Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1988, Qupperneq 10

Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1988, Qupperneq 10
10 MÁNUDAGUR 31. OKTÓBER 1988. Utlönd Sakharov í fram- boð til þings þær breytingar sem orðið hafa á sov- éskum stjórnmálum síðan Sakharov var látinn laus úr útlegð 1986, sam- þykkti ráöstefna sex hundruð menntamanna og baráttumanna fyr- ir mannréttindum að lýsa Sakharov frambjóðanda í kosningunum, en hópurinn mun hafa áhrif í þeim. I yfirlýsingu ráðstefnunnar segir að Sakharov hafa barist fyrir mann- réttindum og fómaö sjálfum sér í þeirri baráttu. Segir að hann hafi unnið til þess að verða fulltrúi fólks- ins á þjóðþinginu. Ráðstefnan hvatti einnig tii þess að annar frægur andófsmaður, Alex- ander Solzhenitsyn, sem nú býr í Vermont í Bandaríkjunum, fái á ný sovéskan ríkisborgararétt. Þessi ákvörðun hópsins kom tíu dögum eftir að sovéska vísindaaka- demían kaus Sakharov í stjórn sína, og sýndi þar með opinbera viður- kenningu á manninum sem kallaður er „faðir mannréttindahreyfingar- innar í Sovétríkjunum". Reuter Nóbelsverðlaunahafinn Andrei Sak- harov, sem eyddi fyrri hluta þessa áratugar í útlegð í heimalandi sínu fyrir baráttu sína fyrir mannréttind- um, hefur verið útnefndur frambjóö- andi fyrir þingkosningarnar í apríl á næsta ári. í samþykkt, sem er táknræn fyrir Andrei Sakharov ávarpar samkomuna sem útnefndi hann frambjóðanda í þingkosningunum í april næstkomandi. Símamynd Reuter Á þessum tíma er ágætisveður á Mallorca, hitastig yfir 20 gráður. Óvíða er betra að gera innkaup en í Palma. Þar fæst tískuvarningur á góður verði. ÞETTA ER TILVALIÐ FYRIR SAUMAKLUBBA OG AÐRA HÓPA. VERÐKR. 25.482 (2ístudíói) i # I FERÐASKRIFSTOFA. HALLVEIGARSTÍG í. SlMAR 28388-28580. LOFTBRUIN Örstuttar haustferðir fyrir þá sem gleymdu að fara í sumarfrí og eiga eftir að gera jólainnkaupin. BROTTFARARDAGAR 4. NOVEMBER 8 DAGA BIÐLISTI 11. NÓVEMBER 8 DAGA11 sæti laus 18. NÓVEMBER 8 DAGA lii-----| Sovéska geimskutlan Bylur sést hér á skotpallinum í Baikonur. Hún er geysilega lík bandarisku geimskutlunni. Símamynd Reuter ti p iM.Í; I I I ! P Geimskoti frestað Yflrmenn sovésku geimferðastofn- unarinnar sögðu að geimskutlan Bylur heíði ekki komist á loft á laug- ardag vegna smávægilegra vanda- mála. Hins vegar yrði gerð ný tilraun eftir frí sem verður 7.-8. nóvember í tilefni byltingarafmælisins. Vladimir Gudihn, yfirmaður til- raunadeildarinnar sem hefur með geimskutluna að gera, sagði á laugar- dag aö það væri eðlilegt að barn sem væri að byrja að ganga hrasaði. Sagði hann að ekki mætti gleymast að þetta væru tilraunir. Hann sagði að þrátt fyrir töfina heföi komið í ljós að öll helstu tæki og kerfi í skutlunni væru í góöu lagi. Skutlan Bylur átti að fara á loft aðfaranótt laugardags en tölvukerfi stöðvaði talningu þegar tæpa mínútu vantaöi upp á að henni yrði skotið á loft. Geimskutlan Byiur er ótrúlega lík geimskutlu Bandaríkjamanna og er ekki laust við aö grunsemdir um að Sovétmenn hafi fengið ýmsa þætti í hönnun sinnar skutlu að láni hjá Bandaríkjamönnum vakni þegar horft er á hana. Reuter Revilla frjáls Pétur L. Pétursson, DV, Barœlona: Iðnjöfurinn Emiliano Revilla, sem hreyfing baskneskra aðskilnaðar- sinna, ETA, hefur haft í haldi um átta mánaða skeið, kom heim í gær- morgun. Við heimkomu Revilla hófst ein- hver mesta leit sem lögreglan hefur staöið í. Öllum leiðum frá Madrid hefur veriö lokað og er leitað í hveij- um bíl en taliö er líklegt að mann- ræningjarnir reyni að komast undan í sendiferða- eða vörubíl. Það sem gerir leitina erfiða er að nú stendur Emiliano Revilla veifar til vegfar- enda og fréttamanna frá svölum húss síns í Madrid í gær eftir aó honum hafði verið sleppt lausum úr haldi mannræningja. Með honum á myndinni eru kona hans, Margarita, og dóttir, Margarita. Simamynd Reuter yilr ein mesta ferðahelgi á Spáni en mánudagur og þriðjudagur eru frí- dagar hér í landi vegna allraheilagra- messu. Þetta eru endalok einhvers lengsta mannráns sem sögur fara af á Spáni. Emiliano Revilla var rænt fyrir átta mánuðum og kröfðust mann- ræningjarnir, sem töluðu í nafni ETA, gífurlegs lausnargjalds. Fjöl- skyldu iðnjöfursins tókst að nurla saman fyrir lausnargjaldinu sem var um 800 milljónir peseta eða um 250 milljónir íslenskra króna. Stjómvöld á Spáni voru ekki beint hrifin af því aö hryðjuverkasamtökin skyldu geta hagnast svo mjög á mannráni og lögðu blátt bann við því að lausnargjaldið yrði greitt. Til að tryggja það að lausnargjaldið yrði ekki greitt var fylgst með hverju fót- máh ættingja Revilla. Fjölskyldan reyndi að greiða lausn- argjaldið á laun í París en stjómvöld komu í veg fyrir það og gerðu féð upptækt. A dögunum bárust þær fréttir aö ETA hefði fengið í hendur um 1000 milljónir peseta eða um 270 milljónir íslenskra króna. Fjölskyldunni hafði aftur tekist að nurla saman fyrir lausnargjaldinu sem nú hafði hækk- að verulega. Stjómvöld töldu það hins vegar af og frá að þetta hefði tekist. Heimkoma Revilla táknar hins vegar hið gagnstæða og nú er bara að sjá hvort stjómvöldum tekst að hafa hendur í hári mannræningj- anna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.