Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.1988, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.1988, Blaðsíða 7
MIÐVIKUDAGUR 28. DESEMBER 1988. 7 Fréttir Ríkisendurskoðun: Allt of margir fangaverðir næstum einn fangavörður á hvem fanga Fangelsismál landsins fá sinn skammt í skýrslu Ríkisendurskoð- unar. Þar segir að fangelsismál hafi verið í nokkrum ólestri á undanförn- um árum. Húsnæðismál fangelsanna eru í ólestri og einnig er stærö ein- inga óhagkvæm frá rekstrarlegu sjónarmiði, þar eð einingarnar eru of smáar. Ríkisendurskoðun vekur athygli á því að eitt stórt deildarskipt fangelsi fyrir allt landið gæti sparað veruleg- ar fjárhæðir á ári í rekstrarakostnað. Þá er bent á að vegna smæðar fang- elsanna eru fangaverðir mun fleiri en vera þyrfti ef rekstrareiningar væru stærri. Lætur nærri að íjöldi starfsmanna fangelsanna nálgist fjölda fanga. Einnig er húsnæði fangelsanna tal- ið mjög óhentugt og er nefnt sem dæmi Hegningarhúsið við Skóla- vörðustíg. Þá er vakin athygli á kostnaði vegna framkvæmda við Tunguháls í Reykjavík en fyrir nokkrum árum var þar steyptur húsgrunnur að nýju fangelsi. Framkvæmdum var hætt þegar grunnur hafði verið steyptur en kostnaður vegna verksins er met- inn á rúmar 23 milljónir á verðlagi ársins 1987. Það þaif ekki að taka fram að þeir peningar hafa enn sem komið er ekkert nýst til hagsbóta fyrirfangelsismállandsins. ' -SMJ Ulfar Eysteinsson matreiðslumaður ásamt aðstoðartólki á nýja staðnum sem hlotið hefur nafnið Hjá Lllfari. DV-mynd KAE Úlfar yfírtekur Hauk í Homi: Athugasemdir ríkisendurskoöunar: Dýrt að gera við bfla á Suðurnesjum Ríkisendurskoðun gerði athuga- semd við mikinn viðgeröarkostnað bifreiða lögreglustjóraembættisins á Keflavikurflugvelli, enda sé svæðið sem ekið er á ekki stórt og mestallt bundiö slitlagi. Viöhaldskostnaður þeirra þriggja bifreiða sem viðhalds- frekastar voru á árinu var samtals 3.720.000 krónur eða að meðaltali 1.240.000 krónur á hvern bíl. Telur ríkisendurskoðun að viðgerðar- kostnaður bifreiða embættisins sé allt of hár og að nauðsynlegt sé að taka þennan útgjaldahð til endur- skoðunar. Viö samanburð ársreikninga hjá lögreglustjóraembættinu á Keflavík- urflugvelli fyrir 1987 fer stofnunin 52.165.000 krónur fram úr heimild- um. Meginskýringin er hækkun launagjalda umfram það sem var gert ráð fyrir. Breytingar urðu á starfsemi emb- ættisins vegna tilkomu sérsveita lög- reglunnar. Ráðnir voru 9 nýir lög- regluþjónar og í Leifsstöð var toll- gæslumönnum fjölgað um 6. -SMJ Þróunarsamvmnustofhunin: Fengur Kostnaður Þróunarsamvinnu- stofnunar íslands umfram íjárheim- ildir 1987 varð 15.956.000 króna. Að mati Ríkisendurskoðunar er megin- skýringin á því hvers vegna farið var fram úr fjárheimildum sú að ráðist var í endurbætur á r/s Feng. Áætlan- ir gerðu ráð fyrir að framkvæmdir myndu kosta 5,5 til 6 milljónir en heildarkostnaður fór yfir 20 milljón- var dýr ir. Segir í skýrslu stofnunarinnar að ekki hafi verið leitað tilboöa í verkið og er þaö gagnrýnt. Umframútgjöld stofnunarinnar voru aðallega fjármögnuö með því að ganga á sjóði stofnunarinnar sem tilkomnir eru vegna ónotaðra fjár- veitinga fyrri ára. -SMJ Skreiðarflök á matseðlinum Þingfestingargjald: Furðuleg gjaldtaka fyrir Lögmannafélagið Úlfar Eysteinsson veitingamaður hefur tekið vínkrána Hauk í Horni, að Hagamel 67, á leigu. Þar mun hann reka matsölustað, sem sérhæfir sig í fiskréttum. Hefur staðurinn hlotið nýt't nafn og heitir nú Hjá Úlfari. „Við leggjum áherslu á fiskrétti og hvalkjötið verður á sínum stað," sagði Úlfar. „Þá verðum við einnig með kjötrétti, en þeir verða fáir. Raunar er ég að bíða eftir því að Kjöt- vinnsla Jónasar komist í gang, því ég get ekki tryggt gæði nautakjöts- ins, nema það sé komið frá honum. Salatbarinn verður á sínum stað, en við munum einnig bjóða upp á mat án hans, sem þýðir auðvitað lægra verð. Við munum halda áfram með ýmsar tilraunir. Nú er ég til dæmis að láta verka fyrir mig skreiðarfiök sem ég ætla að prófa. Niöurstaðan af öllum þessum tilraunum er eigin- lega sú að það eru gestirnir sem setja saman matseðilinn, því ef þeir hrósa einhverri tilraunanna sérstaklega, fer hún beint inn á hann.“ Úlfar sagði að veitingastaöir ættu fremur erfitt uppdráttar um þessar mundir. „Þá er ég ekki að tala um pitsustaðina sem selja aukaskammt af lauk á 60 krónur á meðan kílóið kostar 63 í heildsölu. Á þeim stöðum er hráefniskostnaður 18% en á öðr- um 38-40%.“ Úlfar rak áður veitingastaðinn Úlf- ar og Ljón ásamt Leó Löve. Hann hvarf frá þeim rekstri þar sem hann gekk illa. „Ég er þó hvergi banginn aö byrja á nýjum stað,“ sagði Úlfar. „Ég er tilbúinn aö taka því þótt mán- aðarlaunin verði lág í byrjun. Við erum í áhættuhópi og vitum aldrei hversu margir viðskiptavinir láta sjá sig á degi hverjum. Það er einmitt þetta sem er að fara með veitinga- rekstur af þessu tagi.“ -JSS Það er kunnara en frá þurfi að segja að þegar mál eru þingfest fyrir dómi þarf sá sem þingfestir aö greiða gjald sem var krónur 750 á árinu 1987. Þetta gjald skiptist þannig að þingfestingargjaldið sjálft er 500 krónur og rennur það í ríkissjóð samkvæmt reglugerð um dómsmála- gjöld. En einnig er innheimt mála- gjald til Lögmannafélags íslands að upphæð 250 krónur. Að sögn Sigurðar Þórðarsonar vararíkisendurskoðanda þá virðist ekkert lagaákvæði vera til sem heim- ili þessa gjaldtöku fyrir Lögmannafé- lagið. Því var ákveðið að gera at- hugasemd við að þetta gjald væri innheimt með þessum hætti. Dregur reyndar ríkisendurskoðun í efa rétt- mæti gjaldtöku málagjalds fyrir Lög- mannafélag íslands. -SMJ Á MORGUN KL. 20.30 í LAUGARDALSHÖLL STYÐJUM STPÁKANA!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.