Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.1988, Side 14

Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.1988, Side 14
MIÐV1KUDAGUR-28. DESE/VljBE^ }98$,, Frjálst.óháÖ dagblaö Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PALL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 800 kr. Verð í lausasölu virka daga 75 kr. - Helgarblað 90 kr. Rólegt jólahald Jólin fóru friðsamlega fram, bæði hér heima og er- lendis - engin teljandi óhöpp eða slys, engar fréttir af skipsköðum á hafi úti né ófriði í útlöndum. Jafnvel veðr- ið, sem gekk yfir á jóladag, náði ekki að valda umtals- verðum erfiðleikum eða tjóni. Alls staðar að berast þær fregnir að helgihaldið hafi verið hátíðlegt og ánægjulegt. Þetta þarf í sjálfu sér ekki að koma á óvart. Hvar- vetna leggur fólk niður vinnu og einbeitir sér að jóla- haldinu, leggur sig í líma við að skapa gott andrúmsloft í kringum sig, gefa gjafir og njóta návistar sinna nán- ustu. Kirkjur voru vel sóttar, enda þótt messufall yrði á stöku stað vegna veðurs. Kaupmenn segja að verslun hafi verið góð fyrir jólin og verður að ætla að fáir háfi farið í jólaköttinn, þrátt fyrir krepputal og samdrátt í atvinnulífi. Sjálfsagt hafa einhverjir eytt um efni fram í skjóh krítarkorta og ávísana fram yfir áramótin en það hefur gerst áður og ekki komið að sök. Mestu máli skiptir að íslendingar gátu nú sem endranær haldið upp á jóhn með hefðbundnum hætti, án skakkafalla og eins og hugur þeirra stóð til. Erlendis frá bárust og þau tíðindi að almennur friður hefði ríkt og það er kaldhæðni örlaganna að það er eink- um í ísrael, fæðingarstað Krists, sem blikur eru á lofti. Þar þurftu ísraelskir hermenn að ganga um vopnum búnir og einn Palestínumaður lést í átökum sem brut- ust út í tilefni af því að nú er ár liðið síðan ísraelsmenn settu herteknu svæðin í herkví. Hitt er annað að ástand- ið fyrir botni Miðjarðarhafs er að mörgu leyti friðvæn- legra en áður, einkum eftir að Frelsissamtök Palestínu- manna hafa ljáð máls á tilverurétti ísraels og Banda- ríkjamenn hafa rætt opinberlega við PLO. Menn eru nú bjartsýnni en áður um að einhver lausn geti verið í sjónmáli. Að minnsta kosti láta hinar stríðandi fylking- ar ekki eins ófriðlega og áður og viðræður eiga að geta hafist á hinu nýja ári um framtíðarskipan ísraels og Palestínu. í Eystrasaltsríkjunum varð meiri kirkjusókn en dæmi eru um í heilan mannsaldur. Ástæðan er væntanlega sú að Kremlverjar hafa linað tökin í Sovétríkjunum og fólk fær að fara sínu fram í auknum mæli. Þá er ekki að sökum að spyrja. Trúaráhuginn leysist úr læðingi og kristindómurinn, sem hefur verið bældur niður í krafti kommúnismans og andstöðu stjórnvalda gegn opinberu trúarlífi, fær útrás á jólum. Þjóðir Eystrasalts- ríkjanna eru kristnar jafnt og við á Vesturlöndum en sakir fordóma og ofsókna á hendur kirkjunni hefur fólk mátt búa við kristindóm sinn í felum. Sama máh gegnir í Kína sem hefur þó fylgt öðrum trúarbrögðum. Þar var gífurleg kirkjusókn í kaþólskum kirkjum sem auðvitað er sprottin af auknu frjálsræði þar í landi og forvitni fólks gagnvart framandi trú og siðum sem lengst af hafa verið bannfærð meðal Kín- veija. Hvorutveggja sannar og undirstrikar mátt trúar- innar og kristninnar og vekur vonir um betri heim. Trúfrelsi er mannréttindi sem eiga að vera hafin yfir póhtískar stefnur. Enginn vafi er á því að jóhn hafa þannig tengt fólk af óhku þjóðerni, menningu og stjórnarháttum saman. Áhrifamáttur þeirra birtist í þeirri viðleitni að skapa frið og jákvætt andrúmsloft um aha heimsbyggðina og bægja vopnaviðskiptum og ógnum frá óbreyttum jarð- arbúum, að minnsta kosti meðan hátíðin stendur. Það er spor í rétta átt og vekur vonir um að friðarboðskapur- inn nái fótfestu í fleiri daga og til