Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1988, Blaðsíða 43
MÁNUDAGUR 31. OKTÓBER 1988.
43
Guðrún Ágústsdóttir
Guðrún Ágústsdóttir hefur veriö
skipuð aðstoðarmaður mennta-
málaráðherra. Guðrún er fædd 1.
janúar 1947 í Rvík og lauk Kvenna-
skólaprófi 1964. Hún var í ensku-
námi í London 1964 og 1975-1976 og
var starfsmaöur í Landsbanka Ís-
lands 1965-1966. Guðrún var flug-
freyja hjá Flugfélagi íslands 1966-
1968 og skrifstofumaður hjá Sjóvá-
tryggingafélagi íslands 1968-1970.
Hún var fulltrúi Hjúkrunarskóla
íslands 1971-1975 og 1978-1987. Guð-
rún hefur verið í stjóm Strætis-
' vagnaRvíkurfrál974,formaður
1978-1982 og borgarfulltrúi í Rvík
frá 1982. Hún hefur veriö í félags-
málaráði frá 1982, í áfengisnefnd
ríkistjómarinnar 1983-1986. Guð-
rún hefur verið í framkvæmda-
nefnd um launamál kvenna frá 1983,
fundarstjóri frá 1987 og í skipulags-
nefnd Rvíkur frá 1986. Hún hefur
verið í stjóm Samtaka sveitarfélaga
á höfuðborgarsvæðinu frá 1986 og í
bygginganefnd aldraðra frá 1987.
Guðrún var í samnorrænni nefnd á
vegum Noröurlandaráös 1986-1988
og starfsmaður Jafnréttisráös til aö
undirbúa norrænt kvennaþing
1987-1988. Guörún giftist 7. október
1967 Kristjáni Ámasyni, f. 26. des-
ember 1946, doktor í málvísindum
og dósent í HÍ. Foreldrar hans era
Ámi Kristjánsson, d. 1974, mennta-
skólakennari á Akureyri og kona
hans Hólmfríður Ámadóttir bóka-
vörður. Börn Guðrúnar og Kristjáns
eru Ragnheiður, f. 7. febrúar 1968,
verkfræðinemi, sambýhsmaður
hennar er Höröur Þórhallsson verk-
fræðinemi, Ámi, f. 20. október 1970,
og Gunnhildur, f. 9. október 1977.
Bróðir Guðrúnar er Bjami, f. 29.
júní 1945, rafmagnstæknifræðingur
hjá Heimihstækjmn, kvæntur Matt-
hildi Kristinsdóttur, fuUtrúa hjá
Flugleiðum.
Foreldrar Guðrúnar era Ágúst
Bjarnason, skrifstofustjóri í Rvík,
og kona hans Ragnheiður Hans-
dóttir Eide. Föðursystkini Guörún-
ar era Ólöf, kona Agnars Kl. Jóns-
sonar, fyrrv ráðuneytisstjóra, móðir
Önnu sagnfræðings, og Ánna sem
var gift Jóni Eiríkssyni stórkaup-
manni. Ágúst er sonur Bjarna
vígslubiskups í Rvík, bróður Haf-
Uöa, afa Péturs Sigurðssonar, for-
manns bankaráðs Landsbankans.
Annar bróðir Bjama var Kristinn,
afi Hafliða Vilhelmssonar rithöf-
undar. Bjami var sonur Jóns, tómt-
húsmanns í Mýrarholti, Oddssonar,
b. í Vindási í Kjós, Loftssonar. Móð-
ir Jóns var Kristín Þorsteinsdóttir,
langamma Þórðar, fóður Þorbjamar
borgarverkfræðings. Kristín var
systir Kristínar eldri, langömmu
Einars Olgeirssonar og Þuríðar
Pálsdóttur. Önnur systir Kristínar
var Ragnheiður, langamma Álf-
heiðar, móður Guðmundar Emils-
sonar hljómsveitarstjóra: Móðir
Bjarna var Ólöf, systir Guðnýjar,
ömmu Jóhannesar Zoega, fyrrv
hitaveitustjóra. Ólöf var dóttir Haf-
Uöa, tómthúsmanns í Nýjabæ í Rvík,
Nikulássonar. Móöir Ólafar var
Guðfmna Pétursdóttir, systir Guð-
rúnar, langömmu Bjama Bene-
diktssonar. Önnur systir Guðfmnu
var Sigríöur, langamma Péturs Sig-
urgeirssonar biskups.
