Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.1988, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.1988, Blaðsíða 2
MIÐVIKUDAGUR 28. DESEMBER 1988. Fréttir Hættir Albert Guðmundsson við að fara til Frakklands? Ég get ekkert um það sagt á þessari stundu - en mér er ekki sama hvemig farið er með Borgaraílokkinn, sagði Albert í morgun Það er fullyrt af þeim sem gerst þekkja til að Alþert Guðmundsson muni hætta við að gerast sendiherra í Frakklandi vegna þess sem gerst hefur í Borgaraflokknum eftir að hann lét af formennsku. „Ég get ekkert um þetta sagt á þess- ari stundu en mér er ekki sama hvemig Borgaraflokkurinn fer eða hvað um hann verður, hvort hann liðast í sundur. Ég get ekkert við því sagt ef einhverjir flokksmenn vilja fara inn í eitthvað annað en flokkur- inn var stofnaður til en mér er ekki sama um hvernig flokkurinn fer. Ég átti alls ekki von á svona meðferð, hvorki á flokknum né sjálfum mér, daginn eftir að ég lét af formennsku. Það leit þannig út fyrir mér að ég skildi eftir samstæðan flokk með sjö þingmönnum, algerlega skuldlausan og ég hélt að hann ætti framtíð fyrir sér. Mér er það því ekkert ánægju- efni að sjá hvernig þingmennirnir fara í allt aðra átt en samþykkt hefur veriö í flokknum. Ég stofnaöi þennan flokk og hélt að með mér væri fólk sem ég gæti treyst. En spurningu þinni um hvort ég' hætti við að fara til Frakklands get ég ekki svarað á þessari stundu,“ sagði Albert Guð- mundsson i samtali við DV í morgun. Þá er þess að geta að í kvöld er aðalstjórnarfundur í Borgaraflokkn- um. Þótt Albert hafi skilað for- mennskunni til Júlíusar Sólnes með bréfi á dögunum getur hann enn aft- urkallaö það og verið áfram formað- ur flokksins. Það gæti því orðið sögu- legur aðalstjómarfundur hjá flokkn- um í kvöld. -S.dór Sjöfn Sigurbjömsdóttir skólastjóri: Kæran er liður í ófrægingarherferð „Þessi kæra, sem menntamálaráð- herra Svavar Gestsson nefnir í við- tali við DV í gær, er liður í þeirri ófrægingarherferö gegn mér sem sett var í gang strax í vor þegar mér var veitt staða skólastjóra við Öldusels- skóla. Allt sem segir í kærunni eru ósannindi - sem ég mun gera fræðsluyfirvöldum grein fyrir. Ég hef þegar gert fræðsluyfirvöldum grein fyrir kæru um að ekki hafi verið rétt staðið að boöun fundar í kennararáði. Þar átti ég um að velja að senda tuttugu og fimm börn heim eða kalla á varamann á fundinn til þess að kennsla félli ekki niður. Ég valdi síöari kostinn. Mér er til dæm- is borið á brýn í kaérunni að hafa lít- ilsvirt starf mitt með því aö kenna í tölvuskóla á þessu hausti. Þeim rannsóknarblaðamanni sem getur fundið þann tölvuskóla er heitiö góð- um fundarlaunum. Meira hef ég ekki um málið að segja aö sinni,“ sagði Sjöfn Sigurbjörnsdóttir, skólastjóri í Ölduselsskóla. Eins og kom fram í DV í gær liggja fyrir mál í menntamálaráðuneytinu þar sem kvartað er vegna samskipta- örðugleika við Sjöfn Sigurbjörns- dóttur. Svavar Gestsson mennta- málaráðherra hefur sagt að hann muni láta kanna réttmæti þeirra ásakana sem Sjöfn hefur sætt. -sme Bjöm Omar Jónsson: Ymis óleyst vandamál varðandi bifreiðaskoðun á landsbyggðinni „Það eru ýmis óleyst vandmál varðandi bifreiðaskoðun úti á landsbyggðinni og það er unnið að því aö leysa þau núna. Þar verður að taka hvert mál út af fyrir sig og skoða sérstaklega. Við í stjórn Bif- reiðaskoðunar Islands erum sam- mála um þaö nú að koma þessu fyrirtæki af stað og gera það sem veglegast. Það er mikilvægast í augnablikinu,“ sagði Björn Ómar Jónsson, fulltrúi Bílgreinasam- bandsins í stjórn Bifreiðaskoðunar íslands hf., við DV. Samkvæmt heimildum DV eru skiptar skoðanir innan Bílgreina- sambandsins, sem er hluthafl í Bif- reiðaskoöun íslands, um framtíð- arskipulag bifreiðaskoðunar í landinu. Þar