Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.1988, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.1988, Blaðsíða 9
pop I qyqM’RPflff W ÍP 1 "lA 0T í < fVuJV MIÐVIKUDAGUR 28. DESEMBER 1988. Útlönd ÖTATUNG ensk gædatæki frá Decca-Tatung 22“ fjarstillt sjónvarpstæki med stórum hátalara og fótum með videohillu ffyrir aðeins kr. 39.900,- Stadgreitt kr. 37.905,- Útborgun kr. 5.000,- eftirstöðvar á 10 mánuðum. BORGARTÚN 28, SÍMAR: (91) 1699S OG 622900 - NÆQ BÍLASTÆfM Líkur á að sprengja hafi grandað Pan Am þotunni Bandaríska sjónvarpsstöðin NBC og breska dagblaðið The Ti- mes greindu í gær frá auknum lík- um fyrir því að sprengja hefði gran- dað Boeingþotu bandaríska flugfé- lagsins Pan Am fyrir jól. I fréttum NBC var haft eftir ónefndum bandarískum embættis- manni að fundist hefði taska úr brakinu sem bæri þess ákveðin merki að hafa haft innihaldið sprengiefni. Frétt The Times gekk út á það að málmflísar í líkum nok- kurra farþega og bráðið plast úr braki vélarinnar væru sérlega sterkar vísbendingar um það að þotan hefði farist af mannavöldum. Times greindi einnig frá grunsam- legu ferðatöskunni. Opinberir rannsóknaraðilar hafa sagt það eitt að ferðataska hafi ver- ið send til ítarlegrar rannsóknar á stofnun í Suður-Englandi sem sér-. hæfir sig í vitneskju um sprengi- efni. í gær voru fyrstu lík þeirra 259 farþega og áhafnarmeðlima, sem fórust í slysinu, send áleiðis til Bandaríkjanna. Fyrir utan farþega og áhöfn fórust ellefu íbúar smá- bæjarins Lockerbie í Skotlandi þegar þotan hrapaði á bæinn. Enn Flutningabíll flytur lik fimm þeirra sem létust þegar Pan Am breiðþota hrapaði á bæinn Lockerbie landi fyrir jól. Lögregla og björgunarmenn standa heiðursvörð. Skot- eru ófundin lík 30 manna, þar af eru allir hinir látnu bæjarbúar. Leiðtogi palestínsku hryðju- verkasamtakanna Fatha, Abu Nid- al, sendi ættingjum þeirra sem fór- ust samúöarkveðjur í gær. Áður hafði Yassír Arafat sent sínar sam- úðarkveðjur. Engin hryðjuverkasamtök hafa lýst ábyrgðinni á hrapi þotunnar á hendur sér. Fjórir hafa verið handteknir fyrir þjófnað úr braki vélarinnar. Reuter Um 2200 létu lífið í Nicara- gua í ár Stríðsátökin milli hermanna sandinistastjórnarinnar í Nicaragua og kontraskæruliða, sem studdir eru af Bandaríkjunum, kostuðu um 2200 manns lífið í ár, samkvæmt heimild- um Reuters fréttastofunnar. Árið 1987 létust rúmlega 7000 manns í átökum sandinista og kontraskæruliða. Samdrátturinn í mannfalh er einkum skýrður með vopnahléi sem sandinistar og kontraskæruliðar sömdu um í mars. Vopnahléið hefur haldist að mestu þó að frekari friðarviðræður hafi ekki borið árangur. Humberto Ortega, varnarmálaráð- herra Nicaragua, segir að ríkisstjórn sandinista muni leggja friðaráætlun fyrir George Bush þegar hann hefur tekið við forsetaembætti Bandaríkj- anna í janúar næstkomandi. Ortega vildi ekki gefa upp væntan- legt innihald friðaráætlunarinnar en sagði að hún yrði kynnt Bush um leið og hann væri búinn að sveija embættiseiðinn. Nýlega var haft eftir Bush að ríkis- stjórn hans myndi ekki standa fyrir stefnubreytingu í málefnum Nic- aragua. Reuter Tomas Borge, innanríkisráðherra Nicaragua, skreytir lögregluforingj- ann Doris Tijerino nýjum einkennis- merkjum. Þrátt fyrir vopnahlé eru sandinistar við öllu búnir ef átök skyldu hefjast á ný. 200 farast í ferjuslysi í Bangla- desh Talið er að um 200 manns hafi farist þegar ferja sökk eftir árekstur viö flutningaskip í Bangladesh í nótt. Slysið varö inni í miðju landi við bæinn Munshinganj en ferjan var á leið til Dhaka. Ura 250 manns voru í feijunni og tókst um 30 að komast synd- andi í land. Slysið varð með þeim hætti aö vöruflutningaskip sigldi inn í feijuna Launch Hasail á sljórn- borðshlið. Gat kom á ferjuna og hún sökk skömmu seinna. Þetta er þriðja alvarlega ferju- slysið í Bangladesh á árinu. Alls farast um 2000 manns árlega í feijuslysum sem flest má rekja til óvarkámi og yfirhleðslu. Stór hluti samgöngukerfisins í Bangladesh liggur um ár og vatnasvæði. 60 prósent allra vöruflutninga landsins fara um ár, samkvæmt opinberum tölum. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.