Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.1988, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.1988, Blaðsíða 31
MIÐVIKUDAGUR 28. DESEMBER 1988. 31 Lífsstíll Fiskaklettur: Algjört Hafnarfjarðarverö „Hafnaríjöröur er orðinn frægur fyrir lágt verö á ýmsum vörum og við segjum stundum í gamni aö þar séu Fjarðarkaup og Fiskaklettur með forystu,“ sagði Einar Ólafsson, for- maður björgunarsveitarinnar Fiska- kletts, í samtali við DV. Fiskaklettur stendur ásamt þrem- ur öörum björgunarsveitum að inn- ílutningi á SVD flugeldum. Einar sagði að söluaöilar SVD væru trúlega um 120 talsins. Það eru Kyndill úr Mosfellsbæ, Sigurvon í Garðinum og Þorbjörn í Grindavík sem standa að þessum innflutningi ásamt Fiska- kletti. Höfuöbækistöðvar ílugeldasölu Fiskakletts verða í Hjallahrauni 9 í Hafnarfirði. Þar er verslað á 200 fer- metrum og segja Fiskaklettsmenn að þar sé stærsta flugeldaverslun lands- ins. Auk þess verður selt í Fornubúð- um við smábátahöfnina í Hafnarfirði og í bakhúsi KRON við Strandgötu, ekið inn frá Fjarðargötu. Verðið taldi Einar aö yrði mjög svipað og í fyrra. Þá kostuöu fjölskyldupakkar Fiskakletts frá 1.000 krónum og upp í 2.500 krónur. Auk þessara hefð- bundnu fjölskyldupakka verður boð- ið upp á tæplega 200 tegundir af ýmsu tundri í lausasölu. Þar verða eins og víðar vinsælastar skotkök- urnar sem til er mikið útval af. [ökurnar virðast ætla að verða mjög vinsælar og víða er geysigott úrval af þeim. Fram: DV-mynd KAE Kökur á kjarapöllum Fram býður upp á sértilboð á Bo- uquet, New Transmitter og Kaleidos- cope skotkökum og tertum. Hér eru á ferðinni eldri birgðir sem seldar verða á afsláttarverði. Fram kaupir sína flugelda frá KR og Ellingsen. „Þetta er verðstöövun miðað við í fyrra,“ sagði Jóhann Ól- afsson hjá Fram í samtali við DV. „Verðiö er trúlega betra en í fyrra ef eitthvaö er því það er meira í pökk- unum núna.“ Verð á fjölskyldupökkum frá Fram er 950 krónur, 1450 krónur og 1950 krónur. Auk þess verður á boðstól- um sérstakur súperpakki fyrir þá sem eru mjög skotglaðir. Nýjar skot- kökur eru á 200-1100 krónur og stak- ir vænir flugeldar á 500-1.600 krón- ur. Útsölustaöir Fram eru við Kringl- una og í Framheimilinu í Safamýri. -Pá 62 tegundir af rakettum KR-flugeldar hafa staðið að eigin inn- flutningi um tíu ára skeið. Fjöldi fé- lagasamtaka og íþróttafélaga um land allt hefur samstarf við flugelda- sölu KR. 62 tegundir ^f flugeldum á verði frá 6 krónum upp í 1.600 krónur eru á boðstólum hjá KR. 53 gerðir af skot- kökum eða tertum eru i boði og verð- ið allt frá 60 krónum upp í 6.000 krón- ur. „Það halda fáir verðstöðvunina eins vel og flugeldasalar," sagöi Lúð- vík Georgsson, forsprakki KR-flug- elda, í samtali við DV. Hann fullyrti að vísitala flugelda hefði lækkað um 20% frá fyrra ári miðað við verðlag. Að venju verða fjórar gerðir fjöl- skyldupakka í boði hjá KR. Þeir eru að jafnaði 25% ódýrari en stök skreytitundur og auðvelda fólki valið Barnapakki kostar 900 krónur. Sparipakki kostar 1250 krónur. Bæj- arins besti fæst fyrir 1.800 krónur og fullyröa KR-ingar að betri kaup ger- ist ekki á flugeldaeyrinni að þessu sinni. Trölli er svo falur fyrir 3.300 krónur og er að sögn samsettur fyrir þá sem sætta sig aðeins við alvöru- flugelda. Helstu viðskiptalönd Kr-inga eru Kína og Vestur-Þýskaland. Kr-ingar vilja vekja sérstaka athygli á risarak- ettunum frá þýska fyrirtækinu Weco sem KR-ingar hafa einkaumboð fyr- ir. Þessar rakettur fást nú glæsilegri en dæmi eru um áður og er fullyrt að ekki séu'stærri rakettur á almenn- um markaði annars staðar í heimin- um. Skotkökur eru til í miklu