Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.1988, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.1988, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 28. DESEMBER 1988. 11 Utlönd Pólitísk og efnahags- leg kreppa á Kúbu Kúbanir eru þjóð í kreppu. Aldrei síöan Fidel Kastró komst til valda á eyjunni, fyrir þrjátíu árum, hefur efnahagslegt og pólitískt ástand þar veriö jafnslæmt og núna, segir í fréttaskýringu Reuters. Kastró hrakti einræðisherrann Fulgencio Batista frá völdum snemma í janúar 1959. Eyjarskeggjar voru flestir ánægðir með fall Batista og fyrstu tvo áratugina varð ekki vart teljandi óánægju með Kastró. Batista var mjög hallur undir Bandaríkin og lét óátalið að banda- rísk fyrirtæki rækju starfsemi á Kúbu sem var í beinni andstöðu við hagsmuni almennings. Aðalsmerki Havana, höfuðborgar Kúbu, voru spilavíti og fjörugt næturlíf. Kastró breytti þessu, þjóðnýtti fyr- irtæki og lokaði spilavítum. Sjálfs- virðing Kúbana óx og þeir urðu á ný herrar í eigin landi. í fangið á Sovétríkjunum Þegar Kastró komst til valda var hann af mörgum talinn hófsamur sósíalisti og reyndar af sumum kall- aöur „sænskur krati'1. Kastró fékk sáralitla hjálp í skæruliðatíð sinni frá kommúnistaríkjum Evrópu og Asíu og ekkert stjórveldanna átti hönk upp í bakið á honum. Andstaða Bandaríkjanna við stjórn Kastrós varð til þess að Kúba fékk síaukna aðstoð frá Sovétríkjunum og á endanum varð landiö að sérstök- um skjólstæðingi Sovétríkjanna í Karíbahafmu og Suður-Ameríku. Eftir að ríkisstjórn Kennedys studdi hina misheppnuöu Svínaflóa- innrás kúbanskra útlaga árið 1963 var ekki aftur snúið og Kúba varð hluti af kommúnistaríkjunum. Samhefdni þjóðarinnar Svínaflóainnrásin og ögranir hins volduga nágranna, Bandaríkin eru aðeins 145 kílómetra frá Kúbu, gerðu Kúbani samheldna og einhugur virt- ist ríkja um framtíðarstefnuna í veigamestum atriðum. Ríkisstjórn Kastrós gerði það að helsta baráttumáli sínu að útrýma fátækt og ólæsi á eyjunni og varð vel ágengt í þeim efnum. Vinstri menn á Vesturlöndum litu á Kúbu sem fyrirmynd að öfgalausri þjóðfélagsþróun, frá eymd auðvalds- samfélagsins í átt að réttlátum sósíal- isma. Það fréttist lítið af ofbeldisaögerð- um ríkisins á hendur pólitískum andstæðingum eöa minnihlutahóp- um. Það virtist allt í þessu fína í Ha- vana. Frumbýlisárin liðin Miðstýrðar efnahagsáætlanir með tilheyrandi ósveigjanleika gengu vel þegar markmið efnahagsbúskapar- ins voru einfold, eins og að útrýma fátækt og ólæsi. Þegar Kúbanir urðu bjargálna gætti vaxandi óþols með báknið sem öllu stýrði. Óþreyjan varð að andmælum sem aftur var svarað með hertri ritskoð- Kastró er Kúba og Kúba er Kastró. En hve lengi? un og oíbeldi af hálfu lögreglu. Bandaríkin voru ekki eins ógnvekj- andi og áður og það var ekki trúverö- ugt þegar stjórnvöld kröfðust hlýðni vegna hættunnar utanfrá. Kastró fékk það staðfest árið 1980 að óánægja var vaxandi meðal hinna 10 milljón Kúbana. Það sumar var veitt takmarkað ferðafrelsi til Bandaríkjanna og á annað hundrað þúsund manns notuðu tækifærið til að komast frá eyjunni. Það þótt snjöll hugmynd hjá Kastró að tæma í leið- inni fangelsin af glæpamönnum og láta Bandaríkjamenn taka við