Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1988, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1988, Blaðsíða 40
40 MÁNUDAGUR 31. OKTÓBER 1988. Sviðsljós DV Ólyginn sagði... John F. Kennedy Kennedy yngri og Stefanía prins- essa og munu nú vera aö skjóta sig hvort i öðru - Rainier fursta til mikillar ánægju. Eftir tveggja ára samband viö Mario Oliver er prinsessan búin aö finna „góðan bita“. Vinkona hennar sagöi að hún hefði bráönaö viö aö líta pilt- inn í fyrsta skipti. „Strákurinn (27 ára lögfræðingur) er gáfaður, skemmtilegur, fallegur, ríkur og frægur - hvernig á Stefanía að geta staöist hann?“ segir vinkon- an. Pariö átti leynilega fundi fyrst. Síöan kynnti John prinsessuna fyrir vinum sinum í kvöldverðar- boöi. John er búsettur í New York en hún í Los Angeles þar sem hún vinnu við upptökur á annarri plötu sinni. Rainier vonar aö „landshorna á milli-sambandiö“ þróist aö altarinu í Mónakó Paul Newman er ein af fáum Hollywoodstjöm- um sem hafa ræktað hjónaband- ið. En hver æth uppskriftin sé aö þessari „velgengni". „Konan mín hatar kappakstur og ég þoh ekki ballett," segir hann. „En við höf- um komist aö samkomulagi. Fyr- ir hvert skipti, sem hún fer á kappakstur, fer ég á tíu ballett- sýningar." Þaö er kúnst að halda vogarskálum hjónabandsins í jafnvægi. Don King sem er einn frægasti skipuleggjandi hnefaleikabardaga í Bandaríkjunum hampar hér tveimur mestu hnefaleikurum allra tíma, Mike Tyson, t.v., og Muhammad Ali, t.h. Kapparnir hittust i Las Vegas á laugardag til aö fylgjast meö bardaga um heimsmeistaratitilinn í léttvigt. Simamynd Reuter Fjölmiðlamót í keilu fór fram sunnudaginn 23. október í Keilusaln- um í ÖskjuhUð. Mót þetta er árlegur viöburöur en í þetta skipti var þaö meö nýju sniöi því að í fyrsta skipti var keppt í liðum. Hingað til hefur mótiö veriö einstakUngskeppni. Sex Uö mættu til leiks, tvö frá DV og Stöö tvö en eitt frá bæöi Morgun- blaöinu og Frjálsú framtaki. Keppt var um það hvaða fjölmiðill ætti að geyma forláta skjöld 1 eitt ár. Menn höföu að sjálfsögöu æft af miklum krafti fyrir mótið og fóru sérstaklega sögur af því hve mikill þróttur var í DV-mönnum sem nú voru að taka þátt í fyrsta sinn. Veitti enda ekki af því aö rúmri viku fyrir keppni vissu fæstir úr DV-Uðunum hvemig íþróttin fór fram. Þegar í keppnina kom fór ekki milU mála að teldð væri eftir því hve æf- ingar DV Uösins hefðu skilaö miklum árangri, því að b-sveit DV blandaði sér strax í toppbaráttuna um þriðja sætið. Var þaö ekki fyrr en í síðustu umferð sem DV varð undan aö láta og tapaði hreint geysilega naumlega fyrir Frjálsu framtaki sem var vel aö bronsverðlaununum komiö. í öðru sæti varö Morgunblaðið, en það verður að viðurkennast að a- sveit Stöðvar tvö fékk ekki mikla keppni í baráttunni um gullið. Framkvæmd keppninnar var með hinum mestu ágætum eins og við var að búast. Ekkert fór úrskeiðis undir ömggri stjóm Guðnýjar Guðjóns- dóttur og Bjöms Jónssonar. Ekki geta DV-menn kennt framkvæmd keppninnar um árangurinn. Hallast menn einna helst að því að ónákvæm lyfjagjöf kvöldið fyrir keppni hafi Hér sjást þátttakendur flestir samankomnir að iokinni keppni. Fremst eru sigurvegarar Stöðvar tvö, fyrir ofan þá er Morgunblaðið með silfurverðlaunin sín og