Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1988, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1988, Blaðsíða 16
16 MÁNUDAGUR 31. OKTÓBER 1988. Spumingin Ætlarðu að sjá kvikmynd- ina í skugga hrafnsins eftir Hrafn Gunnlaugsson? Guðmundur Sigurðsson sjómaður: Já, ég hef séð allar hinar myndirnar hans og líkað þær vel. Kristín Hallgrimsdóttir húsmóðir: Nei, hans kvikmyndir eru ekki fyrir minn smekk. Sverrir Jónsson verkamaður: Nei, ég hef ekki séö neina af myndunum hans og langar ekki til að sjá þessa. Tómas B. Ólafsson verkfræðingur: Vonandi. Ég hef séð flestar myndir hans og þykja þær mjög sérstæðar. Þorbjörg Valdimarsdóttir kaup- maður: Já, þaö ætla ég aö gera þótt ég fari mjög sjaldaiTí bíó. Lesendur Hvalablástur enn Stefnan óbreytt! Haraldur Guðnason skrifar: Þá er enn ein hvalahríðin gengin hjá og olli ýmsum kvölum. Þetta eigum við upp á hann Terigilmann, þann þýska þrjót. Þegar þetta kom uþp á sagði Steingrímur, ráðherrann minn og okkar allra, að vel kæmi til greina aö stöðva hvaladráp, ef Tengil- mann færi þá aftur aö kaupa af okkur lagmetið. Jakob grét beisk- iega sem von var, vegna vísind- anna. Kom þá Jóhannes sem sann- ur huggari og hafði ekki tölu á þeim þjóðum sem kæmu næsta ár til að teija hvali, ja&ivel Kanar líka, allt í loftinu. En sem þetta var að smella sam- an, fékk Halldór tilfelli úti í París. Hafldór er minn maður. Hann minnir mig á eftirlætis söguper- sónu mína, hann Bjart í Sumar- húsum. - Bjartur sagði tii að mynda þetta: „Ja, ég hefi nú satt aö segja aldrei haft þaö tfl siðs að leggja við hlustir, þegar þið stór- mennin svokölluðu farið aö bera hvem annan út á hræsibrekkur, „Við sem nærumst á hval og fjallalömbum ...“ - Danska sjávarútvegs- ráðherranum og fleirum boðið upp á léttsteikt og súrt hvalkjöt í hval- kjötsveislu i Mývatnssveit i tilefní norrænnar fiskimálaráðstefnu, hald- inni á Akureyri 1986. það er sjaldan svo þokkalegt. Ég skipti mér ekki af hvemig kaup- maðurinn kann að lifa, og kemur ekki mál við mig, meðan ég hefi ekki yfir neinu aö kvarta." Svo gaf Halldór út sinn boðskap: - Stefnan er óbreytt. - Og þá sagði Seingrímur landsfaðir og Stem- grímur bændafaðir og allir hinir: Já, kvótamálaráðherra, stefria okk- ar er óbreytt. Við, sem styðjum stjómarbræð- inginn, tökum undir með Halldóri: Höldum okkar stefriu, eða höfum við framsóknarmenn nokkurn tíma látið undan Kananum? - Við skulum ekki vera með neinn æs- ing, sendum „þeim grænu“ bréf. - Þetta er bara illa upplýst auðvald, eins og blaðið okkar segir. Nú er líka komið í ljós, sem okkur granaöi, að Tengilmann er græn- metisæta, meira að segja þekkt grænmetisæta, og aukinheldur grænfriðungur. Við sem nærumst á hval og fiallalömbum tökum ekki mark á þeim sem éta gras. Verðmunur milli verslana „4345-2703“ skrifar: Ég ætlaði að kaupa mér teppi sem er í sjálfu sér ekki í frásögur færandi heldur verðmunurinn á mflli versl- ana sem er ótrúlegur! Ég fór að skoða teppi í Húsasmiðj- unni og sá teppi (Imperial) sem kost- aði 1.702 kr. fermetrinn. Ég var án- ægður með það en skoðaði teppi við- ar, meðal annars í Teppalandi við Grensásveg. Þar sá ég alveg eins teppi og það í Húsasmiðjunni en í Teppalandi kostaði það 1.385 kr, fer- meterinn. Mig vantaði 80 fermetra og verslaði ég að sjálfsögðu í seinni staðnum. í Húsasmiðjunni hefði teppið kostað kr. 136.160. í Teppalandi kostaði það kr. 110.800. Mismunur er kr. 25.360. Þetta er tæpast verjandi að mínu mati. „Vel stilltur bílmótor er eitt nauðsynlegasta atriðið f viðhaldi bifretða," seg ir bréfritari. Vöm í vélarstillingu Sigurður Jónsson skrifar Það var