Móðir Ágústs var Áslaug, systir
Guðrúnar, móður Kristins Halls-
sonar. Áslaug var dóttir Ágústs,
verslunarmannsá ísafirði, bróður
Hallgríms, föður Geirs seðlabanka-
stjóra. Ágúst var sonur Benedikts,
trésmiðs á Refstaö í Vopnafirði,
Jónssonar, prests í Reykjahlið, Þor-
steinssonar, ættföður Reykjahlíöar-
ættarinnar, föður Solveigar,
langömmu Jóns Sigurðssonar ráð-
herra. Móðir Áslaugar var Anna
Teitsdóttir, systir Ragnhildar, móð-
ur Ágústs Böðvarssonar, forstjóra
LandmæUnga ríkisins, og ömmu
Ragnars Bjamasonar söngvara.
Móðursystir Guðrúnar var Krist-
ine, móðir Hans Kr. Árnasonar,
stjórnarformanns Stöðvar tvö.
Ragnheiöur er dóttir Hans Eide,
Fólk í fréttum
Guðrún Agústsdóttir
norsks verslunarmanns í Rvík, og
konu hans Guðrúnar, systur ísaks
skólastjóra, fööur Andra prófessors.
Annar bróðir Guðrúnar var Sigurð-
ur, afi Gyrðis Elíssonar skálds. Syst-
ir Guðrúnar var Anna, móöir Jóns
Þórarinssonar tónskálds. Önnur
systir Guðrúnar var Arnbjörg, lang-
amma Sigríðar Stefánsdóttur, bæj-
arfulltrúa á Akureyri. Guðrún var
dóttir Jóns, b. á Seljamýri í Loð-
mundarfirði, Þorsteinssonar og
konu hans Sigurbjargar ísaksdótt-
ur.
Afmæli
Skúli Skúlason
SkúU Skúlason, Vitastíg 7, Reykja-
vík, er sjötugur í dag. Skúli er fædd-
ur í Hólsgerði í Ljósavatnshreppi í
Suöur-Þingeyjarsýslu og ólst þar
upp til 1936. Hann var vinnumaður
í FellsseU 1936-1937 og við nám á
tilraunabúi í Hriflu 1937-1938. SkúU
var vinnumaður á Héðinshöfða á
Tjömesi 1938-1941, Hraunkoti í Að-
aldal 1941-1942 og Vatnsenda í
Ljósavatnsskarði 1942-1943. Hann
var í vegavinnu í Ljósavatnsskarði
sumarið 1943 og við fjármennsku á
Litlu-Laugum í Reykjadal 1943.
Skúli var kaupamaöur og vetrar-
maður á HvassafeUi 1944-1945 og
vetrarmaður á Guðrúnarstöðum í
Eyjafirði 1945-1946. Hann vann við
vegagerð og virkj unarstörf í Anda-
kíl í Borgarfirði 1946-1947 og viö
húsabyggingar hjá Brú hf. í Rvík
1947-1948. SkúU vann við brúar-
vinnu við Þjórsárbrú 1948 og við
blaðaútburð og innheimtustörf frá
1948. Hann var innheimtumaöur fé-
lagsgjalda hjá Þingeyingafélaginu
frá 1948, vann við örnefnasöfnun í
Norður-Þingeyjarsýslu 1954-1955 og
hefur séð um árbók Þingeyinga frá
1958. Skúli hefur verið virkur félagi
í Góötemplarareglunni frá 1952 og
gegnt þar ýmum trúnaðarstörfum.
SkúU hefur veriö mikilvirkur ætt-
fræðingur og era komin út eftir
hann Laxamýrarættin, 1958, og
Hraunkotsættin, 1977, og vinnur nú
að Reykjaættinni í Fnjóskadal.
Systkini Skúla era Jóhannes, f. 1.
maí 1911, verkamaöur í Rvík; Jónas,
f. 17. september 1913, d. 21. janúar
1986, b. í Hólsgerði; Guörún, f. 27.
febrúar 1916, d. 3. mars 1971, bústýra
í Hólsgerði; Jóhanna, f. 1. janúar
1920, gift Jóhannesi Bjömssyni, b. í
Ytri-Tungu á Tjömesi; Kristveig, f.
29. mars 1923, gift Vilhelm Ágústs-
syni netageröarmanni á Siglufirði;
ÞorkeU, f. 20. júní 1925, löggiltur
endurskoðandi í Kópavogi, kvæntur
Ólafíu Hansdóttur, og Þorsteinn, f.
4. nóvember 1926, bifreiðastjóri í
Rvík.
Foreldrar Skúla voru SkúU
Ágústsson, b. í Hólsgerði, og kona
hans, Sigurveig Jakobína Jóhann-
esdóttir. Föðursystkini Skúla vora
Sigtryggur, faðir Karls skálds á
Húsavík; Þorsteinn, faðir Her-
manns, framkvæmdastjóra Hall-
grímskirkju; Bogi, langafi Boga
Ágústssonaf fréttastjóra, og Svava,
móöir Þorsteins Stefánssonar, bæj-
argjaldkera á Akureyri. SkúU var
sonur Ágústs, b. í TorfufeUi í Eyja-
firöi, Jónassonar, b. á Þórastöðum
í Eyjafirði, Þorleifssonar. Móðir
Skúía í Hólsgerði var Guðrún Þor-
steinsdóttir, systir Rósu, ömmu
Margrétar Thorlacius lækninga-
miðils og Magnúsar Thorlacius hrl.
