Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1988, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1988, Blaðsíða 28
28 MÁNUDAGUR 31. OKTÓBER 1988. Iþróttir Stúfar Dýrlingarnir eru bestlr Parísardýrlingamir standa enn best að vigi í frönsku knattspym- unni í kjölfar jafnteflis um helg- ina en þá varö markalaust í við- ureign við Marseille í París. Þetta var sannkallað uppgjör því baðstrandarliðið stendur vel að vígi i deildinni er í 3. sæti með 31 stig en Paris St. Germain hafa 34. Auxerre sem etur kappi við þessi tvö lið á toppnum er nú næst Parísarliðinu að stigum, hefur 33 stig, bætti stööu sína með sigri um helgina, 2-1 yflr Strass- bourg sem stendur höllum fæti í þriðja neðsta sæti. Móankó, sera lagði Val að velli í Evrópukeppni vann um helgina sigur á heiraavelli sínum, 1-0 gwegn Lens. Staða síðasttalda liðsins er vonlítil en liðið hefur 7 stig eftir 17 uraferðir. Mónakó er hins vegar í 4. sæti sem stendur. Önnur helstu úrslit era þau að Bordeaux gerði jafntefli í Cannes 1-1 og Nantes sigraði Metz 1-0. Jafnt hjá heimslióinu Heimsliðið í knattspymu, sem skipað var stórstimum síðustu ára, gerði'jafhtefli við lið skipað Ameríkumönnum 2-2 á kappvelli í Bandaríkjunum. Leikurinn var háður 1 tilefhi af heimsmeistara- móti í knattspymu sem fer fram í Bandarikjunum árið 1994. Þeir sem gerðu mörkin fyrir heimsliðið voru Frakkinn Michel Platini og Paolo Rossi, marka- hrókurinn frægi frá Ítalíu. Mörk Ameríkumanna gerðu hins vegar þeir Carlos Caszeley frá Chiie og Roberto Rivelino frá Brasilíu. Markahrókar í Englandi Þeir þykja gjaman dýrastir leik- mennimir sem setja flest mörkin og í Englandi er Alan Smith frá Lundúnaliðinu Arsenal iðnastur við kolann en hann hefur gert 13 mörk á tímabilinu. Tony Cas- caring kemur honum næstur með 9 mörk en sá kappi leikur í liði Millwall. Tveir piltar hafa gert 8 mörk, þeir Dean Saunders, en hann leikur með Derby, og Paul Will- iams hjá Charlton. Robert Fleck, úr Norwich, Alan Mclnally, frá Aston Villa, Brian Marwood, frá Arsenal og Teddy Sheringham, úr liði MillwaU, hafa aUir sett 7 mörk. Óvænt hjá austan- stulkum Á föstudagskvöldið tók HK á í kvenna- og karlaöokki á ís- landsmótinu 1 blaki. Þróttur Nes. vanri kvennaleikinn nokkuð óvænt, en þetta er aðeins annað árið þeirra í defldinni. í fyrstu hrinu var HK yfir alveg þar tíl Þróttur náði að jafna 13-13 og skoraðu það síðamefnda síð- ustu tvö stigin og unnu hrinuna 15-13. HK-stúlkurnar komu mun ákveðnari til leiks í annarri hrinu og sigmðu í henni 15-4. í þriðju hrinu snerist dæmiö við og Þrótt- ur burstaði hrinuna 15-6. HK vann fjórðu hrinu 15-9 og var yfir í síöustu hrinu mestallan tímann en Þróttarar gáfu sig ekki og uppskáru sigur 15-13 og unnu þar með leikinn 3-2. í karlaflokki átti HK ekki í nein- um vandræðum með Þrótt og sigraöi mjög auðveldlega 3-0, eða 15-1,15-8 og 15-6, og tók leikur- inn aöeins 51 mínútu. Á laugardaginn var það svo Þróttur Reykjavík sem lék við naöia sína frá Neskaupstaö. í kvennaflokki unnu stúlkurnar frá Neskaupstað sinn annan leik og era þær nú komnar með 4 stig eftir tvo leiki, sem er meira en þær fengu allan síöasta vetur. Þetta em ungar stúlkur og er mjög gaman að sjá hvaö þeim hefur farið fram. Þær unnu fyrstu hrinuna á laugardaginn 15-13 og aöra hrinu 15-4. Þriðju hrinuna unnu hins vegar Reykja- víkurdömumar 15-6 en þær áttu enga möguleika í 4. hrinu eu hún endaði einnig 15-6. í karlaflokki átti Þróttur Reykjavík i nokkru basli með Þrótt Neskaupstaö en náði þó að knýja fram sigur, 3-0. Fyrsta hrina fór 16-14, önnur 15-13 og sú þriöja einnig 15-13. Það sem einkenndi leikinn vora mjög lé- legar uppgjaflr, sérstaklega aust- anmanna. Hefðu þeir mjög senni- lega getað unnið hrinu eða hrinur hefðu þeir vandað þær meira. Á Akureyri áttust við KA og HSK og sigruðu KA-menn í þrem- ur hrinum eins og við var að búast. í gær