kemur meðal annars fram það sjónarmíö að nýta ætti heldur þau tæki og aðstööu sem fyrir er í landinu í stað þess að fjár- festa í dýrum skoöunarstöðvum. Er það sjónarmiö þá ofarlega á baugi aö verkstæðin annist að mestu bifreiðaskoðun, sérstaklega úti á landi. Mun verkstæðin ein- ungis vanta hin nýju bremsupróf- unartæki til að geta annast viöun- andi skoðun. ,J>að eru vissulega skoöanir um fleiri en eina leið og ljóst að sama lausnin dugir ekki alls staðar á landinu. Stærsta vandamál bif- reiðaskoöunar er hið strjálbýla land ogmiklar vegalengdir. Nú eru verkstæði aö byggjastupp víðs veg- ar um landið og ég hef trú á að sú uppbygging fari saman við upp- byggingu Bifreiðaskoðunar íslands þegar upp er staðið. En aðalmálið er að koma fyrirtækinu í gang.“ -hlh Akureyri: Varð að aflífa tvær gimbrar eftir hrottalega meðferð - annað mál svipaðs eðlis er í rannsókn Rannsóknarlögreglan á Akureyri hefur til rannsóknar mál þar sem tveimur gimbrum og einni kind var misþyrmt hrottalega á kynfærum. Aflífa varð gimbramar vegna þeirra sára sem ofbeldismaðurinn veitti þeim. Sterkur grunur er um að sá sem misþyrmdi dýrunum hafi notað þau kynferðislega. Lögreglan ver kölluð að íjárhúsi við Lónsbrú, sem er skammt utan Akureyrar, um hádegi á Þorláks- messu. Brotist hafði verið inn í fjár- húsið og dýrunum misþyrmt. Við skoöun kom í ijós að verkfæri haföi veriö notað tU að særa kynfæri þeirra meö fyrrgreindum afleiðing- um. Rannsókn málsins er enn á frum- stigi. Rannsóknarlögreglan hefur til meðferðar annaó mál sama eðlis. Það er um eitt ár iiðið frá því það kom upp. í því tilfelli voru tvær gimbrar aflífaðar eftir svipaða meðferð og þær sem misþyrmt var fyrir fáum dögum. Þau hefðu nú mátt vera græn, sagði Halldór Ásgrimsson dómsmálaráö- herra um nýju bílnúmerin þegar hann settist inn í embættisbil sinn austur á Litla-Hrauni i gær eftir að bíilinn hafði fengið fyrstu númerin i nýja fastnúm- erakerfinu. DV-mynd JR Nýja fastnúmerakerfiö gengiö í gildi: Fyrstu númerin á ráðherrabíl í gær I dag tekur nýja fastnúmerakerfið á skráningu bíla gildi en nú um ára- mótin tekur Bifreiöaskoðun íslands hf. til starfa og tekur þá jafnframt við skráningu og skoðun ökutækja af Bifreiðaeftirliti rikisins sem lagt verður niöur. í gær voru fyrstu nýju bílnúmerin skrúfuð á bíla austur á Litla-Hrauni en þar á vinnuhælinu fer framleiðsla nýju númeranna fram. Fyrsti bíllinn sem fékk númer var embættisbíll Halldórs Ásgrímssonar dómsmála- ráöherra sem fékk númerið HP 741. Ráðherra sagðist vera ánægður með tilkomu nýju númeranna en ef eitthvað væri þá væri honum helst eftirsjá í setunni en nú hyrfi hún endanlega. Halldór hefur verið með Z á einkabíl sínum fram að þessu. Framleiðsla á nýju númerunum er komin á fulla ferð á Litla-Hrauni og hafa nú þegar verið framleidd númer á alla varnarliðsbíla á Keflavíkur- flugvelli en frá og með deginum í dag verður byriað að afgreiöa nýju núm- erin á bíla. Hætt verður að framleiði gömlu svart/hvítu númerin frá 0| meö áramótunum. Nýju númerii verður hægt að panta á bíla stra: eftir áramótin og fást afhent hjá Bif reiðaskoðun íslands gegn framvísui gömlu númeranna. Númer á venjulegum bílum eri hvít með bláum stöfum en sendiráðs bílar veröa með græn númeraspjöli með hvítum stöfum og bílar varnar liðsmanna veröa með spjöld mei gulum grunnlit. Með nýja númerakerfinu verðui tekinn upp nýr háttur innköllunar; bilum til skoðunar þannig að síðast stafur í skráningarnúmeri segir ti um þann mánuð sem bíll skal kom; . til skoðunar en skoðun skal far; fram eigi siöar en fjórum mánuðun síðar. Þannig á bíll dómsmálaráð herra að koma til skoöunar í janúai en í siðasta lagi á að vera búið a< skoða þann bíl í maí.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.