Önnur systir Guðrúnar var Elísa-
bet, amma Jóns Péturssonar, pró-
fasts á Kálfafellsstað, og Amgríms
Kristjánssonar skólastjóra. Móðir
Guðrúnar var Guðrún Jóhannes-
dóttir, b. í Leyningi, HaUdórssonar,
b. á Reykjum í Fnjóskadal, Jónsson-
ar, b. á Reykjum, Péturssonar, ætt-
föður Reykjaættarinnar, föður
Bjama, afa Jónatans, fræðimanns á
Þórðarstööum, langafa Guðsteins
ÞengUssonar læknis og Hlyns Sig-
tryggssonar veðurstofustjóra.
Móðursystkini Skúla voru Jó-
hannes, faðir Þorsteins prófasts í
Vatnsfirði; Snorri, faðir Jóhanns
verslunarmanns á Akureyri; Guð-
rún, móðir Jóhönnu Bjömsdóttur á
Ytra-Fjalli, og Sigurlaug, móðir Jak-
obs Jónssonar, skipstjóra á Akur-
eyri. Jakobína var dóttir Jóhannes-
ar, b. í Fellsseli í Kinn, bróður Jón-
asar, afa Konráðs Vilhjálmssonar,
fræöimanns og skálds, fööur Gísla,
framkvæmdastjóra á Akureyri.
Annar bróðir Jóhannesar var Þor-
keU, afi Þorkels rektors og Indriöa
Indriðasonar, rithöfundar og ætt-
fræöings. Systir Jóhannesar var
Sigurbjörg, móðir Guðmundar Friö-
Sverrir Ólafsson
Sverrir Ólafsson framkvæmda-
stjóri, Lækjarási 12 í Reykjavík,
verður fimmtugur á morgun.
Sverrir fæddist í Reykjavík og ólst
upp í Kvosinni. Hann nam við MR
og var sessunautur Jóns Baldvins.
Þótti Sverrir vera óþarfléga sam-
haldssamur á fé í æsku, gagnstætt
sessunaut sínum í MR, en þann eig-
inleika telja sumir nýtast Sverri vel
í núverandi starfi. Hann er við-
skiptafræðingur frá Háskóla ís-
lands, útskrifaðist 1963. Sverrir var
bæjarritari á Akranesi og í Hafnar-
firði 1963-1965, réðst svo til Ottós
A. Michelsen. Frá árinu 1967 hefur
Sverrir verið starfsmaður IBM á
íslandi og varö í ár framkvæmda-
stjóri fjármála- og stjórnunarsviös.
Eiginkona Sverris er Björg Gunn-
laugsdóttir, viöskiptafræðingur hjá
embætti ríkisskattsjóra, f. 30.5.1934,
dóttir Guðbjargar Magnúsdóttur frá
Dölum, Fáskrúösfirði, og Gunn-
laugs Sigurössonar frá Grund,
Langanesi.
Böm Sverris og Bjargar era
Bjarki, f. 1.2.1966, nemandi, og Alda,
f. 10.3.1974, nemandi.
Systir Sverris er Sigríöur Jónína,
starfsmaður Seðlabanka íslands, f.
3.8.1943, gift Steve Rastrick kerfis-
fræöingi. Hálfbræður Sverris era
Flosi Ólafsson, leikari, rithöfundur
og þjóðskáld, kvæntur Lfiju Mar-
geirsdóttur verslunarmanni, og
Guömundur Óskar Ólafsson sókn-
arprestur, kvæntur Ingibjörgu
Hannesdóttur kennara. Dóttir Guö-
mundar og Ingibjargar er Bogga á
Mogga.
Foreldrar Sverris era Ólafur
Jónsson (Flosa) verslunarmaður, f.
31.1.1905, og Svava Berentsdóttir
hárgreiðslumeistari, f. 1.9.1909, d.
1978.
Sverrir rekur föðurætt sína til
öndvegishjónanna Gísla Helgasonar
frá Skarði í Gnúpveijahreppi, f.
1765, og konu hans, Arndísar Jóns-
dóttur frá Ófriðarstöðum í Hafnar-
firði. Má geta þess að Sverrir hefir
stundum átt í nokkrum ófriði við
Hafnfirðinga.