fleiri manna. Ellert B. Schram Viö búum við flókið kerfi sjálf- virkra verðhækkana. Verðtrygg- ing felst ekki eingöngu í því að verð á þjónustu hækki samkvæmt við- urkenndum vísitölum. Verðtrygg- ing er einnig þegar verð á vörum og þjónustu er miðað við ákveðinn verðlagsgrundvöll, hliðstætt og gerist við verðlagningu á mörgum landbúnaðarvörum. Sama máli gegnir þegar aðilar hafa samráð um verðhækkanir á þjónustu. Allt þetta er verðtrygging þó að fram- kvæmdin sé óhk. Samspil þessara þátta myndar mikilvirkt veitukerfi sem skUar áhrifum verðhækkana út um allt efnahagslífið. Sjálfvirkni í efnahagslífi okkar hefur veriö Tafla 1. Vöruskiptajöfnuður januar-jum (í m. kr. á medalgengi janúar-júni 1988) 1987 1988 Breyting i % midad viö 1987 Innfluttar vörur alls f. o. b. -26.846 -28.729 7.0 Sórstakar fjárf estingarvörur -1.095 -1.675 53,0 (Þar af skip og flugvélar) (-1.056) (-1.637) 55,0 Rekstrarvörur v/álbræöslu -1.123 -1.158 3,1 Rekstrarvörur v/járnbl.v. -235 -220 -6.4 Almennur innflutningur -24.393 -25.676 5,3 Útfluttar vörur alls, f. o. b. 28.096 27.726 -1,3 Sjávarafurðir 21.792 20.920 -^t.O Ál 2.646 3.057 15,5 Kísiljárn 1.025 1.082 5.6 Aðrar vörur 2.633 2.667 1.3 Vöruskiptajöfnuður 1.250 -1.003 „I riti Seðlabankans, Hagtölum mánaðarins, eru birtar sjö vísitölur.“ Verðtrygging: Veitukerfi verðhækkana byggt upp sjálfvirkt kerfi verð- tryggingar og verðhækkana. Kerfið flytur verðhækkanir frá einni at- vinnugrein til annarrar. Víxláhrif verðhækkana koma fram sökum þess að verðhækkun á einni vöru- tegund leiðir sjálfkrafa til hækkun- ar á verði annarrar. Hið margfalda verðtryggingarkerfi leiðir hækk- anir á einstökum vöruflokkum sjálfvirkt út í óskyldustu þætti efnahagslífsins. Sífellt eru mörg hundruð hækkanir samtímis á leið í gegnum veitukerfi verðtrygging- arinnar. Þegar grannt er skoðaö kemur í ljós að verðlag á mörgum vöruflokkum og þjónustu breytist sjálfvirkt samkvæmt settum regl- um. íslenska efnahagslífið er með innbyggða sjálfvirkni sem marg- faldar upp minnstu verðhækkanir. Verðbólga hér á landi er fjórfalt eða fimmfalt meiri en í helstu viö- skiptalöndum okkar. Verðtrygging er ekki eingöngu fólgin í notkun helstu vísitalna. Hún felst einnig í því að verð margra vörutegunda er ákveðiö sjálMrkt með viömiðun við einhvers konar verðlagsgrund- völl. Sama gildir um aðila sem hafa samráö um verðlagningu á þjón- ustu sinni. Ákvarðanir þeirra fylgja meira eða minna sjálfvirkum reglum sem virka eins og verð- trygging. Uppskerubrestur á kaffi hækkar verð á lambakjöti Til þess að skýra hvernig verð- hækkanir leiðast um efnahagslífiö má taka dæmi af afleiðingum þess aö uppskerubrestur verði á kaffi í Suður-Ameríku. Við það dregur úr framboði og heimsmarkaðsverð hækkar. Verð hækkar einnig hér á landi. Kaffið er ein af þeim vörum sem ’taldar eru upp í verðlags- grundvelli vísitölu framfærslu- kostnaðar. Vísitalan hækkar af þeim sökum. Vísitala framfærslu- kostnaðar er önnur af þeim vísi- tölum sem lánskjaravísitalan sam- anstendur af. Verðhækkun á kaffi veldur því einnig hækkun á láns- kjaravísitölunni. Hækkun láns- kjaravísitölunnar hefur víðtæk áhrif. Hún veldur því til dæmis að skuldir þeirra sem tekið hafa verð- tryggð lán hækka og greiðslubyrði þyngist. Hækkun lánskjaravísitölunnar hefur einnig áhrif á verðlagningu landbúnaöarafurða. í verðlags- grundvelli landbúnaðarvara er að finna liði sem lýsa geymslukostn- aði og kostnaði vegna lána. Verð- lagsgrundvöllur landbúnaðarvara sem lúta framleiðslustjómun hækkar af þessum sökum. Það veldur síðan verðhækkun á kjöti og mjólkurvörum. Með hliðstæð- um hætti hefur verðhækkunin áhrif á verö fjölmargra vöruteg- unda. Hvaö er verðtrygging? Verðtrygging felst í því að verð vöru eða þjónustu er hækkað í Kjallariim