Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.1988, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.1988, Blaðsíða 12
MIÐVIKUDÁGUR 28. DESEMBfeR 1988. 4? Meiming Ástin og dauðinn RUV-Sjónvarp: DJÁKNINN Handrit, leikstjórn og klipping: Egill Eövarösson Kvikmyndataka: Sigmundur Arthursson, Snorri Þórisson og Guömundur Kristjánsson Leikmynd: Þór Vigfússon Hljóð: Sigfús Guðmundsson Tónlist: Gunnar Þórðarson Búningar: Helga Stefánsdóttir Helstu hlutverk: Valdemar Örn Flygenr- ing, Maria Ólafsdóttir og Guðrún Ás- mundsdóttir. Draugasögur voru hrollvekjur fyrri tíma og mörg ungmeyjan hef- ur án efa hugsað til sögunnar al- kunnu af Djáknanum á Myrká þeg- ar hana fór að lengja eftir elskunni sinni á dimmu vetrarkvöldi. í þeirri sögu segir frá ást og dauða og dauðs manns ást. Það er ákveðin þversögn sem felst í þeirri ógnvekjandi tilhugsun að ástin sé svo heit að hinn dauði láti ekkert aftra sér frá því að standa við orð sín heldur rísi upp úr votri gröf og komi til stefnu- mótsins eins og hánn hafði lofað. Þessi þversögn er í senn bæði ljúf og váleg því að tilgangurinn er auðvitað meðfram sá að ná unn- ustunni með sér í gröfina. Þarna er kominn kjarni sögunnar og lyk- illinn að langlífi hennar. í sögunni togast nefnilega á unað- ur og hryllingur. Stúlkan veit ekki að það er dauður maður sem vitjar hennar og að hennar bíöur ekkert nema gröfm ef hún fylgir honum. Hún sér aðeins elskhuga sinn og skelfing þess augnabliks þegar hún uppgötvar hvað er á seyði er há- punktur sögunnar. í jólamynd sjónvarpsins er þessi alkunna saga umsamin, færð í nú- tímabúning og látin gerast í Reykjavík á okkar tíma. Djákninn er vélhjólagæi og er heldur illa séð- ur á heimili ungu stúlkunnar. Hann er einfari og býr ásamt hundi sínum í óhrjálegri vistarveru, ein- hvers konar vöruskemmu. Reynd- ar minnti það umhverfi sterklega á ótal bandarískar kvikmyndir þar sem lýst er lífi utangarðsmanna í þvísa landi. Djákninn, en það er viðurnefni eða gælunafn, gerir sér það helst til dundurs aö þeysa á vélfáki sín- um út um holt og hæöir á milli þess sem hann reynir að jafna missætti sem hefur orðið á milli hans og ungu stúlkunnar, Guggu. Þegar þau hafa náð sáttum býður hann henni á grímudansleik. En enginn má sköpum renna og Leiklist Auður Eydal á leið til stefnumótsins verður hann fyrir óhappi og drukknar í ársprænu. Egill Eðvarðsson er margfaldur í roðinu við gerð þessárar myndar og kemst nokkuð misjafnlega frá verkefnunum. Mér fannst hann hafa mun betri tök á verkefninu sem leikstjóri og klippari heldur en höfundur handrits. Það er spurning hvort sú tilhneiging sé heppileg að sami maðurinn haldi svo mörgum þáttum í hendi sér við gerð einnar myndar. Hér hefði ef til vill verið til bóta að fá íleiri að- ila inn í málið. í myndinni fer samtímis fram tvennum sögum. Annars vegar er sögð saga þeirra Guggu og Djákn- ans, hins vegar ótrúlega lík saga fullorðinnar frænku Guggu, sem varð vitskert þegar unnusti hennar fórst á árum áður. Þessi löngu látni vinur hennar, sem er í hlutverki Dauðans í myndinni, er samt ekki lengur á höttunum eftir því að heimta hana til sín heldur vaktar hann Djáknann og bíður þess sem verða vill. Þessi gamla ástarsaga og ömur- legar afleiðingar hennar gegna heldur óljósu hlutverki í myndinni þó að líkingin við sögu þeirra Guggu og Djáknans sé ljós. Helst virðist henni ætlað að vera eins konar fyrirboði og aðvörun um það sem koma skal. Sem slík er hún mjög fyrirferðarmikil í atburðarás- inni og löng atriði þar sem sýnd er dvöl frænkunnar á geðdeild sjúkrahúss virðast helst til þess fallin að ala á fordómum á þeim sjúklingum sem þar þurfa að dvelj- ast og þeirri meðferð sem þeir fá. Auðvitað eru skilin á milli draums og veruleika, lifenda og dauðra óljós í þessari mynd og höf- undur hoppar inn og út úr hugar- heimi persónanna aö vild. En þær persónur, sem óneitan- lega eru þungamiðjan í myndinni, verða heldur óljósar sem einstakl- ingar, einkum þó Djákninn. Höfundur handritsins lætur al- veg vera að gefa þessari persónu líf eða lit, Djákninn gæti þess vega verið afturganga allan tímann, hinn gamli djákni þjóðsögunnar kominn á kreik enn á ný. Valdemar Örn Flygenring fyllir að vísu nokkuð upp í eyðurnar með skýrum dráttum í túlkun sinni. Andlit hans myndast mjög vel og hann hefur nokkra reynslu af kvik- myndaleik. Fyrir framan mynda- vélina hefur hann náð öryggi og góðri tækni. Leikstjórinn nýtir þetta út í æsar og yfirleitt er myndatakan í þessu verki eftirtekt- arverð og víða mjög sterk. Maria Ólafsdóttir er hins vegar að þreyta frumraun sína sem kvik- myndaleikkona. Með