Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.1988, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.1988, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 28. DESEMBER 1988. Fréttir Meitillinn og Glettingur í Þorlákshöfn: Málmiönaöur Akureyri: Vinna hafin við sam- einingu fyrirtækjanna - stefnt að því að ljúka henni í febrúar Fiskvinnslufyrirtækin Glettingur hf. og Meitillinn í Þorlákshöfn hafa ráðiö sérstakan starfsmann til að fara ofan í saumana á því máli að sameina þessi tvö stærstu fyrirtæki bæjarins. Það er Ríkharður Jónsson, framkvæmdastjóri Kirkjusands, sem ráðinn hefur verið til starfans. Hann sagði í samtali við DV að sameining- armálið væri ekki komið langt á veg, enda væru skrefin stutt þegar svona mál væri til meðferðar. Hann sagði að ef af sameiningu yrði þyrfti það að gerast íljótlega á komandi vetrar- vertíð. Björgvin Jónsson, aðaleigandi Glettings hf„ sagði að stefnt væri að því að sameiningin ætti sér stað í febrúar. Hann sagðist fullyrða að sameining fyrirtækjanna væri það eina sem gæti bjargað þeim og at- vinnulífi bæjarfélagsins. Ríkharður sagöi að forráðamenn beggja fyrirtækjanna ynnu heils- hugar að málinu en eðli málsins sam- kvæmt gengi þetta hægt fyrir sig. „Menn brjóta þennan múr í dag og annan á morgun," sagði Ríkharður. Ef af sameiningu Glettings hf. og Meitilsins verður mun aíkvæmið verða eitt allra stærsta og umsvifa- mesta fiskvinnslu- og útgerðarfyrir- tæki landsins. Talið er að með sam- einingu sé hægt að auka hagkvæmni í rekstri til mikilla muna en fyrirtæk- in standa hhð við hlið í Þorlákshöfn. -S.dór Brimnes í Ólafsvikurhöfn. DV-mynd AEA Lómur, 150 tonna stálbátur. DV-mynd ÁEA Frægir bátar bætast í flota Ólsara Ámi E. Albertsson, DV, Ólafevik: Nokkrar breytingar hafa oröið á bátaflotanum í Ólafsvík upp á síök- astið. Fyrir nokkru bættist mb. Jói á Nesi í flotann, eins og greint var frá í DV á dögunum, en síöan hafa nýir bátar bæst við. Mb. Brimnes SH, sem komst í frétt- ir vegna deilna eigandans, Stefáns Hjaltasonar, við skipasmíðastöðina Stálvík, kom til heimahafnar í Ólafs- vík fyrir jól. Brimnes er 9,97 tonna yfirbyggður stálbátur og er búinn norskri beitningavél. Þá bættist í hópinn 150 tonna stál- bátur, Lómur SH-177. Þetta skip hét áður Sólfari AK en leysir nú af hólmi rúmlega 30 ára eikarbát með sama nafni. Gamli Lómurinn komst í frétt- irnar fyrir um þremur vikum þegar greint var frá því aö eigandi hans hefði selt þorskkvótann af honum fyrir um 25 milljónir. Hið rétta-mun vera að það var kvóti Sólfarans sem var seldur en hann var um 100 tonnum minni og verð- mætið því að sama skapi minna. Kvóti gamla Lómsins flyst aðeins yfir á arftakann. Enn er ekki að'fullu ákveðið hvað verður um þann gamla en einhverjar líkur eru taldar á að enn eldri bátur hér í Ólafsvík verði úreltur í stað hans og eigandi þess báts kaupi Lóminn. Aðaleigandi og skipstjóri á Lómi SH-177 er Guð- mundur Svavarsson. II St ið svona - segir Hákon Hákonarson Gyifi Kristjánsson, DV, Akureyii „Ég minnist þess ekki að ástandiö hafi verið svona dökkt þann tima sem ég hef starfað við þetta, bæði sem iönaðarmaður og síðar sem formaður félagsins hér,“ segir Hákon Hákonarson, formaður félags málmiönaðar- manna á Akureyri, um atvinnu- ástandið hjá málmiðnaðarmönn- um í bænum. „Ég tel að vanskil útgerðarinn- ar við þessi þjónustufyrirtæki ráöi þarna mestu um,“ segir Há- kon. „Fleira kemur einnig til, s.s. kreppa í nýsmíði á skipum sem hefur lengi veriö stór þáttur hér á Akureyri. Þá er ástandið þannig hér í bænum almennt að menn vilja fara hægt í fjárfestingar og nýframkvæmdir.