veriö að ræða í einu les- endabréfi nýlega nauösyn þess að halda bílum hreinum. Stundum mætti sjá bíla sem væru svo óhreinir að ekki sæist einu sinni í númerin. - Annað og ekki síður mikilvægara í viðhaldi bíla er að vélin sé í sem bestu ásigkomulagi og valdi ekki ökummönnum sjálfum og samferða- mönnum í umferðinni og jafnvel gangandi vegfarendum óþægindum. Algengt er að sjá bíla sem spúa blá- svörtum reyk aftur úr púströrinu eða þá heyra óeðlilegan gang í bílvél- um, þannig að hikstar og smellur í þeim við minnstu hraðaaukningu. Það eru áreiðanlega margir sem hafa ekki áttað sig á því aö vel stilltur bílmótor er eitt nauðsynlegasta at- riðið í viðhaldi bifreiða. - Þetta upp- götvaöi ég ekki fyrr en ég var búinn aö eiga nokkra bíla og hafði þá yfir- leitt ekki farið með þá í vélarstillingu fyrr en brýna nauðsyn bar til, þ.e. vélin farin að hiksta, vera sein í gang eða ganga skrykkjótt. Oft var aðeins þörf einfaldrar still- ingar eða að kerti voru úr sér geng- in, kveikja slitin eða annað þessu líkt. - Ég get trútt um talað, því það er orðið að fastri reglu aö fara með bílinn i vélarstfllingu, alltaf í byijun vetrar og oftast á vorin einnig. Ég var einmitt að koma úr slíku eftirliti með bíhnn í vikunni. Ég hef farið á hin ýmsu verkstæði í gegnum tiðina. Einstaka verkstæöi eða fyrir- tæki sérhæfa sig í svona vélarstill- ingum og finnst mér öruggast að leita til þeirra. Eyjapeyjar í ölvímu Magnús Gunnarsson hringdi: Við íslendingar skyldum fara okkur hægt við aö dæma erlenda íþróttamenn fyrir notkun vímu- gjafa. Við erum sjálfir þekktir fyrir notkun vímuefna á almannafæri, ekki bara hér innaiflands, heldur þekkjumst við úr víða erlendis, sakir drykkjusiða sem óvíða tíðk- ast annars staðar. Mér finnst hins vegar skörin fær- ast upp í bekkinn, þegar vímuefna- notkun hér á landi er að festa sig í sessi þjá íþróttamönnum okkar, allt niður í unglingaliðin. Þaö er á allra vitorði að þegar íþróttalið eru á ferðalögum um landið og hafa lokið keppni er slegið upp dansleik að kvöldi og verða þá sumir þess- ara kappa áberandi sakir ofurölv- unar. - Þetta er ekki nein algfld regla en mjög áberandi hjá þeim sem í þessu lenda. Nú hefur ölvun heils handknatt- leiksliðs frá Vestmannaeyjum orð- ið blaðamatur eftir leik þessa liðs í íþróttahúsinu á Seltjarnarnesi nýlega. Liðiö fékk mikiö af rauðum spjöldum og þurfti að beita brott- rekstri af leikvelli. Voru lýsingar af leik og framkomu þessara pilta ófagrar og mikil raun að svona skulí komið málum hjá okkur. Þetta mun eiga að kanna sérstak- lega hjá handknattleiksdeild íþróttabandalags þeirra í Eyjum, en að sögn mun þurfa nokkra daga til að komast til botns í málinu. Eg tel að hér eigi samt ekki að fara með löndum, heldur ræða málin opinskátt, fremur en að þagga þau niður eins og mér sýnist-af ýmsu að eigi að gera. Þetta er alvarlegt ástand í svo fámennu þjóðfélagi sem okkar. Ægir Kristinsson, Fáskrúðsfirði, skrifar: Nú hefur hraðahindrunin, sem sett var á veginn við Heiði fyrr í haust, verið tekin burt og ný sett í staðinn. Áður hentust menn upp i loft ef ógætilega var ekið en nú hendast menn fyrst til vinstri og síðan til hægri. Sett hafa verið steinkör á báðar akreinar með ll metra millibili og nú verða bílstjórar að taka létta sveiflu á mflli þeirra. Hraöahindr- unin, sem fyrir var, mæltist frekar illa fyrir meðal bílstjóra stærri bíla. Heyrst hefur aö þessi nýja hraða- hindrun verði geymd í húsi í vetur þegar snjóa tekur og hálka fer að myndast. Nýja hraðahindrunin sem sett hefur verið upp á veginn við Heiði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.