Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.1988, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.1988, Blaðsíða 27
MIÐVIKUDAGUR 28. DESEMBER 1988. ui'C i i's'fí^rryí'>Aí-. q í n /11 u v '-'tm' Verðlaun DNG fyrir þyngsta fiskinn: HéK að fast væri í botni en dró síðan 160 kg lúðu Ægir Már Karason, DV, Suöumesjum; „Ég hélt í fyrstu aö fast væri í botni en svo fór rúllan smám saman að draga inn færiö. Eftir 14 mínútna baráttu tókst aö bera ífæru og tvo gogga í fiskinn, stæröar lúðu, og ná honum síðan inn. Þaö kostaði mikil átök,“ sagöi Þór Ingólfsson en hann dró stærsta fisk í sumar á DNG- tölvuvindu og hlaut verölaun fyrir, 139 þúsund krónur. Verðlaunin voru afhent fyrir stuttu á Hótel Kristínu í Njarövík. Þaö var 5. júlí í sumar sem Þór veiddi lúðuna. Var á Þorsteini KE10, 28 tonna báti, 3-4 mílur frá Eldeyjar- boða. Lúðan var 160 kg að þyngd, 210 sm á lengd og 28 sm þykk og var stærsti fiskur sem veiddist á nefnda tölvuvindu á tímabilinu 20. júni til 31. júlí. Lúðan var seld til Reykjavík- ur á 30 þús. krónur. Um borð í Þor- steini voru 6 rúllur sem hafa reynst mjög vel. DNG á Akureyri var með veiði- keppni í sambandi við rúllurnar. Fyrirkomulag var þaö að veiðimenn sendu inn skýrslu um þyngd og stærð fiska. Um tvö þúsund færa- vindur eru í notkun hér á landi og DNG hefur einnig selt þær til Fær- eyja, Grænlands og Noregs og stefn- an er að koma þeim á markað í Kanada og Bandaríkjunum að sögn Reynis Eiríkssonar, markaðsstjóra DNG, sem afhenti Þór verðlaunin. Þetta er fyrsta keppnin hjá DNG en verður á hverju ári í framtíðinni. Keppni var hörð nú í ár, 3 kílóa munur á þyngstu lúðum. Sú næst- stærsta var 157 kg, veidd út af Siglu- firði og tók 2 klukkustundir að inn- byrða hana. Þór Ingólfsson, sem dró þyngsta fiskinn, tii vinstri, og Reynir Eiriksson. Milli þeirra er DNG-tölvuvinda. DV-mynd Ægir Stykkishólmur: 160 manns tóku virkan þátt í aftanmessunni - og kirkjugestir voru um 200 Róbert Jörgensen, DV, Stykkishólmi: Aftanmessan í Stykkishólmi var að þessu sinni haldin í félagsheimil- inu 11. desember en síðustu tvö árin hefur hún verið í nýju kirkjunni. Nú er stöðugt unnið í henni svo ekki var hægt að messa þar að þessu sinni. Mikið var lagt í þessa messu. Kirkju- kór Stykkishólmskirkju og barnakór grunnskólans í Stykkishólmi sungu, Lúðrasveit Stykkishólms lék ásamt hinum skemmtilega bjöllukór tón- hstarskóla Neshrepps undir stjórn Kay W. Lúðvíksson. Nemendur úr 5. bekk grunnskólans lásu upp úr biblíunni.' Alls tóku 160 manns virkan þátt í þessari fallegu messu og áhorfendur hafa verið um 200. Sóknarprestur í Stykkishólmssókn er séra Gísh H. Kolbeins. fPii!Sr’V Nemendur í tónlistarskóla Neshrepps utan Ennis spila á klukkur undir stjórn Kay W. Lúðvíksson. Til vinstri má sjá söngfólk úr kirkjukórnum. DV-mynd Róbert 27 Fréttir Þessi galvaski hópur eru börn Margrétar Guðlaugsdóttur, umboðsmanns DV á Tálknafirði. Þau hafa séð um að dreifa DV til hinna fjölmörgu áskrif- enda DV á Tálknafirði undanfarin ár og unnið það verk af samviskusemi og dugnaði. í sumar fór hópurinn til Mallorka fyrir blaðberalaunin og höfðu mikla ánægju, og sólbrúnku, af þeirri ferð. Frá vinstri eru Björgvin, sem er yngstur, þá Vignir, Steinar og heimasætan Guðbjörg. DV óskar fjölskyld- unni gleðilegra jóla og farsæls komandi árs og þakkar ánægjuleg sam- skipti gegnum árin Fegurðarkeppni Suðurlands: Þrjár í úrslit úr Arnessýslu Sigriður E. Gunnarsdóttir, DV, Hverageröi: Þrjár stúlkur úr Árnessýslu voru valdar í úrshtakeppni fegurðarsam- keppni Suðurlands í forkeppni að Hótel Selfossi fyrir skömmu. Þær eru: Aníta Jónsdóttir, Selfossi, Heiör- ún Perla Heiðarsdóttir, Hveragerði, og Margrét Birgisdóttir, Selfossi. Keppnin á Selfossi var annar hluti forkeppninnar á Suðurlandi. Áður höfðu tvær stúlkur verið valdar, sem fulltrúar Vestur-Skaftafellssýslu og Rangárvallasýslu, eins og áður hefur verið skýrt frá hér í blaðinu. Eftir áramót verða svo valdar tvær stúlk- ur frá Vestmannaeyjum. Það verða því sjö stúlkur sem keppa um titihnn Ungfrú Suðurland. Sú keppni verður væntanlega að Hótel Örk í Hvera- gerði laugardaginn 11. mars. Sigur- vegari þar tekur síðan þátt í úrslita- keppni um titilinn ungfrú ísland. Þær keppa til úrslita í Hveragerði 11. mars. Frá vinstri: Anita, Margrét og Heiðrún. Stykkishólmur: „Hassið“ á fullu Róbert Jörgensen, DV, Stykkishólmi: Leikfélagið Grímnir frumsýndi nú í desember leikritið Hassið hennar mömmu eftir Dario Fo í félagsheim- ili Stykkishólms. Leiknum var frá- bærlega vel tekið og ná þessir snjöllu áhugaleikarar að skila vel hinum glettnu og skemmtilegu uppákomum skáldsins. Leikendur eru sjö talsins. Leik- stjóri og hönnuður leikmyndar er Jón Svanur Pétursson en ljósameist- ari Birgir Sigurðsson. Fyrirhugað er að sýna „Hassið“ milh hátíðanna. Daði Þór Einarsson, Aðalsteinn Þorvaldsson og Guðmundur Bragi Kjartans- son i hlutverkum sinum. DV-mynd Róbert

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.