Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.1988, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.1988, Blaðsíða 28
28 MI&VÍTOÖASS® M íSSSímfBMSm Lífsstm DV-mynd KAE Börnin hafa mesta skemmtan af flugeldahriö og blysum á gamlárskvöld en margir fullorðnir ganga í barndóm þegar þeir finna púðurlyktina. íslendingar skot- glaðari en aðrir - rúm hundrað tonn af flugeldum á ári Það er gaman að skjóta upp flug- eldum. Þetta er staðhæfing sem flest- ir geta verið sammála um. Margir fullorðnir og virðulegir borgarar ganga í nokkurs konar barndóm þeg- ar þeir bera vindilstúfinn að fyrsta flugeldakveiknum á miönætti á gamlárskvöld. Fátt er eins skemmti- legt og að sjá rakettur þjóta hvæs- andi í loftið og dansa stríðsdans meö gjósandi neyðarblys í báðum hönd- um og stjörnuljós í munninum. Flugeldar voru fundnir upp í Kina fyrir óralöngu. Það hefur verið tí- undað til marks um gáfur Kínveija aö þeir fundu upp púðrið á undan öðrum en notuöu það ekki til þess að sprengja hver annan í loft upp. Þeir fundu líka upp áttavitann en notuöu hann ekki til þess að finna Ameríku. Skynsamir menn Kínverj- ar. Flugeldar voru fastir liðir í hátíða- höldum Kínverja fyrr á öldum. Það er síðan á fjórtándu öld sem púðrið öðlast nýja þýðingu en þá kom byss- an fyrst til sögunnar. Þá urðu púður- geröarmenn afar eftirsóttir galdra- meistarar enda skotvopn að ná fót- festu sem. hernaðartæki. Þó var flugeldurinn áfram í baksýn því við sigur eða undirritun friðar- samninga var gjarnan skotið upp nokkrum flugleldum til að gleðjast. Flugeldar í lit komu fyrst fram á nítjándu öld þegar menn duttu niður á tæknina til þess að búa til marglita skotelda. Sú tækni er enn í fullu gildi og hafa möguleikar hennar ekki enn verið kannaöir til hlítar. Hér á landi er flugeldanotkun meiri en víða annars staðar gerist. Þá er auðvitað miðað við hina frægu höfðatölureglu. Þetta er talið eiga rætur sínar að rekja til þess að snemma var byrjað að nota rakettur og flugelda um borð í skipum og neyðarblys urðu snemma algeng. í dag er skotið um hundrað tonnum af flugeldum upp í loftið um hver áramót. Flugeldar eru keyptir inn á nær hvert heimili í landinu og er sagt aö slíkt þekkist hvergi annars staöar á byggðu bóli. -Pá Aðgát skal höfð í nærveru púðurs Flugeldar eru hættuleg leikföng og ber að sýna fyllstu gætni viö meðferð þeirra. Flugelda og stjörnuljós má aðeins nota utandyra. Geyraið pakkann fjarri skotstað svo neistar komist ekki að flugeld- unum. Munið að áfengisnotkun og flugeld- ar fara alls ekki saman. Um flugelda: Skjótið flugeldinum úr stöðugri undirstöðu og gætið þess að ekkert nái að hindra flug hans. Tendrið kveikinn með útréttri hendi og vík- iö strax frá. Bogriö aldrei yflr flug- eldi í skotstöðu. Farið í einu og öllu eftir leiðbeiningum á urabúðum. Skotkökur skulu standa á þurr- um og sléttum fleti á opnu svæði. Tendrið kveikinn með útréttri hendi og víkið strax frá. Stingið skotblysum í jörö, snjó- skafl, skotrör eða sandfötu á opnu svæði. Alls ekki má halda á skot- blysum. Handblysura skal ávallt halda flrá líkamanum undan vindi. Gætið þess að neistar eða kúlur lendi ekki á .öðrum. Notið ullar- eöa leður- hanska. Þyrlur skal leggja á þurran flöt á opnu svæði. Tendrið kveikinn og vfkið frá. Sólir raá ekki festa á eldfimt efni. Tendrið kveikinn með útréttri hendi og vikið frá. Flugeldar og blys geta verið hiiiir mestu háskagripir. Oft er lítið ura íslenskar merkingar og því mikil- vægt að fólk kynni sér rétta með- ferð áður en skothríðin hefst. Flugeldar skulu’geymdir á þurr- um og öruggum stað þar sem böm ná ekki til. Varast skal að geyma þá nærri varmagjöfúm því púðriö getur þornaö og valdið sjálfsí- kveikju. Ef óhöpp verða, munið þá að kæling er besta skyndihjálpin við brunasári. Kælið brunablettinn strax, fyrst með köldu vatni og síö- an með stofuheitu vatni þar til sviði er horflnn. Notið aldrei bruna- smyrsl. -Pá

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.