Stefán Ingólfsson verkfræðingur samræmi við fyrirfram ákveðna reglu. Oftast er vísað til vísitalna sem reiknaöar eru út af viður- kenndum aðilum. Vísitala bygging- arkostnaðar er til dæmis oft notuð þegar um verklegar framkvæmdir er að ræða en lánskjaravísitala til að verðtryggja fjárskuldbindingar. Allmargar ólíkar vísitölur eru reiknaðar út hér á landi. í riti Seðlabankans, Hagtölum mánaðarins, eru birtar sjö vísitöl- ur. Fleiri vísitölur eru reiknaðar út reglulega. Einnig eru notaðar aðferðir við verðtryggingu sem taka mið af mörgum vísitölum. Til dæmis hefur verð á viðhaldsþjón- ustu hátæknibúnaðar verið miðað við gengi erlendra gjaldmiðla og launataxta ákveðinna starfsstétta. Önnur tegund verðtryggingar hef- ur lengi þekkst í landbúnaði. Bændur hafa til dæmis miðað leiguverð sumarbústaðalanda við verðmæti sauðfjárafurða. Ein út- breiddasta tegund verðtryggingar er að miða verðhækkanir á vöru og þjónustu við svonefndan „verð- lagsgrundvöU" eða að aðilar hafi formlegt eða óformlegt samráð um verðhækkanir. Verðlagsgrundvöllur er vísi- tala Til þess að skýra hvemig verð- trygging með „verðlagsgrundvelli" fer fram má taka dæmi af hefð- bundnum landbúnaðarvörum. Verðhækkanir á landbúnaðaraf- urðum hafa lengi verið miðaðar við breytingar á „verðlagsgrundvelli“. Verðlagsgrundvöllurinn er upp- talning á ákveðnum kostnaðarlið- um. í honum eru þættir sem talið er að þurfi til aö framleiða ákveðið magn af landbúnaðarafurðum. Tekið er saman hversu mikiö þurfi af hverjum þætti. Reglulega er kannað hversu mikið hver þáttur kosti og heildarkostnaður reiknað- ur út. Þessi aðferð er sú sama og notuð er við útreikning bygginga- vísitölu og framfærsluvisitölu. Þegar verð á landbúnaðarafurð- um hækkar er það skýrt á þann hátt að þessir og hinir liðir í verð- lagsgrundvellinum hafi hækkað. Til dæmis má nefna að þegar áburðarverð hækkar veldur það hækkun á grundvellinum. Aðilar sem hafa samráð um verðlagningu á vörum og þjónustu nota flestir einhvers konar verðlagsgrundvöll svipaðan þeim sem hér var lýst. Ekki skiptir máli hvort um er að ræða opinberar verðlagsnefndir eða aðra sem hafa með sér samráð um verðákvarðanir. Hver einstak- ur verðlagsgrundvöllur jafnast á við sjálfstæða vísitölu. Oft eru kostnaðarliðir í verðlagsgrundvelli hækkaðir í samræmi við breyting- ar á helstu vísitölum. í þeim tilfell- um er um augljósar víxlhækkanir að ræða. Oftast eru áhrifin þó óbeinni. Samráó aóila Það þekkist að aðilar í starfsgrein hafi samráð um verðhækkanir. Stundum er um formlegt samráö að ræða og skipaðar nefndir taka ákvarðanir um veröhækkanir. Oft- ar er um óformlega samvinnu aö ræða. Aðilar hringja hver í annan og ákveöa að hækka verð á ákveð- inni þjónustu. Þegar ákvarðanir eru teknar með þessum hætti er stuðst við einhvers konar kostnað- armatskerfi. Ákvarðanir um verð- hækkanir eru teknar reglubundið. Hver hækkun grundvallast á sam- ræmdu mati á tilkostnaöi við þá þjónustu sem verið er að verð- leggja. Helstu kostnaðarliðir eru reglulega metnir á svipaðan hátt. Það jafngildir því að stuðst sé við einhvers konar „verðlagsgrund- völl“. Verðhækkanir gerast sjálf- virkt eins og um verðtryggingu væri að ræða. Til að skýra hvað við er átt má taka dæmi af vaxta- ákvörðunum í bankakerfinu. Þær gerast með sjálfvirkum hætti. Ákvarðanir einstakra banka eru líkar og gerast svo til samtímis. Vaxtahækkanir gerast svipað því að þær væru ákvarðaöar í nefnd sem styddist við einhvers konar verðlagsgrundvöll á svipaðan hát't og söluverð á mjólk er ákveðið. Stefán Ingólfsson „í efnahagslífi okkar hefur verið byggt upp sjálfvirkt kerfi verðtryggingar og verðhækkana. Kerfið flytur verð- hækkanir frá einni atvinnugrein til annarrar.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.