úrvali hjá KR eins og öðrum. Alls eru í boði 53 mismunandi gerðir á verði frá 60 krónum og upp í 6.000. Að venju veröur glæsileg flugelda- sýning á vegum KR 29. desember á félagssvæði KR við Frostaskjól. Sýn- ingin hefst kl. 20.30. Sölustaðir KR-flugelda eru á 5 stöö- um. Höfuðstöðvarnar eru í KR- heimilinu við Frostaskjól en auk þess verða útsölur í JL-húsinu við Hring- braut, í Borgartúni 23, við Hagkaup í Skeifunni og í Kringlunni. Þess utan verður hraðafgreiðsla á fjölskyldu- pökkum á Lækjártorgi og ef til vill víðar í borginni dagana 30. og 31. des. Á öllum útsölustöðum er boðið upp á kreditkortaþjónustu. -Pá Þessar súperbombur fást hjá KR. DV-mynd KAE Arftakar Ingólfs í Gróubúð Slysavarnasveitin í Reykjavik, sem er arftaki björgunarsveitar- innar Ingólfs, hefur höfuðbæki- stöövar fyrir flugeldasölu sfna í Gróubúð á Grandagarði 1. Einnig er selt í húsi Kattavinafélagsins að Stangarhyl 2 á Ártúnshöfða og einnig úr bil á planinu við Sjó- mannaskólann. Slysavamasveitin veröur og með fleiri bíla sem verða á ferö um bæinn. Opið er í Gróubúð og á Ártúnshöföa frá kl. 10.00 til 22.00. Slysavarnasveitin býður hefð- bundna flölskyldupakka og er sá ódýrasti á 1.000 krónur. Þá kemur pakki á 2.000 krónur og loks einn á 3.000 krónur. Kökurnar vinsælu eru seldar á verði frá 150 krónum upp í 1.800 krónur. Litlar rakettur eru seldar stakar á 25-250 krónur og þær stærri á 350-1.500 krónur -Pá Allir sem selja fiugelda keppast við að bjóða fjölskyldupakka á sem bestu verði. DV-mynd KAE Kíkt í pakkana Svokallaðir flölskyldupakkar njóta“ ávallt mikilla vinsælda. Þeir spara mönnum vangaveltur og erfitt val í innkaupum og eru auk þess mun hagstæðari kaup í þeim miðað við að kaupa flugelda í lausasölu. Við gægðumst í nokkra flölskyldu- pakka. Bæjarins besti frá KR Veröið er 1.800 krónur. 9 litlar rakettur 2 meðalstórar rakettur 2 stórar rakettur 3 þyrlur 1 margföld þyrla 4 snældur 3 kúlublys 2 stór skotblys 3 litlar skotkökur 2 pk. hurðarsprengjur 4 innisprengjur 1 kínv. stjörnuljós 1 bengalprik 3 minni stjörnuljós 2 stokkar bengaleldspýtur 2000 króna pakki frá Slysavama- sveit Reykjavíkur 1 handblys 2 stjörnuljós 1 lítill jóker 1 stórt stjörnuljós 6 innisprengjur 2 litlir flugeldar 2 litlar rakettur 1 meðalstór raketta 4 litlir flugeldar 1 stór raketta 3 inniknöll 2 hurðarsprengjur 2 pk. rokeldspýtur 1 bombublys 4 standblys 2 ýlublys 1 lítil fallhlíf 2 litlar wild geese rakettur 1 Thunderbolt kaka 1800 króna pakki frá Ellingsen 12 litlar rakettur 2 stórar rakettur 2 rakettur, milhstærð 1 handblys 2 bengalblys 2 jókerblys 5 kúlublys 2 gosblys 2 htil blys 3 pk. bengaleldspýtur 3 pk. stjörnuljós, lítil 4 pk. hurðarsprengjur 5 pk. innisprengjur 1 sól í prófun DV á flugeldum þóttu pakkar frá skátunum koma einna best út en pakkinn frá KR, sem heit- ir Bæjarins besti, fylgdi fast á eftir. Hér verður ekki birtur innihalds- listi úr pakka frá skátum því pakk- arnir eru mismunandi uppbyggðir eftir söluaðilum. -Pá Flugeldamarkaðurinn: 18 tegundir af tertum Flugeldamarkaöurinn, sem er á vegum einkaaðila, veröur opinn í Skeifunni gegnt Hagkaupi frá 10 á ’ morgnana til 10 á kvöldin og á gamlaársdag frá 10-16. Þar verða á boöstólum 3 tegundir flölskyldu- pakka á 1.500- 2.500 krónur. Flugeldamarkaöurinn flytur inn sfna eigin flugelda beint frá Kína og verður auk þess meö allar gerö- ir íslenskra flugelda. Meðalstórir flugeldar eru seldir á20-120 krónur stk. og íslenskir á 260-480 krónur. í boöi eru 18 tegundir af tertum og skotkökum á 200-900 krónur auk gosa og handblysa af ýmsum geröum. -Pá

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.