Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1988, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1988, Blaðsíða 24
24 MÁNUDAGUR 31. OKTÓBER 1988. fþróttir • Þórður Daviðsson átti mjög góðan leik með Breiðabliki og skorar hér eitt sex marka sinna í leiknum án þess að Bjarne Jeppesen, þjálfari og leikmað- ur Stavanger, nái að stöðva hann. DV-mynd Brynjar Gauti Evrópukeppni bikarhafa í handknattleik: Bræðralaust Blikaliðið beið slæman ósigur - Stavanger komst 1 9-2 og vann 29-25 í Digranesi Evrópudraumur Breiöabliks varð nánast aö engu á fyrstu 15 mínútunum þegar Kópavogsliöiö mætti Stav- anger frá Noregi í Evrópukeppni bikarhafa í Digranesi á laugardaginn. Stavanger skoraði fimm fyrstu mörk leiksins á aðeins 7 mínútum og hafði náð 9-2 forystu þegar korter var liðið. Norðmennirnir áttu í litlum vand- ræðum með að innbyrða sigurinn eftir þetta, misstu forskotið reyndar niður í tvö mörk um tíma í síðari hálfleik, en þeir sigruðu 29-25 og verða varla í erfiðleik- um með að veija það forskot á heimavelh sínum næsta fostudagskvöld. Það var ljóst strax í byrjun að bræö- urnir Bjöm og Aðalsteinn Jónssynir höfðu skilið eftir sig opin svöðusár í liði Breiðabliks. Liðið á í vandræðum með leikstjórn og hornamaðurinn Jón Þórir Jónsson hafði hana m.a.s. með höndum um tíma í síðari hálf- leik, og þá er engjn brúkleg skytta hægra megin. Þá var vamarleikur- inn lengst af í molum, enda léku bræðumir einnig óhemju stór hlut- verk þar. Esben Karlsen, markvörð- ur Stavanger, átti óhemju auðvelt með að verja mörg skota Breiða- bliks. Hann hirti á þriðja tug, þar af þrjú vítaköst, og greip fjölda mátt- lausra skota eins og um miðlungs- sendingu væri aö ræða! Blikunum til hróss má segja að þeir gáfust ekki upp þrátt fyrir mikið mótlæti og höföu lagað stöðuna í 11-15 fyrir hlé. í seinni hálfleik mátti sjá tölurnar 12-19,16-19,19-21, 20-22 og 22-24, en þá komst Stavanger í 22-27 og sigur hðsins var endanlega í höfn. En norska liðið var ekki það stór bógur að þaö ætti að vera íslensku 1. deildar liði ofraun að sigra það á heimavelh. Það sýndi frekar ein- hæfan sóknarleik og það hefði ekki þurft nema allþokkalegan varnarleik til að halda því í skefjum. Það var t.d. ótrúlegt hvernig þung skytta eins og Olaf Henning Watne gat raðað inn mörkum nánast að vhd. Bestir í liði Breiðabliks voru homamennimir Jón Þórir Jónsson og Þórður Davíösson sem sýndu oft stórskemmtheg thþrif í síðari hálf- leiknum og galopnuðu þá vörn Stav- anger hvað eftir annað. Mikið mæddi á Hans Guðmundssyni, eina útispil- aranum sem Norðmönnunum stóð einhver ógn af, en honum tókst að rífa sig lausan af og til og skora góð mörk. Mörk Breiðabliks: Jón Þórir Jóns- son 7, Þórður Davíðsson 6, Hans Guðmundsson 6, Kristján Hahdórs- son 2, Andrés Magnússon 2, Haukur Magnússon 1, Pétur Ingi Arnarson 1. Mörk Stavanger: Olav Henning Watne 8, Kjeth Sævereide 5, Per Mic- haelsen 5, Bjarne Jeppesen 4, Hans Inge Skadberg 3, Morten Sædberg 1, Oystein Stray 1, Rune Ausland 1, Ole Oftedal 1. Dönsku dómararnir Andersen og Horst fylgdu leiknum hla og virtust varla valda því aö dæma Evrópuleik. -VS Skellir hjá íslendingaliðunum - Saab og Malmö töpuðu 1 Svlþjóð um helgina KAáfram á toppnum Gyffi KnatjánaBcm, DV, Akureyri: KA heldur forustu í 1. dehd karla í blaki eftir auöveldan og átakalausan sigur gegn HSK nyrðra um helgina. HSK var eng- in fyrirstaða fyrir KA-menn sem viröast th alls líkleglr í vetur og byrjuðu mótið með útisigrum gegn Þrótti og ÍS, stórveldunum tveimur. í leiknum um helgina vann KA fyrstu hrinu 15:10, þá næstu 15:2 og þriðju hrimyia 15:5 og leikinn því 3:0. Gunnar Gurmaissan, DV, Svíþjóð: íslendingaliðin í sænska hand- knattleiknum stóðu bæði í