þeim. Um hitt var ekki efast að eitthvað varð að gera til að bæta hag Kúbána. Óánægja landsmanna varð fyrrum einræöisherra að falli og Kastró veit hvaö það skiptir miklu máli að þjóð- in sé að stærstum hluta sátt við sitt. Takmarkaður einkarekstur í kjölfar fólksstraumsins til Banda- ríkjanna í byrjun áratugarins beitti Kastró sér fyrir því að einkaeign og einkarekstur yrði leyfður að ein- hverju leyti. Fólk gat núna eignast sitt eigið húsnæði og selt það öðrum einstakl- ingum á því verði sem samdist um. Bændur fengu leyfi til að selja afurð- ir sínar á markaði þar sem framboö og eftirspurn réð verði. Aukið svigrúm til einkareksturs leiddi til þess að sumum græddist mikið fé á meðan aðrir sátu i sama farinu. Bændur með búsýslu og fjár- málavit högnuðust margir hverjir ævintýralega. Einn bóndinn tvítugfaldaði árstekj- ur sínar og hrísekrueigandi þénaði stórfé á því að leigja annan vörubíl- inn sinn. Kastró var nóg boðið. Hann óttaðist að ný eignastétt væri að myndast á Kúbu og sú eignastétt yrði andsnúin honum. AftiíTfjvarf og óánægja Kastro skar upp herör gegn frjáls- um viðskiptum í maí 1986 og lokaði landbúnaðarmarkaðnum. Hann var harðorður í garð þeirra sem unnu það eitt til saka að nota sér markaðs- aðstæður sem ríkið skóp. „Byltingin mun brjóta á bak aftur þessa síðkap- ítalista," sagði Kastró. Miðstýrður áætlunarbúskapur tók viö og ekki leið á löngu þangað til vöruskortur gerði vart við sig. Svartamarkaðsbrask blómstraði og daglega berast fréttir í fjölmiðlum um handtökur á bröskurum. Á sama tíma og Kastró herðir tökin á samfélaginu eru Sovétríkin að reyna að brjótast úr viðjum miðstýr- ingar og staðnaðs hagkerfis. Enda er það svo aö Kúbanir eru fíknir í so- vésk blöð og tímarit sem fást keypt hjá bóksölum á Kúbu. Það hljómar undarlega að Kúbanir leita til Sovét- ríkjanna um hugmyndir er fela í sér meira frjálsræði en þeir sjálfir eiga að venjast. Fréttamaður Reuters hefur það eft- ir evrópskum stjórnarerindrekum í Havana að Kúbanir vilji fyrst og fremst meira svigrúm til athafna og tjáningar. Þeir vilji ekki leggja skipu- lagiö sjálft fyrir róða heldur endur- bæta það. Á Kúbu ríkir Kastró og meðan hann telur þjóð sína ekki geta höndl- að frelsið á ábyrgan hátt fær þjóðin ekki það frelsi sem hún vill. Spurn- ingin er aftur á móti hvort Kastró fær Öllu ráðið Öllu lengur. Reuter BANDAWKIN NORÐUR- A TLANTSHAF MEXlKÖFLÖI MEXÍKÓ Havana MIÐ-AMERÍKA BAHAMAYJAR Kevillaidgedo (Mex.) KYRRAHAF CUpperton (Fr.) GUATEMALA EL SALVADOR -Tf ~ f IIOUA ’BELIZE HOUNDLÍRAS jamaiCa ) HAITI ÐÓMINÍKANSKA TÝÐVEI.DIÐ Puerte- Rico KARlBAHAF NIKARAGÚA y— COSTA-RJCA . VESTUR- INDfUR PANAMA Þegar yfir 100 þúsund Kúbanir fluttu úr landi þegar færi gafst var ekki um að villast að þjóðin var óánægð með hlutskipti sitt. Myndin er af ameriskum skemmtibátum að flytja Kúbani til Bandarikjanna árið 1980. Á sama tima og Sovétrikin opna sitt samfélag stendur Kastró fyrir skertu athafna- og málfrelsi á Kúbu og leggur áherslu á kenningar frumherja kommúnismans. Myndin er frá 1. maí hátiðarhöldunum i Havana i fyrra. BJÓÐUM VIÐ // AFALLRI OG KOPERINGU DABtWll LAUGAVEGI 118 VIÐ HLEMM S. 27744

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.