er torskilið öhu venjulegu fólki. Þannig getur atkvæði greitt Alþýðuflokknum í Reykjavík vald- ið því að sjálfstæðismaður af Aust- urlandi komist á þirig. Þá eru þing- menn allt of margir. í þriðja lagi sem afleiðing af of mörgum þing- mönnum eru of margir ráðherrar sem síöan fá upp aö hhðinni á sér allt að tvo sérsaumaða aðstoðar- menn. Þá má rökstyðja að margs kyns bruöl og ruglandi í opinberum framkvæmdum stafl af ójafnrétt- inu. Á Alþingi hta landsbyggðarþing- mennimir á sig sem þingmenn sinna kjördæma. Ég tel að leiðin út úr þessum ógöngum sé aö fækka þingmönnum verulega og hafa landið aht eitt kjördæmi meðan menn eru að átta sig á því aö við erum öh íslendingar og viljum landi og þjóð vel. Við erum bara 250.000 sáhr í htlu landi sem þurf- um að hta á okkur sem heild en ekki fuhtrúa byggöarlaga. Jón Magnússon

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.