Gísh flutti síðar í Mosfellssveit og
bjó þar á nokkrum bæjum með konu
sinni og bömum. Eitt þeirra var
Gísh, sem bjó m.a. á Amstursdammi
í Mosfellssveit ásamt konu sinni,
Guörúnu. Gísli þótti vínhneigöur og
lélegur búmaður, kvennamaöur og
skáld gott. Þessir kostir og gallar era
ríkjandi meðal forfeöra Sverris í
fóðurætt. Þaö þótti viöburður ef
ekki varö vinnukona vanfær af
þeirra völdum er þeir gistu á bæjum
á leið í veriö. Þórólfur Jónsson frá
Síöumúla í Borgarfirði átti sæg
bama, m.a. Guölaugu, ömmu Sverr-
is, hálfsystur Bríetar á Iöu, ömmu
Jóhanns Hjartarsonar stórmeistara.
Aörir afkomendur Guðlaugar og
Þórólfs era Jón P. Jónsson í Gamla
kompaníinu, Ólafur Jónsson mál-
arameistari, Sveinn Ragnarsson,
forstöðumaöur Félagsmálastofun-
Skúli Skúlason
jónssonar skálds, fööur Bjartmars
alþingismanns og Þórodds rithöf-
undar. Annar sonur Sigurbjargar
var Siguijón Friðjónsson skáld, fað-
ir Arnórs skólastjóra og afi Kristín-
ar Halldórsdóttur alþingismanns.
Jóhannes var sonur Guömundar,
b. á Sílalæk, Stefánssonar, b. á Síla-
læk, Indriðasonar, b. á Sílalæk,
Árnasonar, ættföður Sílalækjarætt-
arinnar.
unnar, Jónas Gíslason prófessor, og
dr. Jón P. Ragnarsson fulltrúi. Auk
þess mætti telja til fjölda fríðleiks-
ogsómakvenna.
Móðurætt sína rekur Sverrir til
Margrétar Sigurðardóttur, f. 1757,
en hún var seinni kona séra Jóns
Steingrímssonar á Prestbakka eftir
að systir hennar og fyrri kona Jóns
lést. Þau eignuðusí ekki afkomend-
ur enda aldursmunur nokkur og
karl orðinn ellimóður og linur viö
allar líkamsæfmgar. Margrét giftist
síöar séra Þórði Brypjólfssyni.
Þeirra dóttir var Helga, gift Berent
Sveinssyni, dannebrogsmanni, afa
Berents Sveinssonar yngri, afa
Sverris.
85 ára____________ 60 ára
Aðalbjörg Randversdóttír,
Munkaþverárstræti 26, Akureyri.
80 ára_______________
BjarnS Guðmundsaon,
Akurholti, Mosfcllssveit.
Unnur Pétursdóttir,
Uppsölum, Búöahreppi-
Ottó Guðmnndsaon,
Uppsölum, Búðahreppi.
70 ára
Sólveig Eyjðl&dóttir,
Hlíð, StrandarhreppL
Vaidlmar Sigurbjörn Jónsson,
Þinghólebraut 1, Kópavogi.
Bryndis Emilsdóttír,
Grettisgötu 73, Reykjavík.
50 ára
Auður Kristófersdóttír,
Gyöufelh 12, Reykjarik.
Andréu Magnússon,
Hjallabraut 6, Hafriarflrði.
Baldur Sveinn Scheving,
TorfttfeiU 11, Reykjavík.
Guðgeir Pedersen,
Suðurgötu 7, Reykjavik.
40 ára
Ísnbelln Danielsdóttir,
Melseli 3, Reykjavík.
Anna Sigurlaug Magnúsdóttir,
Flúöaseli 92, Reykjavik.
Þórir Jónsson,
Miöengi 2, Selfosai.
Bjarni Ómur Jónsaon,
Sjafrmrgötu 8, Reykjavík.
Gissur Jóhunnstíon,
Staöaraeli 6, ReyKlavík.
ÆTTFRÆÐINÁMSKEIÐ
I þessari viku hefjast ný námskeið hjá Ættfræðiþjónustunni f
Reykjavík (sjö vikna grunnnámskeið). Þátttakendur fá fræðslu um
ættfræðiheimildir, leitaraðferðir, skráningu ættartölu og niðjatals
o.s.fn/. Ákjósanleg skilyrði til rannsókna á eigin ættum. Unnið úr
fjölda heimilda, m.a. öllum manntölum 1703-1930, kirkjubókum
og eldri sem yngri verkum. Leiðbeinandi er Jón Valur Jensson
sem hefur kennt ættfræði um árabil. Einnig verður haldið helg-
arnámskeið I BORARGNESI og síðar í Reykjavík, auk framhalds-
námskeiðs þar. Nánari uppl. í slma 27101. - Ættfræðiþjónustan
gerir ættartölur fyrir einstaklinga og fjölskyldur, m.a. skrautrituð
4-6 kynslóða ættartré á tilboðsveröi.
ÆTTFRÆÐIÞJÓNUSTAN - SÍMI 27101