þar næst eru liðsmenn Frjáls framtaks með bronsverðiaunapening- ana. Efst stendur hin vaska sveit DV sem á framtíðina fyrir Sér. Það er Björn Jónsson sem stendur til vinstri við keppendurna, en hann stóð sig með mikilli prýði við kynningar og talningu stiga. einhveiju ráðið um það að ritstjórn- Þarna voru einnig veitt verðlaun blaðinu og Steinunn Arnþrúður arskrifstofur DV fylltust ekki af góð- fyrir hæstu skor karla og kvenna. Björnsdóttir frá Stöð tvö. Fengu þau málmum að keppni lokinni. Þau hlutu Logi Eiðsson frá Morgun- glæsilegar keilur. Fjölmiðlamót í keilu Stykkishólmur: 400 gestir í 50 ára afmælishófi Barbra Streisand er greinilega ekki hrifin af kóla- drykkjum. Allavega neitaöi hún tilboði Pepsi-fyrirtækisins uppá næstum 200 milljónir fyrir að koma í eins dags upptökur. Þaö átti að auglýsa nýjan brúnan drykk. „Svona lagað myndi skaða feril minn, auk þess skemmast tennur af kóladrykkjum," segir Barbra. Einhver hefði nú tekið sénsinn. Það hefði allavega verið hægt að kaupa sér góm ef tenn- urnar færu að líta út eins og brunnið indíánaþorp. Róbert Jörgensen, DV, Stylddshólini; Ungmennafélagið Snæfell í Stykk- ishólmi hélt upp á 50 ára afmæli sitt sunnudaginn 23. október sl. Afmæl- ishófið var haldið í Félagsheimili Stykkishólms og slíkar eru vjnsældir afmælisbamsins að í afmælið komu liðlega 400 gestir nær og flær en flest- ir aö sjálfsögðu úr Hólminum. Mjög var vandað til afmælisins af hálfu félagsmanna. Búningar hðinna ára voru til sýnis og rifluðu margir upp minningar sínar á íþróttavellin- um í hinum og þessum búningi. Þá var uppsett sýning á leikjaskrám, sem gefnar hafa verið út gegnum tíð- ina ásamt mjög glæsilegri ljós- myndasýningu, þar sem félagar Snæfehs á síðastliðnum 50 árum höfðu náðst á filmur í leik og starfí. í tilefni afmælisins var hið glæsileg- asta afmæhsrit gefið út og það eitt út af fyrir sig var stórvirki því að nú er búið að skrá kjamann úr sögu félagsins fyrir næstu kynslóðir. Aöalræðuna í afmælinu flutti formaður SnæfeUs, Pálmi Frímanns- son. Ræöa hans flallaði að hluta um fortíð og nútíð en einnig var honum tíðrætt um framtíðina. Margir rifl- uðu upp minningar sínar í störfum með félaginu í lengri eða skemmri tíma. Góðar afmælisgjafir Félaginu bámst margar góðar gjafir. Þar á meðal var peningagjöf frá Stykkishólmsbæ að upphæð kr. 100 þúsund. Þetta er smástaðfesting á þakklæti bæjarfélagsins tíl þessa fé- lags og alls þess, sem það hefur gert fyrir æskufólk í Stykkishólmi. Þessi upphæð er að sjálfsögðu umfram það flármagn sem félaginu er veitt í ár- legum flárveitingum. Barnakór Grunnskóla Stykkis- hólms söng undir stjórn Jóhönnu Guðmundsdóttur og brasssveit Lúörasveitar Stykkishólms lék undir stjóm Daða Þórs Einarssonar. Þess- um skemmtikröftum var mjög vel tekið. Meðan á ræðuhöldum stóð nutu gestir góðra veitinga. Kaffi, öU og kökum voru gerð góð skfi meðan magar leyfðu. Kynnir á afmæUshátiðinni var Davíð Sveinsson, varaformaður Ungmennafélagsins SnæfeUs. Þetta var góð og heUbrigð skemmtun fyrir fólk á öUum aldri. Ekki var að sjá neitt kynslóðabil í þessu afmæli. Formaóur Snæfells, Pálmi Frímannsson, í ræðustól en hann flutti aðalræð- una í afmælishófinu. DV-mynd Róbert

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.