léku svo HK og ÍS í kvennaflokki. ÍS-stúlkumar áttu ekki í nokkrum vandræðum með HK og unnu auðveldan sigur 3-0, 15-6,15-6 og 15-5. Tók leikurinn aðeins 50 minútur. B - eftir töp gegn Spánverjum og Frökkum íslenska kvennalandsliðið hefur mátt þola tap í síðustu tveimur leikj- um sínum í C-keppninni í Frakk- landi. Á föstudagskvöldið tapaði liðið óvænt gegn Spánveijum, 19-12, eftir að hafa veriö fjórum mörkum undir í hálíleik, 8-4. í gærkveldi unnu Frakkar svo, 16-12, en staðan í hálf- leik var 7-4 Frökkum í vil. Þar með er ljóst að ísland verður áfram C- þjóð. ísland - Spánn Spánska liðiö kom mjög vel undir- búiö til leiks að þessu sinni, enda hefur það beðið lægri hlut fyrir ís- lenska liðinu í síðustu 4 viðureignum liðanna. ísland skoraði fyrsta mark leiksins en næstu 20 mínútur náði liðið ekki að skora mark og staðan oröin 6-1. Þær náðu þó aðeins að rétta úr kútnum fyrir hlé og var stað- an 8-4 fyrir Spánveija. Síðari hálfleikur var mun betri en þó náði liðiö aldrei að rífa sig upp úr sleninu sem einkenndi þennan leik og Spánverjar unnu með sjö marka mun, 19-12. Vamarleikur íslenska liðsins var frekar slakur og þar af leiddi lélega markvörslu. Um sóknarleik liðsins er fátt hægt að segja en liðið skorar aðeins 12 mörk sem verður að teljast frekar lítiö í handknattleik. Guðríður Guðjónsdóttir, fyrirliði liðsins, meiddist á hendi í fyrri hálfleik og kom ekki aftur inn á fyrr en í síðari hálfleik, það var þó ekkert alvarlegt því að hún lék með gegn Frökkum. • Mörk: Ema Lúðviksdóttir, Guð- ríður Guðjónsdóttir, Guðný Gunn- steinsdóttir, Rut Baldursdóttir, Arna Steinsen og Inga Lára Þórisdóttir, allar með tvö mörk. ísland - Frakkland Báðum liðum gekk illa að skora í byijun og var staðan 2-2 þegar 17 mínútur vom búnar af leiknum. En á næstu mínútum breyttist hún í 6-2 fyrir Frakka og var staðan í hálfleik 7-4 þeim í vil. Island fékk 3 vítaköst í fyrri hálfleik en ekki náöist að skora úr neinu þeirra. í síðari hálfleik náði íslenska liðið að minnka muninn í 7-6 en sú tala stóð ekki lengi því að Frakkar kom- ust svo í 13-7 og unnu leikinn, 16-12. Þær stöllur í markinu, Kolbrún og Hafla, vöröu mjög vel og lokuðu markinu oft á tíðum. Annars var vörnin mjög góö hjá báöum liðum eins og sést á markaskomninni. Dómarar leiksins vom mjög haröir og var íslenska liðiö utan vallar í aUs 14 mínútur en þaö franska í 10 mínútur. • Mörk: Guðríður Guðjónsdóttir, 4/4, Ema Lúðvíksdóttir, 2, Margrét Theodórsdóttir, 2/1, Erla Rafnsdóttir, Guðný Gunnsteinsdóttir, Rut Bald- ursdóttir og Inga Lára Þórisdóttir, eitt mark hver. Lokaleikur íslands í keppninni er í dag gegn Portúgal. -ÁS • Rut Baldursdóttir ógnar marki Frakka i gærkvöldi en (ranska stúlkan Christelle Marchand reynir að stöðva hana. Símamynd/Reuter C-heimsmeistarakeppni kvenna í handknattleik: ísland úr leik Einar Boilason: „Þetta á að mmnaa mdmr* læginguna“ - úrklippa úr DV hrífar á Haukana — .. unum, en hann leikur með KR í Oym Kri!itj(tn!C>oni AiQixcyvetnr Þegar körfuboltaUð Hauka var á „Við höfum þetta uppi í klefanum ferö á Akureyri á dögunum vakti hjá okkur á öUum leUtjum. Þetta á þaö athygii að Einar Bollason þjálf- að minna strákana á niöurlæging- arihalðilátiðhenaauppíbúnings- una sem við urðum fyrir er við klefa liðsins stóra úrkiippu úr DV mættum ívari og KR-ingum og við þar sem sagði í fýrirsögn að ívar höfum ekki tapað leik síðan við Webster hefði séð um að afgreiða hengdum þetta upp í klefamun hjá sina gömlu félaga í Haukum á dög- okkur,“ sagöi Einar Bollason. • Einar Bollason bendir á úrklippuna póöu úr DV sem hann hengir upp i búningsklefa Haukanna fyrir hvern letk með góðum árangri. Myndin sýnir Ivar Webster gnæfa yfir vöm sinna gömlu félaga og skora fyrlr KR-lnga í leik liöanna fyrr i vetur og fyrirsögnln fyrlr ofan talar sínu máfl. DV-mynd GK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.