“ Hákon sagði að sem stendur væru ekki margir málmiðnaðar- menn atvinnulausir á Akureyri en víðast væri búið að taka fasta yfirvinnu af mönnum sem þýddi einfaldlega að menn fengju 12 til 15% minna útborgaö hveiju sinnl Þá eru síðustu fréttir þær að öllu starfsfólki Vélsmiðjimnar Atla var sagt upp störfum, um 20 mönnum, og þar eru jámiðnaðar- menn í nær öllum störfum. „Ég er bjartsýnn aö eðlisfari og held að þaö muni birta til aftur þótt i augnablikinu sé ástandiö allt annað en gott en það rætist varla úr fyrr en eftir áramótin. Við erum ákveðnir í aö vinna okkur út úr þessu með samstilltu átaki,“ sagðiHákonHákonarson. I dag mælir Dagfari I samkeppni við sjáKan sig Dagfari er mikill samkeppnismað- ur. Dagfari vill frelsi í atvinnulífmu og er sannfærður um að frelsiö og samkeppnin eru homsteinar góðra viðskiptahátta og lipurrar þjón- ustu. Tvö flugfélög hafa stundað samkeppni í millilandaflugi frá ís- landi - annars vegar Flugleiðir og svo hins vegar Arnarflug. Sam- keppnin hefur farið þannig fram að Flugleiðir fljúga þangað sem þær vilja fljúga en Arnarflug flýgur þangað sem Flugleiðir vilji ekki fljúga. Nú hafa þær fréttir borist að Arn- arflug sé í erfiöleikum með pen- inga, því þaö er víst erfitt að halda uppi reglubundnu áætlunarflugi til staða, sem verða afgangs hjá öðr- um flugfélögum, og halda uppi samkeppni í flugi sem enginn ann- ar vill sinna. Það er nauðsynlegt að hafa peninga til að geta flogið hvað eftir annað og þegar pening- amir eru ekki til kemur að því að menn verða að hætta að fljúga. Menn halda ekki heilum flugfélög- um gangandi að gamni sínu eða ókeypis, sér í lagi þegar flugsam- göngur em aö mestu fyrir aðra heldur en þá sem eiga flugfélagið. Ríkisstjórnin hefur veriö að fjalla um þetta vandamál að undanfómu. Arnarflug mun skulda ríkissjóði ábyrgðir sem ríkissjóður gekk í á sínum tíma til að Arnarflug væri til, enda í samræmi við þá stefnu, sem einhver ríkisstjórn í fymdinni ákvað um, að heppilegt væri að hafa tvö flugfélög starfandi til að veita hvort öðru samkeppni. En ríkisstjómin er ekki aflögufær um að framfylgja stefnumálum sem aðrar ríkisstjórnir ákváðu fyrir hana og hefur verið að velta því fyrir sér hvemig halda megi lífi í Arnarflugi án þess að það kostaði ríkissjóð peningana sem vantar til að halda samkeppninni gangandi. Nú hafa þær fréttir borist að á borði stjórnarinnar liggi tillaga sem felur það í sér að best sé að leysa þetta samkeppnismál með því að selja Flugleiöum svo stóran hluta í Arnarflugi að Arnarflug lifi. Þá er að vísu komin upp sú staða að Flugleiðir eiga flugfélagið, sem þær era í samkeppni við, og Amar- flug verður í samkeppni við eigend- ur sína. En þetta þykir sniðug lausn til að ríkissjóður þurfi ekki að borga og enginn geti sagt að rík- isstjórnin hafi gefist upp við. að framfylgja stefnumálum fyrri rík- isstjórna. Flugleiðamenn era sagöir mót- fallnir því að þurfa að standa í sam- keppni. Þeir vilja Amarflug feigt. Hvers vegna eiga þeir líka að vilja samkeppni þegar samkeppnin kemur sér illa og veldur því að far- þegar dreifast á tvö flugfélög í stað- inn fyrir eitt? Flugleiðamenn vilja frjálsræði í fluginu, en þaö frjáls- ræði má auðvitað ekki vera á kostnað þess aö Flugleiðir tapi og þess vegna er frelsið gott meðan það hefur ekki samkeppni í for með sér. Ef tillaga ríkisstjómarinnar verður samþykkt vandast málið. Þá verða Flugleiöamenn að kaupa Arnarflug til að standa í samkeppni við sjálfa sig. Þeir eru þá settir í þá sérkennilegu stööu að lækka flugfariö hjá Arnarflugi til aö halda því neðan við flugfarið hjá Flug- leiðum. Og síðan verða þeir að lækka farið hjá Flugleiðum til að komast niður fyrir fargjaldið hjá Arnarflugi. Allt leiðir þetta vænt- anlega til þess að Flugleiðir tapa á Amarflugi og Flugleiöamenn tapa á Fugleiðum vegna þess að þeim er gert að eiga flugfélag sem keppir við þá sjálfa. En svo er líka hitt að þeir geta haldið flugfargjöldunum hjá Am- arflugi svo háum að enginn vilji ferðast með Arnarflugi og þá geta Flugleiðamenn komið aftur til rík- isstjómarinnar og sagt sínar farir ekki sléttar og krafist ríkisstyrks til að halda samkeppninni gang- andi og ef ríkisstjómin vill vera stefnu sinni trú verður hún á end- anum að borga Flugleiðum þaö sem þær tapa á Arnarflugi til að Arnar- flug geti haldið áfram að lifa til að standa í samkeppni við Flugleiðir. Þegar ríkisstyrkimir eru orðnir nógu háir geta Flugleiðamenn síð- an lagt niður Arnarflug eða þá sjálfa sig til að annað hvort flugfé- lagiö beri sig og njóti góðs af ríkis- styrkjunum sem hafa fengist vegna samkeppninnar sem ríkisstjórnin beitir sér fyrir með því að láta sömu aðila eiga bæði flugfélögin. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.