stórræð- um um helgina. Saab, hö Þorbergs Aðalsteinssonar, tapaði heima fyrir Redbedshd, 23-27. Redbedslid er sterkasta hðið í Svíþjóð ásamt Drott og fengu þeir það óþvegið gegn Saab sem kom hðinu í opna skjöldu með mikihi baráttu. Leikurinn var í jafn- vægi lengst af og hafði Saab eitt yflr þegar 10 mínútur voru eftir. Þorbergur sagði í samtali við DV að hðshehd Redbedshd væri þvhík að þeir gætu sífellt skipt inn á leik- mönnum sem væru engu síðri ef ekki bara betri en þeir sem þeim var ætlað aö leysa af hólmi. Þorbergur lék mjög vel meðan hans naut við og má segja að lið hans hafi misst flugið er hann mátti fara af leikvelh vegna meiðsla. Hann slasað- ist á hendi í einu skotinu en Þorberg- ur skoraði 5 mörk. Pólveijinn Zsiuba var markahæstur í hði Saab með 7 mörk. Malmö tapaði 24-21 á útivelli gegn GUIF eftir að hafa verið yfir, 10-14, í leikhléi. Leikmenn Málmeyjar höföu leikinn í hendi sér nánast allan tímann en þeir misstu skyndhega flugið á síðustu mínútunum. Mál- meyingar ætluðu sér að leika öruggt síðustu mínútumar en glopruðu þá boltanum í fjórgang og GUIF refsaði jafnoft með mörkum úr hraðaupp- hlaupum. Erik Hajas, sem íslendingum er að góðu kunnur, var atkvæðamestur hjá GUIF og skoraði 7 mörk í seinni hálfleiknum, 9 í aht. Gunnar var frískur og skoraði 5 mörk, með langskotum og gegnum- brotum. Þess má geta að íslendingahðin eig- ast við um næstu helgi í Malmö. Flemming Hansen, danski ieik* maðurinn hjá Stavanger: „Við skoruðum úr öllum okkar tæki- færum i byrjun leiksins og náöum að nýta okkur mörg mistök sem leikmenn Breiðabliks gerðu sig þá seka um. Liö Breiðabliks átti ekki góðan dag og getur örugglega gert betur, og ég er sannfærð- ur um að við þurfum að berjast vel í heimaleiknum þótt við séum komnir meö íjögurra marka forskot. Við vissum ekki mikið út í hvað við vorum að fara, ég þekkti enga af leikmönnum Breióa- bliks nema Guðmund markvörð og Hans Guðmundsson," sagði Flemming Hans- en í samtali við DV. Hansen lék allan leikinn sem skytta vinstra megin en náði ekki að skora eitt einasta mark, Bjarne Jeppesen, þjálfari Stavanger: „Ég verð að segja að ég hef séð mörg sterkari íslensk hð en þetta. En leik- menn Breiðabliks sýndu af sér mikla baráttu og voru nærri því búnir að jafna eftir að hafa verið með nánast vonlausa stöðu. Mínir menn geta lært af þessu og ég efast um að nokkurt norskt lið hefði náö að rétta sig við eftir svona hörmu- lega byrjun. Viö hófum leikinn vel en geröum okk- ur síðan seka um fjölda mistaka. Þetta var aht of köflótt, liðiö á að geta betur en þetta - en það er vissulega mjög gott að hafa náö aö vinna svona stóran sigur á útivelli,“ sagöi Bjarne Jeppesen, þjálf- ari og lykilmaður í hði Stavanger. Hans Guömundsson: „Viö fórum á taugum í upphafi leiks og byrjunin var hræöileg. Síðan eyddum við öllu púðrinu í aö rainnka rauninn í 20-22 og eftir það datt botninn úr þessu hjá okkur á ný. Þetta var okkar fyrsti alvöruleikur á keppnistfmabhinu á meöan búið er að leika sex umferðir í Noregi og leikurinn bar þess merki. Við höfum misst sterka leikmenn og eigum eftir að fínpússa okk Villaf sjóðm - til að styrkja 11 „Það er mín skoðun að leggja eigi niður afreksmannasjóð ÍSí í núverandi mynd og í staðinn veröi stofnaður af- reksmannasjóður íþróttahreyfingar- innar með öðru sniði,“ sagði Jón Hjaltalín Magnússon, formaður Hand- knattleikssambands íslands, í samtali viöDV. „Sá sjóður ætti að vera í umsjá ÍSÍ, UMFÍ og ólympíunefndar og í hann skyldu renna 5% af lottótekjum ÍSÍ, 5% af lottótekjum UMFÍ og auk þess framlög fyrirtækja. Sjóðurinn hefði síðan rétt til sjálfstæðrar fjáröflunar. Síðan ætti að byrja að styrkja líklega

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.