góðri leik- stjórn næst furðugott jafnvægi á milli hennar og Valdemars. Leik- stjórinn nýtir þó hæfileika hennar og útlit á allt annan hátt og varast að gera of miklar kröfur um skap- gerðarleik. Persónan Gugga er í handriti dregin nokkuð skýrari dráttum en Djákninn og léttir þaö Maríu túlkunina að hún hefur úr nokkru að spila. Með smekklegri útfærslu kemst þessi unga leik- kona þannig mæta vel frá stóru hlutverki. Geðveika frænkan á loftinu er leikin af Guðrúnu Ásmundsdóttur. Hér var myndatakan vægðarlaus Valdimar Flygering í hlutverki sinu í "Djáknanum,, og túlkun Guðrúnar átakanleg og sterk svo að við borð liggur að þessi persóna yfirskyggi þær sem sagan snýst um. Þá bregður fyrir ýmsum þekkt- um leikurum sem fara á kostum og skal þar fyrstan nefna Arnar Jónsson sem er fiarrænn og ískald- ur í hlutverki hins löngu látna unn- usta frænkunnar. Margrét Helga Jóhannsdóttir og Sigurður Karls- son eru foreldrar Guggu, Árna Tryggvasyni bregður fyrir í hlut- verki líkkistusmiös og Unnur Ösp Stefánsdóttir er indæl í hlutverki litlu systur Guggu. Töluverðum óhugnaði og ofbeld- iskenndum atriðum er blandað inn í atburðarásina og stundum sýnd nokkuö nákvæmlega. Tilgangur- inn með þeim var ekki alltaf vel ljós, að minnsta kosti ekki ef litið er á þessa mynd sem eitthvað ann- að og meira en hrollvekju meö of- beldisívafi. Að öllu samanlögöu fannst mér þetta mjög vel unnin mynd, tækni- lega, en nokkuð skorta á viö gerð handrits og efnislega úrvinnslu. Hljóðsetning er meö betra móti og tónlist Gunnars Þórðarsonar fellur vel að efninu og búningar Helgu Stefánsdóttur og litaval alveg stórgott. -AE Geta börn verið fátæk? Það má teljast vel af sér vikið af einni bók að ná því að vera gefin út fiórum sinnum á innan við hálfri öld og allt annað en víst að þær bækur sem nú eru rifnar út úr bókabúðum með hvað mestri áfergju geti leikið það eftir. Enda ber þess og að minnast aö bókinni mun hafa verið fremur „þurrlega tekið“ þá er hún fyrst kom fyrir almenningssjónir árið 1946 og munu þá margir hafa saknað í henni hins hljómmikla stuðlamáls og sterka ríms sem glatt haföi eyru Frónbúans í aldanna rás, auk þess sem yrkisefnið sjálft, óbrotið mannlíf í berangurslegu sjávar- plássi, stakk heldur en ekki í stúf við þá fialla- og dalarómantík sem löngum hefur sett mestan svip á íslenskan kveðskap. í bládýpi rökkurs En slíkir hlutir munu þó síður koma mönnum úr jafnvægi árið 1988 en árið 1946, eftir að þunga- miðja íslensks þjóölífs hefur fyrir löngu færst úr blómguðu dalanna skauti yfir á gráa mölina, þar sem fram fer æ vélvæddara og vél- rænna mannlíf og alls kyns sund- urlaus og hljómlaus samsetningur veður uppi undir nafninu ljóð. Mið- að við öll þau ósköp getum við jafn- vel beinlínis notið þess nú hve ljóð- in í Þorpinu hafa til að bera margar eigindir sígilds kveðskapar: skýrar og samþjappaðar myndir, jafna og seiðandi hrynjandi, heilsteypta byggingu og markvissa hugsun. Náttúran er þar líka hvaryetna nálæg og á til að mynda tilkomu- mikla umgjörð um mannlífiö: Þungt gnæfir fjalliö yfir okkur bert og grátt til fangbragða ögra risaarmar hafsins... og birtist einnig í ljóðrænu líkinga- máli: Meðan þögnin leikur á hörpu kvöldroðans og íjöllin speglst í bládýpi rökkurs, sem aldrei verður að nótt, siglir ástin yfir bárulausan sjó... Bókmenntir Kristján Árnason Vanmætti manna Það er því ofur skiljanlegt að þjóðfélagslega sinnaðir bók- menntafræðingar hafi viljað heim- færa Þorpið fremur undir „róman- tík“ en „raunsæi“ og má til sanns vegar færa, ef meö raunsæi er átt við það að horft sé á hinn mannlegu veruleika utan frá og gegnum gler- augu fyrirfram mótaðrar hug- myndafræði og með tilliti til þess að honum veröi breytt í ákveðna átt (eins og þótti tilheyra í skáldsög- um frá fiórða áratugnum). í Þorp- inu er ekki skorin upp nein herör gegn ástandinu heldur lýst „van- mætti manna í lífi og dauöa“ og þorpslífið séð innanfrá en þó úr fiarlægð, þar sem horfiö er aftur inn í bernskuheim eftir leiöum endurminningarinnar, sem kann þá list að vinsa úr það sem mestu máli skiptir. Þorpið verður því býsna auöugur heimur á sinn hátt, þrátt fyrir alla kreppu og örbirgð sem þar ríkir, og ekki að ástæðu- lausu sem skáldið spyr í einu kvæðinu: „Geta börn verið fátæk?“ Þessi fiórða útgáfa af Þorpinu er Vöku-Helgafelli til sóma því aö hún er i senn vegleg og smekkleg og eiga þar mestan þátt teikningar Kjartans Guðjónssonar sem falla prýöilega að hinum mjög svo myndrænu ljóöum. Jón úr vör: Þorpið (fjórða útgála) Vaka-Helgafell K.Á.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.